Morgunblaðið - 15.01.1948, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.01.1948, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 15. janúar 1918 Gamli Hreinn: Eru kommúnistar andlega blindir menn? 1 löndun síldarinnar afköstin 1000 mál Sex löndunarkranar eru hjer eru á klst. í notkun ÞAÐ MUN LÁTA NÆRRI, að löndunarafköst við affermingU síldveiðiskipanna hjer í Reykjavík, sjeu full eins góð og á Siglu firði. Þegar best hefur gengið hafa afköstin verið um og yfir 1000 mál á klukkustund. --------------------------$12 gj^ip i senn Skömmtunin á ísl. Tvennskonar blinda. ÞAÐ er til tvenskonar blinda: F'yrst og fremst hin líkamlega blinda, sem allir kannast við. Og svo er hin andlega blinda, sem margir hafa lika heyrt nefnda. I báðum þessum tilfellum verður oftast mjög erfitt að fá góða lækn ingu, og jafnvel fult eins erfitt að lækna hina andlegu blindu eða líklega verra, sem stafar af því, að sjúklingurinn veit ekki sjálfur, að hann er blindur, og vill því ekkert hafa með lækni að gera, er. hinir vita það og verða mjög fegnir, ef þeir geta gert sjer nokkra von um ein- hverja hjálp. Jeg get ekki betur sjeð, en að kommúnistarnir okkar sjeu and- lega blindir menn. En jeg skal kannast við það, að jeg hef kynst nokkrum kommúnistum, sem eru mjög viðfeldnir menn, er ekki Vilja vamm sitt vita, en ef þeir fara í kommúnistakápuna, þá eru þeir þegar orðnir blindir. Að minsta kosti er eitt algerlega víst, að annað hvort eru kornm- únistarnir lijerna andlega blind- ir, eða að jeg er það, því ef svo er, að hin stjórnmálalega stefna þeírra er eins góð og annað eins ágætis fyrirmyndar fyrirkomulag og þeir halda fram, þá er það víst, að min sjón er ekki heil- brigð. Fram með röksemdirnar. Það verður víst best fyrir mig að leita til kommúnistanna og ’ vita, hvort þeir geti skorið burt skýið frá augum mínum, t>VO jeg geti orðið sæmilega sjá- andi. Og lækningin felst í því, að þeir birti mjer fullkomlega rök- studaar sannanir fyrir málstað sínum, og ef þeir geta það, þá skal jeg ganga í fjelag þeirra og verða kommúnisti, og það ekki af ljelegustu tegund. I endur- gjaldsskyni fyrir lækningatil- raunir þeirra á mjer ætla jeg svo að bjóðast til a,ð verða lækn- ir þeirra og vita, hvort jeg get ekki kveikt einhvern Ijósneista hjá hinum betri mönnum flokks- ins. Þessar lækningatilraunir okk- ar verða að framkvæmast á báða bóga með rökstuddum umræðum, góðum vilja, samviskusemi og hreinskilni. Klögumálin. Það er best, að við nú þegar byrjum að ræða um eittkvað af því, sem við lítum ekki eins á og okkur sýnist sitt hverjum, og o.-Ua jeg þá að byrja á að athuga, hvernig vxð lítum á sundurlyndi það, sem nú virðist vera að þró- «st milli Rússa annarsvegar og rvesturveldanna, sjerstaklega Bandaríkjanna, hinsvegai. Þess- ar þjóðir ásaka nú hver aðra um yaldafýkn og heimsyfirráða- etefnu og jafnvel um stríðsæsing ar. Nú ætla jeg að skýra frá, hvern ig jeg lít á þetta og bera það 6vo undir þá, sem eiga að lækna tnjg, hvort jeg sjái þetta rjett, Leppríkin. Jeg ætla þá fyrst að horfa til austujs. Hvernig er þáð með Rússa, sækjast þeir nokkuð eftir vöidum og landvhfningum? Er það ekki satt, að þeir hafi lagt undir sig stórt landssvæði af Éinnlandi, þjóðinni mjög nauð- ugt, sem hefír valdið heríni sárri beiskju og blæðandi sárum, og þar að auki þvingað þá til að greiða sjer stórfje. Og hvernig . er það með hin gömlu og merki- i legu Eystrasaltsríki, Eistland, j Lettland og Litháen. Er það ekki satt, að Rússar hafi lagt þessi lönd undir sig og svift þjóðirnar frelsi og sjálfstæði? Jeg hef líka heyrt, að þeir hafi lagt undir sig stór landflæmi af austur Póllandi þar sem márgar miljónir manna búa. Er þetta alt ósatt og mis- sýning? En ef það er satt, þá cr ekki hægt.að neita þvi, að þeir sækist eftir að leggja undir sig lönd og þjóðir, þrátt fyrir það þó þeir hafi nú til umráða stærri lönd og landflæmi en nokkur önnur þjóð veraldar. Það er Mka í almæli, að ýmsar þjóðir (hin svokölluðu leppríki Rússa) verði að sitja og standa eins og hin rússneska r.tjórn vill, og hlíta fyrirmælum og fyrirskip unum þaðan. Þetta kalla jeg heimsveldisstefnu. Vesturveldin. Við skulum nú líta til Vesturs tíl Bretlands og' Bandaríkjanna. Kommúnistar segja, að þessar þjóðir (þá sjerstaklega Banda- ríkin) stefni ákveðið að landvinn ingum og heimsveldisyfirráðum. Jeg hef nú ekki ennþá getað sjeð þetta. En mjer getur ekki betur sýnst, en að þessar þjóðir stefni að því, með áhuga og viljafestu að allar þær þjóðir, sem áður hafa á einhvern hátt verið háð- ar yfirjáðum annara þjóða, fái fulikomið frelsi og sjálfræði og alheims viðurkenningu fyrir sjálf stæði sínu, enda var það ákveðið þeróp þeirra að berjast fyrir rjetti smáþjóðanna. Mjer getur nú ekki betur sýnst en að hjer hafi nokkuð áunnist. Lönd þau og þjóðir, sem nú þeg- ar hafa fengið fult frelsi og sjálf stæði, eru Indland, Filipseyjar, Burma og Ceylon, og Kórea væri lika orðin sjálfstæð þjóð, ef Rúss ar hefðu ekki staðið þar þvers- um fyrir í götunni. Hvernig er það með hjálp og aðstoð Bandaríkjanna til hinna ýmsu nauðstöddu þjóða, þar sem margskonar vandræði, hungur og jafnvel hungurdauði herjar á fólkið. Þetta sýnist mjer lýsa mannúðlegum og myndarlegum hugsunarhætti, mjer sýnist þetta vera bæði falleg og göfugmann- leg framkoma. Það er altaf fall- egt að hjálpa þeim, sem er hjálp ar þurfi. Kommúnistarnir segja, að Bandáríkin geri þetta einungis í eigingjörnum tiigangi og ætli á þennan hátt að gera þessar þjóðir sjer háðar og undirgefnar meira eða minna og stefni þann- ig að landvinningum og heims- yfirráðum, þetta sjc bara lymsku bragð þeirra. Jeg minnist þess ekki, að jeg hafi heyrt, sjeð eða lesið neitt, sem bendi til þess, að Bandarík- in hafi sett nokkur skilyrði í þá átt, sem hjer segir, vegna hjálpar og aðstoðar til hinna nauðstöddu þjóða. Það er aðeins í rógskrif- um kommúnista, sem jeg les og heyri þessar aðdróttanir. Þegar jeg var lítill, sagði mamma mín mjer, að það væri ljótt að launa hjálp og önnur góðverk með illu einu, slíkt gerðu ekki nema vondir menn. Það er margt það í fari og fram komu kommúnista, bæði hjer og annarstaðar, semmjer sýnist ekki fallegt eða til fyrirmyndar. Það er fullsannað, að alstaðar, hvar sem þeir eru, reyna þeir að skapa sundrung og ófrið, hvar sem þeir geta því við komið, og aðalvopn- ið og meðalið, sem þeir nota í þessum tilgangi, er að koma á stað verkföllum og deilum til að skapa kyrstöðu og vandræði. — Þeir hafa hátt um það, að það sjeu þeir, sem sjeu að berjast fyrir bættum kjörum og velmeg- un lítilmagnans, gegn auðkýfing um og okurkörlum. Þeir eru svo sem ekki að hugsa um sjálfa sig þessir góðu menn, heldur aðeins um aumingja íátæklingana(!) Fylgismenn. Því miður eru nokkuð margix-, sem ekki eru flokksmenn þeirra, er fylgja þeim í verkföllunum. Sumir af þeim eru bundnir í fjelagssamtökum og þora ekki annað en hlýða, og svo hugsa margir þannig: Það er jú gott og blessað, ef þið getið útvegar okk- ur hærri laun ög meiri peninga. En þessir menn eru líka hálf- blindir, því þeir sjá ekki og skilja ekki, að jafnframt sem kaup þeirra hækkar, þá hækkar allt, sem því svarar. Þeir sjá það held ur ekki og skilja það ekki, að menn þessir, sem eru að eggja þá út í ófrið og baráttu,.eru úlf- arnir í sauðargærunnni. Jeg verð að kannast við, að mig hálf-klígjar, þegar kommun istar segja, að þeir sjeu reglu- lega lýðræðislega sinnaðir, en jeg get ekki betur sjeð og skilið, en að þeir fylgi í fullri alvöru hinni rússnesku stjórnarstefnu, sem fyr ir mínum sjónum lítur út sem hin argasta einræðis- og harð- stjórnarstefna, sem þekst hefur í heimi hjer. Þeir hafa enga trú á hinu vestræna lýðræði, en hið austræna -lýðræðisfyrirkomu- lag vilja þeir að allar þjóðir taki upp og hagnýti þjóðunum til blessunar. En hvernig er þá þetta „aust- ræna lýðræði“? Því hafa þeir aldrei lýst, svo jeg hefi hgyrt eða tekið eftir. Það getur vel verið að þeir hafi gert það, en sem sagt jeg hefi aldrei sjeð það, og sama segja margir fleiri. • Jeg minnist þess, að Jóhann Eyjólfsson frá Sveinatúngu bar fram þrjár spurningar fyrir kom- múnista eða Þjóðviljann. „Auð- ur og fátækt*, viðvíkjandi hinu austræna Jýðræði er þessum spurningum var aldrei svarað. — Þar sem jeg býst við, að það sjeu margir., sem ekki hafa lesið rit þetta, þá ætla jeg í góðu trausti að birta hjer þessar spurningar orðrjettar eins og hann bar þær fram, og hljóða þannig: Spurningar. 1. Er það satt; að í Rússlandi sje aðeins einn flokkur, þ. e. kom múnistaflokkurinn og að við hverjar kosningar, hvar sem er í landinu, sje aðeins einn listi lagður fram, skipaður af ríkis- stjórn eða fulltrúum hennar, og kjósendur geti ekki annað en greit jákvæði við þeim lista, eða neikvæði, og missa við það at- vinnú og brauð? Ef þetta er satt, er það þá skoð un ykkar, að þetta sje hið rjetta og sanna lýðræði? Mundi ykkur þykja það ágætt stjórnarfyrir- komulag hjer, ef t. d. Sjálfstæð- isflokkurinn einn hefði rjett til að stilla upp lista við Alþingis-, bæja- og sveitarstjórnarkosning- ar? Eða hvaða flokkur sem er? 2. Er það satt, að aldrei sje háð verkfall í Rússlandi, og að verka lýðurinn geri þar aldrei neinar kjarabótakröfur? Er það af því, að öllum líði þar svo vel, og all- ir sjeu svo ánægðir, að enginn óski þar eftir neinum umbótum eða breytingum? Eða er það af því, að ríkisvaldið bannar allt slíkt og verndar það bann með harðri hendi og sterku herveldi? Mundi ykkur kommúnistum hjer þykja þetta lýðræðislegt og ágætt? 3. Er það satt, að af öllum þeim blöðum, sem nú eru gefin útt í Rússlandi, sje ekki eitt ein- asta í andstöðu við ríkisstjórnina, heldur fylgi henni fast og sköru- lega, og öllu því, sem hún gerir og framkvæmir með auðmýkt og aðdáun? Er það af því, að eng- um þyki neitt athugavert við neitt af því, sem hin háa stjórn gerir, og að alt það, sem hún hugs ar og framkvæmir sje svo ágætt og fullkomið, að um breytingar Frh. á bls. 8. VEGNA blaðaummæla fyrir nokrum dögum, þess efnis, eð skömmtunarfyrirkomulagi á ÍS; lenskum fatnaðarvörum, sökum tregðu - iðnaðarmálaráðherra Emils Jónssonar, og Elís Ó. Guð mundssonar, skömmtundrstjóra. skal það tekið fram, að þau um- mæh eru á misskilningi byggð. Eins og kunnugt er, hefur sama fyrirkomulag gilt um skömmtun fullunninna vara, hvort sem þær eru framleiddar hjer á landi eða ekki. Þannig hefur íslensk vinna verið skömmtunarskyld. Iðnrekendur hófu harða baráttu fyrir því, þegar í okt. s.l., að fyrirkomu laginu yrði breytt, á þá leið, að kaupendur varanna þyrftu ekki að skila skömmtunarseðlum nema sem svaraði fyrir erlenda gjaMeyrinum, sem til vörunnar þarf. Skýrt var frá því í dag- blöðunum skömmu fyrir jól að viðskiptanefnd hefði lofað að mæla með tillögu iðnrekenda við fjárhagsráð, og að fjárhags- ráð hefði tekið málinu líklega. en viljað fresta afgreiðslu þess til áramóta. Iðnrekendur sýndu fram ú það, að margar verksmiðjur biðu með óseldar framleiðsluvörur sínar, á meðan úrskurður fjár hagsráðs var ókominn. Nú er liðinn hálfur mánuður frá ára- ijxótum, búið er að gefa út nýja skömmtunarseðla, og skömmtun arstjóri hefur gefið til kynna í útvarpi, að almenningur ætti ekki að verja skömmtunarseðl- um til vefnaðarvörukaupa, fyrr en tilkynnt yrði breyting á skömmtunarfyrirkomulagi þeirr ar vöru, almenningi og íslensk- um iðnaði í hag. Fulltrúar frá Fjelagi íslenskra iðnrekenda hafa þráfaldlega I- trekað beiðni um afgreiðslu málsins við f járhagsráð, en ekki fengið svar. 1 viðtali, sem full- trúar frá Fjelagi íslenskra iðn- rekenda áttu við iðnaðarmála- ráðherra, Emil Jónsson, í gær, kvaðst ráðherrann hafa afgreitt málið fyrir sitt leyti, þannig, að hann hefði lagt til við fjárhags- ráð að tekið yrði upp það fyrir- komulag á skömmtun íslenskrar fatnaðarvöru, að ekki þyrfti að skila skömmtunarseðlum hema sem erlenda gjaldeyrinum svar aði, t.d. þyrfti þá ekki nema 13 skömmtunarmiða fyrir herra- skyrtu, saumaðri innanlands, sem kostaði í útsölu 50—60 kr., en fyrir erlendri skyrtu þyrfti í slíkum tilfellum 25—30 skömm'. unarmiða. Hefði skömmtunar- stjóri einnig lagt til að þetta fyrirkomulag yrði látið' gilda. Er því engum vafa bundið að ekki stendur á öðru í þessu efni en enlanlegum úrskurði f járhags ráðs, og hafa iðnrekendur og al- menningur í landinu fulla á stæðu til að ætla að sá úrskurð ur verði þeim gðilum í vil, þó að uppkvaðning hans hafi dregist úr hófi fram. (Frá Fjcl. ísl. iðnrekenda). Nú eru að öllu jöfnu 6 lönd- unarkranar að störfum allan sólarhringinn. En auk þess er svo unnið við affermingu síld- veiðiskipa með málalöndun. Er það Er það oft svo, að sex skij> eru losuð með krönum, en sex eða sjö með málalöndun. Þegar nóg er af skipum og engar tafir verða við löndunina með krön um, geta afköst hvers krana orð ið allt að 200 mál á klukkustund- Löndunartækin á Siglufirði af- kasta hvert um sig 200—300 málum á klukkustund. Málalöndun 60—100 mál Við málalöndun eru afköstin nokkuð misjöfn og geta verið á milli 60—100 mál á klukkust. 100 mála afköst er þó nokkuð sjaldgæf. Við löndun skipanna vinna venjulega 10—14 menn, 12000 mál á 12 klukkustundum Undanfarna daga hefur jafn- an.verið það mikið af skipum i höfninni, að löndunarkranarnir hafa verið í notkun því nær við stöðulaust. Fyrstu 12 klst., serrx unnið var af fullum krafti að lestun Knob Knot, voru afköstirs 12000 mál. Var þá jafnan mik- iU fjöldi bíla er beið þess að komast að skipshlið og losa af sjer síldina. Rúmlega 40 vöru- bílar eru í flutningum að skip * inu. Hestur iifir fólf daga í fönn SÁ ÖVENJULEGI atburður gerðist í Bolungarvík í nóvem- ber mánuði s.l. að hestur týndist þar en fannst að tólf dögum liðn um fullfrískur fentur fram und ir Skálavíkurheiði. Bóndinn í Meiri Hlíð í Bolung arvíkur, Ólafur Hálfdánarson, hafði lánað hestinn bóndanum á Breiðabólstað í Skálavík, Pjetri Jónssyni. Skyldi Pjetur sleppa honum með beisli er hann værl kominn upp á há heiðina milli Bolungarvíkur og Skálavíkur, Gerði hann það og sneri hestur- inn þá við til heimahaga sinna. Segir ekki af ferðum hans en dagnn eftir var hafin leit að horx um þar sem hann kom ekki til baka en hann fannst hvergi þrátt fyrir margra daga leit. Mjög mikil snjókoma var er þetta gerðist. Tólf dögum eftir að hesturin týndist hóf Ólafur bóndi í Meiri Hlíð leit að honum. Var þá snjó nokkuð tekið að leysa. Fann hann þá hestinn í djúpum skurði skammt frá veginum yf- ir heiðina. Var skelft yf-ir hann og hafði myndast snjóhvelfing kring um hann. Þegar bóndnrs hafði brotið snjóþakið sem var tekið að síga nokkuð, tókst hest inum að brjótast upp úr skafl- inum af eigin rammleik. Tók hann þegar á rás til bæjar. ---------------- Truman fær þakkarávarp WASHINGTON: — Þýsku yfir- völdin í Hessehjeraðinu hafa sent Truman forseta þakkarávarp fyr- ir matarhjálp þá er hann veittj skólabörnum þar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.