Morgunblaðið - 15.01.1948, Blaðsíða 12
VEÐURÚTLITiö: Faxaílói:
Hæg suð-austanátt, sumstaðar
dálítil snjókoma.
BORGARASTYRJÖLDIN___á
Grikkland — Grein um hana á
bls. 7.
Prófsprengingunum
lokið
FYRIR jól var lokið próf-
sprengingunum sem unnið hef-
ur verið að í sambandi við bygg
ingu neðanjarðarorkuvers við
Neðri Fossa í Soginu.
Almenna byggingafjelagið
annaðist sprengingarnar og
voru jarðgöngin sem sprengd
voru í þessu skyni um 30 metra
löng.
Nú vinna verkfræðingar Raf
magnsveitunnar og Almenna
byggingarfjelagsins að skýrslu-
gerð, er send verður Berdal
verkfræðingi ráðunaut Raf-
magnsveitunnar við virkjun
þessa.
Ferðalög tii úilanda
í SAMBANDI við frjett, sem
birtist hjer í blaðinu í gærmorg
un um fyrirhugaðar ráðstafanir
yfirvaldanna vegna ferðalaga
til útlanda, skal það tekið fram,
samkvæmt ósk formanns Við-
skiptaráðs, að engar slíkar ráð-
stafanir, sem í frjettinni voru
nefndar hafa verið gerðar.
Brennan á fþróffavelliaum og þrengslin vrð hliðln
Bálið á íþróttavellinum í fyrrakvöld á álfadansi 03 brennu skátafjelaganna.
32 fangar
INNAN veggja hegningar-
hússins við Skólavörðustíg og
innuhælisins að Litla Hrauni
ru nú 32 fangar, þar af ein
ona.
í hegningarhúsinu eru 11
angar og þar er kvenfanginn.
— Þar var í gær pláss fyrir
'imm fanga til viðbótar. Fang-
rnir eru þar ýmist til afplán-
már styttri dóma, eða hafðir í
laldi vegna rannsóknar á af-
ijrotum þeirra.
Að Litla Hrauni var hinsveg-
rr hvert rúm skipað. Þar' voru
tl fangi, sem dæmdir hafa ver-
ið til lengri og skemmri fang-
'lsisvistar.
Þó að rúm hafi verið fyrir
'imm fanga í gær í hegningar-
húsinu, þá má vera að þar verðí
fullskipað í dag, því æði margir
'mi'xnu þeir vera, sem skráðir
eru á biðlista.
100 fcrust
MANÍLÁ: — í óveðrinu sem geis-
aði hjer á jóladag fórust 100
manns aðallega í suðurhluta
Luzon.
«-------------------------------„
30 þús. mál biðu lönd-
unar í gærkvöldi
Hikil veiði í HvaKirði eflir að dhnma fekur
í FYRRINÓTT og þar til bjart var orðið að degi í gær var
mikil veiði í Hvalfirði. Voru þar milli 30 og 40 skip að veið-
um. Síðasta sólarhring hafa borist hngað rúm 13.000 mál síld-
ar með 18 síldveiðiskipum.
--------------------------------
ífalir 0 g Júgósiavar
hæffa samningusn
ALLT samkomulag um hver
skuli verða landstjóri Trieste
er nú úr sögunni milli Júgóslava
og ítala en eins og kunnugt er
hafa undanfarið staðið samning
ar um það. —Reuter.
Allt fram í Ijósaskifti í gær
var rólegt í Hvalfirði, en þegar
dimma tók kom síldin upp og
var á hagstæðu dýpi. Þá kast-
eði allur síldarflotinn sem þar
var. Og er síðast frjettist virt-
ist veiði hafa verið góð og verið
var að háfa í mörg skip.
Hjer í höfninni voru í gær-
kveldi 37 skip og voru þau með
30 þús. mál innanborðs. Þessi
skip biðu öll löndunar. Verið
var að lesta Knob Knot Og hjer
liggja nú þrír þýskir togarar
er taka síld til Þýskalands.
Skipin.
Þessi skip komu með síld:
Ásbjörn ÍS með 550 mái, Gunn-
björn ís 500, Heimaklettur 1400
Friðrik Jónsson 550, Ásgeir RE
800, Hvítá 1250, Ingólfur GK
850, Álsey 1600, Nanna RE 1000
Jón Dan 400, Andvari TH 650,
Sígurður SÍ 850. Skeggi 850,
Jón Stefánsson 400, Dóra 1100,
Morgunstjarnan 600.
Ökladjúpur snjór í
Hafnarfirði
HAFNFIRÐINGUM, sem
stunda atvinnu sína hjer í
Reykjavík, þótti einkennileg
heimkoman til bæjar síns í
gærkveldi. Þar var ökla-djúpur
snjór.
Laust eftir hádegi í gær byrj
aði að^snjóa þar og gekk á meðj
hríðarjeljum allan daginn. •—•:
Hjer í Reykjavík var aðeins föl
á götunum. Fyrir austan fjall
hafði ekkert snjóað í gær.
Þetta er að eins hluti af hinum mikla mannfjölda, sem safnaðist saman við inngönguhlið Iþrótta-
vallarins í fyrrakvöld skömmu áður en álfadansinn og brennan liófst. Þar tróðst hver sem betur gat.
(Ljósmynd Mbl., Ólafur K. Magnússon). i
Bamabarna
jólatrjesskemmtun
FRAMKVÆMDASTJÓRI Sjálf-
stæðishússins Lúðvíg Hjálmtýs
son bauð í fyrradag vistfólki
EIli- og hjúkrunarheimilisins
Grund til jólatrjesfagnaðar með
barnabörnum sínum. Var þar
glatt á hjalla og öllum veitt vel
og kostaði Sjálfstæðishúsið veit
ingarnar. Hljómsveit Aage Lor
ange lif’k og skemti endurgjalds
laust. Á þessari samkomú voru
á fjórða hundrað manns.
Gísli Sigurbjörnsson forstjóri,
hefur beðið Morgunblaðið að
færa framkvæmdastjóra Sjálfs
ishússins þakkir gamla fólksins
fyrir höfðingsskap hans, rausn-
arlegar veitingar, svo og hljóm
sveit Aage Lorange.
KikiÖ flogið í gær
FRÁ því um áramót hafa flug
skilyroi verið svo slæm að flug-
vjelarnar sem halda uppi ferð-
um hjer innanlands, hafa lítið
sem ekkert getað flogið. I gær
var hinsvegar gott flugveður
fyrri hluta dags og fóru þá flug
vjelar flugfjelaganna í margar
ferðir út um land og leiguflug-
vjel Flugfjelags ísiands fór til
Prestvíkur. Hjer innanlands var
flogið til Akureyrar, Horna-
fjarðar, Eskifjarðar og Reyðar-
fjarðar, svo og Egilsstaða. Þá
var flogið til Vcstmannaevja,
Snæfellsness, Hójmavíkur, Isa-
fjarðar og Siglufjarðar og loks
var flogið tíl Keflavíkur.
Seinnipart dags í gær tók
skyndilega að snjóa og þykkna
í lofti og var flugvjelum ánúið
við er voru á leið til Rvíkur.
Skákþing Reykja-
viknr hefs! í kvöld
SKÁKÞING Reykjavíkur hefst
í kvöld að Þórsgötu 1 með
keppni í meistaraflokki. Fer
fyrsta umferð þá fram. •*
Þessir eigast þá við: Guðjórj
M. Sigurðsson og Kristján Syl-
\príusson, Sigurgeir Gisiasorí
og Ben. Benónýsson, Bjarni
Magnússon og Árni Stefánsson,
Hjálmar Theodorsson og Eggert
Gilfer, Sveinn Kristinsson og
Jón Ágústsson, Árni Snævarr
og Guðmundur Ágústsson og
Steingrímur Guðmundsson og
Baldur Möller.
x.
Onnur umferð í meistara-
flokki fer fram á föstudags-
kvöld, og þá fara einnig fram
fyrstu umferðir í 1. og 2. flokki.