Morgunblaðið - 14.01.1948, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.01.1948, Blaðsíða 12
VEÐURÚTLITIÐ: Faxaflói: Hægviðri. — Víðast ljettskýjað. ANNA PAUKER og Michel kon ungur. Sjá grein á bls. 7. 10. tbl. — MiSvikudagur 14. janúar 1948 Sveik út fylgibrjef fyrir búsgöpum ©g sía! þeim MAÐUR austan úr sveitum varð fyrir einkennilegu óhappi er hann kom hingað í bæinn, til þess að sækja svefnherbergis- hús5ögn sín, sem hann hafði fenrfið send utan af landi. Fylgi brjefið var hann með en manni nokkrum tókst að svíkja það út úr honum tók húsgögnin og seldi þau. Engin deili vissi maðurinn á svikaranum. Hann hafði hitt hann á förnum vegi og bárust þá húsgögnin í tal. Hinum ó- kunna manni langaði mikið til þess að kaupa húsgögnin að hann sagði sjálfur. Bað hann austanmann að fá sjer fylgi- brjefið til þess að hann gæti far ið niður á skipaafgreiðsluna og skoðað húsgögnin. Á þetta fjellst austanmaðurinn, en gegn því skilyrði, að hann fengi fylgi brjefið aftur í sínar hendur inn an tveggja stunda. Svikarinn kom aldrei og sá austanmaður- inn hann ekki meir. Nú afhenti hann málið rann sóknarlögreglunni. Henni tókst fljótlega að komast fyrir þjófn að þennan. Svikarinn hafði kornið við þriðja mann niður á skipaafgreiðsluna, afhent fylgi- brjefið og tekið svefnherbergis húsgögnin á bíl, sem hann var með. I framhaldi af þessu tókst rannsóknarlögreglunni dð finna húsgögnin í einni af fornsölum bæ.iarins. Þar hafði svikarinn selt þau fyrir þrjú hundruð krónur. Prins með lífvörð ÞEGAR hans konunglega tign, Emir Feisal, sem var einn af fulltrú- um á þingi S.Þ. var á leið heim til Arabiu, itom flugvjel bans víð í Englancli. — Emir Feisal er sonur íbn Saud. — Hann hafði með sjer iífvörð og enska lögreglan fjölmcnnti á flugvel’inum til að fyrirbyggja árekstra. Er blaðamenn spurðu prinsinn um álit hans á skiftingu Palestínu, sagði hann: „Jeð álít hana órjettláta og ó- heiðarlega“. Samningar tókust milli s /■ L I. U. og sjómanna Siriðsáhæjiuþéknunin feld niður SAMNINGAR milli Landssambands íslenskra útvegsmanna ann- arsvegar, og Farmanna- og fiskimannasambands Islands, og Sjó- mannaf jelags Reykjavíkur og Hafnarf jarðar hinsvegar tókust að- faranótt þriðjudags. — Sáttasemjari ríkisins, Torfi Hjartarson, hafði á hendi milligöngu milli aðila, frá því á fimmtudaginn var, og gekk frá samkomulaginu. -» 50 ganp a! þingfundi París í gærkvöldi. FIMTÍU af þingmönnum hægri manna gengu í dag í mótmæla skyni út úr fulltrúadeildinni frönsku, er Marcel Cachin, einn af leiðtogum kommúnista flutti harðorða áróðursræðu í stað hinnar venjulegu ópólitísku ræðu, sem siður er að flutt sje við onnun nýs þingtímabils. Kommúnistafjelagar Cachins ‘hylltu hann hinsvegar duglega,: fyrir þetta brot hans á óskráð- um þingreglum. — Reuter. Verðmæti vetrarsíldarinn ar nemur um 45 milj. kr. Heildaraflinn um 700 þús. mái EFTIR því, sem næst verður komist um heildarafla á síldarver- tíðinni í vetur, bæði við ísafjörð og í Hvalfirði, munu nú hafa veiðst um 700 þús. mál síldar. Til frystingar hafa farið um 30 þús. mál, ísvarin síld til Þýskalands 10 þús. mál og hingað til Reykjavíkur hafa borist milli 650 og 660 þús. mál. Láta mun nærri að verðmæti vetrarsíldarinnar sje um 45 millj. króna. Rýrnun. Að sjálfsögðu ber að reikna með rýrnún síldarinnar við flutning hennar norður og mun láta nærri að landað verði í verksmiðjurnar á Siglufirði um 600 búsund málum. Rýrnunin nemyr um 50 þúsund málum. Enn er veiði góð í Hvalfirði og s.l. sólarhring hafa komið 21 skip með samtals 17800 mál síld ar. í gærkvöldi biðu löndunar um 30 skip með um 28000 mál innanborðs. Til Siglufjarðar. í gær fóru norður til Siglu- fjarðar með síld Súðin Hrím- faxi og Fjallfoss. Verið er að lesta Knob Knot. Var að jafn- aði unnið að losun 13 skipa í senn. Við flutning síldarinnar að Knob Knot voru rúmlega 40 vörubílar. Aflinn í gær. Eggert Ólafsson með 200 mál, Hólmaborg 1200, Fanney 1400, Farsæll 1000, Keilir 850, Þor- steinn 750. Helgi Helgason 500, Svanur AK 700, Sigurfari 800, Þorsteinn EA 600. Victoría 1150, Bragi og Fróði 950, Jón Þor- láksson 700, Huginn II. 650, Rifsnes 1450, Illugí GK Víðir SU 800, Vilborg Ingólfur Arnarson 1100. Vilja miðsa máium Damascus í gærkvöldi. ARABABANDALAGIÐ ákvað í kvöld, að senda Indlandi og Pak istan orðsendingu og bjóðast til að miðla málum í deilu þeirra um Kasmir. — Reuter. anna" fyrir Hæsla- rjetfi I GÆRMORGUN hófst munn legur málflutningur fyrir Hæstarjett.i í máli þeirra manna er stóðu að brunar.um á Akra- nesi, í Miðstrætí í og víðar og sem ætluðu að kveikja í hús- inu Baldursgata 12. Þetta mál vakti á sínum tíma mikla eftir- tekt hjer í bænum. Dr. Einar Arnórsson, sem er sækjandi í málinu fyrir hönd rjettvísinnar og valdstjórnarinn ar hóf í gærmorgun frumræðu sína og lauk henni ekki í gær. Mun hinn munnlegi málflutn- ingur þessa umfangsmikla máls taka eina fjóra til fimm daga, en dómur mun ganga í málinu i næstu viku. Þeir sem ákærð- ir eru, eru þessir: Snorri Jóns- son og Þórður Halldórsson. Verjandi þeirra er Sigurður Ólason. Þá er Jóhannes Sæ- mundur Pálsson, verjandi hans er Eggert Claessen. Ástráður Proppé, verjandi hans er Gústaf A. Sveinsson. Sigurður Jónsson og verjandi hans er Teódór B. Líndal. Gísli Kristjánsson, sem er yngstur hinna ákærðu, verj- andi hans er Sveinbjörn Jóns- son. Og Baldur Þorgilsson en verjandi hans er Magnús Thor- lasíus. 1150, 450, Atomaldarsýiiing hjer i bænum Hún verSur hliðstæd eriendum sýningum KRINGUM næstu mánaðarmót verður haldin sýning hjer í bæn- um, sem eflaust mun vekja mikla athygli bæjarbúa og annara er hana skoða. Þessi sýning fjallar'um Atomöldina. Islenskir vísinda- menn vinna að uppsetningu hennar um þessar mundir. a Jerúsalem í gærkvöldi. BRESKIR hermenn í Palestínu hröktu í dag flokk Araba á flótta, sem ráðist höfðu á Gyð- inganýlenau í námunda við landamæri Sýrlands. Enginn maður var drepinn í viðureign- inni. Tilgangur sýningarinnar er sá að gefa alþýðlega fræðslu um atomorkuna, hagnýting hennar í þágu mannkynsins og ógnir þær er að mannkyninu steðja, ef henni yrði beitt í styrjöldum. Sá, sem hugmynd- ina á að sýningu þessa% er Jörundur Pálsson teiknari, en hann hefur sem kunnugt er haft á hendi framkvæmd við upp- setningu ýmissa sýninga hjer í bænum. IUiðstæð sýningum í Brctlandi og Amcríku. , Sýning þessi er hliðstæð Atom aldarsýningu, er breska stór-, blaðið Daly Express efndi til í London á s. 1. ári og sem einnig var sýnd í Banderíkjunum. í þessum löndum vakti sýningin gífurlega athygli. Þess má geta, að er sýningunni var lokið í London, var hún scnd sem ferða sýning um aílar Bretlandseyjar. Til þess að sýning þessi verði sem best úr garði gerð, hefur Jörundur Pálsson fengið í lið með sjer þrjá vísindamenn við uppsetning hennar í Lista- mannaskálanum. Menn þessir eru: Þorbjörn Sigurgeirsson, Trausti Einarsson og Sigurður Þórarinsson. Samningar þessir runnu út um áramótin. En samninga- fundir hófust ekki fyrri en upp úr áramótunum. Var þá gert bráðabirgðasamkomulag til 12. þ. m. En síðan hafist handa um það að ná samkomulagi áður en sá tilskildi tími væri útrunn inn. En ekki tókst þó að ganga frá samningum fyrri en kom- inn var sá 12. Farmanna- og fiskimanna- sambandið hefir á hendi samn- inga fyrir yfirmenn á fiski- skipunum, skipstjóra og stýri- menn og vjelstjóra á hinum stærri skipum. En sjómanna- fjelögin höfðu samningagerðir fyrir vjelstjóra á fiskibátunum, háseta, matsveina og kyndara á flutningaskipum. Samningar um stríðsáhættu- þóknun voru feldir úr gildi. í stað þeirra kom fast kaup yfir- manna bæði í innanlands og utanlandssiglingum. í innan- landssiglingunum fá yfirmenn- irnir samkvæmt hinum nýju samningum fast kaup. Er það miðað við lægsta kaup sem Ríkisskip greiðir, án fríðinda. I utanlandssiglingum verður þeim greidd uppbót. sem er lítil prósenta af brúttósölu þess afla, sem seldur er úr skipunum. Þegar skipin eru á veiðum hafa yfirmennirnir kauptrygg- ingu sem nemur 578 krónum á mánuði. En ef svo lítið aflast, að til greiðslu á kauptryggingu komi, þá fæða þeir sig sjálfir. Nýtt ákvæði er í þessum samn ingum þess efnis að þegar skip liggja í höfn með farm, þá á annaðhvort skipstjóri eða stýri- maður að vera um borð í skip- inu og eins annar hvor vjel- stjórinn. Samningurinn um stríðsáhættu þóknunina er úr gildi líka fyrir háseta. En hásetar og aðrir skip veriar sém sjómannafjelögin sömdu fyrir fá lága prósentu aC brúttó aflasölum, þegar skipin sigla til útlanda með afla. Sam ingarnir um síldveiðikjörin eru óbreyttir frá því sem áður var Samningar þessir ná elcki til togaranna. Þeir gilda frá ára- mótum til áramóta, með tveggjai mánaða uppsagnarfresti. Gfaldeyrisleyfi ti ufanfara í GÆRKVÖLDI frjetti Morg- unblaðið, að í dag myndi verða gefin út reglugjörð þess efnis, að enginn fái að ferðast til út- landa, nema hann framvisi gjald eyrisleyfi, sem viðskiftanefndin hafý veitt til ferðarinnar. Ekki er btaðinu kunnugt um hvaða leið verði farin til þess að trySSja að reglur þessar verði ekki brotnar, en heyrst hefur, að stimplað verði í vegabrjef viðkomandi manns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.