Morgunblaðið - 23.01.1948, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.01.1948, Blaðsíða 12
VEÐURÚTLITIÐ: Faxaflói: REKSTURSHAGNAÐUR SUÐ-AUSTAN og austan kaldi. — Skúrir og sífian lítils- háttar jel. 18: tbl. — Föslu<laginn 23. janúar 1918. REYKJAVÍKURBÆJAR — Sjá grein á bls. 2. Kvöldskemmtun F. í. L FJELAG íslenskra leikara ætl- ar að efna til kvöldskemtunar í flugvallarhótelinu Ritz, næstk mánudags- og þriðjudagskvöld. Verður þar margt til skemt- unar. Margir kur.nustu leikar- ar landsins koma fram og skemta. Kvöldskemtunin hefst kl. 7, með borðhaldi. Verður snætt í Öðrum hinna vistlegu sala hó- telsins. Meðan á borðhaldinu stendur verða flutt ýms skemti atriði. Að því loknu verður dans stiginn í öðrum sal og verður skemtiatriðum fljettað inn í dansinn. Maturinn verður mjög vandaður, tví- til þrírjett- aður og er öllum frjálst um val. Borð verða tekin frá fyr- ír gesti um leið og þeir kaupa aðgöngumiða, sem seldir verða í Iðnó. Þá má geta þess, að milli skemtiatriða sem fram fara við borðhaldið leikur hljómsveit Felzmans klassisk lög. Leikararnir, sem koma fram á kvöldskemtun þessari, eru: Sigrún Magnúsdóttir, Nína Sveinsdóttir, Inga Þórðardóttir, Haraldur Björnsson, Lárus Ing- ólfsson, Vilhelm Norðfjörð og Lárus Pálsson. 130 manns verður selt inn á skcmtun þessa og verður hús- inu lokað kl. 8. Þessi kvöld- skemtun verður svo endurtekin á þriðjudagskvöld. Samkvæm- isklæðnaður verður. Ekki er að efa, að skemtun þessi verður vel sótt, því jafnan hafa skemtanir sem Fjel. ísl. leikara hefur beitt sjer fýrir, verið sjerstaklega ánægjulegar. Sjómaimaverkfall- inu í Grimdarfirði lokið Stykkishólmi, fimtudag. frá frjettaritara vorum. SJÓMANNA-verkfalIinu í Grundarfirði lauk eftir rúma fjóra daga og hafa bátar pú aft- ur hafið róðra. Samkomulag var um að Páil Þorleifsson, útgerðarm. keypti fiskinn í salt af bátunum. Elindflugskóli hefur verið starfræktur á Reykjavíkurflugvelli frá 1. október síðastliðið ár. Er flugmönnum Loftleiða, Fiugfjelags íslands og fleirum kennt þar að fljúga með aðstoð mælitækja, þegar slíkt er nauðsynlegt. Tæki skólans eru hin fullkomnustu, cn á myndinni sjest annar af kennurum hans, Eric Cooney, og Hörður Sigurjónsson flugmaður hjá Flugfjelagi íslands. Hörður situr í hin- um svokallaða „Link-trainer“, sem er búinn öllum nauðsynlegust.i blindflugstækjum. fbúðarhús brennur ú Svolbarðsslrönd Télf kýr brenna inni í fjósi. AKUREYRI, fimtudag. í GÆRDAG brann íbúðarhúsið í Sigluvík á Svalbarðsströnd ásamt f jösi, er tengt var við húsið; í f jósinu brunnu 12 kýr inni, en fólkið bjargaðist óskaddað úr húsinu. Húsið var steinsteypt með kjallara, hæð og rishæð. Kviknaði út frá miðstöðvarofni í kjallara hússins. ■ • Skúr var á milli íbúðarhúss og fjóss, og var innangengt í fjósið. Eldurinn breiddist svo ört út, að ekki tókst að hleypa út kúnum í fjósinu og varð seim ekki bjargað. Húsið brann alt að innan, en Dað var þiljað, og einnig inn- anstokksmunir ailir, klæðnað- ur fólksins og matarforði. Var Detta 'allt óvátrygt, en húsið lágt vátrygt. — Þá eyðilagðist aakið á hlöðunni, en héyinu varð bjargað. Fólkið í Sigluvík fór að Breiðabóli og dvelst þar nú. — Leið því vel í gær, eftir ástæð- um. Bóndinn í Sigiuvík heitir Valdimar Kristjánsson. Bjó hann þar ásaxnt konu sinni, Báru Sævaldsdóttur, en hún var ekki heima, er eldurinn kom þar upp. Annað heimils- fólk var: tveir synir þeirra hjóna, ■tengdaforeidrar, Sævald ur Valdimarsson og Bernólína Kristjánsdóttir, Kristján Sæ- valdsson og öldruð kona, Guð- ný Indriðadóttir, —II. Vald. KUALA LOMPOR: Bretland hef- ur undirritað samninga við níu lönd í Austur-Indlandi og þannig skapað Bandaríki Malaya. Singa- pore heldur þó áfram að vera bresk nýlenda. &------------------------— íþróttahúsið í Siykk- ishóimt fekið í notkun Stykkishólmi, fimtudag. frá frjettaritara vorum. ÍÞRÓTTAHÚSIÐ í Stykkishólmi hefur nú verið tekið til notkun- ar, þó ýmislegt vanti á að því sje fulllokið. Nú er hjer í Stykkishólrni í- þróttakennari, Guðmundur Þór- arinsson að nafni, á vegum Umf Snæfell. Verður hann um mán- aðartíma og kennir piltum og stúlkum handknattleik og fim- leika. Er þátttaka ágæt'og á- hugi mikill fyrir íþróttum. öfió Tufinius á Ak- ureyri látinn Akureyri, fimtudag. OTTO TULINIUS konsúll og útgerðarmaður _ andaðist í sjúkrahúsi Akureyrar í dag. —H. Vald. Vöruviðskiptajöfnuður ársins 1947 var óhag- stæðurum rúml.228 milj. HAGSTOFAN skýrði Morgunbláðinu frá því í gær, að vöru- skiptajöfnuður ársins 1947 hafi verið óhagstæður um 228,6 miljónir króna. í desembermánúði var vöruskiptajöfnuðurinn ó- hagstæður um 53,9 miljónir. Erfiðleikar á mjólk- urflutnmgum En næg mjéik mun samt í bænum í dag ALL-ERFIÐLEGA gekk með mjólkurflutninga til bæjárins í gær, vegna ófærðar. Bílarnir að austan fóru Þingvallaleiðina og var færðin þung. Komu þeir hingað til bæjarins klukkan 3, í gærdag. Er blaðið átti tai við Pjetur Sigurðsson, mjólkurstjóra í gær kvöldi, kvað hann vonir standa til að næg mjólk yrði á mark- aðnum í dag, nema ef leiðirnar frá Borgarnesi og að austan teptust alveg. Slaðfesfing samn- ings Iraks og Breta vafasöm Bagda.d í gær. AFSTAÐA Iraks til hins ný- andirritaða samnings milli Breta og Iraks hefur vakið mikla undrun í London. Segja Bretar að samningur þessi hafi verið undirritaður eftir að gengið hefði verið að öllum skilyrðum Iraks um einstök samningsatriði. Eins og kunn- ugt er hefur staðið mikill styr út af samningunum, og hafa hópar stúdenta og kennara kraf ist þess að hann vrði ekki við- urkendur af stjórninni. Fulltrúi Iraks í Bretlandi sá er vann að samningnum hefur verið kallaður heim og gera Bretar sjer vonir um að hann muni geta skýrt einstök atriði hans fyrir þjóð sinni. Orðróm- ur hefur gengið 'nm að stjórn Iraks muni segja of sjer ef ekki fæst samþykt samnings þessa. Ríkisstjóri Iraks gaf út til- kynningu þess eínis að hann myndi ekki undírrita neinn samning, sem skerði rjettindi Iraks. — Reuter. RefsiaSgerðir gegn malvæiahömslrun Frankfurt í gærkv. HERNÁMSRÁÐ bresk-amer- ísku svæðanna hefur gefið út tilkynningu þess efnis, að þýsk ríki innan svæða þeirra sem fundin eru sek að því að hamsjra matvælum sém fará eiga í sameiginlegar birgðir svseðanna verði refsað með því að matarskammtur þeirra verði minnkaður. Refsingarákvæði þessi gilda til 30. júní. — Reuter. * Samkvæmt skýrslu Hagstof- unnar um vöruskiftin íwdesember þá nam verðmæti innfluttrar vöru 86 miljónum, en útfluttrar 32,1 miljón. Verðmæti útflutn- ingsins alt árið nemur 290,0 milj., en innflutningsins 519,1 milj. Vörusldptajöfnuður ársins 1946 var óhagstæður um 152 miljónir. Ú t£ Iut ningurinn Stærstu liðir útflutningsver.il- unarinnar í desember voru sem hjer segir: Saltfiskur óþurkað- ur, var stærsti liðurinn og nam verðmæti hans 8,9 milj. Til Grikklands fór fyrir 5,6 milj., til ítaliu fyrir 2,7 og til Bret- lands fyrir um hálfa miljón. —■ Freðfiskur var næst stærsti lið- urinn, 6,6 milj. Fór hann allur til Bretlands. ísvarinn fiskur á Bretlandsmarkað var seldur fyr- ir 5,8 milj. Bretar og Rússar keyptu af okkur síldarolíu fyrir 3,8 milj. Ull var seld til Póllands fyrir 1,7 milj. og saltaðar gærur voru seldar til Bretlands fyrir 2.2 milj. Lýsi var flutt út fyrir 1.3 milj. og til Hollands fór síld- armjöl fyrir um 600 þúsund. Innflutningurinn Stærstu liðir innfluttrar vörU eru sem hjer segir: Skip fyrir 36 miljóhir. Þess ber að gæta að ný skip sem komu síðasta ár.s- f jórðunginn eru tekin inn á des- ember reikninginn. Á þessum þrem mánuðum komu 9 togarar eitt flutningaskip, eitt vitaskip og þrír vjelbátar frá Dan- mörku. Næsti liður er kol fyrir 6 miljónir,' þá olía fyrir 5,1 milj. Trjávörur fyrir 4,8 og vjelar fyrir 4,7. Rafmagnsvörur fyrir 3,5 milj., járnvörur fyrir 3,4, ó« unnið járn fyrir 2,8 milj., korn- vörur fyrir 2 milj. Bílar fyrir 1,8 milj. og sement fyrir 1.7. Álna- vara fyrir 1.5 milj., veiðarfæri fyrir 1,1 milj. og pappír fyrir eina miljón. Tuilugu falla í Palesfínu Jerúsalem í gærkv. UM tuttugu manns fjellu alls í Palestínu og var víða barist, Arabar rjeðust á bifreið sem var að flytja lögreglúmenn á leiðinni milli Jerúsalem og Tel Aviv og voru 7 Arabar drepnir. Skömmu seinna var ráðist á Gyðingabifreið og fjellu allir Gyðingarnir sem í henni voru, en 3 fjellu af árásarmönnun- um. Alls er sagt að tólf Arabar hefðu verið drepnir’ í dag og átta Gyðingar. Breska stjórnin hefir tilkynt að meðan hún fari með völd í Palestínu þá verði engum innflytjendum leyft að koma til landsins því það muni aðeins auka óeirðirnar. — Þó verður haldið áfram að hleypa inn 1500 Gyðingum á mánuði, eins og gert hefur verið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.