Morgunblaðið - 20.01.1948, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.01.1948, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 20. janúar 1948. MORGVJSBLAÐIÐ fí Fjelagslíf Fimleikadeild K.R. Aðalfundur deildarinnar verður haldinn föstudag- inn 23. þ. m. kl. 8% í fjelagsheimili V.R. í Vonarstræti. — Dagskrá samkv. lögum fjelagsins. Nefndtn. Frjálsíþróttamenn K.R. Æfingar eru byrjaðar aftur í Miðbæjarskólanum og verða fram- vegis á þriðjudögum og fimtudög- um kl. 9—10 síðd. — Munið aðal- fund deildarinnar, sem verður hald- inn annað kvöld kl. í fjelags- heimili V.R. (efstu hæð). Nefndin. Víkingur. Knattspyrnumenn meistara og 1. flokkur. Mjög áríðandi fundur í fje- lagsheimilinu í kvöld kl. 8. ' Stjórnin. Hin árlega innanfje- lagsskalltenniskepni hefst n. k. fimtudag kl. 8,30 í Austurbæjar- skólanum, Þáttaka til- kynnist fyrst í versl Varmá, simi 4503. — Handknattleiksæfing fyrir meistara, fyrsta og annan fl. í húsi 1. B. R. í kvöld kl. 7,30. — Stjórnin. Tilkynning K.F.U.K. — AD. Fundur í kvöld kl. 8,30. Bjarni Ey jólfsson hefir Bibliulestur. — Alt kvenfólk hjartanlega velkomið. L O G. T VERÐANDl Fundur í kvöld kl. 8,30. — Inn- taka nýliða. — 2. flokkur annast liagnefndaratriði. 1. Þorsteinn J. Sigurðsson, Sjálfvalið efni. 2. Upplestur. 3. Erindi. Þeir, sem eiga ósóttar myndir af unglingafundinum gjöri svo vel að vitja þeirra á fundinum. — Mætið stundvíslega. AL.T. Tapað Á sunnudagskvöldið tapaðist svartur lindarpenni með gyltri hettu, ann- sðhvort í Góðtemplarahúsinu eða Tjarnarcafé. — Skilist vinsamlegast gegn fundarlaunum í verslunina Regio, Laugaveg 11. , 5x**3 Vinna RÆSTINGASTÖÐIN. Tökum að okkur hreingemingar. Sími 5113. Kristjún og Pjetur. HREINGERNINGAR Sími 6290. Magnús Guðmundsson. bóh Kaup-Sala FASTEIGNASÖLUMIÐSTÖÐIN Lækjargötu 10. Sími 6530. Viðtalstími kl. 1—3. Hefi; kaupanda að góðri eign eða lóð á Kópavogshálsi. Woodring kynnir sjer ásland Evrópu Washington í gær. WOODRING, fyrverandi her- málaráðherra Bandaríkjanna, er íiú að leggja af stað til Evrópu. Mun hann ferðast til Þýskalands Belgíu, Englands og annara landa til þess að kynna sjer efna hags og stjórnmálaástandið þar. Áður en hann leggur af stað, ætlar hann að heimsækja Tru- man forseta, til viðræðu um för- ina.Reuter. 20. dagur ársins. Næturlæknir er í læknavarð stofunni, sími 5030. Næturvörður er í Ingólfs Apóteki, sími 1330. Næturakstur annast bifreiða stöðin Hreyfill, sími 6633. I. O. O. F.=Ob. lP.=1291208y4 —I. E. * □EDDA 59481207— 1. Atkv. — Kjörfundur. 75 ára er í dag frú Sólveig Jónsdóttir, Vindási, Rangárvöll um. Rebekkustúkunni í Reykja-. vík færum við bestu þakkir fyr ir jólagjafirnar um síðustu jól. Starfsfólk Blindravinnustof- unnar. Hjónaband. S.l. laugardag voru gefin saman í hjónaband af sjera Jakobi Jónssyni frk. Lovísa Sesselja Eyleifsdóttir frá Nýlendu, Stafnesi og hr. Jónas Eyfeld Ingi Helgason frá Bíldudal. Heimili ungu hjón- ana er á Háteigsveg 3A. Hjónaband. Þann 17. þ. m. voru gefin saman í hjónaband af sjera Halldóri Kolbeins ung frú Sigríður Júlíusdóttir og Sverrir Sveinsson, Stafholti, Vestmannaeyjum. Hjónaefni. Þann 17. þ. m. op inberuðu trúlofun sína ungfrú Guðfinna Árnadóttir, Hring- braut 178, Rvík og Atli Ö. Jensen, Leifsg. 3, Reykjavík. Hjónaefni. Nýlega hafa op- inberað trúlofun sína á Siglu- firði ungfrú Margrjet Þor- valdsdóttir, Siglufirði og Svein björn Egilsson skrifst.m., Mið- túni 13, Reykjavík. Hjónaefni. Á gamlárskvöld opinberuðu trúlofun sína í Oslo Áse Oset og Helgi Gunn- arsson garðyrkjufræðingur. Lcikfjelag Reykjavíkur sýn- ir ævintýraleikinn Einu sinni var — annað kvöld. Á sunnud. voru hafðar tvær sýningar á leiknum og seldust aðgöngu- miðar að báðum sýningunum á skömmum tíma. I Morgunblaðinu 10. jan. s.l. hefur í greininni „Ókunnug- leiki“ misprentast, átti að vera: „Það er að segja, að hrepps- stjóranna var ekki leitað til starfsins“. — I. P. Farþcgar með leiguflugvjel Loftleiða til Bretlands og Norð urlanda s. 1. laugardag: Til Kaupmannahafnar: Tove Jen- sen, Örnólfur Örnólfsson, Gunn ar Eggertsson, Halldóra Guð- mundsson, Annette Belltov, Einar Beinteinsson, Halldóra Björnsson, Kitty Beltov. Til Prestwick: Johann Karl Júlíusson, Agnar Þórðarson, ; Valgerg Lárussórí, Gillette, Har old Chairns, Kuz Crzybowiki, Elna M. Hellemann, Ólafía : Einarsdóttir, Josep Heiðberg, Þórdís Kalman, Pjetur Daníels- son, Eríingur Þorkelsson, Hall dór Jónsson, Þorgeir Jónsson, Sigurður Eiríksson, Ragnar Þórðarson, Hilmar Garðars og frú, Rannveig Garðars. Farþegar með leiguflugvjel Loftleiða h.f. 17. þ. m. — Til Stocholm: Halldór Sveinsson, Victor Jakobsson, Halla Bergs, Stefán Ólafsson, Sveinn Ásgeirs son, Andrjes Haraldssoú, Kol- beinn Jónsson, Laufey Andrjes son, Kristján Sæmundsson, Gunnar Kristinsson, Lárus Bjarnason. Skipafrjettir. — (Eimskip): Brúarfoss er í Rvík, fer á morg un til London. Lagarfoss fór frá Gautaborg 17/1. til Leith Selfoss er á Siglufirði. Fjallfoss fór frá. Siglufirði 19/1. til Rvík ur. Reykjafoss fór frá Rvík 8/1. til New York. Salmon Knot kom til Rvíkur 19/1. frá Siglufirði. True Knot er á Siglu firði. Knob Knot er á Siglu- firði. Lyngaa er á.leið frá ísa- firðj til Akureyrar. Horsa er á Akranesi, lestar frosinn fisk. Baltara kom til Hull 14/1. frá Hafnarfirði. Konur í Kvenfjel. Hallgríms kirkju eru beðnar um að minn ast þess að fundur í fjelaginu verður annað kvöld kl. 9 að Röðli. Olympíuþjálfarinn Olle Ek- brg er kominn aftur frá Sví- þjóð. Biður hann menn sína að mæta við gönguæfingu hjá ÍR- húsinu í kvöld kl. 8. ÚTVARPIÐ í DAG: 8.30 Morgunútvarp. 12,10—13,15 Hádegisútvarp. 15.30—16.30 Miðdegisútvarp. 18,30 Dönskukensla. 19,00 Enskukensla. 19,25 Þingfrjettir. 20,20 Tónleikar: Kvartett í D- dúr op. 18 nr. 3 eftir Beet- hoven (plötur). 20.45 Erindi: Elstu skip á Norð u.rlöndum, III.: Knörrinn og skeiðin (Hans Kuhn prófess or. — Þulur flytur). 21,10 Tónleikar (plötur). 21,15 Smásaga vikunnar, „Mjúka hjartað“ eftir Dor- othy Parker; þýðing Andrjes- ar Björnssonar. (Þýðandi les). 21,40 Tónleikar (plötur). 21.45 Spurningar og svör um um íslenskt mál (Bjarni Vil- hjálmsson). 22,05 Húsmæðratími (Helga Sigurðardóttir skólastjóri) 21,15 Djassþáttur (Jón M. * Áimason). — Byggingar 1947 Frh. af bls. 5. Vík. Hafin bygging á sýslu- mannshúsi. Póst-'og símahús. Reykjavík. Uppdrættir gerðir að stækkun póst- og símahússins í Rvík, en verk ekki hafið. Vestmannaeyjar. Að mestu full gert nýtt póst og símahús. Hrútafirði. Breytingar gerðar á þegar fullgerðum uppdrætti að símahúsi þar. Gufunesi: Viðbygging við við- tökustöðina þar að verða tilbúin undir málun. Búnaðar skólar: Skálholt. Unnið að uppdráttum Skálholtsskóla. Vísindastof nanir: Keldur 1 Mosfellssveit. Bygg- ingar þar sumar að verða full- gerðar, en unnið að þeim öllum, Auk bygginga þeirra, er hjer voru taldar, hafa verið fram- kvæmdar og breytingar á ýms- um byggingum. - Hreppsnefndar- kosning Frh. af bls. 7. A-listinn fjekk 262 atkvæði og fjóra menn kjörna. Þeir eru: Guðmundur Eggertsson kenn- ari, ’Guðmundur Gestsson fram kvæmdastjóri, Finnbogi R. Valdimarsson fyrrum ritstjóri og Ingjaldur ísaksson afgreiðslu maður. B-listinn fjekk 113 atkvæði og ein nmann kjörinn, Þórð Þorsteinsson, garðyrkjumann. . Kosningu í sýslunefnd hlaut Finnbogi R. Valdimarsson. Viðtalningu-atkvæða kom í Ijós að ou^ir seðlnr voru 13 og einn ógildur. Hjartanlega þakka jeg öllum þeim mörgu, sem sýndu mjer vinsemd og virðingu á fimtugsafmæli mínu 11- þessa mánaðar. Kristbjörg Jónsdóttir, Skúlagötu 52. öllum þeim er glöddu mig með nærveru sinni, lieillaóskaskeytum og gjöfum á 75 ára afmæli mínu 12. janúar s. 1. þakka jeg af heilum hug og bið hið mikla kærleiks-ljós lífsins að lýsa þeim á óförnum æfibraut- um. Halldór Brynjólfsson, Garðaveg 3, Hafnarfirði. Innilegt þakklæti sendi jeg öllum þeim, sem glöddu mig á einn og annan hátt á sextugsafmæli minu 12. þ. m. —• Hjörleifur Jónsson frá Giljum. íbúð óskast 2 sámliggjandi herbergi eða 4 herbergi og eldhús f óskast nú þegar fyrir reglusama f jölskyldu. — Há leiga. Uppl. í síma 1569. íbúðir til sölu 2ja, 3ja og 4ra herbergja. — Uppl. gefrn' Haraldur Guðmundsson löggiltur fasteignasali Hafnarstræti 15. Símar: 5415 og 5414 heima. Best að auglýsa í Morgunblaðinu Fyrírtæki óskast Gott verslunar- eða iðnfyrirtæki í fullum gangi I óskast til kaups nú þegar. Mikið fjármagn getur kom- I ið til greina. Fullri þagmælslui heitið. Tilboð merkt: 1 „Trúnaðarmál1 ‘ sendist afgr. Mbl/ fyrir n. k. föstu- | ® dagskvöld Móðir okkar HALLDÖRA MAGNÚSDÖTTIR andaðist að heimili sínu Brunnastöðum, Vatnsleysu- strönd, laugardaginn 17. þ. m. Margrjet Helgadóttir■ Magnús Helgason. Kveðjuathöfn móður okkar, tengdamóður og ömmu RAGNHILDAR KONRÁÐSDÖTTUR, frá Norðfirði, Athöfnin fer fram frá Dómkirkjunni kl. 4-30. Börnin. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð og hlut- tekningu við andlát og kveðjuathöfn ÓLAFS JÖNSSONAR frá Köldukinn. Arndís Pjetursdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.