Morgunblaðið - 16.01.1948, Síða 1
35. árgangur
12. tbl. — Fösludagur 16. janúar 1948
Isafoldarprentsmiðja h.f,
Frá bæjarstjórnarfundi
Súrefninu verður eytt
úr Hitaveituvatninu
r
Alyklimarorð ór ræðu borgarstjóra í gær
A ÖÐRUM stað hjer í blaðinu í dag birtist -meginhluti af ræðu
Gunnars Thoroddsen, borgarstjóra, á bæjarstjórnarfundi í gær,
þar sem hann gerir grein fyrir hinum gagngerðu og ýtarlegu
rannsóknum er fram hafa farið á hitaveituvatninu, og miða að
því að spornað verði við öllum skemmdum í veitukerfinu af völd-
um súrefnis, sem reynist vera í vatninu. — í endalok ræðu sinnar
dró hann saman niðurstöður rannsóknanna og hvernig málið
horfði við í heild sinni. Komst hann þá að orði á þessa leið:
Arababandalagið vill innrás í
Palesiínu eftir brotiför Hreta
r
Ohrædciiir við ámeríkana
■■■
■
Jeg vil þá með örfáum orðum^
skýra frá, hvernig horfurnar
eru í þessu máli frá mínu sjón-
armiði.
í fyrsta lagi í hitaveituvatn-
inu hefur fundist virkt (aktivt)
súrefni, mismunandi mikið, er
veldur ryðmyndun. Hinsvegar
er rjett að hafa það í huga, að
slíkar skemdir, ryðmyndun,
hafa komið í ljós, þar sem hita-
veituvatn hefur aldrei komið
nærri.
Útiloka loftið.
í öðru lagi. Hjer þarf að
leggja áherslu á tvennt, að koma
í veg fyrir að loft komist í hita-
véituvatnið eftir því sem unt
el', og að eyða því súrefni, sem
þangað kemst. Til þess að
hindra að loft komist í vatn-
ið, hefur meðal annars verið
breytt niðurfallinu í vatns-
geyminum á Öskjuhlíð, þannig
að vatnið er látið komá inn í
geymana niður við botn, og lok
að hefur verið loftstútum, sem
þar voru.
Efni sem eyðit súrefninu.
Eftir tillögum rannsóknar-
nefndarinnar og í samráði við
núverandi hitaveitustjóra og
fyrverandi hitaveitustjóra Val-
geir Björnsson, er búið að
panta sjerstök efni, natrium
sulfit, til þess að blanda í hita-
,veituvatnið. Eru cfni þessi ó-
skaðleg með öllu, en duga til
þess að eyða súrefni vatnsins.
Talið er, áð í Hitaveituna þurfi
aðeins 70 tonn af þessu varn-
arefni á ári.
I öðru lagi bendir rannsókn-
arnefndin á, að setja skuli járn
í vatnsgeymana, til þess að það
ryðgi þar, og dragi þannig að
sjer súrefni vatnsins.
Að mynda varnarhúð.
Haldið verður áfram tilraun-
um til þess að setja efni í vatn-
ið, sem myndað getur varnar-
húð innan í pípurnar, svo vatn-
ið frá Reykjaveitunni verði að
því leyti með sömu eiginleik-
um og vatnið úr Þvottalaugun-
um, en í því veitukerfi hefir
slík varnarhúð myndast.
Auk þess verðúr sem fyrr,
gerð gangskör að því, að fá
pípulagningarmenn til að gefa
skýrslu um þær skemdir, sem
þeir kunna að finna á veitu-
kerfinu. Hafa sumir þeirra þeg-
ar gefið álit sitt í því efni. Jeg
tel rjett, sagði borgarstjóri, að
taka sýnishorn af ofnum og
pípúm sem víðast um bæinn, til
að athuga hvort skemdirnar eru
aðeins í einstökum hverfum, eða
þær eru víða um bæinn.
Framlialdsrannsóknir.
Jeg tel sjálfsagt að ráðinn
verði fastur efnafræðingur í
þjónustu Hitaveitunnar (hann
getur líka unnið við rafveit-
una), er standi fyrir áframhald
andi rannsóknum á vatninu, er'
leiði til þess, að fullkoinlega
verði bætt úr því. sem hingað
til hefur verið ábótavant. Auk
þess að gerðar verði tilraunir
til þess að fá erienda aðstoð í
þessu skyni, en það hefur ekki
tekist hingað til.
Að Hitaveitan hafi í þjón-
ustu sinni starfskrafta til þess
að bæta úr skemdum jafnóðum
og þeirra verður vart, og greini
leg skýrsla verði jafnóðum gef-
in um hverskonar bilanir og
skemdir. Það hefur hingað. til
reynst örðugt að halda pípu-
lagningarmönnum í þjónustu
Hitaveitunnar, sökum þess að
þeim hefur jafnan boðist hærra
kaup annarsstaðar. En nauð-
synlegt er að gern slíka þjón-
ustu sem allra greiðasta fyrir
borgarana.
Hjer er um mikilsvert mál
að ræða. Tel jeg sjálfsagt, að
haldið sje áfram athugunum og
aðgerðum í málinu og ekkert
sje til sparað til þess að þær
beri sem skjótastan og bestan
árangur.
(Að öðru leyti vísast til ræðu
borgarstjóra á bjs. 7).
Hervamarsamningur
Brefiands og írah
London í gærkvöldi.
I DAG var undirritaður í
Portsmouth hervarnarsamning-
ur milli Bretlands og. írak. Hef
ur orðið samkomulag með báð-
um löndunum um að aðstoða
hvert annað á styrjaldartímum
en samningurinn á að gilda til
20 ára, nema því aðeins að Sam
einuðu þjóðunum takist að
ganga svo frá hnútunum, að öll
styrjaldarhætta sje úr sögunni.
Forsætisráðherra írak og
Bevin utanríkisráðherra, undir- í
rituðu samninginn. — Reuter.
Carla Sforza, greifi og utanrík-
isráðherra ítala, hefir látið svo
unimælt, að hann óttist ekki, að
Bandaríkjamenn ætli sjer að ná
yfirráðum yfir Evrópuþjóðun-
um. Ef þeir ætluðu sjer það
myndu þeir aldrei hafa lagt út
í Marshalláætlunina.
Lie í leif að fundar-
'sfað
Genf í gærkvöldi.
TRYGVE LIE, aðalritari Sam
einuðu þjóðanna, skýrði frá því
hjer í Genf í dag, að verið væri
að athuga möguleikana á því að
næsta alsherjarþing S.þ. yrði
haldið í Haag'.
Lie er í Evrópu þeirra erinda
að velja næsta fundarstað als-
heriarþingsins, og mun næst
ferðast til Frákklands, Belgíu
og Hollands. — Reuter.
Dularfull flugvjel ræðst
með skothríð á breska
herflugvjel
JERÚSALEM í gærkvöldi.
Einkaskeyti til MBL. frá Reuter.
AÐALBÆKISTÖÐVAR Arababandalagsins í Cairo tilkynntu í
dag, að bandalagið mundi gera það að tillögu sinni við öll með-
limalönd sín, að þau sendu heri sína inn í Palestínu og hersettu
landið, strax og Bretar væru farnir þaðan. Jafnframt láta stjórn-
málaritarar á sjer heyra, að allar líkur bendi til þess, að breski
herinn verði farinn frá Palestínu ekki síðar en í lok maí, enda
þótt fregnir um þetta hafi ekki verið opinberlega staðfestar
ennþá.
Kasmirdeilan kann
að leiða lil
sfyrjaldar
ÖRYGGISRÁÐIÐ heyrði í dag
fulltrúa Indlands skýra afstöðu
stjórnar sinnar til Kasmirdeil-
unnar. Komst fulltrúinn þannig
að orði, að málið væri alt hið
alvarlegasta, og ljet á sjer skilja
að það gæti jafnvel leitt til styrj
aldar milli Indlands og Pakistan
Indverski fulltrúinn hjelt því
fram, að ofbeldisseggir þeir sem
upphaflega gerðu innrásina í
Kasmir, hefðu fengið að fara
yfir landamæri Pakistan, og
jáfnvel fengið vopn þaðan. —
Reuter.
-^Árás á herflugvjel
Enn eru sömu átökin í Pale-
stínu, og bendir nú ýmislegt til
þess, að Gyðingar sjeu jafnvel
farnir að beita flugvjelum. —
Hefur verið tilkynnt opinberlega
í Jerúsalem, að flugvjel, sem tai
in er tilheyra Gyðingum, hafi í
dag hafið skothríð á breska her-
flugvjel yfir Suður-Palestínu. —
Var breska flugvjelin í eftirlits-
ferð yfir landssvæði því, þar sem
hersveitir Breta unnu að brott-
flutningi Gyðinga þeirra og Ar-
aba, sem í gær særðust í átök-
unum um Gyðinganýlendurnar
tvær, er flugmenn hennar komu
auga á óþekkta flugvjel, sem
virtist vera að varpa niður skila •
boðum til Kfar Zion nýlendunn-
ar.
Er eftirlitsflugvjelin lækkaði
flugið, til þess að athuga þetta
nánar, hóf óþekkta flugvjelin
skothríð. Herflugvjelin svaraði
ekki skothríðinni.
lússar krefjast heim-
sendingar baltneskra
flóttamonna
3,000 dveljasf nú í Danmörku
Kaupmannahöfn í gærkvöldi.
Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter.
KAUPMANNAHAFNARBLAÐIÐ Politiken skrifar, að Rússar
hafi krafist þess af dönsku stjórninni, að þeir baltneskir flótta-
menn, sem nú dveljast í Danmörku, verði sendir heim. Byggja
rússnesku yfirvöldin þessa kröfu sína á því, að flóttafólk þetta
sje nú orðið rússneskir borgarar, en eins og kunnúgt er, sviftu
Rússar Eystrasaltslöndin þrjú frelsi sínu í styrjöldinni.
Vill viðræður
Danska stjórnin mun hafa ti! -
kynt þeirri rússnesku, að Danir
vilji gjarnan ræða þetta mál nán
ar við Rússa, áður en ákvörðun
verður tekin.
Baltnesku flóttamennirnir í
Danmörku, en þeir eru alls um
3,000, eru því mjög andvígir, að
þeir verði neyddir til að hverfa
heim. Líta margir þeirra á sig
sem föðurlandsleysingja og vilja
gjarnan fá leyfi til að setjast að
í Norður eða Suður-Ameríku.
Þýskar vjelbyssur
Arabarnir, sem i gær gerðu
árásina á Gyðinganýlendurnar.
munu nú allir hafa dregið sig
til baka. Herma heimildir Gyð-
inga, að fundist hafi fallbyssur
og þýskar vjelbyssur, sem Arab-
ar hafi notað í árás sinni. Sam-
kvæmt sömu heimildum, eiga 40
Arabar að hafa fallið, en að eins
3 Gyðingar.
Haifa
Átök hafa orðið víða í Pale-
stínu í dag. Öll umferð stöðvað-
ist þannig í Haifa, en þar höfðu
leyniskyttur sig mjög í frammi.
Að minnsta kosti fjórir Arabar
og tveir Gyðingar voru drepnir
þarna um slóðir, en 19 Gyðing-
ar og f jórir Arabar særðust.
Uppreisnarmenn myrða
verkamenn
AÞENA: Uppreisnarmenn myrtu
þrjá verkamenn hjer í gær fyrir
að vinna fyrir fyrirtæki, sem
Bandaríkjamenn styrkja. Yfir-
völdin hafa gefið út tilkynningu
þess efnis, að allir, sem stundi
slík störf, sjeu í samskonar hættu.