Morgunblaðið - 13.12.1947, Qupperneq 16
VEÐURUTLITIÐ: — Faxaflói:
SKOTIST til útlanda me3
SUNNAN stinnings kaldi. —■
Skýjað og úrkomulítið.
286. ibl. — Laugarilagur 13. desember 1947
Heklu. — Sjá grein á bls. 9.
SíldveiSarnar
SEINNI PARTINN í fyrri-
nótt náðu nokkru skip góðum
köstum í Hvalfirði. í gær var
engin veiði, enda veður slæmt.
Yfirleitt var afli tregur hjá
skipunum og rjeði þar mestu
ar nætur. Þeir sem höfðu 23
faðma næíur náðu bestu köst-
unum.
I gær ætlaði Andvari að sigla
hingað til Reykjavíkur með
fullfermi, en honum var snúið
við, því ekki þótti rjett að sigla
með farminn í slíku veðri.
Síðastliðinn sólarhring hafa
komið hingað nokkur skip með
samtals um 3500 mál. — Voru
flest þeirra með slatta.
I gærkvöldi var byrjað að
lesta ,,Banan“. Síðastliðinn sól-
arhring fóru áleiðis til Siglu-
fjarðar Súðin, Selfoss og Grótta.
Þá bárust Morgunblaðinu
þær frjettir í gærkvöldi, að
„True Knot“ myndi leggja af
stað frá Patreksfirði í nótt sem
leið, áleiðis'til Siglufjarðar. —
Ef veður þætti tvísýnt, ætlaði
skipstjórinn að sigla því inn á
einhvern fjarðanna til að leita
vars.
Síid s landnó! í Kleppsvík
MENN hjeðan úr bænum
hafalagt landnót í Kleppsvík-
ina með mjög góðum árangri.
Um daginn urðu þeir þó fyr-
ir því óhappi, að nótin sprakk
undan síldinni. í þessari lögn
fengu þeir um 300 tunnur. Tal-
ið var að allt að helmingi meira
myndi hafa verið áður en nót-
in sprakk.
Mentaskólanem-
cndur ræða skéla-
málið
NEMENDASAMBAND Menta-
skólans, heldur fund á morgun
kl. 2 í skólanum. Verður þar
rætt um þær tillögur, er fram
hafa komið á Alþingi um fram-
tíðarstað Mentaskólans.
Málshefjandi er próf. Alexand
er Jóhannesson formaður sam-
bandsins. Mun hann í ræðu sinni
leggja fram tillögu, sem niður-
stöðu grundvöll að umræðum
um málið á þessum fundi.
„Hekla" á Kaslrupflugvelli.
Eins og blaiíafrjettir hafa boriö með sjer undanfarnu daga,
hefur „Hekla“, Skymastervjel Loflleiöa, hafl meir en nóg að
gera. Hún er nýkomin frá Rómaborg, og mun nú vera á leið-
inni til ISew York og Venezuela. Myndin cr tekin á flugvell-
inum í Kastrup.
Je@ kynnlist hinu nýja Eslandi
¥i Sefptea
- sep sendiherra Svía, S. H. Pouselfe
LUCÍUHÁTÍÐ Norræna fjelagsins var haldin í Sjálfstæðishúsinu
í gærkvöldi. Var hún mjög fjölmenn og fór hið hátíðlegasta fram.
Formaður fjelagsins, Stefán Jóhann Stefánsson forsætisráðherra,
setti samkomuna og stjórnaði henni. Bauð hann hinn nýja sendi-
herra Svía, S. IT. Pousette og frú hans velkomin en sendiherran
flutti síðan ræðu.
«-------------------------------
Úr ræðu sendiherrans.
Sendiherrann hóf mál sitt á
því að lýsa ánægju sinni yfir
komu sinni hingað til lands og
væntanlegri dvöl sinni hjer.
Hann kvaðst hafa lesið ýmis-
legt um Island þegar á skóla-
árum sínum og síðar kynnst
sögu þess, sem sjer hefði fund-
ist merkileg og sjerstæð.
— Ein fyrsta ferð mín út úr
höfuðborginni, sagði sendiherr-
ann, var til Þingvalla. Sá stað
ur hafði mikil áhrif á mig,
náttúrufegurð hans, tign og
sögylegar minjar.
„Hið nýja Island við
Sogsíossa“.
En austur við Sogsfossa
kynntist jeg hinu nýja íslandi,
þar sem vatnsaflið hefur verið
beislað og myndarlegt orkuver
verið reist. Jeg hefi sjeð Heklu
gjósandi og dáðst að hinum
hrikalega og mikilfenglega
krafti hennar og hinum ægi-
legu andstæðum íslenks nátt-
úrufars.
Mj.er er það mikið fagnaðar-
efni, að eiga eftir að kynnast
þessu landi betur og sjá meira
af því: Það er ósk mín og von
að mjer auðnist að efla vin-
samlega sambúð milli þjóðar
minnar og íslensku þjóðarinn-
ar. Jeg er Norræna fjelaginu
þakklátur fyrir að hafa gefið
mjer kost á að vera hjer með-
al ykkar og fyrir starf þess í
þágu norrænnar samvinnu.
Guðlaugur Rósinkrans yfir-
kennari, ritari Norræna fjelags
ins, þakkaði sendiherranum
ræðu hans og vinsamleg um-
mæli í garð fjelagsins. Lúðra-
sveit Reykjavíkur ljek norræn
lög og einnig voru sungnir nor
rænir söngvar.
Lúcíusöngurinn.
En kl. rúmlega 10 gengu
Luciurnar, 7 ungar stúlkur hvít
klæddar fram á sviðið og sungu
Luciusönginn. Báru þær krans
logandi kerta á höfði. Að söngn
um loknum báru þær gestun-
um kaffi. Að lokum var dans-
að. —
Dreglð í happdrælff
Ámtanns á mánudag
N ÆSTKOM ANDI mánudag
verður dregið í bílahappdrætti
Glímufjelagsins Ármanns.
Hefur Ármann um mörg ár
verið eitt af athafnamestu í-
þróttaf jelögum landsins, og nú á
þessu ári hefur það lagt í mjög
fjárfrekar framkvæmdir, um-
fram venju, þar sem fjelagið
sendi t. d. þrjá íþróttaflokka á
íþróttamót í Helsingfors á liðnu
sumri, alls 46 menn. Auk þess
stóð það fyrir komu sænska
handknattleiksflokksins, og varð
töluveröur halli á för þeirra.
Leggja Ármenningar mikið
kapp á sölu miðanna nú um helg
ina, því að drætti verður ekki
frestað.
Roosevelt garður
LONDON: — Þegar líkneskið af
Roosevelt verður reist í Gros-
venor-square görðunum, verða
þeir kallaðir Roosevelt garðar.
Marshall hvetur til
aukins friðarstarfs
„Fóiher orðið dauðþreyff á riyrjöldum”
LONDON í gærkvöldi.
Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter.
MARSHALL, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, flutti í dag hjer
í London fyrstu meiriháttar ræðu sína utan ráðherrafundarins.
Skoraði hann á alla menn, að sameinast um trúna á það, að þjóðir
heimsins geti lifað saman í sátt og samlyndi.
---------------------$
Tvíi knot- skip
Íeiy5
SEINT í gærkveldi frjetti
Mor^unblaðið, að samningar
hefíu tckist um leigu tveggja
Knot-skipa, til síldarflutninga
til Sigluíjarðar.
Eimskipafjelag Islands vann
að samningaumleitunum fyrir
ríkisstjórnina.
Ekki fylgdi það frjettinni
hvaða tvö skip hjer væri um
að ræða, en sennilega eru það
True Knot og Salmon Knot.
Vegna þess hversu frjett
þesi barst blaðinu seint, tókst
því ekki að fá hana staðfesta,
en fullvíst má telja, að hún sje
á rökum reist.
Sr. Jón Á. Sigurðsson
kosinn presfur
EINS og skýrt hefur verið frá
hjer í blaðinu fór s.l. sunnudag
fram prestkosning að Staðar-
prestakalli í Grindavík.
Talning atkvæða fór fram í
fyrradag í skrifstofu biskups. —
Kosinn var sr. Jón Árni Sigurðs
son prestur að Stað að Reykja-
nesi í Barðastrandarprófasts-
dæmi og hlaut hann 156 atkv.
— Emil Björnsson cand. theol.
hlaut 117 atkvæði og sr. Þorst.
Björnsson að Þingeyri fjekk 8
atkv. — Einn seðill var ógildur.
Samkomu ungre
Sjálfsfæðlsmanna
r
HJERAÐSSAMBAND ungra
Sjálfstæðismanna í Árnessýslu,
heldur skemmti- og útbreiðslu-
samkomu í Selfossbíó í kvöld,
klukkan 9,30.
Jóhann Hafstein alþm flytur
þar ræðu og Vigfús Sigurgeirs-
son, sýnir íslenskcr kvikmynd-
ir 1 eðlilegum litum m. a. frá
Heklugosinu, Pjetur Jónsson,
óperusöngvari syngur einsöng,
en að síðustu verður svo dans-
að.^
Á undan skemtuninni verð-
ur fundur í Sambandinu, sem
hefst kl. 8. Verða þar rædd ým-
iss mál, er varða skipulagsmál
og starfsemi þess og svo verður
rætt um stjórnmálaviðhorfið.
Hjeraðssamband ungra Sjálf-
stæðismanna í Árnessýslu, var
stofnað 2. nóvemter síðastlið-
inn. Voru stofneadur þess þá
allmargir úr flestum hreppum
sýslunnar, hefir þeim nú fjölg-
að mjög og er Sambandið nú
orðið fjölmennt og öflugt.
Marshall flutti ræðu sína í há-
degisverði fjelags Bandaríkja-
manna i Bretlandi, og sagði meö
al annars:
Friðarþrá
Alt mannkynið þráir frið og
gagnkvæman skilning þjóðanna.
—• Það ætti ekki að veitast svo
mjög erfitt að ná þessu mark-
miði, þegar almenningur um
heim allan vonast eftir slíkum
árangri.
Áróður
Fólk er orðið dauðþreytt á
styrjöldum. Það hefur andstygð
á orðinu einu. Og þó er það enn
á ný farið að óttast stríð — svo
langt hafa áróðursmennírnir
gengið.
Sameiginleg átök
Marshall sagði í þessu sam-
bandi, að nú yrðu allir að leggj-
ast á eitt til að sigrast á hrak-
spádómum áróðursaflanna, en
leggja auk þess fyllstu áherslil
á trúna á möguleikana fyrir því,
að allar þjóðir heims geti lifað
saman í friði.
Molotov hafnaði
Bevin og Bidault voru við-
staddir, er bandaríski utanríkis-
ráðherrann flutti ræðu sína, en
Molotov afþakkaði boð um að
sitja bádegisverðinn og bar fyrir
sig annríki í sambandi við fund
utanríkisráðherranna.
P. cg Ægir gsröu
Jafnfefli
í GÆR fór fram úrslitaleikur I
sundknattleiks meistaramóti
keptu. Fóru leikar svo að Ægir-
Reykjavíkur. — KR og Ægir
ingar sigruðu með 3 gegn 2
mörkum.
Liðin þrjú er taka þátt í kepn-
inni urðu jöfn að stigum Verður
því að keppa enn á ný, til þesg
að úrslit megi fást.
Dómari var Þorsteinn Hjálm-
arsson. Voru menn mjög ósam-
mála um dóm hans í leiknum.
Leikari
sæmdur heiðursmerki
OSLO' — Noregskonungur hefur
sæmt Sir Ralph Richardson, leik-
ara, orðu Olafs helga, fyrir leik
hans í hlutverki Pjeturs Gauta
eftir Ibsen.