Morgunblaðið - 17.12.1947, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.12.1947, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 17. des. 1947 MORGUTSBLAÐIÐ 9 LU mentir: Einkalíf Napóleons Oetave Aubry: Einkalíf Napoleons. — Magnús Magnússon íslenskaði. — Útgefandi: Prentsmiðja Austurlands, Seyðisfirði, 1946. ÆFISAGNARITUN hefur að und anförnu verið mjög stunduð með- al flestra menningarþjóða. Hefur hún nú verið greind nær alger- lega frá öðrum greinum sagn- fræðinnar, enda verður persónu- saga aldrei nema lítill þáttur hinn ar almennu sögu. í rauninni hafa flestar ævisögur öllu meira sál- fræðilegt en sagnfræðilegt gildi. Margar hinna bestu ævisagna frá síðustu áratugum standa á ýmsa lund nær fögrum bókmentum en sagnfræði, þótt stuðst sje við sögulegar. heimildir. Svo er um ævisagnarit Stefáns Zveigs og sum rit Lyttons Stracheys. Líku máli gegnir um rit Octaves Au- brys sem ritað hefur þessa merku bók um einkalíf Napóleons og fleiri rit svipaðs efnis. Napoleon Bonaparte, fátæki Korsíkupilturinn, Jakobininn, her'shöfðinginn, keisarinn, drott- ínn hálfrar Evrópu, útlaginn á St. Helenu, hefur verið viðfangs- efni óteljandi sagnfræðinga og sálfræðinga, enda eru fárra örlög stórbrotnari og dramatískari en hans. Mat manna á honum og starfi hans hefur hins vegar frá leyti sem slík kona gat elskað aðra en sjálfa sig. Einkalíf Napóleons er skemti- leg og fróðleg bók, sem sameinar bestu kosti sagnrits og skáldsögu. íslendingar hafa frá fornu fari haft sjerstakt yndi af ævisögum og persónusögu, og þarf því ekki að efa, að bókin hljóti miklar vinsældir hjer. Frágangur allur er góður, og hún er prýdd fjölda mynda af ættingjum Napóleons og öðrum samtíðarmönnum. Þýð- ing Magnúsar Magnússonar er góð eins og vænta mátti. Olafur Haneson. rr ,%m rr Nína Tryggvadóttir: Kötturinn sem hvarf. Út. Heimskringla. Reykjavík, 1947. KÖTTURINN sem hvarf, heitir skemtileg og fallega myndskreytt barnabók, sem Nína Tryggvadótt ir listmálari hefur sent á jóla- markaðinn í ár. Nína Tryggva- dóttir hefur þegar unnið hugi og hjörtu yngstu „lesenda“ landsins með jólabók sinni frá í fyrra: JÓN ÞORSTEINSSON sýsluskrifari, sextugur Litlu svörtu gimbur, sem strax öndverðu verið afar misjafnt, og varð uppáhaldsbók ailra barr.t á svo er enn. Sumir hafa talið hann hugsjónamann og frelsishetju, aðrir samviskulausan tækifæris- sinna og ævintýramann og einn versta harðstjóra allra alda. Nú á dögum eru þó flestir sagnfræð- ingar og ævisagnaritarar horfnir frá þessum öfgum. Napóleon var einkennilegt barn óvenjulegra umbrotatíma, afburðamaður á aldrinum 2—6 ára. En ef dæma má eftir þeirri hrifningu, sem Kötturinn sem hvarf hlaiit hjá barnahóp í leikskólanum í Suður- borg, má búast við að Litla svarta gimbur eigi sjer þar skæðan keppinaut. Enginn skyldi furða sig á vin- sældum „Kattarins sem hvarf“. Sannleikurinn er sá, að sú bók fjölmörgum sviðum, en þó með | fullnægir betur beim kröfum, er margar veilur og skapbresti. — nútíma uppeldisfræði gerir til Flestir munu nú telja, að hann I barnabóka, en flestar aðrar ís- hafi meir látið stjórnast af valda- fýkn en hugsjónum, en þó stend- lenskar barnabækur gera. Sagan er skrifuð í. ljettu ljóð- ur hann að skapgerð og innræti formi, með einföldu orðalagi, himinhátt yfir því samsafni skrið þsegilegu hljóðfalli, rími og dýra, hentistefnumanna og svik- ara, sem hann hafði í kringum sig. Octave Aubry tekur sjer fyrir hendur að lýsa einkalífi Napóle skemtilegum endurminningum. Stuðlar allt þetta að því að halda athygli barnsins við efnið og vekja efíirvæntingu þess. Sagan er stutt, efnið auðskilið, enda sótt ons og sálarlífi, en ætlar sjer eng-i í reynsluheim barnsins sjálfs. — an veginn að lýsa stjórnmálasögu Ekkert yfirnáttúrlegt skeður. En Napóleonsáranna, enda er það í augum barnsins er það hríf- önnur saga. Rit þetta styðst í öll- um aðalatriðum við sögulegar andi ævintýri að fylgjast með leitinni að kisu um alla stofuna heimildir, og er auðsætt að höf- og grilla að lokum í grænar undur hefur lagt mikið starf í að ' glyrnurnar á kisu í gegnum nátt- ránnsaka ævi Napóleons. Þó líkist1 myrkrið. (Kisa ljet sjer neínilega bókin um margt fremur sögulegri ekki nægja að fá „rúllupylsu og skáldsögu en • venjulegu sagn- j rjóm.akrús,“ heldur laumaðist út fræðiriti. Yfirleitt er bókin ágæt- í myrkrið til „að krækja sjer í lega samin og líkist um fjör og gráa mús“). Ekkert hræðilegt andríki ævisagnaritum Stefáns kerour fyrir í kvæðinu. Engir Zweigs. Lýsingin á einmana, gráðugir úlfar, engar grimmar stolta óg viðkvæma Kprsíku- galdranornir eru til að raska hug drengnum í herskólanum í Bri- arró barnsins. Ekkert vekur ótta, enne verður ógleymanleg. Og á einungis undrun og eftirvænt- hátindi valda sinna og frægðar er Napóleon í rauninni sami litli Korsíkudrengurinn, flillur skap- hrigða, harður og viðkvæmur, grimmur og mildur, hrokafuliur <og haldinn sárri vanmáttarkend. Eáir af harðstjórum veraldarsög- unnar hafa verið mannlegri en Napóleon og fáir eða engir þeirra eru geðþekkari, þrátt fyrir alt. Mikið er rætt um ástarævintýri Napóleons og samband hans við konur, og er þar margt til tínt. Minnisstæðust verður lýsingin á Jósefínu, fyrri konu Napóleons, en engin kona mun hafa haít eins mikil áhrif á'ævi hans og hún. .Lýsirigin á þessari lauslátu og eigingjörnu, en þó hjartagóðu konu, er snildarleg, alt frá því er Napóleon hittir hana sem hálf- gerða Vændiskonu í húsi Barras og þar til er hún örvingluð og yfirgefin af flestum undirritar skilnaðarskrá þeirra. Hjónaband- ið við Napóleon var henni í fyrstu ekkert nema hagsmuna- samband, en tilfinningar hennar til hans breytast með tímanum L.eins konar ást, að svo miklu ingu. Þannig eiga sögur og Ijóð yngstu barnanna að vera. Eins og vænta mátti er mynd- skreyting bókarinnar prýðileg. Hún er ekki aðeins gerð af mik- illi smekkvísi, heldur og af næm- um skilningi á þroska tilvonandi „Iesenda“ bókarinnar. Myndirn- ar eru upphaflega klipptar út úr mislitum pappír, en ekki teikn- aðar. Slík myndskreyting er mjög við hæfi barna. En því miður hefur litprentun myndarina víða tekist verr en skyldi. Myndirnar eru stórar, litsterkar og einfald- ar að gerð. Aðeins aðalatrið.in eru sýnd, aukaatriðum er slept. Þannig þurfa myndir fyrir litlu börnin að vera, til þess að þau njóti þeirra fyllilega. Nína Tryggvadóttir á sannar- lega þakklæti skilið fyrir mynd- irnar og ljóðin um „Köttinn sem hvarf“. Vonandi á hún ennþá eft- ir' að auðga bókmentaheim yngstu barnanna, svo að um mun ar. Þau bíða óþreyjufull næstu bókar. Rvík, 13. des. 1947. Valborg Sigurðardóttir. SEYTJÁNDI desember 1947, er sextíu ára afmælisdagur Jóns Þor steinssonar, sýslufulltrúa í Vík. Hann er fæddur (17. 12. 1887) í Norður-Vík í Mýrdal og hefur að mestu átt þar heima, Þó Víkur kauptún megi líka telja heimili hans, þar sem hann vinnur dag- lega margþætt embættisstörf á skrifstofu sinni og leysir af hendi forystu all-umfangsmikilla stofn- ana og fyrirtækja. Vanalega er sýslufulltrúann að hitta heima, og dagsdaglega er mesti manna- gangur á skrifstofu hans. Margur á þangað erindi. Hann hefur þó til, að bregða sjer í flugferðalag allar leiðir austur í Austur- Skaftafellssýslu, því að sýslu- mannsembættinu hefur hann gegnt í forJJjjllum hins reglulega sýslunjanns. En helst éngan dag vildum við Mýrdælingar missa Jón Þorsteins son frá störfum heima. Hann gegndi svo margvíslegum ábyrgð armiklum störfum fyrir hjeraðið, rjeði manni heilræði og greiddi úr hverskonar vanda, þegar þess var leitað. Og með svo fullúm rjetti ber sýslufulltrúi Jón Þor- steinsson nafnið hjeraðshöfðingi, að það saknar þess hver sem kem ur til Víkur, ef hann er að heim- an, og Víkurbúar kunna best við að sjá hann daglega. Þa8 marg- borgar sig að koma til hans og njóta viðmóts hans, sem er lífs- glatt, styllt og mannbætandi. Það segja flestir, sem komið hafa í Vík í Mýrdal, að þar sje fagurt og kauptúnið mennilegt. Þar býr og tígulegur hópur stór- huga framfaramanna. Kauptúnið er ekki nema sem næst 50 ára gamalt, en þar hefur ein fram- kvæmdin rekið eftir annari, svo þar er gott að búa, við flest hin bestu nýtísku skilyrði. — Meðal brautryðjenda og forustumanna þar hefur Jón Þorsteinsson verið framarlega, frá því um 1914. Það fórust svo orð, merkum ferðamanni, sern var að skoða Skaftafellssýslu: Að hor.um finndist Skaftfellingar traust- lega byggðir menn og bera svip af háfjallalandi sínu. Þeir eru tápmiklir, listgefnir starfsmenn. Þannig er nú þetta, þeir eru til ennþá, sviphreinir, kaldir á að sjá en undir slær heili hiarta, þrungið tilfinningum þeim, er í brjósti búa. Karlmennskan er þeim runnin í merg og bein, og átök þeirra föst, hvert heldur, er að slá á vesalmennskuna eða glæða lífsþróttinn til umbóta. — Einn af þessum mönnum er Jón Þorsteinsson, sýslufulltrúi og í fremmstu röð. í næstu ættliði er hann af Skaftfellsku bergi brot- inn, foreldrar hans, Þorsteinn Jónsson, hreppstjóri, og Ragn- hildur Gunnlaugsdóttir, hjón í Norður-Vík, valinkunn efnahjón. Þorsteinn hreppstjóri Jónsso.n, annar mestur jarðahótamaður í Mýrdal á sinni tíð, og sæmdur verðlaunum úr Kristjánssjóði IX. Frú Ragnhildur var einkadóttir Gunnlaugs, bónda í Norður-Vík og konu hans, Elsu Dóróteu Þórð- ardóttur, prófasts í Fagradal. — Þau bjuggu í Norður-Vík fn j 1830 til 1883, að Guðlaugur and- | aðist þar. Bjó c-kkjan þá áfram j og hjelt uppi hinni sömu rausn, 1 bæði um fólkshald og atorku alla, j þar á meðal lceypti hún ábúðar jörðina Norður-Vík af landsjóði. Þar var mannmargt heimili hjá Gunnlaugi afa Jóns, sýslufulltrúa öll þau ár er hann bjó, og margir fátækir unglimgar fóstraðir þar. Meðal þeirra var Þorsteinn Jóns- son, sem hafði misst föður sinn ungan. Hann gekk svo að eiga Ragnhildi, einkadóttur fósturfor- eldra sinna, um 1880, og bjuggu þau hinu mesta höfðingsbúi í j Norður-Vík til 1916, að Þorsteinn dó. j Börn þeirra voru þrír synir. | Elstur var Gunnlaugur, síðar I læknir á Þingeyri, en yagstur j Teódór, er dó í æsku. En Jón I Þorsteinsson, fór til náms í vérsl- unarskóla 1907—’8. Og stundaði fyrst um sinn verslun í Vík. — Keypti hlut í gömlu Brydes-versl- un, sem þá var komin í eign Þor- steins ÞorsteinsSonar, kaup- manns og var þar bókhaldari um sinn. Byggði hann þá útbyggingu (kvist) á verslunarhúsið, og bjó þar nokkur ár. Þar bjó svo næst- ur Gísli Sveinsson, sýslumaður. Nú er þetta eign kaupfjelags Skaftfellinga í Vík. Árið 1914 gengu þau í hjóna- band Arnbjörg Aðalsteinsdóttir, Jónssonar, fiskimatsmanns á Akraræsi og Jón Þorsteinsson í Norður-Vík. Þau tóku svo við búi í Norður-Vík, eftir lát Þor- steins, hreppstjóra. Arnbjörg er prúð húsfreyja göfugleg og stjórn söm, raungóð öllum, sem bágt eiga, og hennar njóta að og Norð- ur-Víkur heimiiið hjelt sinni fornu virðingu og heldri manna svip, að fornu og nýju. Þau hjón eignuðust 3 syni, og eru tveir a lífi, uppkomnir. Það meintu menn, að hugur Jóns Þorsteinssonar hneigðist að listrænu starfi og verslunarmál- um og hann var þegar ðrðinn kaupinaður. Mikill búmaður myndi hann varla verða. — Og mikinn búmann þurfti þó til að halda Norður-Víkur búinu í rjettu horfi. Hæglátlega byrjuðu þau ungu hjóriin líka búskapinn og bárust lítið á. En heimilislífið var gott og fáguð öll umgengni. Gamalmennum og unglingum leið þar vel, svo sem var í gamla daga. Og svona hæglátlega kom í Ijós, að allt var fært í haganlegt fyrir-komulag. Gripir frá Norður- Vík fengu fyrstu verðlaun á sýn- ingum og eftirsóttir. Orð fór þar af vandaðri meðferð allra hús- dýra. Og brátt var Jón Þorsteins- son talinn annar mestur búmað- ur í Mýrdal. Og um leið tilvalinn forystumaður allra sveitarmál- efna Þorsteinn Jónsson, hreppstjóri, var einn þeirra manna, sem Stoín aði Sparisjóð V.-Skaftafellinga í Vík og var í stjórn sjóðsins. Að honum látnum tók Jón Þorsteins- son sæti hans og hefur nú gegnt forystustarfi sem gjaldkeri sjóðs- ins í 21 ár. Ekki vai það vanda- lítið að stjórna þessum litla sjóði og gefa honum það traust, sem nauðsyn bar til. Erfið voru kreppuárin og margsháttar hörz), sem fimlega varð að stýra gegri- um. Stjórn Sparisjóðsins var góð- um fjármálamönnum skipuð og samhent jafnan, og leysti margs- mannsvandræði, með litlu fje, en haganlegum lánum. Illuta þann, sem Jón Þorsteinsson á í þessu, má sjá á bókum sjóðsins nú i 30 ár, þar sem hið prýðilega handbragð hans er einskonar listavinna. Svo mikið starf var á skrifstofu Sparisjóðsins, að ekki virtist bætandi á einsmannshend- ur. En auk þess' var Jóni Þor- steinssyni falin mörg önnur störf, svo sem h^eppsnefndar, búnaðarfjelags, skólanefndar og bókasafnssýslumaður. Þó var þetta í sjálfu sjer, hvert út af fyrir sig, leikur einn að sjá í höndum hans, og þó þannig unn- ið hvað eina, að engin vildi hann sleppti neinu. Að öllu var trúlega garit og haganlega unnið. Gísli SveinSson, sýslumaður, var fljótur að sjá mannkosti Jóns Þorsteinssonar og rjeði hann fyrir skrifara. Settur var hann svo sýslumaður í fjarveru sýslu- mannsins, og vegna alþingis- mennsku hans hlaut Jón Þor- steinsson elnast að vinna vanda- söm rjettarverk. Þannig var hann skipaður sýsluman.-sfull- trúi og nú um skeið haft mikið - að vinna á sýslumannsskrifstof- unni og áunnið hvlli sýslubúa og álit. Það segjum við sýslubúar hans að hver lögfræðingur megi gæta sin að vera sýslumannsfulltrúan- um okkar jafn snjall í rjettar- fari og émbættisstörfum. Hann. hefur nú í 30 ár setið alla sýslu- fundi sem ritari hjer í hjeraðinu og stjórnað yfirkjörstjórnarfund- um og skammt enn, síðan hann var skipaður hreppstjóri í Hvammshreppi. Og í einu hljóði kosinn oddviti í hreppsnéfnd Hvammshrepps. Það má nægja að drepa á þetta, svona til minn- is. En svo landskunnur er Jón Þorsteinsson, sýslumannsfulltrúi í Vík, að óþarft er að kynna hann frekar. En starfið og hin fagra rithönd, geyma bækur Skaftafellssýslu, fyrir ókomnar aldir. Á sextugasta afmælisdegi þín- um, kæri vlnur og hjeraðshöfð- ingi, sendum við sveitungar þínir og hjeraðsbúar þjer og þinni góðu frú heillaríkar kveðjur, virðingar og trausts, og mælum svo af einum huga, að framtíðin verði ykkur fögur og lífs....... E. G. Lisfin að lifa, effir Maurois KOMIN er á íslensku hin kunna bók franska rithöfuridarins André Maurois, sem hann nefnir „Lipt- in að lifa“. Það er ekki neitt smá- vegis'Verkefni, sem rithöfundur- inn tekur sjer fyrir hendur, en búast má við, að marga fýsi að læra þá list, sem flestir sækjast eftir en fáir einir ná tökum á. Bók Maurois hefur verið gefin út á belstu tungumálum heims og verið mikið lesin, enda er höf- undurinn kunnur maður og hef- ur margt gott ritað. Hann er einn af dáðustu rithöfundum Frakka og á stóran lesendahóp í' Bret- landi, Bandaríkjunum og víðar. Bók sinni um „Listina að lifa“ skiftir höfundur í þessa kafla: „Listin að elska“, „List hjóna- bandsins“, List fjölskyldulífsins", „List vináttunnar“, „Listin að hugsa“, „Listi'n að vinna“, „List forustunnar“, „Listin að‘ eldast“ og loks „List hamingjunnar". Indverjar og Japanir versla TOKIO — Nýlega hefur 14 Ind verskum verslunarmönnum verið leyft að koma til Japans til þess að semja um viðskipti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.