Morgunblaðið - 18.01.1948, Side 10
10
MORGVNBLAÐIÐ
Sunnudagur 18. janúar 1948
mAnadalur
Sí á tts aya ^acL cJloviJion
,*tí
107. dagui
„Það er jeg sem á Possum“,
sagði Saxon. „Og henni þykir
vænt um mig. Að minsta kosti
á Jienni að þykja vænna um
mig en óhræsis kjötbein. Og
hún verður að hlýða mjer. Poss
um, fáðu mjer þetta bein. Fáðu
mjer það undir eins“.
Hún rjetti fram hendina en
Possum urraði enn grimdarleg
ar en áður og ætlaði að bíta
hana.
„Jeg segi þjer það satt, að
þetta er innræti hennar“, sagði
Billy. „Henni þykir vænt um
þig, en hún getur ekki að þessu
gert“.
„Jeg hefði ekkert á móti því
að hún ljeti svona við ókunnug
an“_. sagði Saxon. „En það er
ekki sæmilegt gagnvart mjer.
Jeg skal kenna henni að
hlýða“.
„Þú verður að gá að því að
þetta hundakyn er ákaflega við
kvæmt á taugum“, sagði Billy. *
„Hún getur haft illt af því að
vera kúguð“. j
En Saxon var ekki á því að
láta sig. Hún þreif stóra grein
og barði henni niður í jörðina.
„Hana nú, fáðu mjer beinið“,
skipaði hún.
Hundurinn espaðist við þetta,
rauk að henni og ætlaði að;
bíta hana, en þreif svo aftur,
beinið sitt í kjaftinn og urraði.
Þá lyfti Saxon greininni og ljet
sem hún mundi berja. Þá
slepti Possum beininu, velti
sjer, á hrygginn og ýlfraði
eymdarlega.
„Hamingjan góða, jeg þoli
ekki að. horfa á þetta“, sagði
Billv. „Þarna liggur aumingja’
skenpan, algerlega varnarlaus
á verkfallsbrjót eins og Poss- ’ hann lagfærði það fyrir venju-
um var áköf að bíta þig. Þetta, legan fótaferðatíma. Og áður
er óskiljanlegt. En þegar inn-? en hann vissi af var allt kom-
rætið skipar, þá verða allir að ið í lag hjá honum, jörðin batn
hlýða. Af þessu stafar það að, aði með degi hverjum, og eftir
furðu stuttan tíma hafði bónd-
og það er eins og hún segi:
Berðu mig, sparkaðu í mig,
dreptu mig, jeg elska þig og
er bvæll 'þinn, en samt get jeg
ekki látið vera að verja kjöt-
beinið mitt. Það er mitt eðli
— ieg ræð ekki við það. Jeg
vil heldur að þú drepir mig“.
Saxon rann reiðin á svip-
stundu og tár koma í augu henn
ar. Hún laut niður og tók litla
skinnið í fang sjer. Possum var
yfir kominn af geðshræringu, j
ýlfraði og skrækti og sleiktij
hana í framan eins og til að
biðja hana fyrirgefningar.
„Hjarta þitt er hreint sem
gull“, sagði Saxon og lagði
skjálfandli kvikindið undir
vanga sinn. „Mjer, þykir fyrir
þessu. Jeg skal aldrei gera það
framar. Vertu nú róleg. Sjáðu,
hjerpa er beinið þitt“.
Hún setti hundinn niður en
hann stóð þar ráðalaus og vissi
ekki hvort hann ætti heldur að
hugsa um hana eða beinið.
Hann skalf og nötraði af hug-
aræsingu og horfði óttasleginn
á hana. Hún talaði þá hlýtt til
hans og benti honum á bein-
ið. Þá fyrst þorði hann að grípa
það aftur. En eftir svo sem mín-
útu leit hann aftur skelfdur á
hana eins og hann teldi sjer
ekki óhætt. Þá brosti hún og!
talaði hlýlega til hans. Og þá
fyrst þorði Possum að naga
beinið sitt í næði.
„Það var góð samliking hjá^
Mercedes þegar hún sagði að
menn berðust um vinnu eins og
.hundar um bein“, sagði Billy.'j
„Þetta er innræti þeirra. Jeg
menn gera ýmislegt, sem þeir
geta svo ekki útskýrt hvers
vegna þeir gerðu. Manstu ekki
eftir því að Hall sagði okkur
að hann gæti alls ekki útskýrt
það hvers vegna hann setti
stafinn sinn fyrir fæturna á
hlauparanum? Innrætið skipar
manni að gera eitthvað og mað
ur gerir það hugs’unarlaust.
Jeg hafði til dæmis enga ástæðu
til þess að berja á leigjanda
okkar, honum Jimmy Harmon.
Þetta var vænsti maður og hinn
dagfarsbesti. En.jeg var þá svo
gramur út af því hvernig gekk
með verkfallið að sú gremja
varð að fá útrás. Jeg hefi aldrei
sagt þjer frá því að jeg hitti
hann eftir að jeg kom úr fang
elsinu. Það var þegar jeg var
að ná mjer eftir handleggsbrot
ið. Jeg labbaði þangað sem
hann var og bað hann um fyr-
irgefningu. Hvers vegna gerði
jeg bað. Jeg veit það ekki —
sennilega af nákvæmlega sömu
ástæðu og jeg barði á honum,
sem sje að jeg gat ekki annað“.
Á þennan hátt skýrði Billy
frá sínu sjónarrpiði lögmálið
um orsök og afleiðingu, og
samtímis skýrði Possum það .á
sinn hátt með því að hamast
við að naga beinið sitt.
XVI. KAFLI
Saxon ók inn í borgina Rose
burg með Possum við hlið sjer
í ökumannssætinu. Hún ók hægt
því að aftan í vagninum voru
bundnir tveir stórir, ungir drátt
arhestar. Á eftir komu sex hest
ar lausir og seinast kom Billy
og rak lestina. Þessa hesta
hafði hann keypt og hann sendi
þá með járnbrautinni frá Rose-
burg til Oakland.
Það var í Umqua dalnum að
þau heyrðu dæmisöguna um
hvíta þröstinn. Bóndinn sem
sagði þeim söguna var rosk-
inn. og vel efnaður. Hjá hon-
um bar allt vott um reglusemi
inn greitt skuldir sínar og átti
auk þess dálítið í sparisjóði“.
Þennan dag var Billy þungt
hugsandi. Að lokum sagði hann:
„Jeg veit vel hvað bóndinn
átti við með sögu sinni, en
jeg er nú samt sem áður ekki
ánægður með það. Auðvitað er
enginn hvítur þröstur til, en af
því bóndinn fór snemma á fæt-
ur á hverjum morgni, kom
hann miklu í verk, sem hann
hefði annars vanrækt. Þetta skil
jeg ósköp vel. En það segi jeg
þjer satt, Saxon, að ef bónd-
inn þarf að þræla þannig, þá
kæri jeg mig ekki um að finna
Mánadalinn. Lífið á ekki að
vera sífellt strit. Eigi maður að
þræla frá morgni til kvölds, þá
er alevg eins gott að eiga heima
í borg. Maður verður feginn
að sofa þegar maður er ekki
að vinna, og hvaða ánægju hef
ir maður af því? Það væri betra
að vera sofnaður svefninum
langa heldur en að seigdrepa
sig þannig á vinnu. Þá vil jeg
heldur flakka, eins og við nú
gerum, skjóta dýr og veiða urr-
iða til matar, hreiðra svo um
sig undir einhverju trjenu og
spjalla við þig, eða þá að synda
í vötnum. Ekki svo að skilja að
jeg sje ánægður með það að
vera iðjulaus. En það er stór
munur á því að vinna í hófi
eða slíta sjer út á þrældómi“.
Saxon var alveg á sama máli.
Hún mintist þess þegár hún
varð.að þræla í þvottahúsinu.
Það var ólíkt þ.ví og að ferðast
þannig og láta hverjum degi
næiia sína þjáningu.
„Við kærum okkur ekkert um
að verða rík“, sagði hún. „Lof
um öðrum að elta hvíta þresti.
En við' förum snemma á fætur
í Mánadal, aðeins til þess að
heyra fuglana syngja og að
syngja með þeim. Og ef við
leggjum mikið á okkur tíma
og tíma þá er það aðeins til
og snyrtimensku. Seinna heyrðu' Þess að geta haft meira fií og
þau að hann mundi eiga allt *vdd fra *ima-. °/ Þ.egar þu
.ferð að synda þa fer jeg með
(þjer. Við skulum skemta okk-
ur svo vel að við höfum ánægju
mundi vera jafn ólmur að berja
að því miljónarfjórðung.
„Hafið þið heyrt söguna um
bóndann og hvíta þröstinn?“
spurði hann Billy meðan þau
sátu að snæðingi.
„Nei, jeg minnist þess ekki
að hafa nokkru sinni heyrt get-
ið um hvítan þröst“, sagði Billy.
„Já, þeir eru sjálfsagt mjög
sjaldgæfir“, sagði bóndi. „En
sagan er þannig. Það var einu
sinni bóndi og honum gekk bú-
skapurinn illa. Allt gekk á trje-
fótum hjá honum. Svo heyrði
hann eitt sinn getið um hvíta
þröstinn. Ságan sagði að hann
sæist aldrei nema við sólar-
upprás, en sje einhver svo hepp
inn að ná honum lifandi, þá
færi hann þeim bónda heill.
Daginn eftir fór bóndinn á fæt-
ur fyrir allar aldir til þess að
skygnast eftir þrestinum. Og
þannig gekk þetta mánuðum
saman að bóndinn fór á fætur
á hverjum morgni í sólarupp-
rás, en aldrei sá hann hvíta
þröstinn“.
Bóndinn ræskti sig og hjelt
svo áfram
„Hann fann aldrei þröstinn,
en hann fann ýmislegt annað,
sem vanrækt hafði verið, og
/
af því að vinna þess á milli -
þar,nig að vinnan verði okkur
tilbreyting“.
„Nú er jeg orðinn svo skræln
aður að jeg get ekki svitnað
lengur“, sagði Billy og strauk
sjer um ennið. „Heldurðu að
við ættum ekki að reyna að
koma okkur niður að strönd-
inni?“
íi
Auglýsendur
alhugið!
að ísafold og Vörður er
vinsælasta og fjölbreytt-
asta blaðið í sveitum lands
ins. Kemur út einu sinni
í viku — 16 síður.
SWwtwHnWiiM
SILFURDEPILLINN
Eftir ANNETTE BARLEE
21
Bcejarfrjettir eftir „Snúlla“.
Mjer er sagt, að frú Snippet saumakona ætli á næstunni
að hefja útflutning á kjólum sínum til Töfralands. Drottn-
ingin þar mun hafa pantað heila tylft.
Dansklúbburinn* undir stjóm Stebba stórálfs, hefur ákveð-
ið. að halda fyrstu skemtun sína á árinu í næstu viku. —
Fimmtán manna hljómsveit leikur.
Uppboð á húsgögnum verður haldið næstkomandi þriðju-
dag í húsinu nr. 6 við Fljótsbakka. Uppboðshaldari verður
hinn háæruverðugi herra Ugla. Greiðsla fari fram við ham-
arshögg.
Álfablaðið hefur verið beðið að biðja þann, sem braut
rúðuna í barnaskólanum, að gera svo vel og koma og gera
við hana og sækja steininn sinn.
Dansskóli hóf nýlega starfsemi sína á efstu hæð í eikar-
trjenu. Kennsla fer fram á mánudögum, miðvikudögum og
föstudögum.
Forystugrein
Aldrei hefur sannari setning verið töluð, en sú, ef vjer
megum orða það þannig, sem hinn stórgáfaði herra Ugla
Ijet frá sjer fara, er hann sagði s.l. viku: „Það er aldrei gott
að vita, ekki satt?“
Margar, þykkar bækur væri hægt að rita um þetta efni,
en vjer, kæru bræður, munum láta oss nægja að lýsa yfir
þeirri skoðun vorri, að margur sannleikur er sagður í gamni,
eða (ef vjer mættum bæta því við) er það ekki?
Ugla, hinn mikli, hinn dáði (og, ef oss leyfist að skjóta
því inn í hjer, leiðtogi okkar, á fleiri en einn veg, smáa þjóð-
f jelags) á þakkir skilið fyrir ræðu sína, sem allir sannir álfar
ættu að kynna sjer, eða svo finst oss að minsta kosti.
Já! vinir, „það er aldrei gott að vita, ekki satt?“ verður
að vera slagorð okkar allra, uppáhaldsorð okkar, ef vjer
megum komast svo að orði, öll þau hamingjuár, sem vjer
vonumst eftir að fá að njóta hinna stórgáfuðu leiðbeininga
hins heittelskaða herra Gulu, vjer eigum við Uglu auðvitað.
SÖGULOK.
553
Þjónninn: — Þjer báðuð mig
um að færa yður veiðibyssu,
herra.
★
Á unga aldri var John D.
Rockefeller sami dugnaðarmað
urinn og hann var þegar hann
tók að eldast. Hann hugsaði
lítið um, hvernig hann gekk til
fara, og var oft í bættum og
rifnum fötum. Þetta var yin-
um hans til hinnar mestu raun-
ar, og þeir bentu honum ’oft
á að þetta væri ekki sæmandi
manni í hans stöðu.
„Hversvegna ertu svona tötra
legur til fara?“ spurði einn
kunnnigi hans. „Þú hefir þó
ráð á öðru“.
„Hvað er nú að þessum föt-
um?“ spurði Rockefeller.
„Allt“, var svarið, „faðir þinn
myndi dauðskammast sín fyrir
þig, ef hann sæi þetta. Þú manst
hversu snyrtilegur hann var
altaf“.
„En“, sagði Rockefeller mót-
mælandi. „Þetta eru föt af
pabba, sem jeg er í núna“.
Douglas Jerrold sagði við
mann einn, sem hann v?r orð-
inn leiður á: — Þjer eruð eins
og títuprónn, það vantar aðeins
hausinn og oddinn.
★
Charles Lamb sagði eitt sinn:
— Kynnið mig ekki fyrir þess
um manni. Jeg vil halda áfram
að hata hann, en jeg get aldrei
hatað menn, sem jeg þekki per
sónulega.
★
Rómverski stjórnmálaskör-
ungurinn Cato gamli var að
velta því fyrir sjer, hvað lík
neski hefði verið reist mbrgum
mönnum til heiðurs. Þá mælti
hann: — Jeg vil heldur að fólk’
spyrji, hversvegna líkneski sje
ekki reist Cato til heiðurs, en
að það spyrji, hversvegna hon-
um sje reist líkneski.
★
Það var laglegt eða hitt þó
heldur, með prófessorinn, sgm
var svo utan við sig, að hann
skellti konunni sinni og kyssti
dyrnar.
★ *
Ur skólalífinu:
— Hvernig tannbursta viljið
þjer fá?
— Látið mig hafa stóran.
Við erum 13 á herbergi.
?
1 'FÍJaanúó iJkoría
icjnuó ^JInorlacuió 1
hæstarjettarlögmaður