Morgunblaðið - 10.01.1948, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.01.1948, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 10. janúar 1948 KYIMNIIMG frá Skattstofu HafnðrfjðrDðr Samkvæmt skatta- og eignakönnunarlögunum skal vakin athygli á eftirfarandi: 1. Atyinnurekendur og aSrir er launað starfsfólk hafa haft á s.l. ári skulu skila launamiðum fyrir 20. þ.m., ella dagsektir. — 2. Hluthafaskrám og arðsúthlutunarmiðum skal skila fyrir 20. þ.m. 3. Vörubirgðaskýrslum fyrirtækja- og einstakiinga skal skilað fyrirþann 15. þ m. samkv- fyrirmælmn fram talsnefndar. 4. Framtölum sje skilað fyrir 31. þ.m., og verða frestir aðeins veittir ef gildar ástæður eru fyrir hendi og þá sem allra stytstir. * 5. Sjerstök athygli skal vakin á þvi, að allir einstakl- ingar 16 ára og eldri, hvort sem þeir eru skattskyldir eða ekki, og ó'ZZ fjelög og stofnanir hvort sem þau njóta skattírelsis eða ekki skulu nú senda framtöl. 6. Börn innan 16 ára sem hafa tekjur, og öðlast hafa eign fyrir 1. sept 1946 skulu senda eigið framtal, ella teljast á framtali foreldra. 7. Þeir sem þurfa á aðstoð skattstbfunnar að halda, við útfyllingu framtalanna, ættu að kom sem fyrst, og hafa með sjer öll nauhsynleg gögn. 8. Þar sem framtalseyðublaðið er nú frábrugðið, frá því sem verið hefur, eru skattgreiðendur heðnir að lesa það vandlega áður en þeir fylla það út. 9- Þeir sem af ásetningi eða gáleysi skýra rangt frá eignum" sínum á þessa árs framtali, eða telja ekki fram á rjettum tima skulu sæta sektum — eða undandregnar eigi|.r falla óskiptar til ríkissjóðs, samkv. 18- og 19. gr. laga um eignakönnun. Hafnarfirði, 9. janúar 1948. Skattstjórinn Barco steinborar -STag.pwiit^, ■snmnMHBopcog w -COMauSTKmOWIMB N g<l>PIV53lNSEH0LFS0 Höfum fyrirliggjandi nokkur stykki af hinum heimsþektu Barkco bensín-hömrum, ásamt varahlutum, steinborum og jarðfleygum- Barkco hefur það til síns ágætis að hann er í senn pressa og bor, ljettur og vel meðfærilegur. Hægt er að koma honum við þar sem engin leið er að nota hinar þungbyggðu loftpressur. Barkco er spar- neytinn, gangviss og öruggur. Allar nánari upplýsingar gefur JÓN MAGNtJSSON, Lindarbrekku við Breiðholtsveg, Reykjavík. Skipverjar á Björgu UM fátt er meira rætt og ritað þessa dagana en hina óvæntu björgun skipshafnarinnar á Björgu frá Djúpavogi og hina sjerstæðu hrakningasögu fjór- menninganna, sem lengi mun í mynnum höfð. Hin yfirlætislausa framkoma skipbrotsmannanna og óbilandi kjarkur hefur vakið at- hygli blaðamanna og annarra er haft hafa tal af þeim. Varla hefði hinn ungi skipstjóri Sigurður Jónsson stigið fæti á fast land er hann fór að hugleiða á hvern hátt hann gæti komist yfir bát í stað Bjargar, sem hann hafði vonað að hagnast á á komandi vetrarvertíð á Djúpavogi. Jeg, sem þessar línur rita, er persónulega kunnugur Sigurði Jónssyni skipstjóra, svo og Sveini Þórðarsyni, sem báðir eru ó- venjulegir dugnaðarmenn. Þar sem jeg er Norðfirðingur eins og Sigurður hefi jeg fylgst vel með sjómannsferli hans allt frá því er hann hóf sjómennsku á mótor- bátum innan við fermingu sem fullgildur háseti. Sigurður var fyjrirvinna bláfátækra foreldra og fjölda yngri systkina. Um tvítugsaldur var hann ráðinn formaður á Björgu og reyndist hann aflasæll og dugmikill sjó- maður. Slíkri tryggð tók hann við bátinn, sem jafnan þótti af- burða sjóskip að hann rjeðist í það að kaupa hann s. 1. sumar þrátt fyrir lítil efni, en lagði fram til kaupanna sinn síðasta eyri. Utgerðin hafði ekki fært honum teljandi tekjur, þar sem mjög miklir erfiðleikar voru á sölu fiskjar á Austfjörðum s. 1. sum- ar vegna vöntunar á hraðfrysti húsum. Vetrarvertíðin frá Djúpa vogi var á tímabili talin gefa góðar tekjur, þar sem fiskur var jafnan nægur og stutt á miðin og sóttu þangað bátar frá öðr- um verstöðvum Austanlands. Eft ir nokkur aflaleysisár lagðist út- gerð að mestu leyti niður frá Djúpavogi, og voru þá útgerðar- húsin tekin til annarar notkun- ar. Siðustu ár hefur þetta færst í fyrra horf og hefur fiskafli á þessum miðum verið mjög mikill en útgerð á mótorbátum nær eng- in. Nú hefur aðstaða í landi til móttöku á fiski verið bætt all- mikið og nokkrir ungir dugandi sjómenn ráðist í það að káupa mótorbáta. Sigurður Jónsson og útgerðarfjelagi hans eru meðal þessara ungu athafnamanna en missir Bjargar hefur nú stöðvað áform þeirra og standa þeir nú eftir stórskuldugir á þeirra mæli kvarða og án nokkurs atvinnu- tækis. Hið fámenna byggðarlag hefúr einnig orðið fyrir tilfinn- anlegu tjóni við missir þessa at- vinnutækis sem veitt hefði 10—12 manns atvinnu í vetur. Góðir íslendingar — ber okkur ekki að hlaupa hjer undir bagga og leggja' fram í sa'meiningu nokkra fjárupphæð, til kaupa á bát handa fjórmenningunum, sem allir eru staðráðnir í því að sækja gull í greipar Ægis af enn meiri krafti en áður þrátt fyrir undangengnar raunir. Okkur ber skylda til að veita mönnum þess- um viðurkenningu og væri ekki sómasamlegur fiskibátur besta og Frh. á bls. 8. VAKNA ÞIJ REVKJAVÍK! — VER VIÐBÚINN að mæta guði þínum — VAKNINGASAMKOMUR í HJÁLPRÆÐISHERNUM Frá sunnudegi 11. jan. á hverju kvöldi kl. 8^. KOMIÐ! SJÁIÐ! HEYRIÐ! SYNGIÐ! AÐEINS KRISTUR VEITIR HAMIN6JU UMBOÐSMAÐUR ÓSKAST x Vefnaðarvörufyrirtæki í Danmörku, sem er aðalumboðsmaður fj-rir <$> Á <♦> |> mörg erlend vefnaðarvörufyrirtæki sem hafa á boðstólum garn, § álnavörur og tískuvörur fyrir alla Skandinaviu, óskar eftir duglegum fagmanni, sem getúr tekið að sjer sölu á Islandi gegn umboðs- launum. Svar merkt: 1120, sendist Harlang og Toksvig Reklame- bureau A/S, Bredgade 36, Köbenhavn K. Orðsending frá Hótel Bitz Reykvíkingar, f jelög og fyrirtæki. Tökum að okkur allskonar veislur eftir miðjan þennan mánuð- Reynið hina ágætu veislusali að Hótel Ritz. Simi 1385. Hótel Ritz { Fótaaðgerðarstofa opna jeg undirrituð i dag á Tjarnargötu 46. Opið kk ^ 10—12 og 1—5 sími 2924- Reykjavík, 10. janúar 1948. éJmma (Uortez ««M«S^XÍH$X$X»<$XÍK$x®K®K$X$>^XÍK$H$H$^X$^x8>^X$><$x$X$X$X$H$K$>^x$X$HgKÍH$^KS><ÍHÍKSKg>^> SKRIFSTOFUSTIJLKA óskast nú þegar til vjelritunarstarfa og við síma. Þarf f $ að hafa Verslunarskólamentun. Uppl. ekki svarað í síma. % 'Ueráfunin fUáfh i tnn BEST AÐ AUGLÝSA í MORGUNBLAÐINU A R S H A T í Ð starfsmanna Sima — Pósts og Otvarps, verður haldin í Sjálfstæðishúsinu laugardaginn 31. janúar, og hefst meþ borðhaldi kl. 19,00. Nánar auglýst síðar. Skemmtinefmlirnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.