Morgunblaðið - 23.01.1948, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.01.1948, Blaðsíða 7
Föstudagur 23. janúar 1948. MORGUNBLAÐIÐ 7 Arnulf Överland: Einræði eða lýðræði IV. Jeg hefi áður minnst með nokkrum orðum á hið rússneska rjettarfar og vil komast sem mest hjá endurtekningum. Aðeins fá- ein dæmi: I júní 1937 voru þessif menn teknir fastir: Tukhatsjevski mar- skálkur, og hershöfðingjarnir Jakir, Kork, Uborevitsj, Eide- man, Feltman, Primakov og Putna. Allir voru þeir nafnkunn- ar hetjur frá borgarastyrjöldun- um, höfðu fengið margskonar heiðursmerki rauða fánans og voru andslæðingar Trotskis. Þeir voru ákærðir fyrir að hafa haft samband við þýska liðsforingja, fyrjr að hafa rofið hernaðareið sinn, svikið Sovjetsambandið, þjóðina og rauða herinn. Þeir voru leiddir fyrir Ieynilegan dómstól, dæmdir án vitnaleiðslu, án þess að hafa fengið tækifæri til þess að verja sig, og skotnir, 48 klst. eftir að dómur fjell. A fáum árum höfðu farið fram hinar svokölluðu „hreinsanir“ og málaferli gegn frávillingum. Hafði þá verið „tekið svo til“ í Sovjetsamveldinu að allir, sem kynnu að sýna Stalin einhvern mótþróa eða koma fram með nokkra gagnrýni gagnvart hon- um, voru liorfnir. Souvarine segir: Meðal þeirra, sem voru horfnir af sjónarsvið- inu voru 5 af 7 forsetum í fram- kvæmdanefnd Sovjetríkjanna og því nær allir, sem þar höfðu átt sæti. 9 af hverjum 10 þjóðfull- trúum, og úr þeim „innsta hring“ sem unnið hafði mest með Lenin, var Stalin einn uppistandandi. Allir hinir höfðu orðið „svikarar" „óðir hundar“, „hýenur“, „rott- ur“ og „veggjalýs". Souvarine segir ennfremur: An þess að nokkuð væri opin- berlega um það tilkynnt, hurfu árið 1938 nærri því allir af hin- um 80 meðlimum hins æðsta land varnarráðs. En ráð það hafði ver- ið kosið árið 1934. Talið er innan Sovjetsambandsins að yfir 30 þús. alls hafi verið afmáðir úr rauða hernum og flotanum. Svo hláleg hefir viðburðanna rás verið í Sovjetsamveldinu, að flestallir meðlimir stjórnar þeirr- ar sem samdi „heimsins frjáls- lyndustu lýðræðisskipim“ eru horfnir. Ennfremur næstum því allir sem unnu að framkvæmd fyrstu fimm ára áætlunarinnar, bæði stjórnmálamenn, sjerfræð- ingar, forstjórar og þeir sem voru í stjórn samyrkjubúanna og full- trúar bæði fyrir hinn ljetta og þunga iðnað, o. s. frv. Margir eru sammála um, m. a. „Courrier Socialist“ frá 30. júli 1938 að fangarnir í fangabúðum Rúss- lands sjeu 7 milljónir að tölu. Hinn júgóslavneski kommún- isti Ciliga er einn af þeim sem slapp út úr Rússlandi. Hann skrifar í bók sinni „Au pays du grand mensonge": ,.Sá, sem eklý hefir lifað í Sovjetfangelsunum, í fangabúðunum eða i útlaga- stöðvunum, þar sem yfir 5 millj. manna eru innilokaðar, þar sem menn deyja eins og flugur, eru barðir eins og hundar, þurfa að vinna eins og þrælar — þeir hafa enga hugmynd um hvað Sovjet- Rússland er, eða hxð „stjettlausa þjóðfjelag“ Stalins Menn hafa enga löngun til þess að trúa þessu. En þegar maður hefir persónulega talað við fólk, sem hefir sitið í rússneskum fangabúðum, þá er erfitt að kom ast hjá því, Og ef það er ekki satt, sem sagt er um fangelsi og fangabúðir Rússlands,' þá ætti það að vera áhugamál Sovjet- stjórnarinnar að losa sig undan þess háttar ákærum. Mótmæli frá frjettastofu Tass koma þar ekki að gagni. Heldur ekki fúk- yrði, hversu svæsin sem þau kunna að vera. Þau hafa ekkert sönnunargildi. . , Ef slíkar hegningar koma að- eins niður á fólki, sem á einn eða annan hátt hefir brotið eitt- hvað af sjer, þá bætir það ekki úr skák. Kaflar úr fyrirlestri, er hann flutti Stúdentafjelaginu í Oslo 2. grein Illkynjaðasta nýlundan í rjett- arfari nasista var fjöldahegning- in Hún er tekin upp í Sovjet- samveldinu. Ef sá flýr, sem hegna skal, þá bitnar hegningin á fjöl- skyldu hans, Þannig er rjettar- farið í Sovjetríkinu. Ef maður á herskyldualdri réynir að koma sjer úr landi, er harm skoðaður sem landráða- maður. Liggur dauðaréfsing við, en eignir :mannsins gerðar upp- tækar. Takist honum að flýja, þá skeður eitt af tvénnu. Ef skyld menni hans hafa vitað um áform hans, en látið undir höfuð leggj- ast að gera lögreglunni aðvart, þá verða þeir dæmdir í 5—10 ára fangelsi og eigur þeirra gerðar upptækar. Ef þau hafa ekki vitað um fyrirætlanir flóttamannsins, þá verður hegningin vægari. Þá missa þau borgaraleg rjettindi og fá 5 ára útlegð í Síberíu. Þetta eru ekki lög, sem samin voru á styrjaldartímum. Þau gengu í gildi árið 1934. Heilbrigði þjóðfjelags er metið eftir því, hve mikið er um af- brot meðal þjóðarinnar. Hinar ströngu refsingar, sem ákveðnar eru í Sovjetlöggjöfinni benda til þess, að afbrot sjeu ískyggilega mikil í landinu. Ef lífsskilyrðin í þjóðfjelagi einu verða slík að almennir borgarar vita ekki sitt rjúkartdi ráð, þá ganga þeir af göflunum og gerast glæpamenn. I menningarþjóðfjelagi geta menn venjulega komist hjá dauða hegningu. I socialistisku þjóð- fjelagi á hún ekki heima. Árið 1932 lögleiddi Sovjet- stjórnin dauðahegningu fyrir þjófnað, en árið 1935 voru lögin gerð ennþá strangari. Þá gátu þau komið til framkvæmda gagn- vart 12 ára börnum. Koestler minnist á þetta. En hinn sænski bókaútgefandi hans hreyfir efa- semdum í neðanmálsgrein. Við getum leitað til fleiri heimilda. Max Eastman segir m. a.: „Þegar þetta mál var nefnt á fundi í kennarasambandi Frakk- lands í ágúst sama ár, þá mót- mæltu kommúnistiskir fulltrúar þessu með öllu. Þá var lagt fyr- ir þá tölublað af Izvestija frá 8. apríl 1935, þar sem lög þessi voru kunngjörð. Urðu þá hinir frönsku fulltrúar orðlausir. En strax næsta dag gátu þeir hughreyst fundarmenn með því, að „þar sem socialistiskt skipulag væri ríkjandi fengju börnin svo gott uppeldi, og tækju svo snemma út þroska, að þau 12 ára væru fullkofnlega ábyrg gerða sinna“. Þeir, sem gera sig ekki ánægða með Eastman sem heimildar- mann, geta lesið Izvestija. Nú er duuðahegning á ný af- numin. Lagaákvæðin í því efni hafá reynst óþörf. Það er hægt að gera út af við menn án þess að viðhafa nokkrar „serimoniur". V. Mjer blöskra þessar aðfarir, sem jeg hefi lýst. Aðrir hugsa kannske sem svo, að stjórnar- bylting kref jist fórna og hið socialistiska skipulag sje þess virði, að slikar fórnir sjeu færð- ar. Eða, eins og sagt var á tungu- máli, sem við höfum ekki ennþá gleymt „Mannslífið hefir álíka mikið gildi, eins og hefilspónn'1 í Noregi lifum við ekki í svo stórbrotnu þjóðfjeiagi. Fyrir okk- ur er það eðlilegt að hugsa dá- litið um hvaða fórnir við færum, og hvaða aðferðir við gerum okk ur ánægð með, að notaðar sjeu. Sá sem segir, að tilgangurinn helgi meðalið, hann hefir senni- lega hugsað sjer að nota lítt verj- andi meðul. Jeg, fyrir mitt leyti, get ekki sjeð annað en að meðul- in sjeu oft vel til þess fallin að sýna hinn illa tilgang. ir Sá sægur af lögreglumönnum og þefurum, sem ekkert einræðis ríki hefir getað án verið, eitra andrúmsloftið í hverju þjóð- fjelagi. Hvað fæst með slíkum aðferð- um? Menn hafa komið á gagngerð- um, socialistiskum breytingum. Eignarjettur einstaklinga hefir verið afnuminn á framleiðslu- tækjum. Framleiðslan á samt erfitt uppdráttar. Afköstin eru ' minni en í þeim auðvaldsrikjum, þar sem tæknin hefir fengið nokkra þróun og framleiðslu- kostnaðurinn er meiri. Stalin hefir gripið til hinna róttækustu ráoa til þess að örva vinnuhraðann. Vitaskuld eru verkföll bönnuð. Skróp úr vinnu sömuleiðis. Verkalýðsfjelögin og verksmiðju sovjetin hafa með höndum undirbúning að íþrótta- völlum og frístundaskemmtun- um. En verkamennirnir hafa eng in áhrif á vinnutíma eða vinnu- laun. Stjórnir fyrirtækjanna ráða öllu um það. Enginn verkamað- ur getur skift um vinnu eða flutt úr einum landshluta til annars nema hann hafi fengið skipun um það. Þá verður hann að fara. Hann verður að taka á sig þá vinnu, sem honum er úthlutuð, fyrir þau laun sem honum eru úthlutuð. Ánauð og átthagabönd eru um öll ríkin. Ef þetta er* socialismi, þá er jeg orðinn afturhaldsmaður. Mismunurinn á launum hjá for stjóra og sjerfræðing og verk- stjóra og ófaglærðs verkamanns er eins mikill, og í Ameríku. Vinnutíminn er sæmilegur. Skömmtunarvörur er hægt að fá ódýrar. En launin eru líka lág og skömmtunin naum. Ósjaldan verða verkamenn að vinna yfir- vinnu til þess að geta borðað sig mettan einu sinni í viku. Þá fara þeir í einhverja búðina, þar sem seld eru matvæli og hann getur keypt mat án skömmtunarseðla við tífallt verð. Til þess að fá þjóðina til að sætta sig við slíkt ástand er tvennt nauðsynlegt. I fyrsta lagi: Halda verður almenningi í full- komnum ókunnugleika um á- standið í öðrum löndum. Blöðin sjá um það. Það er óhugsanlegt að menn fái að fara út úr laftdi. Álþýðumenn hafa ekki efni á því. En auk þess er það bannað. í öðru lagi: Uppeldinu verður að haga þannig, að alþýða manna ' meti ekki frelsið. Skólarnir rekn- ir í einræðishernaðaranda. Siðferðið er ágætt, segja vald- hafarnir. Hiónaskiinaðir eru gerð ir svo erfiðir og kostnaðarsamir að aðeins hin nýja yfirstjett get- ur látið sjev detta í hug svo fjár- frekan luxus. 1 ágúst 1944 gátu blöðin skýrt frá því, að fyrsta mánUðinn eft- ir að nýju hjúskaparlögin gengu í gildi hafði ekki komið fram í Sovjetsambandinu ein einasta umsókn um skilnað. Óhamingju- söm hjónabönd eru þar ekki til að sögn. Erfitt er að fá varnarmeðtil gegn barngetnaði og fóstureyð- ingar bannaðar. Yfirhershöfðing- inn vill fá hérmenn. Spurningin er þá þessi: Er þetta socialismi — eða er það natsionalsocialismU Jeg hef hjer tölublað „Time“ frá 23. des. 1946. Þar stendur: „Til þess að geta lagt undir sig Dardanellasund og Mið-austur- lönd, voru Rússar fúsir til þess árið 1940 sð gerast bandamenn Möndulveldanna. Og 1943 voru þeir fúsir til þess að skrifa undir sjerfrið við Þjóðverja. Þetta eru ekki lausafregnir eða getgátur, heldur staðreyndir sem koma fram í skjölum er fundist hafa í Þýskalandi og eru nú í utanríkis- ráðuneyti Bandaríkjanna“. Bæjarstjórn sammála í sí idar verksmið j umálinu Leggur fram eina miljón í hlutafje Á FUNDI bæjarráðs í gær var svohljóðandi tillaga saraþykt með samhljóða atkvæðum: Bæjarstjórnin felur borgarstjóra að beita sjer fyrir stofnun hlutafjelags til að koma upp síldarverksmiðju í Reykjavík fyrir næsta haust. — Samþ. bæjarstjórn að leggja fram alt að 1 milj. króna í hlutafje í slíku f jelagi. Mál þetta -var til umræðu á bæjarstjórnarfundi í gær og var þar fullt samkomulag um málið. Þar bar Jóhann Hafstein fram svohljóðandi viðaukatillögu: Veitir bæjarstjórn bæjarráði fullt umboð til þess að sam- þykkja stofnsamning og lög hins væntanlega hlutafjelags. En. frá Jóni A. Pjeturssyni, Jóh. Hafstein og Sigfúsi Sigur- hjartarssyni kom svohljóðandi viðaukatillaga: Jafnframt ályktar bæjar-^ stjórnin, í sambandi við skýrslu Kveldúlfs h.f., um rannsóknir í síldariðnaði, að fela bæjar-j ráði að láta rannsaka það mál til hlýtar með hliðsjón af hag- nýtingu þeirra nýju möugleika, sem þar kunna að vera fyrir hendi. Allar voru tillögur þessar samþyktar með öllum atkvæð- um. Samþykkt var og að vísa eft- irfa.ranöi tillögu frá Steinþóri Guðmundssyni til síldarverk- smiðj unef ndarinnar: Bæjarstjórnin leggur áherslu á, a.ð sú samvinna, sem nú er að myndast um síldarvinnslu hjer í Reykjavík, verði ekki ein skorðuð við lýsis- og mjöl- framleiðslu eingöngu, heldur beiti samtökin sjer fyrir því, að undinn verði bráður bugur að verkpn vetrarsíldarinnar hjer í stórum stíl til manneldis á sem fjölbreyttastan hátt, og'að því að afla ýmislega verkaðri síld tryggra markaða. Stórkostlegt hagsmunamál. Er mál þetta kom til umræðu talaði borgarstjóri fyrstur og sagði m. a.: Að megináhersla væri á það lögð hjá nefnd þeirri, sem haft hefir undirbún ing málsins með höndum, að þeir fjórir aðilar mynduðu hlutafjelag um verksmiðju.ríki, bær, Oskar Halldórsson og síldarútgerðarmenn, er gæti tekið til starfa á næsta hausti, að bærinr. legði fram 1 miljón í fyrirtækið og borgar- stjóri hefði forgöngu um það, að slíkt fjelag yrði myndað. Hjer er um svo stórkostlegt hagsmunamál að ræða fyrir bæjarbúa, að það er skylda bæj arstjórnar og borgarstjóra, að hafa um það forgöngu, að þaU verðmæti, sem hingað geta bor ist á næsta hausti, ef síldar- göngur haga sjer svipað og tvo undanfarna vetur. En vissulega eru til fleiri leiðir til hagnýt- ingar en sú, að bræða síldina og gera úr hennni lýsi og fóður- mjöl. Og skemtilegra væri það, ef meira gæti fluttst út af henni til manneldis, á meðan heim- urinn sveltur, en að gera úr henni efni til hervæðingar og skepnufóðurs. Því næst tók til máls Jóhann Hafstein, en hann hefir, sem kunnugt er, starfað í undirbún- ingsnefndinni, sem formaður hennar. í Örfirisey , Því næst tók Jóhann Hafstein til máls og gerði grein fyrir störíum undirbúningsnefndar í stuttu máli, en útdráttur úr áliti nefndarinnar hefur áður verið birtur hjer í blaðinu. Fvrsta verkefni nefndarinnar var staðsetning síldarverk- smiðju. Komu tveir staðir til greina, Vatnagarðar og Örfiris- ey, en Örfirisey varð fyrir val- inu, því að nefndin áleit, að hóf uðskilyrði væri, að verksmiðjan væri nálægt höfninni í Reykja- vók, þar' sem bátaflotinn gæti fengið skjól. Voru þó taldir annmarkar á því, og eru þeir þeir, að verk- smiðjan yrði of nálægt bæhum. En þrír sjerfróðir menn, Sveinn Einarsson, verkfræðingur, Jak- ob Sigurðsson og heilbrigðis- fulltrúinn álitu, að hægt væri að ráða bót á þeím. Átmgit útgerðarmanna Ræðumaður lýsti því, að í ljós hefði komið, að áhugi Væri með al útgerðarmanna á þátttöku í fjelagi um stofnun síldarverk- smiðju. Væri talað um að fram- Framh. á bls. 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.