Morgunblaðið - 24.12.1947, Side 9

Morgunblaðið - 24.12.1947, Side 9
Miðvikudagur 24- des. 1947 MORGUNBLAÐIÐ 9 Framkoma, sem eyði- leggur hjónakandið Ef jDjer leikið eitthvað, sem hjer er sagt, er hjónaband yðar í hættu Eftir dr. F. Miles. ÞÓTT fáar konur vilji viður- kenna það, eru þær margar, sem hugsa sjer að bæta mann sinn eftir giftinguna. Það er eins og kona nokkur sagði „Hann er dá- lítið hrjúfur á köflum, en jeg verð ekki lengi að bæta það“. Hvers vegna konur giftast manni, sem þær ætla sjer að betrumbæta eftir lijónavigsluna, hefir altaf verið ráðgáta. Tvær óstæður geta legið til þess. — Það getur verið, að konan sje að upphefja sjálfa sig með því að benda á galla manns sins, eða það getur verið að hún vilji að- eins sýna honum, að hún sje hon- um fremri. skammist af ástæðulausu og fá- ið hann þar með t’l að sjá eftir því að hann skyldi nokkru sinni hafa gifst yður? Hjer fara á eftir 20 aðferðir sem eru til þess fallnar að eyði- leggja hjónabandið. Sumar þeirra geta komið yður að liði, ef þjer ákveðna skemtun til þess að hitta húsbónda sinn. 5) Sýnið kaldhæðna kurteisi, ef hann dansar við einhverja aðra á dansleik. 6) Minnið hann á að það sje meira gaman að fara í dýrt veit- ingahús, ef hann stingur upp á því að sjá kvikmynd, sem hon- um hefir lengi langað til að sjá. 7) Leyfið fólki úr yðar fjöl- skyldu að ráða og ráska á heim- ili ykkar, en segir fiölskyldu hans að þeim komi ekki ykkar heimili við. 8) Minnið hann t hvað það sje leiðinlegt að gera verkin heima og það sje þó munur að þurfa ekki að gera annað en að fara í krifstofuna á hverjum morgni. 9) Hættið að halda yður til, eftir að þjer hafið „klófest hann“. 10) Hættið að fara á snyrti- stofu nema einu sinni í mánuði, í stað einu sinni í viku áður. 11) Hættið að haida við andlit- inu, nema þegar þið ætlað að fara í boð, eða hitta annað fólk. 12) Verið eins druslulegar og þjer getið á meðan hjer eruð að vinna húsverkin og skiftið ekki um föt fyrir kvöldið, vegna þess, að „það kemur enginn í heim- sókn“. 13) Látið, sem yður komi hreint ekki neitt við heimilis- útgjöldin. 14) Sýnið hvað yður þykir drepleiðinlegt að vera ein heima hjá honum. 15) Eyðið tímanum með að segja honum slúðursögur af ná- grönnunum. en skrúfið frá útvarp inu, þegar hann byrjar að segja frá skrifstofunni. 16) Neitið algerlega að setja yður inn í tómstundadund hans, svo sem íþróttir og þess háttar. 17) Munið eftir að segja hon- um, að þar sem þjer hafið búið til matinn, sje ekki ofverkið hans að þvo upp diskana. 18) Mælið ykkur mót við kunn ingjana án þess að spyrja hann ráða. 19) Gætið þess að hafa aldrei neitt til af mat, er hann getur náð til að fá sjer aukabita. 20) Látið yður aldrei detta í hug sú spurning, hvort hann myndi kæra sig um, að þjer skift- uð um framkomu í einu eða neinu. Ef þjer gerið eitthvað af þessu, þá lítur illa út. Sumt kann að koma fyrir einstaka sinnum óaf- vitandi. En sje það vani, þá líður ekki á löngu, þar tíi hjónabandið fer út um þúfur. Við fyrirgefum ávalt þeim, sem okkur leiðist, en við getum ekki fyrirgefið þeim, sem finnst við leiðinleg. —-La Rochefoucauld. Maður, sem er elskaður af fall- egri konu, mun ávalt komast úr vandræðum. •— Voltaire. Eins gæti það hugsast, að hún hafi ekki nógu mikla persónu til að bera — eigi ekki hæfileika til að elska mann. Hún er að leita að hálfgerðu barni, eða hálf gerðum manni — einhverju, sem hún getur hjúkrað, kennt eða gtjórnað. Það er dagsanna. að fáir eigin- menn eru fullkómnir. Og það er oft hægt að bæta þá með því að konan sje þeim fyrirmynd. En því miður vill það brenna við, að margar konur gleymi því. — Hversu oft hughreystið þjer mann yðar, eða dragið úr honum, viljið þá ekki fela sannleikann: 1) Segið honum, að hann „taki yður sem sjálfsagðan hlut“ í hvert sinn, sem hann sýnir ann- ari konu, eða einhverjum af fjöl- skyldunni sjálfsagða kurteisi. 2) Fáið hann til að hætta að lesa blaðið eftir matinn, eða venj ið hann af einhverju, sem hann var búinn að venja sig á löngu áður en hann giftist. 3) Sýnið greiniiega afbrýði- semi og „eignarrjett“ í hvert sinn sem þið hittið einhverja, sem hann þekti áður en þið giftust. 4) Rífist og skammist svo alt ætlar um koll að keyra, ef hann hættir við einhverja fyrirfram- BrúSkaupsferðaföf Elísabetar. ÞECAR ELIZABETII Englandsprinsessa fór i brúðkaupsferð sína í haust var hún klædd ferðafötum þeim, sem sjást hjer á myndunum. l»au eru teiknuð af Norman Hartnell, sem hefur um margra ára skeið verið tískuteiknari ensku konungsfjölskyldunnár. Frakkinn og kjóllinn eru hvorttveggja í sama lit. Kjóliinn, sem sjest til hægri er úr silikefni, en frakkinn er úr flaueli. ÞESSI ÍBURÐARMIKLI og íallegi samkvæmiskjéll er saumaður úr hvítu silki, settu marglitum steinum, sem mynda hjartalagað háls- málið. Fellingum blússunnar er haídið caman með þjettum saum, en pilsið fellur í eðlilegum fellingum. Kurteisishjal HJER faia á eftir nokkrar al- mennar reglur í góðum um- gengnisvenjum og almennri kurteisi: Hvenær eiga mcnn að gefa af sjer ljósmyndir? Yfirleitt ætti fólk ekki að gefa Ijósmvndir af Ef jólakerfin renna ÞAÐ er kvartað yfir því, að kerti þau, sem nú eru á boð- stólum vilji renna. Er þá gott ráð að dýfa kertunum ofan í sterka saltblöndu áður en kveikt er á þeim. sjálfu sjer, nema að beðið hafi verið um það á þann hátt, að viðkomandi hafi látið í ljósi einlæga ósk um að eiga ljós- myndina.. Ef þjer skrifið á ljós- mvnd af yður sjálfum, þá svar- ið fyrst þessari spurningu, áður f v þjer skrifið: „Myndi jeg kæra mig um að lesa þetta, eða !áta lesa það fyrir mig eftir 10 ár?“ Vr Þepsr um ættingja er að rreða, eða mjög góða vini, er það góður siður, að gefa af sjer m.vnd í jólagjöf, eða við önnur hátíðleg tækifæri. ir IJm gestinn, sem tekur sjer 1 húsbóndavald í ókunnugu húsi | með þvi, að stinga upp á hvað gestirnir eigi að gera, tekur að sjer að kynna nýkomna gesti, sækir stóla og rjetfa veitingar, er það eitt að segia, að hann kann ekki almenna kurteisi. ★ Kona, sem tekur að sjer að aðstoða húsmóðirma á heimili bar sem hún er gestur, má gæta bess, að taka ekki fram fyrir hendurnar á henni. Annars á hún — sern eðlilegt er — von á að verða fljótt óvinsæl. Allar ánægðar fjölskylduy eru öðrum Hkar •— allar óhamingju- samar fjölskyldur eru óhamingju samar á sinn eigin hátt. — Tolstoy.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.