Morgunblaðið - 23.01.1948, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.01.1948, Blaðsíða 2
V f 2 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 23. janúar 1948, Reksturshagnaður Reykjavíkurbæjar varð Á BÆJARSTJÓRNA'RFUNDI í gær var fjárhagsáætlun bæj- arins fyrir árið 1948 til 1. um- ræðu. 1 frumræðu sinni rakti borg- arstjóri fyrst fjárhagsafkomu bæjarins á árinu sem leið, áður en hann vjek máli sinu að áætl- uninni fyrir þetta ár. Komst hann að orði á þessa leið: FRUMVARP að fjárhagsáætlun Reykjavíkurbæjar fyrir árið 1948 er nú lagt fram til fyrri umræðu. Háttvirtir bæjarfulltrúar munu hafa fengið það í hendur. Áður en •jeg ræði það í einstökum atriðum, tel jeg rjett að gefa yfirlit um fjárhagsafkomu ársins 1947 og um ýmsar framkvæmdir bæjarins á liðnu ári. Að sjálfsögðu er örðugt að gera svo fljótt eftir áramót upp hag og afkomu bæjarins. — Margar greiðslur og tekjur, sem tilheyra reikhingsárinu, koma ekki til út- og innbörgunar fyrr en nokkru eftir nýár. Ríkissjóður og bæjar- sjóður hafa um margrá ára skeið ekki lokað reikningum sínum fyrr en í marsmánuði. Það er ó- gerningur að gera upp strax um áramót ýmsartekjur og gjöld árs ins endanlega. Jeg mun samt gefa hjer bráðabirgðayfirlit um rekst- ursafkomu bæjarsjóðs á síðast- liðnu ári. Það er fyrir frábæra elju pg dugnað borgarritara, aðal- bókara og forstöðumanns endur- skoðunarskrifstofu bæjarins, að mögulegt hefur orðið að gefa slíkt yfirlit, aðeins þrem vikum eftir áramót. Þær tölur, sem jeg nú mun rekja, eru bráðabirgðatölur. Þær geta því breytst eitthvað í end- anlegum rekstursreikningi, en varla mun miklu skakka. Bráðabirgða-rekstursreikningur bæjarsjóðs 1947 er á þessa leið: 14 miljonir árið 1947 Útgjöldin fóru ekki fram úr áætlun Kafli úr ræðu Gunnars Thoroddsen borgarstjóra í gær Afgangur á rekstrarreikningi hefur þannig orðið um 14 millj- ónir, sem mun við endanlegt upp- gjör í reikningi skiftast í tvo liði: afskriftir og hreinar tekjur. Útkoman á rekstursreikningi 5 síðustu ára hefur verið þessi: 1942: hreinar tekjur 4.100.000.00 Fyrningarafskr. 400.000 00 4.500.000.00 1943: hreinar tekjur 4.600.000.00 Fyrn. afskr. 1.200.000.00 5.800.000.00 1944: hreinar.tekjur 8.500.000.00 Fyrn. afskr. 2.500.000 00 11.000.000.O0 1945: hreinar tekjur 4.800.000 00 fyrn. afskr. 1.900.000.00 6.700.000.00 1946: hreinar tekjur 730.000.00 Fyrn. afskr. 5.900.000 00 6.630.000.00 Gagnvart viðskiftaláni og sjóðseign bæjarsjóðs hefur hag- ur breyst þannig, að í ársbyrjun TEKJOK Tekjur af eignum bæjarins...... Fasteignagjöld................. Endurgreiddur framfærslustyrkur Ýmsar tekjur................... Sjerstakir skattar............. Útsvör (Auk 5—10% umfram) .. a. Innheimt á árinu 45.500.000.00 b. Óinnheimt...... 4.500.000.00 Aætlun: 1.440.000.00 1.480.000.00 275.000.00 455.000.00 2.950.000.00 46.417.700.00' Reikningur: 1.500.000.00 1.500.000.00 374.000.00 550.000.00 5.050.000.00 50.000.000.00 Samtals kr. 53.017.700.00 58.974.000.00 . G J O L D Áætlun: Reikningur: Stjórn kaupstaðarins............•... 3.485.000.00 3.700.000.00 Löggæsla ............................ 2.335.000.00 2.203.000.00 Heilbrigðisráðstafcínir ............. 4.533.000.00 4.487.000.00 Fasteignir ............................ 560.000.00 833.000.00 Framfærslumál ....................... 3.525.000.00 3.765.000.00 Gjöld samkv. ákvæðum almannatrygg ingarlaga.................. 9.000.000.00 8.181.000.00 Til almennrar styrktarstarfsemi .... 1.388.500.00 1.400.000.00 Til gatna . .. .......•............. 6.280.000.00 a. Viðhald, lýsing og umferða- merki .'.......... 3.160.000.00 Nýjar götur, helmingur kostn. 2.668.000.00 Til annarra verklegra framkv. 175.000.00 6.003.000.00 Ráðstafanir til tryggingar gegn elds- voða .............................. 1.325.000.00 1.232.000.00 Barnaskólar ......................... 2.437.000.00 2.630.000.00 Til menningarmála ................... 1.299.200.00 1.446.000.00 Til íþrótta og útiveru .............. 2.295.000.00 2.336.000.00 Ýmsar greiðslur . .'.......... 2.400.000.00 2.884.000.00 Tillög til sjóða .................... 1.355.000.00 1.495.000.00 iVextir af lánum............... 700.000.00 400.000.00 Tíi byggingaframkv. og áhaldakaupa 1.900.000.00 1.900.000.00 Til innlausnar á erfðafesturjettindum 500.000.00 120.000.00 ' b. c. Samtals kr. 45.317.700.00 45.015.000.00 Jíeksturshagnaður (og ætlað til afskrifta) 13.959.000.00 58.974.Ö00.00 1947 var skuld á viðskiftaláni 3 millj. 865 þús. Sú skuld var um áramót greidd að fullu og inn- eign 898 þús. Þegar gera skal upp greiðslu- jöfnuð bæjarsjóðs koma nokkrir liðir tihviðbótar reksturstekjum, svo sem innborgaðar eftirstöðv- ar bæjargjalda, hagnaður af ýms- um fyrirtækjum bæjarins ný lán til fyrirtækja o. fl. í greiðslujöfnuði bætist hins- vegar við rekstursgjöldin greiðsl ur vegna húsbygginga, nýrra gatna (þar er samkvæmt venju helmingur kostnaðar færður á rekstursreikning), kaupa á fast- eignum og áhöldum, afborganir lána o. fl. — Endanlegar niður- stöðutölur um greiðslujöfnuðinn er ekki unt að láta í tje nú, m. a. er .þessa dagana verið að ganga frá lánum úr ríkissjóði til Skúla- götuhúsanna, en óhætt er að fuil- yrða, að greiðslujöfnuður ársins 1947 verður hagstæður. Eins og fram -kemur af yfirliti þessu hefur reksturshagnaður bæjarsjóðs á árinu orðið sem næst 14 milj., að meðtöldum væntanlegum afskriftum, og er það mesti rekstursafgangur sem orðið hefur hjá bæjarsjóði. Tekj- urnar hafa lsomið allvel inn. — Skattar- frá ríkisstofnunum og •útsvör eínstaklinga hafa orðið 2 millj. yfir áætlun. Útsvörin hafa greiðst mjög sæmilega. Um ára- mót var búið að innheimta 88.9% af áætluðum útsvörum. Um ára- mótin 46—47 var talan 86.4%, an næstu áramót.þar á undan 91.1%. Varðandi útgjöldin hefur verlð reynt eftir fremsta megni að gæta hófs og sþarnaðar og fara ekki fram úr fjárhagsáætlun. Á sum- um liðum hefur reynst óhjá- kvæmilegt að verja nokkru um- fram áætlun, m. a. vegna þess að vísitalan hækkaði seinustu mán- uði ársins, en á öðrum liðum hefur tekist að verða undir áætl-. un. Heildarútkoman á reksturs- reikningi er sú, að áætluð út- gjöld Voru 45 millj. 318 þús., en verða í reikningi 45 milljónir og 15 þús. eða 300 þúsundum undir áætlun. YFIRLIT UM NOKKRAR FRAMKVÆMDIR BÆJARINS Á ÁRINU 1947 íbúðarbyggingar Byggingu hinna 72 íbúða við Skúlagötu var haldið áfram og að mestu lokið á árinu, þannig, nð íbúar fluttu í allar þessar 72 íbúð- ir á árinu 1947. Við Miklubraut- arhúsin hefur verið haldið áfram, en þar eru í smíðum 32 íbúðir. Gert er ráð fyrir nú, að þær íbúð ir geti verið tilbúnar í sumar, en á þessari byggingu urðu tafir í sumar, vegna þess, að ekki var hægt að fá múrara. Bæjarráð ákvað áframhald á byggingu íbúðarstórhýsa við Miklubraut, en leyfi Fjárhags- ráðs fjekkst ekki. Þá var sjúkrahúsinu í Camp Knox breytt í íbúðir, og fengust þar um 30 góðar íbúðir, með vatnsleiðslu, frárensli, salerni o. s. frv. Eru þessar íbúðir allt arm- ars eðlis heldur en hínar venju- legu braggaíbúðir. Skólabyggingar , Haldið var áfram byggingu Laugarness- Og Melaskóla. Ákveð ið hafði verið af bæjarstjórn að ráðast svo í byggingu nýrra barnaskóla, sem yrðu minni en þeir, sem til eru. Átti að byrja á skóla fyrir Langholt og Laugar- ás, en leyfi fjekkst ekki til þeirr- ar byggingar. Eimtúrbínustöðin Smíðí hennar var haldið áfram á árinu. Fyrri hluta árs var gert ráð fyrir, að hún gæti tekið til starfa um haustið. Tafir urðu þó á því, að vjelar og aðrar efnivör- ur kæmu til landsins-. Frá því í miðjum október til miðs desem- bers, eða í tvo mánuði, tafði verk- fall verkið. Sogsvirkjunin Unnið var eftir föngum að und- irbúningi hinnar nýju virkjunar á Sógi. Sjerstakur ráðunautur hefur verið ráðinn til að undirbúa útboð og hafa eftirlit með fram- kvæmd verksins, norski verk- fræðingurinn Berdal, sém veitti einnig sjerfræðilega aðstoð við fyrri Sogsvirkjanir. Prófspreng- ir.gar fóru fram á s.l. hausti við Sogið. Viðræður hafa farið fram við ríkisstjórnina um það, hvort hún vilji notfæra sjer heimild laganna um Sogsvirkjun til að gerast þátttakandi í virkjun þess- ari, og er það mál enn til athug- unar hjá ríkisstjórninni. Um það verður rætt nánara í bæjarstjórn- inni, áður langt um líður. Vatnsveitunni nýju var lokið á árinu og hún tekin í notkun 1. okt. Það mikla mannvirki kostaði rúmar 6 milj. kr. og hefur bætt úr miklum vatnsskorti, sem hefur gert vart við sig hjer undanfarin ár. Þó er rjett að hafa í huga, að þær stækk anir, sem gerðar hafa verið á Vatnsveitunni, hafa ekki ein- göngu verið nauðsynlegar vegna fólksfjölgunar og stækkunar bæj arins, heldur vegna stóraukinnár vatnsneyslu á hvern íbúa að með altali. Þannig flutti vatnsveitan fyrst, er hún var bygð 1908 301 líter á hvern íbúa á sólarhring. Eftir stækkunina 1927 flutti hún 415 lítra á sólarhring á íbúa. Eft- ir stækkunina 1933 650 1. Og eftir þessa nýju viðbót 865 1. á sólar- hring á hvert mannsbarn í bæn- um. Kaupín á Reykjahlíð Á s.l. ári var formlega gengið frá kaupunum á Reykjahlíð og hitarjettindum tveggja nágranna jarða. Hitaveitan liefur látið fara þar fram boranir með tveim jarð borum á s.l. ári, með þeim ár- angri, að nú er svo komið, að í Reykjahlíð fást nú í kringum 50 1. á sek. af heitu vatni. Bæjarráð hefur þegar ákveðið, að leiða þetta vatn til bæjarins hið allra fyrsta, og er ekki vonlaust um, að það geti orðið á næsta hausti, sem þessir 50 1. bættust þá við þá 300 sek.l., sem hitaveitan nú flyt- Jarðeignir bæjarins. Að hagnýtingu þeirra hefur verið unnið kappsamlega á s.l. árí. Mjög mikill skurðgröftur og framræsla hefur farið fram á jörðum bæjarins til undirbúningd frekari ræktunar. Á Korpúlfsstöðum var ráðist í gagngerðar endurbætur á fjósinu og er þeim nær lokið. Fjósið var mjög illa komið, einangrun öll ónýt, bæði á útveggjum og lofti, rafleiðslur og vatnsleiðslur í ó- lagi og þurfti því mjög mikilla ehdurbóta við. Næst verður haf- ist handa úm viðgerðir á íbúðum -á Korpúlfsstöðum. Ennfremur hefur samkvæmt á- kvörðun bæjarstjórnar, bústofn verið stóraukinn. í ársbyrjun 1947 voru nautgripir þar 63 að tölu, en eru nú 116. Útgerð Þann 17. febrúar 1947 lagðist fyrsti nýsköpunartogarinn og fyrsti togari Reykjavíkurbæjar, Ingóifur Arnarson, að landi. Með honum hófst bæjarútgerð Reykja víkur. Um afkomu þeirrar útgerðar á s.l. ári liggja ekki enn fyrir reikn ingar. Á bæjarins vegum eru fjói’ ir togarar í smíðum, til viðbótar Ingólfi Arnarsyni, en bæjarstjórra in hefur samþykt að láta af hends hinn síðasta. Strætisvagnar í ársbyrjun var komið í mesta öngþveiti með strætisvagna, vegna þess að endurnýjun hafðí ekki fengist nægileg á þeim að undanförnu. Var hafist handa um öflun nýrra vagna. Hefir það tek: ist svo, að á árinu 1947 bættust við og Voru £egar teknir í notk- un 12 nýir vagnar. En auk þeirra eru 5, sem koma í notkun nú á næstunni. Að endingu er rjett að taka það fram, sagði borgarstjóri að á síð- astliðnu ári keypti bærinn all- mkiið af ýmsum vinnuvjelum og: tækjum, sem gerði kleift að fram- kvæma ýms verk sem að. öðrum kosti hefði verið óframkvæman- leg og dregið hafa úr kostnaði m. a. við gatnagerð og gert það að verkum að fljótar hefur unnist. Bærinri hefur t. d. keypt tvær jarðýtur, steypublöndunarvj el, vjelskóflu, dráttarvjelar 14 vagna til götuhreinsunar, bifreiðar og ýmsar aðrar vjelar og tæki. Það kviknaði ekki í ■ ■ jelinni - Orygg- isfækin voru í lagi ÞAÐ er ekki rjett, sem eitt Reykjavíkurblaðanna segir í gærmorgun (þriðjud.) að kvikr* að hafi í Skymasterflugvjel, sem var á leið frá Stokkhólmi til New York. Hinsvegar kom að- vörunarljós fram í mælaborði flúgmannsins, sem benti til þess að eldur myndi vera í farþega- flutningsklefa. Slökkvitæki, sem er í farþegaflutningaklefanum var sett í gang frá stýrisklefa flugvjelarinnar. Viðvörunarljós- ið hvarf þá, en kom •fran* skömmu síðar á ný og annað slökkvitæki var sett í gang. Þótt að flugstjórinn teldi, að það myndi vera eitthvað að að- vörunarkerfi vjelarinnar , en ekki eld að ræða, gerði hann ail ar varúðarráðstafanir, sem hugs ast gátu. Hann sendi skeyti til Keflavíkur og bað um að björg- unarflugvjel yrði tilbúin, ef á þyrfti að halda. Er vjelin hafði lent heilu og höldnu á Keflavíkurflugvellí. sýndi rannsókn að ekki hafði verið um eld að ræða. En þrátt: fyrir það var vjelin látin bíða f Keflavík, þar til hægt var aS flytja flugleiðis ný slökkvitækS frá New York. Það var búist vi<S að þau kæmu í dag. Önnur Sky- mastervjel kom til Keflavíkur- flugvallar í morgun frá Frank- furt og tók hún farþega þá, sem beðið höfðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.