Morgunblaðið - 23.01.1948, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.01.1948, Blaðsíða 10
MORGUHBLAÐIÐ ' 10 MÁNADALUR Sí d (L aqa e^tir /q)a cL Don Jun i 111. dagur Þau fóru í gegnum rauðavið arskóginn og komu að Sonoma ánni 'þar sem fiún rann lygn og róleg út í tjörn. A bökkunum voru pílviðartrje og náðu grein ar þeirra alveg ofan í vatnið. Hinum megin var brött hlíð. Billj mældi hæð brekkunnar og dýpt vatnsins með augun- um. „Fimtán fet“, sagði hann. „Hjer er hægt að stinga sjer til sunds og- tjörnin er hundrað metra á lengd“. Þau gengu niður með tjörn- inni. Hún endaði í krika og þar rann úr henni lækur niður í aðrg tjörn. Meðan þau horfðu á þetta stökk stór urriði upp úr vatninu með gusugangi og boðaföllum. „Jeg held að jeg sje hættur við það að vera í Carmel í vet- ur“, sagði Billy. „Þessi staður er útvalinn fyrir okkur. Á morgun verðum við að komast eftir því hver er eigandinn“. Þau fóru nú að hugsa um hestana og meðan þau voru að því heyrðu þau blístruhvin í járnbrautarlest. „Þarna höfum við járnbraut- ina líka“, sagði Billy. „Hún liggur til Glen Ellen og það er ekki nema ein míla þangað“. Um kvöldið þegar þau höfðu vafið sig innan í svefnvoðirnar og Saxon-var í þann veginn að sofna, hnipti Billy í hana og sagði: „En ef eigandinn vill nú ekki selja?“ „Berðu ekki neinn kvíðboga fyrir því“, svaraði Saxon. „Hjer er framtíðarheimili okkar. Jeg er alveg viss um það“. XVIII. KAFLI. Þau vöknuðu við læti og gelt í Possum. Hún stóð undir trje og reifst við íkorna, sem ekki vildi koma til hennar. íkorn- inn muldraði og muldraði og það gerði Possum enn æstari svo að hún reyndi að klifra upp í trjeð til þess að ná í hann. Þetta var svo broslegt að þau Saxon og Billy veltust um af hlátri. „Ef við setjumst að hjerna, þá ætla jeg aldrei að skjóta íkorna“, sagði Billy. Sa.xon tók í hönd hans inni- lega þakklát. Uppi í hlíðinni byrjaði þröstur að syngja. „Hjer er alt sem við höfum óskað okkur“, sagði hún og and varpaði af hrifningu. „Já, alt nema eignarheimild- in“, sagði Billy Þau fóru á fætur og snæddu morgunverð í skyndi. Svo fóru þau enn að skoða sig um. Þau athuguðu landamerkin og fóru um alla eignina. Á þessu ferða lagi fundu þau sjö uppsprettur undir hlíðinni. „Hjer er gnægð vatns“, sagði Billy. „Með því að fara skyn- samlega að ráði sínu og nota alt þetta vatn, þá er hægt fá hjer hverja uppskeruna á fæt- ur anngri, allan ársins hring. Þetta munu vera um fimm ekr- ur, o? ekki vildi jeg hafa skifti á þeim og landi frú Mortimers“. Uppi í hlíðinni var gamall aldingarður. Þar voru tuttugu og sjö aldintrje, að vísu van- hirt en þó með góðu lífi. „Við getum líka haft aldin- garð á hólnum bak við húsið“, sagði Saxon. Svo var eins og henni kæmi nýtt til hugar. „Það væri ekki ónýtt að fá frú Mortimer iil þess að koma hing að og leggja okkur heilræði. Heldurðu að hún mundi vilja koma?“ „Auðvitað vill hún það. En fyrst verðum við að ná eignar- haldi. á jörðinni. Þegar það er í lagi geturðu skrifað henni og beðið hana að koma". Sonoma áin rjeði landamerkj um á einn veginn, en Wild Water á annan veg, og milli þeirra höfðu verið limgirðing- ar á tvo vegu: Við eignumst hjer skemtilega nágranna“, sagði Saxon. „Læk urinn hjerna er á landamerkj- um ’milli þeirra og okkar“. „Við eigum ekki þetta land ennþá“, sagði Billy. „En það er best að við heimsækjum þau. Þar getum við sjálfsagt fengið upplýsíngar“. „Jeg- tel þetta okkar land“, sagði Saxon. „Aðalatriðið var að finna það. Og það er auð- sjeð að sá, sem hefir bygt þetta hús hann hefir ekki kært sig um að dveljast hjer. Það er langt síðan að nokkur hefir átt hjer heima. Ó, Billy, ertu ekki ánægður með þetta?" „Jú, í alla staði, svo langt sem það nær, en það nær nú heldijr skamt“, sagði hann. Það kom hrygðarsvipur á hana. svo að hann taldi sjer skylt að bæta úr. „Við kaupum þetta land — og svo er ekki meira um það“, sagði hann. „En það er heldur lítið haglendi hjerna — ekki nema fyrir tvo hesta og kú í mesta lagi. En það verður ekki á alt kosið. Alt annað er eins og það á að vera“. „Við getum sagt að þetta sje aðeins byrjunin“, sagði hún. „Seinna getum við keypt meira land — máske alla spilduna upp mieð Wild Water, upp að hólunum, sem við sáum í gær“. „Já, þar er afbragðs hagi“, sagði hann og tókst allur á loft. „Já, hví skyldum við ekki kaupa það. Svo margar vonir okkar hafa ræst síðan við lögð- um á stað í ferðalagið, að mig skyldi ekki undra þótt þetta rættist líka“. „Við verðum að vinna svo að við getum eignast það“, sagði Saxon. „Já, við skulum vinna eins og brælar“, sagði hann. Þau fóru í gegnum einkenni- lega hliðið og eftir stíg, sem lá þar um óræktaðan skóg. Húsið sáu þau ekki fyr en þau voru komin að því, vegna þess að skógurinn skygði á það. Þetta var tveggja hæða hús, átthyrnt, og það var eins og það hefði sprottið þarna upp úr jarðveg- inum alveg eins og trjen, sem stóðu umhverfis það og þjett upp #að því. Þar var enginn garður, því að skógurinn náði heim að dyrum. Aðeins eitt þrep var upp í húsið. Yfir dyr- unum stóð spjald með stóru letrj „Tryllium“. Saxon barði að dyrum og um leið var sagt ofan við hana. • „Gangið þið í bæinn, börnin góð“. Saxon gekk nokkur skref aft ur á bak og horfði upp fyrir sig. Sá hún þá að góðlega kon- an, sem þau hittu kvöldið áð- ur, stóð þar á dáliílum svölum. Hún var í Ijettum kjól róslit- uðum, og Saxon fankt hún mest líkja^sfc fögru blómi. , „Hurðin er opin, gangið þið inn, bað er auðvelt að rata hing að upp“., sagði konan. Saxon fór á undan- og Billy var á hælum hennar. Þau komu inn í stóra og bjarta stofu með mörgum gluggum. Þar var stór arinn úr granit og logaði þar glatt á skíðum. Á arinhyllunni var stórt mexikanskt ker fylt af visnuðir laufi og mjúkum vínviðargreinum. Trjeþiljur voru á veggjum, litaðar en gljá lausar. Andrúmsloftið var gott og notalegt, með ilmi af trjám. Uti í horni stóð orgel, og í öðru horni bókahyllur með fjölda bóka^ Snotur snúinn stigi lá upp á loft og voru-margir glugg ar á stigaganginum. Á pallskör inni stóð frúin og beið eftir þeim. Hún fylgdi þeim inn í litla stofu, sem Saxon vissi und ir eins að var hennar stofa. Þarna inni var borð, setubekk- ur og skrifborð og svo mesti fjöldi bóka um alt herbergið. I glugga stóð ker með visnum laufum, eins og niðri. Alt her- bergið bar svip af hinni blíð- lyndu konu. „Þetta er nú skrítið hús“, sagði hún og hló glaðlega. „En það er alveg við okkar hæfi. Edmund hefir sjálfur smíðað það alt saman frá grunni að mæni — og hann hafði mikið fyrir því áður en hann var á- nægður með það“. „Hefir hann smíðað það alt — einnig arininn?" spurði Billy. „Já, altsaman“, sagði hún drýgindalega. „Og mestan hluta húsgagnanna líka. Borðið hjerna og skrifborðið smíðaði hann með sínum eigin hönd- um“. „Með þessum fallegu og mjúku höndum“, sagði Saxon. Frú Hale leit , snögglega á hana og það kom þakklætissvip ur á andlit hennar. „Já, það eru'mjúkar hend- ur‘\ sagði hún, „mýkstu hend- ur, sem jeg hefi nokkru sinni þekt. Ó, hvað mjer þykir vænt um að þjer skylduð taka eftir þessu, og þó sáuð þjer þær ekki nema um leið og þjer ókuð fram hjá í gær‘\ „Maður hlýtur að taka eftir þeim höndum", sagði Saxon. Veggirnir í herberginu voru skreyttir með útsaumuðum myndum af býkúpum og gulln- um býflugum. Aðeins tvær myndir voru þar í umgjörð. „Þarna hefi jeg landslags- myndir mínar", sagði frú Hale og benti út um gluggann. „Hjer inni vil jeg ekki hafa aðrar myndir en af vinum mínum, sem jeg fæ sjaldan að sjá, því að flestír vinir mínir eru á ferð og flugi“. Saxon stóð á fætur og gekk að mynd, sem þar var. „Nú, þjer þekkið frú Hast- ings?“ RAGNAR JÓNSSON | hæstarjettarlögmaður. = Laugavegi 8. Sími 7752. | Lögfræðistörf og eigna- I umsýsla. Föstudagur 23. janúar 1948. ■ i ■ ■ .. i — OSKABRUNNURINN Eftir Ida Moore. 4. aði Bergmál. Topsy og Flopsy biðu ekki boðanna, heldur þutu af stað éins og kólfi væri skotið. Bergmál límdi skelina saman aftur Bergmál grúfði andlitið í hendur sjer og grjet. En allt í einu hætti hann að gráta, þegar annað hljóð barst að eyrum hans. Hann kannaðist við það. Gulfótur var vanur að gefa frá sjer slík hljóð þegar hann var að reyna að bæla niður í sjer hláturinn. „Svo að það ert þú, sem stendur á bak við þetta,“ hrópaði hann. „Þig- mun einhvern tíma iðra þess, Gulfótur, að haf-t íengið geiturnar til þess að jeta skeljarnar mínar. Þú verður að gjöra svo vel að fara og útvega mjer aðra bleika skel með gulri rönd, eða þá að jeg skal klaga þig fyrir drottning- unni yfir óskabrunninum.“ „Jeg held þjer væri nær að fara sjálfur og tína skeljar, í stað þess að sitja þarna eins og fábjáni,“ hreytti Gulfótu? út úr sjer. „Jeg sit hjer þangað til þú hefur annað hvort skilað aftu* 1’ skelinni, sem geiturnar stálu, eða þá náð fyrir mig í nýja.“ „Þá er nú hætt við, að þú sitjir lengi þarna“. Gulfótur skellihló. „Þú situr nefnilega sjálfur á þessari skel þinni — ■ hahahaha“. Bergmál var svo fokreiður yfir því að hafa látið — Þú getur sjálfri þjer kent, jeg var altaf að vara þig við. ★ Forstjórinn kom að bókhald- aranum sofandi fram á borð sitt. —.Mjer þykir þetta afar leitt, stamaði bókhaldarinn, eftir að hann hafði verið vakinn, en sannleikurinn er sá, að barnið okkar er að taka tennur og grenjar svo á nóttunni, að mjer er ómögulegt að sofa nema í mesta lagi fimm mínútur í einu. Furstjórinn: — Þjer ættuð að reyna .að koma með krakkann hingað og hafa hann hjá yður. ★ nokkurn tíma verið yfirheyrð- ur áður? Ákærður: — Jeg skyldi nú ætla það. Jeg hefi verið giftur í tíu ár og tengdamóðir mín býr hjá okkur. ★ Hún: — Mjer þykir leiðinlegt að þurfa að segja þjer frá því, en pabbi er orðinn gjaldþrota. Hann: — Er það ekki það sem jeg hefi altaf ságt, að hann myndi finna upp á einhverju til þess að stía okkur sundur, ★ — Hvað heldurðu að sje gald urinn við að komast áfram í lífinu? — Það veit jeg ekki, en jeg er hræddur um að hann eigi éitthvað skylt við vinnu. ★ — Mamma, hvað varstu lengi að læra margföldunartöfluna? — Jeg var ekkert lengi að því. — Svo, þá hefir taflan hlotið að vera miklu ljettari, þegar þú varst ung. ★ Móðirin: — Ef þú ætlar að vera óþekkur aftur, þá loka jeg big inni í hænsnahúsinu. Hans litli — Það er þýðing- arlaust, jeg kann ekki að verpg, Dómarinn: Hafið þjer

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.