Morgunblaðið - 20.01.1948, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.01.1948, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 20. ianúar 1948. tfguttfrlftfrife Útp.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.). Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: ÁmJ Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. __ Áskriftargjalá kr. 10,00 á-mánuði innanlands, kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið. 75 aura með Lesbók. Vetrarvertíðin AÐALVERTlÐ þorskveiðanna, vetrarvertíðin, er að hefjast Samkvæmt upplýsingum, sem blaðið fjekk í gær hjá Davíð Ölafssyni fiskimálastjóra, verður þátttaka útgsrðarinnar í henni miklu minni en s.l. vetur. Þannig verða aðeins rúm- legá 40 bátar gerðir út á línu hjeðan frá Faxaflóa í stað 115 á síðustu vertíð. Samtals verða nú gerðir út á þorskveiðar með línu á öllu landinu um 135 vjelbátar, eftir þeim upplýs- ingum, sem Fiskifjelag Islands hefur fengið frá hinum ýmsu verstöðvum. Á vetrarvertíðinni í fyrra voru samtals gerðir út um 200 bátar á þessar veiðar á öllu landinu. Óvíst er ennþá hve margir bátar stunda í vetur þorskveið- ar með botnvörpu. Orsakir þess, að miklu færri vjelbátar taka nú þátt í vetr- arvertíðinni eru fyrst og fremst þær, að margir þeirra eru á síldveiðum. Aðeins fá skip hafa hætt síldveiðunum til þess að hefja þorskveiðar. Hafa þau aðallega hætt vegna skorts á veiðarfærum. Enda þótt tiltölulega fáir bátar sjeu byrjaðir þorskveiðar er þó talið að sæmilega líti út með aflabrögð, a. m. k. hjer við Faxaflóa. 1 Vestmannaeyjum, sem er stærsta verstöð landsins, eru róðrar alls ekki byrjaðir og þar eins og sums- staðar annarsstaðar hefur orðið vart töluverðrar manneklu. Er líklegt, að alt að 20 bátar þar muni ekki komast á vertíð vegna mannaskorts. Sprettur það að verulegu leyti af því að fleiri sjómanna er þörf á síldveiðiskipin, sem veiðar stunda en á þau, sem ganga á þo'rskveiðar. Ennfremur hafa all- margir sjómenn ráðist á hina nýju togara. Þess verður einn- ig stöðugt meira vart að sjómenn taki landvinnu fram yfir skipsrúm á vjelbátaflotanum og telji afkomu sinni betur borg ið með því. Er það vandamál, sem nauðsynlegt er að ráðið verði fram úr, því það er vissulega þýðingarmikið að nægur mannafli fáist til þess að fiskiskipaflotinn verði rekinn með lullum krafti. Mega kjör sjómanna síst vera lakari en þeirra, sem á landi vinna. En dýrtíðin hefur víða á landinu bitnað ver á hlutarsjómönnum en flestum öðrum, þar sem þeir hafa ekki fengið kaup sitt bætt samkvæmt vísitölu framfærslu- kostnaðar á hverjum tíma, enda þótt lágmarkskauptrygg- ingar hafi verið teknar upp í mörgum verstöðvum. En slíkar kauptryggingar eru þó raunverulega engin trygging, hvorki fyrir sjómennina nje útgerðina. Þær brjóta einnig þverlega i bág við hlutaskiptafyrirkomulagið, sem tíðkast hefur hjá vjelbátaútgerðinni. Ber þessvegna brýna nauðsyn til þess að hraða löggjöfinni um hlutatryggingar, sem ríkisstjórnin hefur nú lofað að beita sjer fyrir. Viðhorfin í afurðasölumálum útvegsins eru þau að megin- hluti af framleiðslu hraðfrystihúsanna árið 1947 hefur verið fluttur út og seldur. Af 27 þúsund tonnum, sem hraðfryst, voru eru aðeins 3000 tonn óflutt út, en hafa þó verið seld Hraðfrystihúsin eru þannig flest nær tóm og tilbúin til þess að taka á móti nýjum fiski. Saltfiskframleiðslan er nær öll seld og mjög lítið af henni er óflutt út. Þannig má segja að öll framleiðsla sjávarútvegs- ins árið 1947 sje seld og flutt út. Um horfur á sölu sjávarafurða á þessu ári má segja að þæ; sjeu mjög sæmilegar. Um verðlag verður að vísu ekki fullyi ennþá, t. d. á fiskmagni því, sem selt verður til bresku c amerísku hemámssvæðanna í Þýskalandi. En þar sem þr er mjög mikið mun verðlagið á því verða hið þýðingarmes: fyrir útveginn. Þau viðskipti geta einnig haft mikla þýðing fyrir framtíðarviðskipti íslendinga við meginlandið. Er vitr að þau eru keppinautum okkar á fiskmörkuðunum þyrn i augum. Við Islendingar verðum á þessu og næstu árum að legg. á það alt kapp að auka framleiðslu sjávarafurða okkar. Þa eru aðalútflutningsverðmæti þjóðarinnar og kaupgeta heni ar veltur algjörlega á þeim. Skilyrðin til þess eru nú bet en nokkru sinni fyrr vegna hins ört stækkandi skipastól Það er til lítils að eignast góð og vönduð vjelskip og togai ef þau ekki eru notuð til hins ýtrasta til þess að skapa auk. verðmæti og Ijetta þjóðinni baráttuna fyrir efnahagsleg sjálfstæði. Aukin útgerð og bætt hagnýting aflans er þý> ingármesta takmarkið í íslenskum atvinnumálum í dag. \Jiluerfi óhrifar: ÚR DAGLEGA LlFINU Hvenær menn eiga að veikjast. ÞAÐ VIRÐAST vera fastar reglur fyrir því hvenær menn eigi, eða megi veikjast, eða verða fyrir slysum í þessum bæ. Það er fyrir klukkan 2 á daginn. Samkvæmt reglunum er það svo, að hafi menn ekki gert lækni boð um sjúkravitj- un fyrir þann tíma er læknir- inn ekkí skyldugur að koma í sjúkravitjun fyr en daginn eftir. Þetta kom til umræðu á síð- asta fundi í Húsmæðrafjelagi Reykjavíkur og urðu um málið miklar umræður. Þótti konun- um þetta hin mesta óhæfa og voru ekki ánægðar með. — Lái þeim hver sem vill. • Úrelt fyrirkomulag. HITT MÁ svo teljast eðli- legt, að hvorki læknar eða aðr- ir kæri sig um að vera eins og útspýtt hundskinn, eða að hver og einn geti gengið í skrokk á þeim á hvaða tíma sólarhrings- ins sem er. Læknar eru menn — eins og aðrir og þurfa á sínum hvíldartíma að halda og sínum frístundum. En þar sem slys og sjúkdóm- ar halda ekki neina fasta áætl- un, eða gera boð á undan sjer, þá er ekki hægt að hafa fáa á- ákveðna tíma á sólarhringnum, sem læknar eru aðgengilegir. Sannleikurinn er sá, að það ríkir úrelt fyrirkomulag í þess um málum. Fyrirkomulag, sem verður að breytast til batnaðar. • Læknavörður allan sólarhringinn. EINA ÚRLAUSNIN í þessu máli er, að það verði lækna- vörður hjer í bænum allan sól- arhringinn. Slysa og sjúkrahús, þar sem ávalt er hægt að leita aðstoðar, hvort sem er að degi eða nóttu, helgum degi, eða rúmhelgum. Og það gagnar ekki, að það sje einn læknir á verði í einu heldur þurfa þeir minst að vera tveir, eða jafnvel þrír. Þeir, sem orðið hafa fyrir því, að þurfa að leita læknis að næturlagi vita best hvaða erfiðleikum það er bundið og við svo búið má ekki standa lengur. • Lyf jabúðaskorturinn. HÚSMÆÐRAFJELAGIÐ ræddi einnig um það ófremdarástand, sem ríkir í apótekamálum bæj- arins. Lengi er búið að klappa steininn í því máli, en talað er fyrir daufum eyrum landlækn is, sem ekki vill heyra kvart- anir fólksins í þessu efni. Það er vægast, sagt undarleg afstaða þess embættismanns. En það dugar ekki að gefast upp, heldur hamra á þessu nauðsynjamáli þangað til leið- rjetting fæst, þótt það kosti að alþingi verði að taka 1 taumana. Það er vel, að samtök hús- mæðranna hjer í bænum skuli hafa tekið þetta mál og lækna- málið að sjer. • Guðsorðið í útvarpinu. „MJER FINST eins og það sje verið að taka guðsorðið frá mjer“, sagði öldruð kona við mig á sunudaginn. ,,Og trúin er það eina, sem jeg á nú eft- ir“-, bætti hún við. Þessi kona var óánægð með tilhögun á messutímanum í út- varpinu, en eins og kunnugt er þá er messum nú orðið ein- göngu útvarpað kl. 11 f. h. á sunnudögum. Það er ekki hægt að neita því, að það er óheppilegur messutími. Húsmæðurnar eru að vinna morgunstörf sín og hugsa um sunnudagsmatinn. Margir, einkum yngra fólkið, sem sækir skemtanir á laugar- dagskvöldum og hvort sem er ,,sefur út“, sem kallað er. Og loks er það svo, að þeir, sem hafa lítil útvarpstæki hafa ekki haft gagn af messunum fyrir hádegið sökum rafmagns- skorts. ,,Jeg hefi ekki nema gamalt þriggja lampa tæki“, sagði aldr aða konan við mig. ,,Og oft hef ir það lcomið fyrir í vetur, að jeg hefi ekki heyrt neitt nema rjett sönginn í lok messunnar“. • Mikill fjöldi lilustar á útvarpsmessur: SÖFNUÐUR SÁ, sem hlust- ar á, útvarpsmessur er stærri en margan grunar. Gamalt fólk og ungt hlustar á þær að staðaldri, sjúkt fólk og aðrir, sem ekki eiga heiman gengt. Það er því alveg óhætt að fara eftir óskum þessa fólks og reynt að gera því til geðs. Ef messum yrði útvarpað, að minsta kosti við og við eftir há_- degið, tæki það ekki tfma frá neinu útvarpsefni og þá fengist einnig sú fjölbreytni, að fleiri prestar kæmu fram í útvarpi og væri það vel. Það mætti, án mikils auka- kostnaðar útvarpa messum frá fleiri kirkjum en Dómkirkj- unni. Vonandi að þetta verði tekið til athugunar af þeim mönnum, sem ráða. • Slúðursögur. FURÐANLEGUSTU slúður- sögur verða til í þessum bæ við og við. Núna ganga hinar mestu tröllasögur um nakta manninn í Holtunum og Hlíð- unum. Svo að segja á hverjum morgni erú nýjar sögur komn- ar á kreik um, að lögreglan hafi-handsamað manninn og á- kveðnir menn eru tilnefndir, sem á að vera búið að hand- taka. Alt er þetta ósatt og skáldað upp. Það er ekki búið að ná í dónann ennþá og það er alveg víst. að blöðin þegja ekki yfir því begar lögreglan eða einhver annar klófestir hann. Það geta menn verið alveg vissir um. Þangað til ætti fólli að hafa gát á tungu sinni og varast að breiða út lygisögur, sem geta stórskaðað þá menn, sem verða fyrir því, að nöfn þeirra eru nefnd í þeim. j MEÐAL ANNARA ORÐA .... •—’-J Eftir G. J. Á. —,—.— —.— Lífskjörin bjer og í Rússiandi Eru ritstjórar Þjóðviljans hættir að trúa húsbænd um sínum í Moskva? ELLEFTA janúar síðastlið- inn birti Morgunblaðið saman- ourð á kaupgetu íslensku krón- innar og rússnesku rúblunnar, ig gaf jafnframt töflu yfir það, iversu langan tíma það tæki slenska og rússneska launþega ð vinna sjer fyrir ýmiskonar auðsynjum. Þjóðviljinn, sem í agskipan sinni í fyrradag um skrifendasmölun lýsir sjer im eina íslenska dagblaðinu, m kynni alþjóðamál frá öðru ónarmiði en „baráttunni gegn mmúnismanum“, brást auð- ita óður við, og birti tveim igum síðar feitletraða klausu forsíðu ,þar sem haldið var im, að ekkert væri hæft í sam burði og töflu Morgunblaðs- ’-S. • • HEIMILDIR. Nú vill svo til, að heimildir ar, sem að Rússlandi lutu, ^ru bygðar á upplýsingum álfra foringjanna í Kremlin „g að minsta kosti einu áróð- ursútibúi þeirra, kommúnista- j blaðinu The Daily Wcrker í New York. í grein Morgunblaðsins var gert ráð fyrir því, að meðallaun rússneskra verkamanna væru um 500 rúblur á mánuði. Upp- lýsingar þessar voru ekki bygð ar á ljelegri heimildum en nú- verandi fimm ára áætlun Rúss- lands, en í henni setja rúss- nesku stjórnarvöldin sjer það takmark, að meðalárslaun laun þega verði orðin 6.000 rúblur, eða með öðrum orðum 500 rúbl ur á mánuði, fyiir árslck 1950. Mor"unblaðið dró því síst úr launum rússnesku verkamann- anna, heldur studdist í saman- b.urði sínum við laun þau, sem stjórnarvöidin -vonast eftir að geía greitt vcrkalýð Rússlands irínan þriggja ára. BANDARISKIR KOMMAR. Við samanburð sinn á kaup- getú rúblunnar og íslensku krónunnar, studdist Mbl. að nokkru við grein í bandaríska blaðinu The New Yorlc Times um laun og verðlag í Rússlandi Hafði blaðið nokkru áður birt samanburð á kjörum launþega í Bandaríkjunum og Rússlandi, með þeim árangri auðvitað, að bandarískir kommúnistar urðu hjerumbil, en þó ekki alveg, eins æfir og fjelagar þeirra hjer uppi á íslandi. Með hjerumbil, en ekki alveg, á jeg við það, að Bandaríkjakommúnistarnir reyndust þó ekki kúgaðri en svo, að þeir viðurkendu, að lífs- afkoma bandarískra borgara væri eitthvað skárri en rúss- neskra. Arnold nokkur Sroog skrifar um þetta í The Daily Worker 4. janúar síðastliðinn og kemst þannig að orði: „Það er hægt að fullyrða, að enginn vafi er á því, að banda- ríski verkamaðurinn lifir í dag við betri lífsskilyrði en hinn rússneski fjelagi hans. Hann er yfirleitt betur hýstur, betur al- inn og betur klæddur“. Frh. á bls. 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.