Morgunblaðið - 04.01.1948, Síða 10

Morgunblaðið - 04.01.1948, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 4. jan. 1948 MÁNADALUR SíM, aaa ej^tir Jacli cMondon. 95. dagur penir.ga til að spila um, en þeir, sem unnið höíðu tóku að spila hver við annan. í>eir. sem .Toru öreigar, fengu að standa hjá og horfa á. Og þegar þeir urðu svangir gengu þeir berhöfðað- ir fyrir spilamennina og báöu þá um vinnu. Þeir sem töp- uðu gerðust þannig þraelar hjá þe3m, sem unnu í spilunum, og cvo hefir það verið fram á þennan dag. Þú hefir aldrei tekið. þátt í spilamenskunni, Bill Robert.s. Það er vegna þess að faðir þinn sólundaði öllu“'. ,En hvað þá um sjálfan þig?'! spurði Billy. „Jeg hefi ekki tekið eftir því að þú hafir há- spil á hendinni". „Jeg þarf þess c-kki. Jeg er sníkiudýr“. „Hvað er það?“ „Það er sama sei.a fló eða blaðlús eða einhver skepna. sem aflar sjer viðurværir án þess að láta neitt í staðinn. Jeg er sníkjudýr á þjóðfjelaginu. Jeg þarf ekki að vinna. Faðir minn græddi nógu mikið, svo að ieg þarf ekki að vinna. Þú skalt ekki súta það, fjelagi. Forfeður mínir voru ekki berti en forfeður þínir. Sá er aðeins munurinn að faðir þinn tapaði í spilaenskunni og þess vegna verður þú að strita og plægja fyrir mig“. „Jeg skil þetta ekki“, sagði Billy. „Hver hæfileikamaður hlýtur að geta komist áfram í heiminum-------“. „Á ríkislandi?“ spurði Hall ertnislega. Billy varð að kyngja þeirri sneið. „Hann getur komist áfram á einhvern hátt“, sagði hann. „Auðvitað — hann getur náð í vinnu frá öðrum. Ungur, hraustur og greindur maður eins og þú ert, getur fengið atvinnu hvar sem er. En hugs- aðu um það hvað illa eru stadd ir beir, sem hafa tapað. Þið hafið mætt mörgum flækingum á leiðinni. Hve margir þeirrra heldurðu að geti fengið vinnu við vagnakstur hjer í Carnel? Nokkrir af þeim voru þó jafn hraustir og sterkir og þú með- an þeir voru upp á sitt besta. En samt hefir þú ekki af miklu að státa. Það er stór afturför að spila um vinnu í staðinn fyrir að spila um fasteignir". „Én---------“. Billy ætlaði að koma með einhverja athuga semd. „Spilafýsnin er þjer í blóð borin eins og öðrum“, mælti Hall enn. „Og hví skyldir þú ekki vera með því markinu brendur? Hjer í landi hafa all- ir spilað mann fram af manni. Það var orðin hefð áður en þú fæddist. Og þetta hefir þú drukkið í þig alla ævi þína. Þú hefir aldrei unn,ið í spilum, en þú berð virðingu fyrir spila mennskunni“. : '„Hvað eiga þeir að gera sem tapa?“ spurði Saxon. „Þeir eiga að kalla á lög- ^regluna og láta hana loka spila - vítinu", sagði Hall. „Það er haft rangt við í spilunum“. Saxon hleýpti brúnum. „Gerið það, sem forfeður; ykkar vanræktu", sagði Hall.l „Berjist fyrir hinu fullkomna, lýðræði“. I Þá mintist Saxon einnar setn ingar, sem Mercedes hafði sagt. „Ein af vinkonum mínum sagði að lýðræði væri blekk- ing“. „Það er blekking •— í leyni- legu spilavíti. Miljónir drengja í barnaskólunum halda að þeir geti orðið forsetar, alveg eins og strákurinn, sem hjó í eldinn. Og miljónir heiðvirðra borg- ara lifa og hrærast í þeirri trú, að þeir hafi áhrií á stjórn al- ríkisins“. „Þú talar líkt og Tom 'bróð- ir minn“, sagði Saxon, því að liún skildi ekki almennilega, hvað hann var að fara. „Ef við gefum okkur öll við stjórn málum og liggjum ekki á liði okkar, þá getur þetta máske komist í íramkvæmd eftir svo sem þúsund ár. En jeg vil að þetta gerist nú þegar. Jeg hefi enga eirð í mjer að bíða“. „Það er nú einmitt þetta sem jeg hefi verið að reyna að út- skýra fyrir ykkur“, sagði Hall. „Það er ljóðurinn á þeim sem tapa í spilunum, að þeir hafa engan tíma til að bíða, Þeir þurfa á spilapeningum að halda strax til þess að geta tekið þátt í spilinu. En þeim verður ekki kápan úr því klæðinu. Sama máli er að gegna um þig, sem ert að leita að töfradal í mán- anum. Sama máli er að gegna um Billy, sem brennur í skinn- inu gftir því að vinna af mjer tíu cent í pedro, og bölvar í hljóði út af því að jeg skuli vera að rausa þetta í staðinn fyrir að spila við sig“. „Þú ert ágætur áróðursmað- ur“ sagði Billy. „Jeg mundi hafa getað orð- ið ágætur áróðursmaður ef jeg hefði ekki haft nóg að gera við að koma í lóg hinum illa fengna auð föður míns. En mjer stendur líka svo sem á sama.. Menn mega grotna nið- ur fyrir mjer. Þeir væri ekki hóti betri en aðrir ef þeir hefðu eitthvað handa á milli. Mann- kynið er eins og hópur af blind um leðurblökum, hungruðum svínum og hlakkandi hræ- gömmum“. Nú. skarst frú Hall í leikinn. „Hættu nú, Mark, því að annars kemst þú í slæmt skapf *' sagði hún. Hann hristi hárlubbann og gerði sjer upp hlátur. „Nei. jeg kemst ekki í slæmt skap“, sagði hann. „Það er jeg sem ætla að vinna tíu lent af Billy í pedro. Hann hefir ekki roð við mjer“. w Þeim Saxon og Billy leið ágætlega í Carmel. Þar um- geng^ist þau skemtilegt fólk og fundu til þess að þau voru tal- in menn með mönnurn. Saxon fann það að hún var annað og meira en starfsstúlka í þvotta- húsi, gift ökumanni, sem ekki var sjálfum sjer ráðandi vegna þess að hann var í verklýðs- fjelagi. Hún var ekki lengur ein í hópi hins þröngsýna al- múga í Pine Street og um- hverfi þess. Þau voru komin á hærra stig. Og þeim leið miklu betur. nú en áður, bæði líkam- lega og andlega. Þetta kom líka fram í viðmóti þeirra og fram göngu. Hún hafði tekið eftir því að Billy var nú hraust- legri en nokkru sinni áður og unglegri. Og hann hjelt því fram að hann ætti tvær konur — hún væri seinni konan sín og miklu yndislegri og fall- egri en gamla Saxon. Hún sagði honum þá feimnislega frá því að frú Hall og hinar konurn- ar hefðu dáöst mjög að því hvað liún væri vel vaxin, einu sinni þegar þær fóru allar að baða sig í ánni. Þær hefðu ver- ið svo hrifnar að hún hefði orðið að fetta sig og beygja og setja sig í allskonar stell- ingar til þess að vaxtarlagið nyti sín sem best. Þær hefðu sagt að hún væri eins og Ven- us. — Þetta líkaði Billy. Hann vissi hver Venus var. í dag- stofu Halls stóð kvenlíkneski með brotnum örmum. Hall hafði sagt honum að allur heim urinn teldi vaxtarlag líknesk- isins hámark kvenlegrar lík- amsfegurðar. „Hefi jeg ekki altaf sagt það að þú tekur Annette Keller- mann langt fram?“ sagði hann ; og horfði á hana aðdáunar- augum. Karlmennirnir í Carmel spör uðu ekki heldur að hrósa Sax on og þeir gerðu það hiklaust og blýtt áfram. En hún ljet það ekki hafa nein áhrif á sig, því að aldrei hafði hún unnað Billy heitar en nú. Samt vissi hún að hann stóð þessum .mönnum að baki í þekkingu, fróðleik og listum. Hún vissi það vel að hann talaði óheflað alþýðu- mál og að hann mundi aldrei geta vanið sig af því. Og samt hefði hún ekki viljað skifta á honum og neinum af þessum glæstu mönnum. Hún fann líka að innrætl Billys var alt annað en mótun uppeldisins. Hún fann að skoð anir hans voru heilbrigðar og á bak við þær bjó rjettlætis- kennd. sem hún mat meira en bóknám og innstæðu í banka. Það var vegna þessarar rjett- lætiskenndar að hann hafði bor ið sigur af hólmi í orðaskiftum við Hall, þegar þeir listamenn- irnir voru- að útmála svartsýni sína. Billy hafði gert hann orð lausan, ekki með lærdómi og ; þekkingu, heldur af meðfæddri rjettlætiskennd sinni og sann- ■ leiksást. Og skemmtilegast af j öllu fannst henni það, að hann hafði ekki orðið þess sjálfur var að hann hafði borið sigur af hólmi, heldur tók hann fagn aðarlátum kvennanna eins og hverju öðru gamni. En Saxon vissi betur og hún var viss um að aldrei mundi hún geta gleymt því. sem frú Shelly hvíslaði að henni á eftir: „Ó, hvað þú átt gott, Saxon“. Snemma um vorið fóru þau Hall hjónin til New York. Þau sögðu þá japönsku þjónunum sínum upp vistinni, en þau Billy fluttu inn í íbúðarhús þeirra til þess að gæta þess. Jim Hazard var líka farinn. Hann fór á hverju vori til Par ísar. Billy saknaði hans mik- ið, en hjelt þó áfram að æfa sig í sundi. Hall hafði falið Billy að sjá um reiðhestana sína^og Saxon hafði saumað sjer Ijómandi falleg reiðföt, sem fóru henni framúrskarandi vel. Billy fjekkst nú ekki leng ur við snattvinnu. Hann vann nú aðeins við akstur og fjekk SILFURDEPILLINN Eftir ANNETTE BARLEE 10. súpudiskur. Sólin hafði hitað vatnið í pollinum ,og grænn mosi óx í kringum rendur hans. Ljósálfar baða sig mjög oft, en sjaldan í vatni. Þeir þvo sjer upp úr dögginni á grasinu eldsnemma á morgnana, svo þeim þykir auðvitað ákaflega gaman, þá sjaldan þeir fá tækifæri til að synda svolítið. Adda leyfði þeim að busla í pollinum nokkra stund, og svo skreiddust börnin í halarófu upp úr og ijetu sólina þerra sig. Þegar hjer var komið sögu, birtust alt í einu þrjár gráar mýs, sem sögðu Lilju, að þær vildu gjarnan taka álfana í smá útreiðatúr eftir ströndinni. Ein músanna hafði rauðan söðul á bakinu, en hinar tvær voru með bláa söðla, og það var fögur sjón að sjá þær, þegar þrjú örlítil álfabörn höfðu klöngrast upp á bökin á þeim. Lilja og Adda hlupu við hliðina á músunum, og börnin skemtu sjer svo vel, að þau vildu helst halda þessu áfram allan daginn. Alt í einu kvað við bjölluhljómur, og álfarnir vissu, að verið var að kalla þá í súklculaðið og kökurnar. Lilja og Adda sneru músunum því við, og saman hlupu þau að stóra steininum, þar sem farangurinn var geymdur. Á steininum var búið að bera á borð. Og þetta voru engar smávegis kræsingar. Þarna voru gómsætustu kökur og jarðarber og hunang og rjómaís í sóleyjarblöðum og súkku- laði í báruskeljum, og brátt voru álfarnir farnir að háma í sig góðgætið, því sjávarloftið gerir mann svo skelfilega hungraðan. Eitt af minstu álfabörnunum gleypti sandkorn og var hjerumbil kafnað, en Lilja var fljót til og greip barnið og hristi það, þar til kornið hrökk upp úr því. Annað barn varð hálf hrætt, þegar það alt í einu kom auga á stórt „dýr“, sem stóð á steininum og starði á það, en ekki var blessaður litli álfurinn lengi að ná sjer, þegar hann sá, að þetta var aðeins býfluga, sem stolist hafði með í túrinn. Býflugan vildi ólm fá að taka mynd af þessum fagra álfa- hóp, þar sem hún hafði fundið ræmu úr filmu og kunni ekki við að láta hana fara til ónýtis. * Wti — Jeg ætla að fá tvo kaffi og f.jórar kökur. Viltu líka fá eitthvað, Emil? ★ ■— Jeg hefi heyrt, að mað- urinn þinn hafi sótt um bók- arastöðu hjá skipaútgerðarfje- laginu. Hvað gerir hann núna? — Ekkert. Hann fjekk stöð- una. ★ Hann: — Strax og jeg er vaknaður á morgnana fer jeg að hugsa um þig, ástin mín. Hún: •— Já, en Bjarni segir þetta líka. Hann: — Hvað gerir það til. jeg vakna löngu á undan hon- um. ★ — Svo það er svo mikill krit ur á milli ykkar nábúanna, að þið talist alls ekki við. — Já, hann sendir mjer alt- af glas'með smurningsolíu til þess að smyrja sláttuvjelina með, þegar jeg byrja að slá klukkan sex á morgnana. — Og hvað gerirðu þá? — Jeg sendi honum það.aft- ur með þeim ummælum, að hann skuli nota það á konuna sína, þegar hún byrjar að syngja kl. 11 á kvöldin. ★ Skotar ræðast við. — Jeg gaf manninum þarna fimm pund fyrir a^bjarga lííi mínu í gær. — Og hvað gerði hann bá? — Hann Ijet mig hafa 3 tíl baka. ★ Ungur læknir: — Hvers vegna spyrðu aitaf sjúklingá þíng að því, hvaða mat þeir hafi haft síðast til hádegisverð ar? Gamall l.eknir: — Það er nauðsynleg spurning, því að á þann hátt kemst maður að því í hvernig efnum þeir eru og hvað óhætt er að hafa reikn- ingana háa. ★ — Hvað mikið whisky getur einn Skoti drukkið? — Eins mikið og honum cr geíið. RAGNAR JONSSON hæstar j ettarlögmaður. Laugavegi 8. Sími 7752. Lögfræðistörf og eigna- umsýsla.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.