Morgunblaðið - 10.01.1948, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.01.1948, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ 10 Laugardagur 10. janúar 1948 MÁNADALUR SíM, aya. eptir ýacL cJ^ondo n J |SKtSWE^UÍlBMáíl®W SILFURDEPILLINN 100. dagur „Þess vegna veit jeg hvað jeg er að tala um“, sagði hann. „Og jeg held fast við það, sem jeg ráðlagði ykkur. Jeg elska jörðina. en væri jeg fátækur maður mundi jeg elcki hika við að taka fimm hundruð ekrur á leigu og sjúga úr þeim nógu mikjð til þess að jeg gæti keypt mjer tuttugu og fimm ekrur. Þegar þið komið í Sonoma dal- inn, þá skal, jeg sýna ykkur bæði skuggahliðarnar og björtu hliðina á landbúnáðinum þar. Jeg skal sýna ykkur hvernig hægt er að byggja upp og brjóta niður. Og þegar þið rek- ist á einhverja jörð, sem er dæmd til þess að verða rányrkj unni að bráð, þá skuluð þið taka hana á leigu“. ,,En sjálfur hefir hann veð- sett iörð okkar til þess að koma í veg fyrir að fimm hundruð ekrur yrði rányrkjunni að bráð“, sagði frú Hastings. Nú kom Rio Vista í ljós á vestri bakka Sacramento. „Veiðihaukurinn“ skreið fram hjá mörgum skipabryggjum, landgöngubrúm og varningshús um. Japanarnir gengu fram á. Hastings kallaði til þeirra og um leið fjell fokkan og skipið sneri upp í vindinn og hægði á sjer. „Látið akkerið falla“, kall aði Hastings og um leið fjell það og nú lá skipið fyrir festum svo skamt frá landi að greinar trjánna náðu nær út að því. „Þegar við komum lengra upp í fljótið þá leggjumst við að bryggju“, sagði frú Hast- ings, „og þá teygja trjen grein- arnar inn um gluggana til okk- ar“. „Æ, sjáið þið“, sagði Saxon og benti á þrimil á handarbak- inu á sjer. „Hjer hefir mýfluga bitið mig“. „Og þó er mýbitstíminn ekki byrjaður“, sagði Hastings. „Þið ættuð að vera hjérna seinna. Þá er mýbitið hræði- legt“. „Það er ekkert mýbit í Mána dalnum“, sagði Saxon. „Nei, þah er ekkert mýbit“, sagði frú Hastings, en þá greip maður hennar fram í fyrir henni og fór að afsaka það að svo þröngt væri um borð í skip inu, að þau gæti ekki boðið þeim Billy að sofa um borð. Svp flutti Hastings þau sjálf- ur í land í bátnum. Bifreið rendi meðfram þafnarbakkan- um og í henni voru ungar stúlk ur og ungir menn. „Nei, svo börnin“, kölluðu þau og bentu á hin í bátnum. „Nei, sko börn in“, kallaði Hastings á móti til þeirra og það var svo mikill æskubragur yfir honum, að Saxon hlýnaði um hjartaræt- urnar og hún fór. að hugsa um það, að hann væri stór drengur og svo væri um Mark Hall og alla kunningjana í Carmel — þeir væri ekki annað en stórir drengir. ' XII. KAFLI. Þau Saxon og Billy fóru yfir Sacramento í gamalli ferju nokkuð fyrir ofan Rio Vista-. Og nú voru þau komin inn í flæðilandið. Það var eins og 'opinberun að líta þar yfir af flóðgarðinum, Svo langt sem auga eygði blasti við sljett land, sem lá lægra heldur en yfirborð fljótsins. Vegir lágu þar fram og aftur um landið og þar mátti líta fjölda bónda- bæja, sem ekki sáust þegar siglt var upp eftir fljótinu, vegna þess að flóðgarðurinn skygði á. Þarna dvöldust þau í þrjár vikur. Allan þann tíma var unn ið sleitulaust að því að gera við flóðgarða og dæla burt vatni. Það var tilbreytingalítið þarna, því að ekkert sást nema kollurinn á Diablo fjallinu, en hann var líka fagur þegar morg unsólin gylti hann og þegar kvöldsólin varpaði á hann eld- rauðri kápu. Þau ferðuðust þarna ýmist gangandi eða á fljótabátum ,en oftar þó með bátum milli eyjanna. Komust þau alla leið að mýrflóunum hjá Middle River. Þaðan fóru þau niður San Joaquin að An- tioch, síðan upp eftir Georgi- ana Slough til Walnut Grove hjá Sacramento. En það var eins og þau væri komin hjer í framandi land. Þarna voru þús undir jarðræktarmanna, en stundum gátu þau Billy gengið allan daginn frá morgni til kvölds án þess að rekast á einn einasta mann sem kunni ensku. Innflytjendur bjuggu þar í þorpum hverjir út af fyrir sig, á einum stað Kínverjar, þá Japanar, ítalir, Portúgalar, Svissar, Hindúar, Norðmenn, Danir, Frakkar, Armenar, Slav ar — flestar kynkvíslir nema Ameríkumenn. Þau hittu einn Am.eríkumann hjá Georgiana. Þar hafði hann ofan af fyrir sjer með óleyfilegum veiði- skap. í Walnut Grove var fjör- ugt líf. en þar voru ekki aðrir Ameríkumenn en káupmaður- inn, slátrarinn, gestgjafinn, brúarvörður og ferjumáður. Þarna voru tvö borgarhverfi í uppgangi, annað kínverskt, hitt japanskt. En mestan hluta jarð eignanna átt.u Ameríkumenn, sem dvöldust annars staðar og voru altaf að selja sneiðar af landinu, til útlendinga. Það var upphlaup eða mann- fögnuður í japanska bæjarhlut anum — þau vissu ekki hvort heldur var. En þaðan fóru þau með fljótabátnum Apache. „Okkur er alstaðar bolað frá“. sagði Billy. „Seinast verð ur okkur ofaukið í landinu“. „Það verður öðru vísi þegar við komum í Mánadalinn“, sagði Saxon. Hann var svo argur, að hann gat ekki tekið neinu gamni. „Og þó kann enginn af þess- um bannsettum útlendingum að fara með hesta á við mig“? sagði hann. „Þelr kunna að rækta jörð- ina og það skiftir mestu máli“, sagði hún. Billy var súr á svipinn og þegar Saxon leit á hann minti hann hana á gamla mynd. sem hún hafði sjeð í æsku. Þessi mynd var af Indíána alvopn- uðum og með ægishjálm úr fjöðrum Jx höfðinu. Hann sat á hesti og horfði undrandi á járn brautarlest, sem rann þar á nýrri braut. Þarna mættist gamli tíminn og nýi tíminn, og Indíáninn varð að lúta í lægra haldi fyrir hinum að- steðjandi fólksstraum frá Asíu og Evrópu? Hálfan mánuð voru þau um kyrt í Sacramento, og þar vann Billy við akstur svo að þau fengi fje til að ferðast lengra. En þau kunnu þar ekki við sig. Þeim þótti alt of heitt þar. Það- an fóru þau svo með járnbraut inni til Davidsville. Þar breyttu þau um ferðaáætlun og fóru norður til Woodland. Þar fjekk Billy vinnu við akstur og eftir mikið þras fjekk Saxon leyfi hans til þess að vinna nokkra daga að uppskeru ávaxta. Hún gerði sig bæði drýldna og merki lega, þegar Billy spurði hana um það hvað hún ætlaði að gera við þá peninga, sem hún vann sjer inn og hann ljet það gott heita. Hún sagði honum ekki. heldur frá því að hún skrifaði Bud Strothers og sendi honum ávísun. Hitinn ætlaði að gera út af við bau. Billy sagði að þaU væri nú komin út úr því veðurfari, þar sem menn þyrftu værðar- voðir á nóttunni. ,,Hjer eru engin rauðaviðar- trje“. sagði Saxon. „Við verð- um áð halda lengra vestur á bóginn, nær ströndinni. Og þar hlýtur Mánadalurinn að vera“. Frá Woodland fóru þau eftir þjóðbrautinni til suðvesturs og komu nú til hinna miklu aldin garða í Vacaville. Þar fjekk Billy atvinnu við ávaxta upp- skeru og seinna við akstur. Meðan þau voru þar fjekk Sax on brjef frá Bud Strothers og ofurlítinn böggul. Þegar Billy kom heim þá um kvöldið bað hún hann að standa kyr og loka augunum. Hann fann að hún var eitthvað að þreifa um barm sinn. Hopum fanst hún stinga sig og skrækti, en hún hló o£ sagði að hann mætti ekki opna augun. Rjett á eftir sagði hún: „Nú máttu opna augun og kyssa mig og þá skal jeg sýna þjer svolítið“. Hún kysti hann og þegar hann leit niður á brjóstið á sjer þá hann að þar var kominn heiðurspeningurinn, sem hann hafði veðsett í Oakland áður en þau fóru í bíó og sáu myndina af bóndabænum. ,,Ó, kjáninn þinn“, hrópaði hann og faðmaði hana fast að sjer. „Þú ætlaðir þá að nota vinriu laun þín til þessa. Og jeg hafði ekki minstu hugmynd um það. Lofaðu mjer að þakka þjer fyrir“. Og svo faðmaði hann hana svo fast að sjer áð hún kendi til. í sama bili sauð upp úr kaffikönnunni og þá sleit Sax- on sig af honum til þess að bjarga kaffinu. „Jeg verð nú að viðurkenna það, -að jeg hefi altaf verið montinn af þessum verðlauna- pening“, sagði hann þegar þau höfðu snætt kvöldverð. „Hann minnir mig á æskudaga mína þegar jeg barðist eins og ljón. Jeg var þá karl í krapinu •— því máttu trúa. En jeg hafði al- veg gleymt honum og öllu í Oakland. Það er eins og þúsund ár og þúsund mílur sje á milli okkar og þess staðar“. „Þá getur þetta máske rifj- að upp endurminningar það- an“, sagði Saxon og las hátt fyrir hann brjefið frá Bud Strothers. inuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiir.ii-Miiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii' f> : i Almenna fasteignasalan | | Bankastræti 7, sími 7324 | i er miðstöð fasteignakaupa. = viiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiitiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiuu Eftir ANNETTE BARLEE 14 við herra Otur, en hann svaraði mjer með hálfgerðum ónot- um — sagðist hafa búið í Fljótsbakka 6 löngu áður en jeg fluttist í númer 5, og að hann hefði alls ekki hugsað sjer að flytja". Uglan lofaði að reyna að gera eitthvað í þessu, og flaug svo heim og hafði hugann á því einu, að fá sjer örlítinn blund. En Adam var ekki lengi í Paradís, því varla hafði Ugla fyr skreiðst upp í rúm, en dyrabjallan hringdi. Ugla leit út um gluggann, og sá, að þarna var gamli, þreytti álfurinn kominn. „Geturðu útvegað mann til að koma upp húsi á einum bakkanum á stóra vatninu?" hrópaði hann. „Fólkið þar missti húsið sitt í flóðinu, og það vill gjarnan að þú sendir góðan og sterkan smið til að smíða nýtt hús. Lóðin er ágæt“ ,-,-Ágætt,“ sagði uglan, „jeg hef ekkert fyrir þessu. Jeg skal flýta mjer yfir á Fljótsbakka og tala við íbúana í húsinu númer sex“. Hann fjekk sjer örlítinn blund til að hvíla sig, og þegar hann var búinn að drekka molasopa, flaug hann yfir á Fljótsbakka og hringdi á dyrabjölluna hjá herra Otri. Exk- ert svar. Hann hringdi aftur. Enn ekkert svár. Frú Önd var stÖdd þarna nálægt og kallaði til hans: „Jeg held Otur sje ekki heima. Jeg heyrði einhvern stinga sjer í fljótið rjett áður en þú komst“. Ugla settist á dyraþrepið á númer 6, og var brátt stein- sofnaður. Hann vaknaði ekki fyr en einhver straukst við hann. „Halló, halló“, hrópaði hann, og var nú glaðvaknaður, „þarna er maður, sem jeg þarf að hitta. Viltu gera mjer stóran greiða, ungi maður?“ Otur jánkaði, og Ugla skýrði honum frá því, að sjer vant- aði góðan smið til að byggja hús. „Og við kærum okkur ekkert um neina gerfismiði“, sagði Ugla. „Við viljum það besta af því besta“. „Þú hefur komið til rjetta mannsins“, sagði Otur. „Sann- ast að segja var jeg orðinn hálf þreyttur á að dveljast hjerna. Nábúarnir mínir eru alt af að ragast. Gangtu í bæinn og segðu mjer, hvað þÚAÚlt að jeg geri“. — Læknir góður, jeg veit ekkert hvað jeg á að gera. Þjer eruð þriðji læknirinn, sem jeg .sný mjer til. — Svo. hvað géngur að yð- ur? — Jeg er altof feitur. — Hvað hafa hinir læknarn- ir ráðlagt yður? — Annar ráðlagði mjer að hlaupa mikið, en hinn sagði að jeg skyldi fara austur að Laug arvatni til bressingar. Hvað ráðleggið þjer mjer? — Að hlaupa austur að Laug arvatni. ★ — Jeg fann gúmmí-bita í pylsunni, sem jeg át í dag. — Já, það er eitt dæmið um það, hvernig bílarnir koma í stað hestanna. ★ — Má jeg fá að tala við manninn, sem brautst inn hjá okkur í nótt og var handtekinn, þegar hann var að læðast út. Fangavörðurinn: ■— Hvað viljið þjer honum? — Jeg þarf að spyrja hann um, hvernig hann hafi komist inn í húsið án þess að konan mín vaknaði. ★ Lítill snáði bendir á koníaks flösku og segir: — Pabbi, hvað er í þessari flösku? — Það er meðal, drengur minn, og maður á að taka það inn, þegar maður er veikur. Drengurinn: — Þú hlýtur þá að hafa verið voðalega veikur í gærkveldi, pabbi. Var það ekki? ★ Gömul kona í veitingahúsi. — Jeg sje að það er bannað að gefa þjórfje hjer. Þjónninn: — Já. en Evu var líka bannað að taka eplið. ★ Kona: — Fyrst þjer eruð að betla ættuð þjer að minsta kosti að vera kurteis. Betlarinn: — Hvað er að heyra þetta, ætlið þjer nú að fara að segja mjer til í minni eigin sjergrein. ii i m i m n»in8iiiifiiisisa:i=íiiiiliiiiiiiiiii iii iiiimi!ii ii iliif ij » a \ Asbjömsons ævintýrin. | Ógleýxnanlegar sögar | i Sígildar bókmentaperlur. | bamann*. |

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.