Morgunblaðið - 15.01.1948, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.01.1948, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 15. janúar 1948 Útft.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Fra.mkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.). Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Án. Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjalö kr. 10,00 á mánuði innanlands, kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið. 75 aura með Lesbók. Þar sem „lýðræðisöflin “ njóta sín ÞEGAR Þjóðviljinn lýsir aðaáun sinni á og undirgefni við hið austræna vald, þá nefnir hann að jafnaði ekki hina and- legu fósturjörð sína, ekki yfirboðara sína við hið „merka fljót“, ekki aiþjóðabandalag kommúnista, sem endurvakið var í haust. Og Kuusinen, hinn finnska, sem fullyrt er að sje einskonar „deildarstjóri" flokksins á Norðurlöndum. nefnir Þjóðviljinn aldrei á nafn síðan kommúnistar sögðu frá þvi með hrifningu, þegar finnsk-rússneska styrjöldin stóð yfir. að þessi maður hefði tekið að sjer, að mynda leppstjórn yfir Finnlandi. / Þegar kommúnistar nefna flokksbræður sína á megin- landi álfunnar, þá heita þeir einu nafni „Lýðræðisöflin". Þykir þeim það vera hin mesta goðgá, er menn sýna andúð eða jafnvel fyrirlitningu á hinum margnefndu „lýðræðisöfl- um“, þ.e. mönnunum, sem hafa það á hendi, í umboði stjórn- arvaldanna í Moskva, að koma sem fyrst á fót hinu austræna lýðræði, sem þeir kalla í vestan verðri Evrópu. 1 fyrradag gerðist atburður suður í höfuðborg Búlgaríu, sem kemur öllum þjóðum við, og öllum hugsandi mönnum í heiminum. Þar ræður hinn nafntogaði kommúnisti Dimitrov ríkjum. Hann var rússneskur ríkisborgari. En Stalin lánaði Búlgör- um hann, til þess að hann,' með stuðningi frá hinu austræna herveldi, gæti orðið þar forsætisráðherra. Stjórn Dimitrovs var að leggja fjárlagafrumvarp sitt fyrir þingið. Níu þingmenn gerðu athugasemdir við frumvarpið Það myndi meðal allra lýðræðisþjóða þykja eðlilegt af stjórn arandstæðingum. Og sjálfsagt að þeir hefðu til þess fullt leyfi. 1 Búlgaríu eru þau „lýðræðisöfl” einvöld, sem Þjóðviljinn telur hin ákjósanlegustu fyrir þjóðirnar, frelsi þeirra, og vel- ferð. Þessi „öfl“ risu nú upp í þingi Búlgara, í mynd hins íöngulega Dimitrovs er komst að orði á þessa leið: Þið ní-menningarnir hafið um tvennt að velja. Annað hvort þegið þið og takið aftur andmæli ykkar gegn okkur, sem ráðum, í krafti hins austræna valds. Ellegar þið megið eiga von á því, að með ykkur verði farið eins og Petkov sáluga. Naumast þarf að rifja upp afdrif Petkovs. Hann hjelt uppi andstöðu gegn kommúnistum og hinum austrænu erindrek um. Óskelfdur bar hann uppi merki hins frjálsa orðs í land- inu. Uns hann var handtekinn, borinn lognum sökum, og hengdur. Nafn Petkovs, hins búlgarska, lifir á vörum allra frelsis ■ unnandi þjóða, um ókomin ár, hvort sem hin austræna kúg- un helst lengur eða skemur. Þaraa birtist „lýðræðisaflið" í sinni afdráttarlausustu mynd. Þar sem það fær notið sín, þar má engin önnur skoð- un koma fram, en sú, sem valdhafarnir hafa. Brjóti menn þá „lýðræðisreglu“, að „þegja við öllu röngu“, þá kemur hefnd in frá valdhöfunum. Og hún er eftir kokkabókum „hinna miskunnarlausu“. Mönnum, sem leyfa sjer að bera fram gagnrýni á gerðir valdhafanna, er boðið að verða Petkov heitnum samferða um gálgann inn i hinn eilífa frið. -k Að sjálfsögðu greip Þjóðviljinn tækifærið í gær, til þess að lýsa velþóknun sinni á því, sem fram fór hinn umrædda dag í þinginu í Sofia, með því að skýra frá þætti úr hinni eftirtektarverðu ræðu Dimitrovs. Að vísu sagði blaðið ekki að þessu sinni frá því, hvernig „lýðræðisöflin" hefðu komið í ljós á þingi Búlgara. Blaðið sleppti að minnast á hótun hins rússneska forsætisráðherra, gagnvart ní-menningunum, sem ekki hafa enn til fulls sætt sig við þá þögn, sem nauðsynleg er, þegar hin „austrænu öfl“ eru komin til valda. En senni- lega er þess ekki langt að bíða að Þjóðviljinn lýsi aðförun- um í búlgarska þinginu, þegar hann reynir næst að sann- færa íslenska lesendur um dásemdir hinnar nýju tegundar, af frelsi og lýðræði, sem kommúnistar hugsa sjer að koma á hjer á landi, sem annarsstaðar í heiminum. \JíLuatfL óhrij-ar. ÚR DAGLEGA LÍFINU Gróði ríkiss.ióðs. HVER GRÆÐIR á því. að gömlu peningarnir koma ekki allir til innlausnar? spyrja menn. Svarið er ríkissjóður. Landsbankinn, sem sá um fram kvæmd peningainnköllunarinn ar, fær aðeins sína ákveðnu þóknun fyrir það starf upp 1 kostnað. Annars verðui; ekki eins mikið útisandandi af gömlum seðlum og margir höfðu gert sjer í hugarlund. Samkvæmt bráðabirgðayfirliti skortir á tæplega 5 miljónir króna, að allir gamlir seðlar hafi verið innleystir, sem voru í umferð fyrir áramótin. En þessi tala á eftir að lækka, því skeyti frá ýmsum skiftistöðvunum úti á landi eru ógreinileg, símabilan ir hafa einnig valdið því, "áð enn vátnar upplýsingar frá sum um stöðum. En þrátt fyrir það mun rík- issjóður græða álitlega fúlgu á seðlaskiftunum. Hermennirnir fóru með mikið ÞAÐ KEMUR á daginn, að það eru ekki margir hjer á landi, sem liggja með gamla seðla í sokkbolum, eða kistu- handriða. En hinsvegar má gera ráð fyrir, að hermennirnir, sem hjer voru í styrjöldinni, hafi tekið með sjer miklar upphæð- ir af gömlum seðlum. Það var siður þeirra margra að geyma íslenska seðla sem minjagripi um dvöl sína hjer. Þá er það venja þeirra er flugu milli landa, að safna sjer peningaseðlum frá þeim lönd- um, sem þeir heimsóttu. Voru seðlpynir síðan límdir saman í langa ræmu. Þótti þetta hið mesta sport, en mest er hægt var að fá eiginhandarundir- skriftir merkra manna á seðl- ana. Þá hefir eitthvað af seðlum glatast eins og gengur. Brunn- ið í eldsvoðum, týnst með skip um, sem farist hafa o. s. frv. Enginn nýr fiskur „EKKERT NEMA frosið og saltað“, segja fisksalar 'bæjar- ins dag eftir dag. Nýr fiskúr sjest varla og þá alls ekki nema j mjög lítið í einu. Það eru margir orðnir lang! eygir eftir að fá nýjan fisk í soðið. Er jeg færði fiskskortinn í tal við fisksala í gærmorgun, sagið hann: ,,,Það er ekki von að það komi nýr fiskur. Það eru einir tveir bátar, sem veiða fyrir bæ inn og það eru togbátar. Hinir eru allir á síld“. Ætli það væri ekki hægt að fá fleiri til að fiska í soðið fyr- ir bæjarbúa? Það er skömm að því að búa svo að segja ofan í bestu fiskimiðum heimsins og geta ekki fengið ugga af nýjum fiski í soðið. • Misfellur á áætlunarakstri VILHJÁLMUR Heiðdal, full trúi hjá póst- og símamála- stjóra, hefir beðið blaðið fyr- ir eftirfarandi: „Út af grein í „Daglega líf- inu“ þriðjudaginn 13. þ. m. með yfirskriftinni „Kalt stríð“ óska jeg að gefa eftirfarandi skýringu varðandi misfellur á akstri á Hafnarfjarðarleiðinni að kvöldi hins 11. þ. m. Vagn sá, sem samkvæmt á- ætlun áti að fara frá Haínar- firði kl. 12.30 eftir miðnætti, bilaði lítilsháttar (að sögn bif reiðastjóía truflun á rafmagni) um leið og hann lagði af stað frá endastöðinni og seinkaði honum af þeim orsökum um 25 mínútur. Vagn sá er getið var um að ekið hefði framhjá, án þess að sinna fólki, var aukavagn frá fyrri ferð til Hafnarfjarðar og mun hafa ekið til Reykjavíkur skömmu áður en áætlunarvagn inn átti að fara. Má þetta vissu lega teljast misfella þar sem þessi vagn ók nálægt tíma á- ætlunarvagnsins og hafa þeg- ar verið gerðar ráðstafanir til þess að slíkt endurtaki sig ekki. Voru ekki við- búnir „VERTU VIÐBÚIN“ eru einkunnarorð^ skátanna. Þessi þarfi og merki fjelagsskapur hefir margt gott unnið í upp- eldismálum þjóðarinnar og maryt þarft læra unglingar, sem eru í lionum. í fyrrakvöld efndu skátarn- ir til -álfadans og brennu á Iþróítavellinum. Var það yfir- leitt vel undirbúin skemtun og t. d. vakti dans álfanna og bún ingar fögnuð áhorfenda, eink- um beirra yngsu. Bálið hefði mátt vera til- komumeira, en hvað er að fást um slíkt á tímum skömtunar og sparnaðar. En hitt. má benda á til varn aðar í framtíðinni, að skátarn- ir voru ekki alveg viðbúnir að taka á móti öllum þeim áhorf- 'endaskara, sem vildi komast á völlinn. Mildi að ekki urðu síys. ÞAÐ VAR óvinnandi verk, að ætla að hleypa öllum skar- anum inn um þrjú hlið norð- anvert við völlinn og ætla um leið að taka við aðgöngumiða af hverjum einasta manni í mvý-rinu. Á þessu flöskuðu þeir, sem að skemtuninni stóðu. Troðn- mgur var þar svo mikill um tíma, að hætta var á að börn yrSu undir í þvögunni og mun aði minstu að slys hlytust af. Það er gaman að halda við þjóðlegum sið, eins og álfadansf og brennum og ætti þá helst að hafa slíkt á gamlárskvöld, eða brettánda. En best er að gera allt með gát. Reðið um söng ÞÁ VANTAÐI tilfinnanlega sör.gjnn. Það er til tæki, sem heitir magnari og hátalari. Slíkt er nú orðið notað, þar sem margt fólk kemur saman. Og hefði það átt vel við þarna á íbróttavellinum. Mest hefði verið gaman að því að fá allan söfnuðinn, mann fiöldann, til að taka undir sönginn. Það hefði orðið eftir- minnileg stund. MEDAL ANNARA ORÐA —>——J Eftir G. J. A. j——>■—■——■* —+ visar EINN AF kunningjum. mín- um skaut því að mjer í gær, að hann væri eiginlega ekki viss um nema austræna „lýo- ræðisskipulagið“ — þetta með hengingarólina og líflátshótan- irnar — gæti reynst bara bæri- lega í hálfrugluðum heimi okk ar. Að minnsta kosti vildi hann halda því fram, að stjórnskipu- lagið, sem nú er víða ærið flókið, yrði allt miklu einfald- ara og auðskildara. ___________ ,-4»u'y* ■■ !.......... ” Kommúnistar sagði þessi kunn mgi, yrðu vitaskuld að fá öll völd í sínar hendur, því vest- rænu' lýðræðisþjóðirnar kunna ennbá alls ekki að meta starfs aðferðir þeirra austrænu,v hvað þá að fjelagar Dimitrovs með- al þeirra sjeu líklegir til jafn- mikilla valda og stuðningur Rússa hefur veitt honum. Síðan yrði stjórnarháttum hagað eitthvað á þessa leið: KOMMADOMUR Hinn kommúnistiski forsæt- isráðherra landsins skipaði nefnd kommúnista, sem falið Dlmifrov: Ef þið verðið á mótil mjer, þá hengi jeg ykkur. yrðj að hafa gætur á því, hve- nær andstæðingar kommún- ista legðust gegn tillögum kommúnista. Sjerstakur dóm- stóll kommúnista hefði það svo með höndum að hegna and- stæðingunum fyrir ósvífni þeirra og „skilningsskort“, en refsingin fyrir hvert afbrot yrði auðvitað fyrirfram ákveðin og þá ef til vill eitthvað á þessa leið: • • HEGNINGAR- ÁKVÆÐIN Fyrir að greiða atkvæði gegn fjárlagafrumvarpi kommúnista stjórnarinnar (eins og sósíalist arnir níu í landi lýðræðishetj- unnar Dimitrovs hafa hótað a<5 gera): Líflát. Fyrir að bera fram bréyting- artillögur við frumvörp komm únistastjórnarinnar: Æfilangt fangelsi. Fyrii' að andmæla fulltrúum Frh. á bls. 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.