Morgunblaðið - 28.12.1947, Page 10

Morgunblaðið - 28.12.1947, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 28. des. 1947 * mAnadalur Sl a (L ac^a eptir J}ach cJlovidon, 91. dagur „Jeg skal leggja undir fimm dollara“ sagði hann við Hall. .„En ekki með þessum skil- málum, heldur jafnt á hvom“. „Jeg vil ekki hafa fje út úr yður“, sagði Hall. „En mjer er sama þó jeg hafi fje út úr Jim Hazard. Artnars er jeg óhrædd- ur að veðja einum á móti þrem- ur við ykkur báða“. „Annaðhvort jafnt eða ekk- ert“ sagði Billy. Að lokum fjelst Hall á þetta. Hann veðjaði jafnt við Billy og þremur á móti einum við Haz- ard. Klettaeggin var svo skörp, að engin leið var til þess að kom- ast þar fram hjá manni. Þess vegna var það ákvéðið að þeir skyldi hlaupa á tíma. Hall skyldi leggja á stað fyrst og Billy hálfri mínútu á eftir hon- um. é Bvo var sett merki í sandinn og Hall tók sprettinn. Saxon leist ekki á blikuna. Hún vissi að BiÚy var ekki svona fljótur að hlaupa í sandi. Þrjátíu sek- úndum seinna rauk Billy á stað. Hann var kominn hálfa leið upp á þá. Þegar þeir voru báð ir komnir upp á eggina og stukku þar snös af snös, sagðí Bideaux að þeir hefði verið ná- kvæmlega jafn fljótir upp á eggina. „Jeg er alls ekki viss um að jeg tapi veðmálinu“, sagði Haz- ard. „En þetta er glæfralegt hlaup og jeg óska einkis fremur en að hvorugur þeirra háls- brjóti sig. Ekki vildi jeg hlaupa þarna hvað sem í boði væri“. „Þetta er nú varla jafn hættu legt eins og þegar þú ferð í sjó- inn hjá Carmel“, sagði kona hans. „Það er engin hætta á því að maður hrapi þegar maður er á sundi“, sagði hann. Þeir Hall og Billy voru nú horfnir fyrir fremsta klettanef- ið. Allir voru vissir um að .Hall hefði dregið undan, því að þeim fanst hann hlaupa miklu hrað- ar en Billy eftir sjálfri egginni. Svo kom Hall í ljós aftur.” Hann stökk yfir stóru gjána, hentist yfir seinustu klettana og tók svo lokasprettinn yfir sandinn í fjörunni. En Billy var á hælum hans. Og það dró ekki sundur með þeim. Þeir komu jafnt að marki. Billy hafði sigr að. „Þetta var ekki að marka“, sagði Billy lafmóður. „Hall var kominn langt á undan mjer og hann er miklu fljótari að hlaupa heldur en jeg. En þá varð hann fyrir því óhappi þeg ar hann kom að stóru gjánni, að brimaldan rauk þar upp og hann varð að bíða. Þar náði jeg honum og við stukkum báðir yf ir á sama lagi. Svo var ekki um annað að gera fyrir mig 'en reyna að lafa á honum“. „Þptta er alt eins og það á að vera“, sagði Hall. ,,Þjer sigr uðuð mig heiðarlega. Aldrei hefir það komið fyrir í manna minnum að tveir menn hafi hlaupið samtímis yfir Bierce- gjá. Og það voruð þjer sem tók uð áhættuna. því að þjer stukk uð á eftir mjer“. ( „Já, þetta var ekki annað en hundahepni", sagði Billy. Seinna um daginn syntu þeir Hall og Hazard út að skerjun-! um háu utan við víkina og ráku sæljónin þar á flótta og klifr- uðu sjálfir upp á klettana. Billy horfði hugfanginn á eftir þeim og gætti einkis annars. Það var auðsjeð að hann langaði til þess að geta verið með þeim. Þá sagði kona Hazards: „Þið ættuð að vera um kyrt í Carmel í vetur. Jeg veit að Jim væri ánægja að því að kenna yður að f ást við öldurnar. Hann langar líka til þess að læra hnefaleik af yður. Hann á það sannarlega skilið að liðka sig dálítið á milli þess sem hann situr við skrifborðið“. Það var komið fram undir sólarlag þegar hinn glaðværi hópur safnaði saman öllu hafur taski sínu og hjelt á stað. Þau Billy og Saxon horfðu á eftir fólkinu þangað til það hvarf yf ir brekkuna. Svo gengu þau til > bækistöðva sinna. Billy lagðist í sandinn og teygði úr sjer. „Jeg held að jeg hafi aldrei verið þreyttari á ævi minni“, sagði hann og geispaði. „Og ann an eins dag hefi jeg aldrei lif- að. Maður gæti fórnað fyrir hann tuttugu árum af lífi sínu eða meira“. ,,Þú veist ekki hvað jeg er montin af þjer, Billy“, sagði Saxon. „Jeg hefi aldrei sjeð þig í hnefaleik fyr. Jeg vissi ekki fyr hvernig hnefaleikur er. Þú áttir alls kosta við Bideaux, en samt gættirðu þess að fara ekki illa með hann. Þetta sáu allir, og öllum þótti vænt um það“. „Þú stóðst þig ekki síður“, sagði hann. „Allir voru hrifnir af þjer. Ög það segi jeg satt, að engin kemst í hálfkvisti við þig þegar þú ferð að syngja. Kon- urar voru meira að segja hrifn ar af.þjer — og það er ekki svo lítið“. Þetta var í fyrsta skifti að þau höfðu tekið þátt í sam- kvæmislífi og það var gaman að því hvað þau höfðu staðið sig vel. „Hall sagði mjer að hann hefði skoðað bókina, og hann sagði að mamma hefði hlotið að vera skáld“, sagði Saxon. „Hann^agði að það væri furðu legt þvílíkur þróttur hefði ver ið í fyrstu landnemunum, sem fóru yfir sljetturnar. Hann sagði mjer margar sögur frá þeim tímum og talaði um ýmsa menn, sem jeg hefi aldrei heyrt getið. Hann hefir lesið alt sem skrifað hefir verið um bardag- ann hjá Little Meadow. Hann sagði að þær sögur væri í bók, j sem hann ætti heima og hann ’ lofaði að ljá mjer hana ef viðj kæmum aftur til Carmel“. „Já, hann vill endilega að við komum til Carmel“, sagði Billy. „Á jeg að sega þjer hvað hann, sagði mjer? Hann sagði að jeg skyldi fara til skálds, sem þar á heima og fá þar inni. Og hann gaf mjer meðmælabrjef. Hann sagði að það væri gott fyrir okk ur að vera þar um rigningar-j tímann. Hann sagði að þar væri kofi ,sem fólkið hafðist við í á meðan verið var að reisa húsið. Bideaux býr þar núna. en hann ætlar að fara í prestaskóla. Hann sagði að kofinn váeri okk- ur velkominn eins lengi' og við vildum nota hann. Og hann sagði að jeg gæti haft öfan af fyrir mjer á sama hátt og Bide- aux. Jeg gæti fengið vinnu hjá sjer að vísu aðeins til bráða- birgða, en svo gæti fleira kom- ið. Hann sagði til dæmis, að jeg gæti hjálpað sjer til að sá kar- töflum. Jeg spurði þá hvort jeg gæti ekki fengið að höggva í eldinn, en þá varð hann vondur og sagði að það væri sitt verk. Það var svo sem auðheyrt, að hann vildi ekki láta neinn taka það frá sjer“. „Frú Hall sagði það sama við mig, Billy“sagði Saxon. „Hún sagði að það væri langbest fyr- ir okkur að vera í Carmel um rigningatímann. Þú gætir þá lært að synda hjá Hazard“. „Það virðist svo sem við gæt um sest að þar sem okkur sýn- ist1^ sagði Billy. „Carmel er nú þriðji staðurinn, þar sem okkur er boðið að vera. Jeg sje það, að það. er engin hætta á því að við getum ekki sjeð okkur farborða í sveit“. „Nei, allir góðir menn geta komist áfram þar“, sagði Saxon. „Það er eflaust rjett“, sagði Billy. „Og jeg held að ræflarn ir geti líka komist betur af í sveit en í borg“. „Hver skyldi háfa trúað því að til væri svona gott fólk“, sagði Saxon. „Jeg er alveg undr andi þegar jeg hugsa um það“. „Þptta er eftir mönnum sem hafa það til að hrekkja kapp- hlaupara á skemtisamkomu“, sagði Billy. „Jeg gæti best trú- að því að hann hefði fundið upp á því að draga alt þetta fólki hingað í dag. Og systir hans er hreinasta gull, það geturðu sagt hverjum sem heyra vil. Hún getur glímt eins og viltur Indí- áni, og þá er hún í essinu sínu. Eða konan hans —er hún ekki makalaus?" Svo lágu þau lengi þögul og veltu sjer í brennheitum sand- inum. Að lokum sagði Billy upp úr eins manns hljóði, eins og hann hefði hugsað málið ræki- lega: „Heyrðu Saxon, mjer er al- veg sama um það þótt jeg fari aldrei framar á kvikmynda- sýningu". IX. KAFLI. Þau voru hálfan mánuð í ferðalaginu suðurá bóginn, en komu svo aftur til Carmel. Þau settust að í marmarahúsinu, sem skáldið Hafler hafði bygt með eigin höndum. Þetta ein- kennilega hús var aðeins eitt herbergi, alt úr marmara. Þar voru marmarahlóðir og þar hafði Hafler eldað matinn sinn. Þarna voru stórir bókaskápar og húsgögnin voru úr völdum rauðaviði. Hafler smíðaði þau sjálfur. Hann hafði líka smíðað loftbjálkana úr rauðaviði. Þessu eina herbergi var nú skift í tvent með forhengi og innan við það var dyngja Saxons. Skáldið var á förum til San Fran.cisko, en frestaði ferðinni um einn dag til þess að leið- beina þeim og sýna Billy um- hverfið. Saxon vildi fara með þeirn. en Hafler tók það ekki í máL hún hefði alt of stutta fæt ur, sagði hann. Þegar þeir komu heim aftur var Billy uppgefinn. Hann sagði að Hafler hefði ætl- að að sprengja sig og kvaðst alt af hafa verið langt á eftir hon- um. Hafler giskaði á að þeir hefði. gengið svo sem fimtíu og fimm enskar mílur. SILFURDEPILLINN Eftir ANNETTE BARLEE 7. Hann hafði staflað öllum feng sínum á krúsarlokið, fljett- að sjer reipi úr sterkum grasblöðum, fest því í lokið og dreg- ið svo allt saman yfir engið. „Hvað ætlarðu að búa til úr þessu skrani?“ spurði ljós- álfur, sem stóð þarna, og gamli álfur svaraði því til, að úr eldspýtustokknum mætti smíða ágætan vagn, sem jafnvel mætti loka í slæmu veðri. " Ekki vissi hann vel, hvað hann gæti búið til úr litaða silki- pappírnum, en sagði, að vel gæti verið, að hann gæfi herra Uglu pappírinn, því hann mundi geta notað ræmurnar næst þegar hann skreytti veggina í skólanum hennar Lilju. Þetta virtist vera ágætis hugmynd, og Lilja var yfir sig hrifin. Svo spurði hún, hvað gamli áifurinn gætlaði að gera við lokið. „Úr því ætla jeg að búa til sundlaug“, svaraði gamli álf- urinn, sem nú var næstum sofnaður. Lilja grátbað hann að láta sundlaugina vera á leikvelli skólans, en enginn gat giskað á, hvað sá gamli ætlaði að smíða úr öryggisnálinni. Einn af álfunum stakk þó upp á því, að vel mætti nota hana, sem plóg á haustin. III. kafli. SKEMMTIFERÐ ÁLFANNA. Líf ljósálfanna er í okkar augum eiginlega eintóm skemmt- un, en stundum taka þeir sig nokkrir saman og fara í skemmtiferðir upp á fjöllin eða niður að ánni, og eyða öllum deginum í að skoða þessa staði. Allir leggja álfarnir eitthvað gómsæti til ferðalagsins, og allar hafa álfamæðurnar meir en nóg að gera við baksturinn deginum áður. Þú veist hvað það er gaman að borða kökurnar og sæl- gætið þegar þú ferð í afmælisboð — það er eins og þetta allt saman bragði eitthvað öðruvísi en heima hjá þjer! Alveg eins er það meðal álfanna. Rósu áifamær finnst þannig ekkert betra en að bragða hunangið úr blómunum hennar Lilju vinkonu sinnar, því Rósa er sannast að segja orðin hálf þreytt á sínu eigin hunangi, þó það sje auðvitað bragðbetra en hægt er að gera sjer í hugarlund. . . . En svo við víkjum aftur að skemmtiferðinni, er jafn- gott að geta þess strax, að sú, sem sagt verður frá hjer, var farin niður að sjónum. — Afsakið, en frúin gæti víst ekki hjálpað atvinnulausum trúði. ★ — Mundi frændi þinn eftir þjer, þegar hann samdi erfða- skrána sína. — Já, það er áreiðanlegt. Jeg fjekk ekki grænan eyri. ★ — Þú hefir ekki breytst mik- ið við það að vera ríkur. Sá nýríki: — Jú, riú er jeg „einkennilegur“ í stað þess að vera áður „dónalegur“, og nú er .ieg „fyndinn“, en áður var jeg kallaður „kjánalegur“. ★ Hún: — Það vildi jeg að þjer dræpuð hundinn yðar. í gær- kvöldi, þegar jeg var að syngja fór hann að spangóla viðstöðu- laust. Hann: •— Já, en góða mín, þjer gleymið. að það voruð þjer sem byrjuðuð. ★ Tveir nemendur ræðast við: •— Af hverju ertu í svona vondu skapi? — Jeg skrifaði heim og bað um 100 kall vegna þess að jeg þyrfti að kaupa mjer borð- lampa, og jeg fjekk sendan lampa. ★ V — Ef jeg ætti heimskan son, sagði drambsamur og1 auðugur maður í veislu, myndi jeg láta hann verða prest. -— Faðir yðar hefir ekki verið á sama máli, sagði prestur,- er heyrði mál hans. ★ — Pappi, kennarinn sagði i dag, að jeg gæti nokkuð, sem enginn annar maður gæti. — Hvað er það? — Lesið það sem jeg skrifa. B ~ FATAVIÐGERÐ Gretisgötu 31. i Þvottamiðstöðin, símar | 7260 og 7263. ifimiiifiimnimnimiiiimiiiiiiiiiiimimnmmmmifiA.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.