Morgunblaðið - 17.12.1947, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.12.1947, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 17. des. 1942 í 2 A n dksMða kMH miínwtn pgn slióin arfrumvarplnu hófst með þing° hneyksli Einars Olgeirssonar Þeir geta ekki dulið hrun- stefnu sína með biekk- ingum Vðiandi dýtSið er eina von jseirra Einar Olg. heimtaði að verða bankastjóri Lands- bankans ' Sl um dýrfíðarmálin VERÐBÓLGA, vaxandi dýrtíð, og þar af leiðandi atvinnuvand- ræði, er stefna kommúnista um alla Evrópu. Það er boðorðið, sem þeir hafa fengið* að austan, að halda í dýrtíðina, vinna að vexti og viðgangi verðbólgunnar, eins og þeim er framast auðið. Því að hvernig sem verðlagi er háttað, þá er eitt víst, að fái verð bólgan að „njóta sín“, eins og kommúnistar vilja, þá verður hún, fyrr eða síðar, svo mikil, að atvinnuleysi, framleiðslu vand- ræði, tekjurýrnun eðd tekju- missir steðjar að fyrir - lands- menn. Þessi cr reynsla allra þjóða. Enda auðsjeð, að ráðið til þess að koraa verkafólki á vonarvöl, er það, fremur öllu öðru, að lofa verðbólgunni að halda áfram að vaxa. Fyrirfram ákveðið Menn vissu það því fyrir hvernig kommúnistarnir myndu bregðast við hverjum þeim ráð- stöfunum, sem gerðar yrðu, til þess að stöðva verðbólguna. Kommúnistar gera í því efni eins og flokksbræður þeirra gera í öðrum löndum. Það sem mið- stjórn flokks þeirra leggur fyrir þá, að berjast af alefli gegn öll- um þeim ráðstöfunum, sem að því miða að forða þjóðinni frá hruni atvinnuveganna, vegna sí- aukinnar verðbólgu. Því er þeim órótt En hitt var það, að menn gátu ímyndað sjer, að kommúnistarnir hjerna hefðu reynt að stilla skap sitt og koma manneskjulegar fram, í andstöðu sinni gegn þeim ráðstöfunum, sem ríkisstjórnin ber fram á Alþingi. Við fyrstu umræðu málsins missti Einar Olgeirsson alla stjórn á geðsmunum sínum. Vissi sýnilega ekki hvað hann var að segja, þegar hann grenjaði ókvæð isorð sín til utanríkisráðherrans. Svo úr hófi keyrandi var fram- koma þessa þingmanns, að for- seti deiidarinnar var að því kom- inn að slíta fundi og hefði gert svo, ef ræðumaðurinn, sem var að tala, Bjarni Benediktsson, hefði ekki beðið forsetann að sýna hinum geðæsta kommúnista nokkra biðlund og vorkunnsemi, á meðan hann væri að átta sig. Undir merki verðbólgunnar Hógvær orð Bjarna Benedikts- sonar komu hinurr; æsta komm- únista út úr jafnvægi. Hafði ut- anríkisráðherrann sýnt fram á það í ræðu sinni, að aðaláhuga- mál kommúnistanna væri það að ekkert yrði aðhafst til þess að stöðva verðbólguna. Þeir hjeldu því fram í líf og blóð, að allt væri í stakasta lagi Verðlagið í landinu mætti hækka. Það yrði að hækka. Eftir því sem menn fengju fleiri krónur í kaup, eftir _því myndu menn álíta að kaup- máttur Jaunanna hækkaði. Þannig hafa kommúnistar farið að í þeim löndum, sem nú eiga við hin mestu vandræði að búa, vegna verðbólgu og dvínandi kaupmátts peninganna. Kommún istar í Frakklandi hafa sífellt hrópað á fleiri franka til handa launþegurrl. Svo hver franki gild- ir þar nú fáeina aura. En þó menn fái þúsundir franka í hend- ur hafa þeir ekki til 'hnífs og skeiðar. Eins í Ítalíu. Sama á- stand vilja kommúnistar skapa hjer. Sífellt fleiri krónur til handa þcim, sem taka laun. Án tillits til þess . að kaupmáttur krónunnar fellur við hverja hækkun kaupsíns. Þjóðin. þekkir þá Þegar kommúnistar etú nú að leggja til höfuðárásar gegn þeim 1 ráðstöfunum, sem gerðar eru, til | þess að hafa hemii á verðbólg- unni, þá líst þeim ekki á blik- una. Þá þykjast þeir í upphafi sjá að þjóðin er farin að þekkja þá of vel, til þess að almenning- ur fylgi þeim, fylgi verðbólgunni, vilji styðja að aukinni dýrtíð. Og þess vegna missa þeir stjórnina á geðsmunúm sínum, eins og Einar Olgeirsson í þinginu á mánudags- kvöldið. Mótsagnirnar Það fyrsta, sem menn reka aug un í þegar litið er á framkomu kommúnista í baráttu þeirra fyr- ir verðbólgunni eru mótsagnir þeirra. í fyrsta lagi halda þeir því fram, eins og Bjarni Benedikts- son benti á í ræðu sinni, að ekk- ert þyrfti að gera og ekkert ætti að gera til að hefta áframhald- andi verðbólgu. Samtímis ásaka þeir ríkisstjórn ina fyrir það, hve seint hún beri fram frumvarp sitt í dýrtíðar- málunum. En því skyldu komm- ar harma það, sem vilja að engar ráðstafanir sjeu gerðar. Einar þagði Kommúnistar hafa haldið því fram, að hægt hefði verið í ár að selja útflutningsvörur lands- manna hærra verði en gert hefði verið. En þegar þessi mál hafa verið til umræöu í utanríkisnefnd, en þar á Einar Oigeirsson sæti, og hann hefur verið spurður hvaða ieiðir hann hefði til að benda á, til þess að fá hærra verð fyrir vörurnar þá hefur hann engu getað svarað. Alar ásakanir kommúnista um það, að linlega hafi' verið haldið á markaðsmálunum hafa orðið að engu. Enda sannast einmitt síðustu vikur, hve mikið hefur verið aðgert í þeim málum. Sbr. viðskiptasamninginn við Hollend inga og nú síðast samninginn um að selja 70 þúsund smálestir af ísfiski til. Vestur-Þýskalands eða hernámssvæða Bandaríkj amarma og Breta. Hin bjánalega firra um heildsalana Ein fáránlegasta mótsögn og firra kommúnistanna er sú, þegar þeir halda því fram, að ríkis- stjórnin sje að st^fna að atvinnu- leysi í landinu, þegar einmitt er unnið að því að láta verðbólguna ekki eyðileggja vinnu lands- manna. En sú firra þeirra verður þó ennþá hlægilegri, er þeir þykj ast hafa fundið út, að það sjeu einhverjir sjerhagsmunir kaup- manna, og þá einkum heildsala, að • atvinna minnki, framleiðsla dragist saman og te-kjur lands- manna verði sem minnstar. Það ætti að vera sjersagsmunir versl- unarstjettarinnar að fólkið í land inu væri sem snauðast og gæti sem minnst keypt(!) Engin furða þó þeir menn, sern styðjast við slíkar fáránlegar fjar stæður, óttist um málstað sinn, og telji hann ekki sigurstrangleg- ari.‘ .... , 1 Reynslan af einokunum. Enn er ein fjarstæða í mál- flutningi kommúnista, sem vak- ið hefir athygli. Að setja á fót allsherjar Landsverslun og láta gróðann af því verslunarbákni greiða uppbæturnar á útflutn- ingsvöruna. En hvernig hefir reynsla þjóð- arinnar verið af einokun? Og hve margir skyldu það vera meðal landsmanna. sem halda það enn í dag að emokun»rversl- anir verði neytendum hagstæð- ari heldur en verslun, sem rek- in er í frjálsri samkepni? Ef iandseinokun ætti að hafa fje aflögu til þess að greiða með útflutningsuppbætur til útgerð- arinnar, þá myndi slíkt því aðeins verða gert, með gífurlegri álagn- ingu á vörurnar til almennings. En það kynni að vera bægilegt fyrir kommúnista og gæðinga þeirra, að hafa með höndum stjórn á slíku landseyðandi versl- unarbákni. Þó útkoman fyrir al- menning yrði svipuð og á Síld- areinkasölunni sem Einar Olgeirs son stjórnaði á sínum tíma, og gat því aðeins borið sig, að sjó- menn ljetu til einkasölunnar afla sinn fyrir ekki neitt. Kommúnistar hamast gegn öll- um þeim ráðstöfunum sem gerð- ar verða til þess að stöðva verð- bólguna eða draga úr henni. Baráttu aðferðir þeirra verða með þeim hætti, sem löggiltar eru fyrir alla kommúnista heims. Að tilgangurinn helgi meðalið. En vegna þess að þjóðin veit hver hinn sanni tilgangur komm- únista er í þessu máli, þá mun alþýða manna sjá við svikum þeirra og blekkingum, og láta sig engu skifta orð þeirra og aðgerð- ir. Aðalhindur Sjálf- stæðlsfjelags Akur- eyrar NÝLEGA. var haldinn aðal- fundur í Sjálfstæðisfjelagi Akur eyrar. Fundurinn var fjölsótt- ur. Starfsemi fjelagsins hefir verið fjölþætt og mikil undan- farin ár og fer stöðugt vaxandi. I stjórn fjelagsins vóru kosn- ir: Jónas G. Rafnar, form., Sveinn Bjarnason, fjehirðir og Óskar Sæmundsson, ritari. Frá- farandi formaður er Heigi Páls- son, kaupm, og hefur hann stjórnað fjelagina af dugnaði og áhuga. í fulltrúaráð Sjálfstæðisfjelag -anna í bænum voru kosnir eft- irtaldir menn: Páii Sigurgeirs- son, Valgarður Steíánsson,- tIndriði Heigason, Helgi Pálsson, Karl Friðriksson. Til vara: Gunnlaugur Jónsson og Einar Sigurðsson. I Naustaborgarráð voru kosn ir: Magnús Bjarn.ison, Magnús Jónsson, Guðm. Jónasson, Helgi Pálsson og Jens Eyjólfsson. FYRSTA umræða um dýr- tíðarfrumvarp ríkisstjórnarinn- ar stóð til kl. 4 á mánudags- nóttina. Er leið á umi^eðmnar og upp lýst hafði verið öll framkoma og tvískinnungur kommúnista reyndu þeir að verja sig með stóryrðum og hrópum fram í ræður annarra ræðumanna. Var Einar Olgeirsson sjerstaklega vanstiltur cg hrópaði hvað eftir annað fram í. Lúðvík Jósefsson, sem var látinn halda rúmlega ,tveggja tímá ræðu móti f»umvarpinu, fór og hinar mestu hrakfarir. Það var nefnilega upplýst að Lúðvík á fundi í L. I. U. haust- ið 1946 skrifaði undir nefndar- álit, þar sem hann telur nauð- syrilegt að grunnkaup og vísi- tala hækki ekki frá því sem þá var. Það er annar Lúðvík, sem kemur fram á fundi L. í. Ú. en sá, sem talar hjer á Alþingi, sagði forsætisráðherra í ræðu sinni. Er Lúðvík reyndi að þræta, spurði forsætisráðherra hvort nafn hans væri falsað, en þá gugnaði hann, Þannig væri allur málflutn- ingur kommúnista, sagði for- sætisráðherra ennfremur. Þeir bæru fram frv. um lækk un á viðgerðarkostnaði sjávar- útvegsins, en þegar járniðnað- armannadeilan er skoðuð í ljósi þessa'frumvarps þá er afstaða þeirra allt önnur. Sjerstakur trúnaðarmaður kommúnista, lögfiæðingur Al- þýðusambandsins, var fenginn til að athuga álagningu vjel- smiðjanna, og hann komst að þeirri niðurstöðu að þær þyrftu að hækka álagninguna' Að umræðu lokinni var frv. vísað til 2. umr. og fjárhags- nefndar. Fundir í gær. í gær kl. 1% hófst svo fundur að nýju, en var frestað, sökum óska E. O. um aö fá að semja nefndarálit. Kl. 5 í gær hófst svo 2. umr. Meiri hluti nefndarinnar (Ásg. Ásg., Skúli Guðm, J. Hafstein, Hallgr. Benediktss.) lögðu til að frv. yrði samþ. Lögðu þeir áherslu á að þeir menn, sem beittu sjer gegn því að nú yrði drepið við fæti í dýrtíðarmálunum, væru að kalla yfir þjóðina verðfall pen- inganna og atvinnuleysi. Væri ótrúlegt að þegnar þjóð- fjelagsins vildu ekki leggja fram lítið brot af tekjum sín- um til að tryggja rekstur sjáv- arútvegsins og sinn eiginn hag. Var síðan fundi frestað til kl. 8,30. Kvöldfundurinn. Fundur hófst að nýju kl. 8,30 og lágu þá fyrir breytingartillög ur frá Einari Olgeirssyni, sem sýna á áberandi hátt stefnu kommúnista í dýrtíðarmálun- um. Hann lagði tij að felldur yrði niður III. kafli frumparps- ins, sem fer fram á bindingu vísitölunnar og þar með stöðv- Ufl dýrtíðarinnar í stað þess tekur E. O. uþp ákvæði úr' ,',áyr- tíðarfrumvarpi“ þeirra komm- únista, þar sem lagt er til að felldir verði niður tollar á ýms- um vörum. Stefna E. O. í þessu máli er því að draga verulega úr tekj- um ríkissjóðs um leið og hann vill enn íþyngja þær byrðar, sem á ríkissjóð hvíla. Ennfrem- ur tekur hann þær tillögur úr frv. sínu upp, sem eiga að fara fram á lækkun á viðgerðar- kostnaði útvegsins, enda þótt þegar hafi verið upplýst afstaða kommúnista í því máli í sam- bandi við verkf&.ll járniðnað- armanna. Forsætisráðh. upplýsti að E. O. hefði spurt sig í maí s.l., áð- ur en hann fór til Noregs, hvort bann yrði skipaður í fjárhags- ráð. „Jeg sagði ekkert um það“» sagði ráðherra, „en ekki var um að villast að E. O. vildi gjarnan táka sæti í f járhagsráði og hann vildi fá að vildi fá að vita það úti í Noregi“. Einar vildi verða bankastjóri. > Ennfremur upplýsti ráðherra að í sambandi við stjórnar- myndunina í fyrravetur, þá hefði E. O. sóst mjög fast eftir að fá bankastjórastöðu við Landsbankann. Kommúnistar heimta gengislækkun. Gylfi Þ. Gíslason tók næstur til máls. Sýndi hann fram á, acS kommúnistar með tillögum sín- um um að einskorða viðskifti okkar við’ vöruskiftalöndin í Austur-EvróþU, þá væru þeir að vinna að dulbúinni gengis- lækkun. Það væri vitað að þess ar þjóðir hefðu mjög hátt verð á framleiðsluvörum sínum. Kommúnistar vilja að sjávar- útveginum sje útvegað hærra verð fyrir afurðir sínar á þanu hátt, að við verðum í staðinn a ðkaupa inn fyrir miklu hærra verð en við getum fengið ann- arsstaðar. Þetta er alveg sama úrræði og ef gengið væri lækk- að. Þegar prentun blaðsins hófst í nótt stóðu umræður enn sem hæst. Var áformað að Ijúka annari umræðu um frumvarpið. Þriðja umræðan í Neðri deilcl fer fram í dag. Bókasýning Helgafslls BÓKASÝNINGU Helgafells var lokið í gær, en næstu tvo daga verða á vegum forlags- ins selair þeir leirmunir, sem voru á sýningunni, ásamt nokkrum listaverkum eftir ís- lenska málara. Fer vel á því, að gefa ísl, listmálurum, sem þess óska, kost á því, að selja myndir fyr- ir jólin og fólki tækifæri til að prýða heimilin með málverk- um og öðrum listaverkum. Þessi sala fer fram aðeins í dag pg á morgun kl. 2—8, því á föstudagskvöldið hefir forlagið fallist á, að rýma Listamanna- skálann fyrir sjómannastofu, sem þar á að verc5a um jólin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.