Morgunblaðið - 14.01.1948, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.01.1948, Blaðsíða 1
35. árgangur 10. tl»l. — Miðvikudagur 14. janúar 1948 Isafoldarprentsmiðja h.f, Andstæðingum liIS'IS! búlgarskra kommúnista hótað lífláti Austræna „lýðræðið“ í allri sinni dýrð Berlin í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. BRÉSKIR stjórnmálaerindrekar hjer í Berlín virtust yfir- léitt sammála um það í kvöld, að áróður þýskra kommúnista fyrir því að vesturveldin verði neydd til að flytja lið sitt frá þýsku höíuðborginni, væri „ekkert nema látalæti“. Eru Bret- ar flestir þeirrar skoðunar, að stjórnarvöldin i Moskva muni í augnablikinu ekki fylgjandi því, að reynt verði að hrekja hernámslið vesturveldanna frá Berlin, en leggi hinsvegar alla áherslu á það, að vinna Þjóðverja á sitt band og „hreinsa til“ meðal þeirra, sem ekki eru nógu þægir til samvinnu. Efjiahagsmálin. * Yfirleitt er svo að sjá, sem Rússar telji sjer nú auðsynlegt að Sera einhverjar ráðstafanir til að vega upp á móti hinum nýju ákvörðunum vesturveld- anna í efnahagsmálum her- námssvæða sinna. Er því talið líklegt, að þeir muni á næst- unni leggja alla áherslu á þetta, en eliki gera tilraun til að gera Bretum Bandaríkja- mönnum og Frökkum lífið svo erfitt í Berlín ,að þeir verði annaðhvort að flytja frá höfuð borginni, eða horfast í augu við það að verða vistalausir. Sterk aðstaða. Enda þótt Rússar ráði yfir öllum birgðaleiðum milli Ber- línar og Vestur-Þýskalands og öllu vatns- og rafmagnskerfi borgarinnar er lítil hætta enn- þá talin á því, að þeir reyni að nota aðstöðu sína til að grípa til róttækra ráðstafana gegn bandamönnum sínum, enda mundi það hafa það í för með sjer, að til úrslita mundi draga milli austurs og vesturs á stjórnmálasviðinu. Samvinnan. Vart þarf að taka það fram, að sú litla samvinna, sem nú á að heita að vera milli Rússa annarsvegar og Breta, Banda- ríkjamanna og Frakka hinsveg ar, mundi þar með með öllu farin út um þúfur. Vilja sfoSaa heima- varnailið ÆÐSTARÁÐ Gyðinga hefur ákveðið að fara fram á það við Sameinuðu þjóðirnar að fá að taka lán til að koma á fót heima varnaliði Gyðinga í Palestínu. Hefur ráðið hugsað sjer, að í liði þessu yrðu 15 til 20,000 menn, en skortir nú fje til að kaupa fyrir vopn og annan út- búnað. 5S-maðitf í 18 ára TUTTUGU og sjö ára gamall fyr verandi SS-maður var í dag dæmdur í 18 ára fangelsi í ein- menningsklefa fyrir þátttöku sína á sti'íðsárunum í drápi og pyndingum Gyðinga í fangabúð um skammt frá Vinarborg. MARGARET TRUMAN, einka- dóttir Trumans Bandaríkjafor- seta, hefur lært að syngja og nú hefur veitingamaður einn í New York boðið henni samninga og vill greiða henni 10,000 dollara á viku (65,000 krónur) fyrir að syngja fyrir gesti hans. Ungfrú in hefur enn ekki svarað. Vínarborg í gærkvöldi. FÁRVIÐRI geisaði hjer í Vínar- bory í dag, og hafa tveir menn farist af völdum þess en allmarg ir meiðst. Að minsta kosti ein bygging sem fyrir skemdum varð í styrj öidinni, hrundi til grunna í veðurofsanum. — Reuter. Marshall vill láta Vest- ur Evrópu fá 500 skip Tillöpr hans um þetta mæia andstöðu WASHINGTON í gærkvöldi. Einkaskeyti til MBL. frá Reuter. SKÝRT hefur verið frá því, að sá liður Marshalláætlunarinnar, sem kveður svo á að Bandaríkin láti þjóðir Vestur-Evrópu fá 500 flutningaskip, hafi þegar sætt talsverðri gagnrýni í bandaríska þinginu. Mun ætlunin vera sú, að gefa hinum ýmsu þjóðum kost á að kaupa 200 þessara skipa, en lána hin 300. Öryggi landsins. Mótmæli gegn þessari ráð- stöfun eru aðallega rökstudd með því, að hún mundi hafa í för með sjer of mikla minnk- un skipastólsins bandaríska, en einn Bandaríkjaþingmaður, Willis Bradley frá Californíu, hjelt því jafnframt fram í þing- ræðu í dag, að þetta mundi ógna öiTggi landsins. Andstaða. Annars er þegar augljóst, eins og raunar var vitað í upp- hafi, að Marshalláætlunin mun mæta töluverðri mótstöðu meðal sumra þingmanna. Hafa 20 þingmenn þannig tekið sig <fc- saman og segjast ætla að berj- ast fyrir því, að aðstoðarfjár- framlagið verði minnkað til muna. 5,000 miljón dollarar. John Taber, formaður fjár- veitinganefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur tjáð frjettamönnum, að hann vilji minnka útgjöid þau, sem Tru- man forseti hefur farið fram á að tekin verði upp í fjárlögin, um meir en 5,000 miljón doll- ara. Hann bætti því við, að megnið af þessari upphæð mundi dregið frá erlendum út- gjaldaliðum. LONDON í gærkvöldi Einkaskeyti til MBL. frá Reuter. AUSTRÆNA ,,lýðræðið“ varpaði grímunni andartak í dag, er íjárlagaumræður fóru fram í búlgarska þinginu. Er f járlagafrum varpið lagt fyrir þingið af þjóðfylkingunni svokölluðu, en kommúnistar ráða þar öllu síðan þeir s.l. haust frömdu rjettar- morðið á Petkov, leiðtoga stjórnarandstöðunnar. Er umræður höfðu farið fram um hríð og níu af þingmönnum sósíalista höfðu lýst því yfir að þeir myndu grciða atkvæði gegn frumvarpinu, stóð upp Dimitrov, leiðtogi kommúnista og forsætisráðherra Búlgaríu, og boðaði, að ef þeir stæðu við yfirlýsmgu sína og hjeldu áfram að gagnrýna aðgerðir stjórnar- valdanna, kynni svo að fara að þeir færu sömu leið og Petkov — TRÐU MEÐ ÖÐRUM ORÐUM HENGD- IR! — Tillögur um eflingu bandaríska fiug- sýklahernaður Washington. í SKÝRSLU, sem flugniála nefnd Trumans Bandaríkjafor- seta, birti í gær, koma fram ýmsar tillögur um eflingu her- varna Bandaríkjanna, sem grundvallist í aðalatriðum á öflugri flugflota. Vill nefndin að herflugvjelum landsins verði fjölgað til muna, þar til Sam- einuðu þjóðunum hafi tekist að ganga þannig frá hnútunum, að alheimsfriður sje tryggður. Skýrsla þessi, sem undirbúin er af fimm manna nefnd undir forystu alþjóðalögfræðingsins Tomas K. Finletter, er meir en 67,000 orð, en fimm mánuðir hafa farið í undirbúning henn- ar. Meðal meir en 100 vitna, sem kölluð voru fyrir nefnd- ina, voru æðstu menn benda- rísku flugmálanna. Nefndin varar meðal annars við því, að örfá ár muni líða þar til ýmsar þjóðir aðrar en Bandaríkin hafi atomvopnum á að skipa, auk þess sem sýkla- hernaður sje líklegur í framtíð- ai’styrjöldum. — Reuter. Washington — Fjelag blaðsetjara hefur fengið 8 dollara kauphækk un á viku, en fjelagsmenn hafa verið í verkfalli að undanförnu. Eru þeir nú aftur komnir til vinnu. "^Heiðarlegt og rauntækt Hinn kommúnistiski leiðtogi og ,,lýðræðisvinur“ rökstuddi hótun sína með því, að fjárlaga frumvarp stjórnar sinnar væri „heiðarlegt og rauntækt“, og því væru andstöðuþingmennirn ir að reyna að hindra endurreisn lands síns, ef þeir greiddu at- lcvæði gegn frumvarpinu. Petkov. Til frekari áherslu ræddi lýð ræðishetjan Dimitrov lengi um afstöðu Petkovs til þjóðmála og endalok hans. Varaði hann sós- ialistana níu við því að fara eins að og hinn fallni stjórnmálaleið togi og klykkti loks út með heng ingarhótun sinni. Einkennilegt lýðræði. Eins og von er, var ræða Dimi trovs eitt meginumtalsefni stjórnmálaritara í dag. Benda þeir á, að þetta sje hin furðu- legasta tegund ,,lýðræðis“, er andstæðingar stjórnarinnar sjeu á svo ákveðinn hátt varaðir við því að láta í ljósi skoðanir and- vígar stjórnarvöldunum. En at hygli er jafnframt vakin á því, að hjer sje ekki um neitt nýtt fyrirbrigði að ræða hjá „lýðræð isríkjunum“ austrænu. Vjelakaup Banda- ríkjanna í Bretiandi ÞAÐ hefur vakið talsverða athygli hjer í Bretlandi, að Bandaríkjastjórn hefur pantað vjelar fyrir 20 miljón dollara í Birmingham. Eru þetta aðallega traktorar og ýmiskonar aðrar landbúnaðarvjelar. Afhending á að fara fram á næstu sjö mánuðum. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.