Morgunblaðið - 14.01.1948, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.01.1948, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 14. janúar 194S Verðlagsmálin hjer og við Volgu gera Þjóð- viljamönnum gramt í geði Fjarsfæður og ókvæðisorð eru einu svörin HVERT áfallið af öðru ber að höndura Þjóðviljamanna um þess ar mundir. Verðlagið lækkar, þegar kommúnistar fullyrða að |»að muni hækka. En sú verð- HÆKKUN er þeir spáðu var orð- ín þeirra eina von, í baráttu þeirra fyrir vaxandi verðbólgu. Þjóðviljamenn segjast að vísu ekki hafa orðið verðlækkananna varir. Og hafa reiknað fyrir sig, að þær muni ekki koma almenn- ingi að neinu gagni. Hinir „reikningsfróðu“ Þjóðvíljamenn segja að allar lækkanir á vöru- verði sem komuská, nú um ára- in.ótin, muni.spara hverjum ein- stakling 10 krónur á ári(!) ''&ækkun vöruverðs. Lækkun vöruverðs er m. a. sem sjer segir: Kariöf lur ...........kr. 0.37 kg. Bilka- og geldfjárkjöt — 1.05 — iÆrkjöt.....................— 0.90 — Mjélk .................— 6.06 1. Rjómi .................— 0.30 — Smjör .................— 0.80 kg. Skyr ................. — 0.10 — Mjólkurostur ..........— 1.35 — Mysuosíur .............— 0.50 — Egg ...................— 1-00 — JHangikjöt ............— 1.50 — JSaltkjöt .............— 1.05 — Harðíiskur ....... 0.55—0.65 — Piskfars ..............— 0.75 — Saitfiskur ............— 0.10 — Auk þess lækka innlendar nið- ■ursuðuvörur, nýr fiskur, efna- gerðarvörur o. fl. Flutningsgjöld eg ýmsar þjónustur sem almenn- Sngur verður að nota lækka, svo sem þvottur, skóviðgerðir, fata- lireinsanir, verðlag hjá rökurum ■o. fl. Og von á verðlækkun á rafmagni í næsta mánuði. I Yfirlit yfir verðlækkanirnar hefir birst í Þjóðviljanum. En þær hafa sem sje verið afgreidd- ar skjótt og greiðlega, með því að segja hinum allra trúgjörn- ustu og einföldustu fylgismönn- um kommúnistanna, að alt þetta muni draga úr útgjöldum manna sem svarar, segi og skrifa, 10 krónum á ári. Vonandi leggja nú hinir allra reikningsgleggstu kommúnista- foringjar höfuð sín í bleyti, eina dagstund, til þess að semja bú- reikning fyrir þann mann, eða þá f jölskyldu, sem sparar ekki nema 10 krónur á ári við verðlækkanir þessar. Ósamræmi í kaupútreikningnum. Annað reikningsdæmi befir far Sð einkennilega í kollinum á reikningsgörpum Þjóðviljans. Þarsern blaðið segir að 19 stiga lækkun á kaupi Dagsbrúnar- .verkamanna, lækki árskaup Jieirra um kr. 1.872—2.475 eða að meSaltali yfir tvö þúsund kr. Eftir því ætti grunnkaupið að vera talsvert yfir kr. tíu þúsund- sr, og kaupið alls með útborgun á d.ýrtíðaruppbót uppí 300 stig að vera allmikið yffir þrjátíu Jjúsund. En eitthvað var annað | að heyra á Þjóðviljanum, þegar : hann ræddi um kaup Dagsbrún- armanna í sumar. Þá var þar sagt að árstekjurnar væru nálægt kr. 16 þúsundum alls. Svona ríngslast þetta alt sam- ar. til í kolli Þjóðviljamanna þeg- ' ar þeir gera árangurslausar til- raunir, til þess að dylja fyrir lesendum sínum þær augljósu i staðreyndir, sem allir þekkja um iiiðiirfærsluna á verðlaginu sem komið hefir af stað lækkun á dýr tíði.nni. Sú lagfæring hefir vakið * svo- mikla gremju hjá kommún- i istum, sem líkust er því að vera 1 hræðsla við snuprur frá hús- bændunum, fyrir það að þeir skuli ekki hafa getað komið því til leiðar að verðbólgan haldi viðstöðulaust áfram. Annað áfall komma. Máltækið segir: Sjaldan er ein báran stök. Svo er að þessu sinni fyrir Þjóðviljamönnum. Annað verðlags og kaupgjaldsmál hefir komið upp og gert þeim gramt í geði. Hjer í blaðinu var á sunnudag- inn birtur samanburður á því, hve langan tíma verkamenn hjer á landi og 'í Rússlandi þurfa að vinna, til þess að vinna sjer inn íyrir helstu lífsnauðsynjum. Eftir þeirri ritsmíð, sem birtist í Þjóðviljanum í gær hefur engin fregn í langa tíð verði nær því að gera hina ,,miskunnarlausu“ rit- stjórn kommúnistablaðsins ör- vita. í feitletraðri kjaftagrein á fyrstu síðu Þjóðviljans í gær, sem á að vera einskonar svar við þcssum samanburði á kaupmætti launanna hjer á landi og í sælu- ríki kommúnista, er fimbulfamb- að um að ritstjórn Morgunblaðs- ins hafi flúið austur á Volgu- bakka. Og sje rjett hermt í umræidri grein, segir Þjóðviljinn, hvernig kjör verkamanna í Rússlandi sjeu þá liggi ekki annað fyrir fólkinu þar eystra en að deyja úr hungri og klæðleysi. Það eru ekki þeir, sem í Morg- unblaðið skrifa, er halda því fram, að líðan alþýðunnar austur við hið víðkunna fljót, sje til fyrirmyndar eða eftirsóknarverð. Kommúnistar eru einir um þá skoðun. En þeir varast að flytja ná- kvæmar og óyggjandi fregnir af lífskjörum fólksins þar eystra. — Það stæði þeim þó næst. Svo frakkir eru þeir í áróðri sínum um það, að íslenskur verkalýður eigi að keppa að því, að fá sömu stjórn og þar er, sömu kjör og sömu „lífsþægindi". Um tvennt að velja. Svo greið og bein viðskifti hafa Þjóðviljamenn þangað aust- ur á „fljótsbakkana", að það er ekki ofverkið þeirra, að birta í blaði sínu, hvað kaup manna þar hrekkur fyrir lífsnauð- synjum. Hjer hefur ekkert verið fullyrt um það, hvernig menn lifa þar eystra. Að eins skýrt frá samanhurðinum á kaupmætti launanna hjer og þar og stuðst við skýrslu, sem birtist i nafntog-, uðu amerisku blaði. Komi Þjóðviljamenn með fregn ir af kaupi og lifskjörum fólks í „fyrirmyndarríkinu“, ef þeir þora eða geta. Skal samanburðurinn vera ræddur hjer, svo íslenskir launþegar þurfi ekki lengi að vera í vafa um það. hvar líðan al- mennings er betri, hvort heldur í hinu þrítuga einræðisríki komm- únistanna, eða hjer á landi. En þegar hjer er tilfært eftir heimsblaði, sem gefið er út í frjálsu landl, þar sem allir geta komið fram með athugasemdir sínar, að í kornlandinu miðju þurfi verkamenn að vinna í Jklukkutíma og 10—19 mínútur, til þess að vinna fyrir punds- brauði, en hjer á landi ekki nema 6 mínútur, þá þýðir ekki fyrir Þjóðviljann að gera óp að slíkum upplýsingum, heldur verður blað ið að gera einhverja tilraun til þess að sanna að það sje eft.ir- Frh. á bls. 8. Varð fyrir ofbeldi Rússa Jakob Kaiscr, forystumaður Kristilega lýðræðisflokksins í Þýskalandi, sem Rússar hafa neytt til að segja af sjer. — Kaiser var einn af þátttakcnd- um í samsærinu gegn Hitler 1944, en komst undan og fór huldu höfði í Í0 mánuði í kjall- arahclu, cn þá vildi svo til að það voru rússneskar hersveitiv, sem sóttu fram er frelsuðu hann I 11 I TÍMANUM birtist á dögun- um smágrein um að Mbl. væri að „linast í baráttu sinni út af eplastofnaukanum“, eins og það er orðað. Mbl. þykist hafa tekið flest það fram, sem máli skiftir í þessu sambandi en blaðið lagði áherslu á að kaupfjelag, sem aug- lýsti í Ríkisútvarpinu eftir epla- stofnaukum manna gegn fríðind- um í viðskiftum hefði hafið kapphlaup um skömtunarseðl- ana. Blaðið hafði fyrir löngu spáð því að siíkt kapphlaup mundi hefjast og spá þess rætt- ist á eftirminnilegan hátt, Mbl. hefir aldrei haldið því fram að kaupfjelagsskapurinn væri „ó- alandi og óferjandi í samkeppni við kaupmenn“, eins og í grein- inni stendur, heldur aðeins bent til þess sambands, sem sýnist vera milli krafna kaupfjelaga um innflutning í hlutfalli við seðlamagn þeirra og auglýsing- anna um tiltekin fríðindi til handa þeim sem ljetu fjelögin fá seðla sína. Höfundur Tímaklausunnar hef- ir ekki uppburði til þess að rita undir nafni heldur setur aðeins einn bókstaf undir grein sína. En höfundurinn þykist eiga í fór- um sínum tiltekna vitneskju um upphaf seðlakapphlaupsins og er ennfremur með dylgjur um ó- heiðarleik Mbl. í skrifum um þetta mál. Höfundur ætti að gera tvent í senn, koma fram með þá vitneskju, sem hann þykist hafa og láta nafns síns getið. Þá fyrst er hægt að ræða við hann, ef hann þorir að koma fram en hleypur ekki í felur. Sænskur krabba- meinssjerfræðing- ur rannsakar „einn rússnesku mar- ii Helsingfors í gærkvöldi. ELIS BEAVEN, einn af þekkt- ustu krabbameinssjerfræðingum Svíþjóðar, sagði frjettamönnum, er hann kom hingað til Helsing- fors í kvöld frá Moskva, að hann hefði verið að rannsaka „einn af rússnesku marskálkunum". Er Beaven var spurður að því hvort sjúklingurinn hefði verið Stalin marskálkur, svaraði hann „Nei, en mjer er óheimilt að skýra frá, hver það var“. — Reuter. Þúsundir Reykvíkinga horfa á álfadans og brennu SENNILEGA hafa aldrei verið jafn margir Reykvíkingar á I- þróttavellinum í einu og á álfadansi og brennu skátafjelaganna £ gærkvöldi. Ómögulegt er að áætla hve margir voru á vellinum, en ekki er ólíklegt, að þar hafi verið að minnsta kosti 15 þúsund manns. Skemmtunin fór vel fram, enda var veður hið ákjósan- legasta, heiðskírt og kyrrt veður. Þröng við dyrnar. Álfadansinn og brennan átti,1 að hefjast klukkan 8,15 og um | 8 leytið hafði mikill mannfjöldi1 þegar safnast saman hjá Iþrótta vellinum. Laust eftir klukkan 8 var svo komið að dyraverðir höfðu ekki við að taka við að- göngumiðum. því myrkt var við innp'öngudyrnar allar og næsta ómögulegt að sjá hvort þeir sem í gegnum þær fóru höfðu miða eða ekki. Um tíma hafði safnast slíkur múgur fyrir utan íþrótta völlinn, að jafnvel lúðrasveitar menn komust ekki inn á völl- inn, hvað þá aðrir. Lauk þessu með því að dyr all ar voru opnaðar upp á gátt og hætt við að spyrja menn um að göngumiða. Mikið af börnum. Með fullorðna fólkinu var þarna mikið af börnum og ungl- ingiim og í þrönginni við inn- göngudyrnar munaði oft minstu að börnin væru troðin undir. Fór þó alt slysalaust fram, að því er best var sjeð. Álfadansinn hófst nokkuð seinna en auglýst hafði verið. Lúð.rasveit Reykjavíkur Ijek á undan nokkur lög, en skotið var flugeldum og blysum. Álafdansinn hefst. Skömmu síðar komu „álfarn- ir, ungt fólk í allavega litum klæðum. Karlmennirnir báru blys, en hópurinn dansaði inn á völlinn. Bálköstur hafði verið hlaðinn á miðjum velli og var han-i þannig gerður sem hús væri. Eftir að „álfarnir“ höfðu farið hring á vellinum skiftu þeir sjer og dönsuðu fyrst í kringum bálköstinn og síðan í hópum víðsvegar á vellinum. Auk álfanna voru púkar með blys og trúðar, sem stungu sjer kollhnís, fóru á handahlaupum og stukku heljarstökk. Vakti það mikinn fögnuð að vonum. Bálið kveikt. Nú var kveikt í bálkestinum. Hann logaði glatt til að byrja með en brátt kom í ljós að eldi viðurinn var ekki mikill. „I mínu ungdæmi höfðum við köstinn helmingi stærri, eða vel það og auk þess tjöru tunnur“, sap*; miðaldra maður sem stóð við hlið mjer og þóttist vita bet ur hvernig kynda ætti álfasal. Margir munu hafa tekið undir þá athugasemd. „Hvenær byrja álfarnir að syngja mamma?“ sagði á að giska 5 ára telpa hinu megin við mig í þvögunni. Fleiri munu hafa hugsað eins og barnið. En lítið heyrðist sungið og þótti flestum miður. Álafdrottning og kóngur. Er nokkuð var liðið á brenn- una komu álfadrottning og kon- ungur með fríðu föruneyti í lit- klæðum. Þeim konunglegu hjón- um var ekið í vagni og voru þau hin virðulegustu. Eftir að þau höfðu farið hring um völlinn fluttu þau sig á sjerstakan nall er þeim hafði verið búinn, og hófu söng, en lítt munu áhorf- endur hafa notið þeirrar skemt- u.nar, því varla heyrðist til þeirra að ysta hring áhorfenda- svæðisins. En skrautlega voru þau klædd. Fór nú að ganga á eldiviðinn í kestinum, en púkar með horn og rauða hala hjeldu bálinu viö með því að kasta olíu á eldinn. Við og við var skotið rakettum og blysum. Var af öllu þessu hin besta skemmtun og um tíuleytið fór fólk að tínast heim. Var þá aft- ur þröng mikil við hliðin. Börn hafa sjálfsagt haft af þessari skemmtun hið mesta yndi, enda nýstárleg skemmtun, Skipstjórinn á ÞEGAR þýski togarinn Preus- sen fór hjeðan, fyrir nokkru síð- an, bað skipstjórinn, Kraps, Morgunblaðið, að færa þeim mörgu, er á einn eða annan hátt sýndu þeim vináttu og hjálpsemi meðan þeir dvöldu hjer á landi, Skipstjórinn sagðist ekki geta nefnt öll þau nöfn er hjer koma til greina, en nokkurra manna og samtaka bæri þó að nefna. Sjerstaklega minnumst við út gerðarmanna, sjómanna og for- manns stjórnar Síldarverk- smiðja ríkisins, Sveins Bene- diktssonar, er í sameiningu hafa gefið síldarfarm skipsins til Þýskalands, sagði skipstjórinn. Rauða Kross íslands, forstjóra Elliheimilisins, Gísla Sigur- björnssyni, er opnaði heimili sitt fyrr okkur og greiddi götu okk- ar á svo margvíslegan hátt. —• Fleiri einstaklinga ætti og að minnast, en engin mun misvirða það við mig þó jeg nefni ekki fleiri. Jeg og skipshöfn mín stöndum í mikilli þakkarskuld við alla þessa aðila, sem á svo óviðjafn* anlegan hátt hafa skilið þreng- ingar okkar og samlanda heima fyrir. Hafið öll þakkir fyrir höfðingskap ykkar og dreng* lyndi. KRAPS, skipstjóri, Preussen. Verslu na rvióræður Dana oo Brefa London í gærkvöldi. SKÝRT var frá því hjer í London í dag, að verslunarvið- ræðum Breta og Dana mundi að öllum líkindum verða lokið' innan tveggja daga. Gera menn sjer vonir um, að árang- ur viðræðna þessara verði nýr verslunarsamningur til þriggjá ára. Samkomulag mun þegar hafá náðst um verð á dönsku fleski,, og talið er líklegt, að samnings aðilar nái í kvöld eða á morg- un samkomulagi um smjör- verðið danska. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.