Morgunblaðið - 03.02.1948, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.02.1948, Blaðsíða 1
20 síður mMaMli 35. árgangur 27. tbl. — Þriðjudaginn 3. febrúar 1948. Isafoldarprentsmiðja h.f« Grikkjadroftning á vígsföðvunum Palestínunelnd varar við sívax andi upplausn og átökum í Palestínu FRIDERIKA Grikkjadrottning hefur verið á vígstöðvunum við Konitza og rætt við stjórnarhermenn, en maður hennar, Páll kon- ungur hefur verið hættule^a veikur. Hjer er mynd, sem tekin var af drottningunni á vígstöðvunum. Reykjavík keppir við Oslo í handknattleik OsloliilS feemur hingað 09 Reykjavíkur- lið ier ufan ÁKVEÐID hefur verið að bæjarkeppni í handknattleik^karla fari fram hjer í Reykjavík í maí-mánuði næstkomandi milli Osló- borgar og Reykjavíkur. Það er íþróttafjelag Reykjavíkur, sem sjer um þessa keppni. Hefur f jelagið síðan í haust fyrir forgöngu kennara síns, ílennings Isacsen, staðið í sambandi við norska handknattleikssambandið og þetta orðið að samkomulagi. Einnig ér ákveðið að Reykjavíkurliðið fari til Qsló um miðjan júní og þar fari aftur fram keppni milli borganna. Gert er ráð fyrir að fyrsta keppni Norðmanna hjer verði sunnudaginn 23. maí. Verður það bæjakeppni í utanhúss-hand knattleik. Síðan munu Norð- mennirnir sennilega keppa inn- hússleik við íslandsmeistarana 25. maí og annan innanhússleik 28. maí. Loks verður svo bæj- arkeppni innanhúss 30. maí. — Norðmennirnir munu dvelja hjer í 10—12 daga. Um miðjan júní fer svo Reykjavíkurliðið utan, eins og fyrr getur, og keppir í Osló. Er mjög ánægjulegt að þessi keppni hefur verið ákveðin og ætti það að ýta mjög undir handknattleiksmenn okkar að æfa nú vel, því að ekki mun af veita. Það ætti einnig að ýta undir stjórn ÍSÍ að samþykkja þegar í stað þá tillögu HKRR að 50-mínútna leikir verði tekn- ir upp á íslandsmeistaramótinu, og að einn keppi við alla og allir við einn. — Þ. »- A. V. ALEXANDER landvarna málaráðherra Breta sagði í breska þinginu í dag að það hefði verið ákveðið að lækka matarskamt breskra hcrmanna sem eru í Englandi ást \im siJóriiiEi fordæiiir Siafur og ofbeldi-.. Nehru fiyfur ræðu Nýju Delhi í gær. Í'SAMBÁNDI við morð Gand- his, gaf indverska stjórnin út yfirlýsingu í dag. í henni er hverskonar hatur og ofbeldi fordæmt, sagt að engir einka- herir muni leyfðir í landinu, nje heldur neinn sá fjelags^ skapur, er hafi ofbeldi á stefnu- skrá sinni. Minning Gandhis heiðruð. Þá heiðraði indverska þingið minningu Gandhis á fundi sín- um í dag. Leiðtogar allra flokka fluttu ræður við það tækifæri og hyöttu menn mjög til þess að stofna ekki til óeirða vegha morðsins. Nehru tók í sama streng í ræðu þeirri; er hann flutti í dag í Gömlu Delhi, fyr- ir miklum mannfjölda. — Bað hann menn um að reyna að efla friðinn og grípa ekki til neinna örþrifaráða í hefndarskyni vegna morðsins. Oskunni dreift yfir Ganges. Ösku Gandis var safnað sam- an í dag og voru þúsundir manna viðstaddir athöfnina. ¦— 14. þ. m. verður henni dreift I yfir hið lielga fljót Ganges. | Fleiri handtökur hafa átt sjer stað á ofsatrúarmönnum úr flokki þeim, er morðinginn til- heyrir. — Reuter. Sofía í gærkveldi. DT.MITROV, einræðisherra Búhjaríu, hjelt ræðu í dag, í tilefnj tveggja ára afmælis föð urlandsfylkingarinnar svoköll- uðu. Sagði hann í ræðu sinni, að utanríkisstefna Búlgaríu yrði að byggjast á „eilífri vin- áttu við Rússland", náinni sam vinnu við Júgóslavíu og menn- ingar og vináttutengslum við önnur slavnesk ríki. — Reuter. Arabar staðráðnir í að koma í veg fyrir skiffinguna. New York í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. FLETCHER COOKE, einn af fulltrúum Breta við SameiftuðU þjóðirnar, hefur tjáð Palestínunefnd S. þ., að strax og nefndin komi til Palestínu, muni Arabar hefja víðtækar árásir á Gyð- inga og jafnvel nefndarmeðlimina sjálfa. Upplýsingar þessar koma fram í fyrstu skýrslu Palestínunefndar til Öryggisráðsins, en í skýrslunni er meðal annars bent á, að öll stjórn landsins helga muni fara á ringulreið, nema nefndin fái nægilegt vald til að koma áformum sínum í framkvæmd. Er í þessu sambandi komist svo að orði, að alt bendi til þess, að upplausnin í landinu eigi enn eftir að aukast. L ----------------------------------------—^Arabar ákveðnir D- -n £&orgitttbla&t& MORGUNBLAÐIÐ er 20 síður í dag, tvö blöð, merkt I. og II. í blaði I eru frjett ir dagsins, viðtal við Þor- stein Þorsteinsson alþingis mann (bls. 2). Grein um Skjaldai-glímu Ármanns (bls. 7). Grein eftir bresk- an þingmann um heim- sókn í Hvíta húsið í Was- hington (bls. 7)., sög- urnar o. fl. — í blaði II. er m. a. ræða Jóhanns Þ. Jósefssonar fjármálaráð- herra á Alþingi í gær, Kvennadálkar, Bækur eft- ir Kristmann Guðmunds- son, íþróttadálkar, Grein eftir dr. Helga Pjeturss og ýmsar frjettir og greinar. n- -D Singapore fær nýja sfjórnarskrá Singapore í gær. BRESKA nýlendan Singa- pore á að fá nýja stjórnarskrá, og ér búist við því, að hún ganjíi í gildi í apríl næstk. — Verða haldnar kosningar í mars mámiði og kosnir 23 fulltrúar á þing. nýlendunnar. Bandaríkin og ítalía gera meðsjer somning Vinálíu og verslunarsamkomulag Washington í gærkvöldi Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. BANDARÍKIN og ítalía undirrituðu í dag vináttu-, verslunar- og siglingasamning, en þetta mun vera fyrsti meiriháttar verslunar- samningurinn, sem bandaríska utanríkisráðuneytið hefur gert við Evrópuríki frá því 1934. I utanríkisráðuneytinu ? James Dunn, sendiherra Banda ríkjanna í ítaUu, undirritaði samkomulagið í ítalska utan- ríkisráðuneytinu, en Carlo Sfor- za greifi skrifaði undir fyrir hönd Itala. Til tíu ára Ofangreindur samningur er til tíu ára, en framlengist frá því um eitt ár, nema annarhvor að- ila segi honum upp. Öldunga- deild Bandaríkjaþings á enn eft- ir að samþykkja hann, en litlar líkur eru taldar fyrir því, að hún hafni honum. Samningunum hefur yfirleitt verið tekið með fögnuði í ítalíu. f í upplýsingum þeim, sem Cooke ljet Palestínunefnd r tje, kemur fram, að 64 prósent af starfsmönnum stjórnarinnar í landinu eru Arabar, en ástæða þykir til að ætla, að enginn þess ara manna muni vilja starfa fyr ir nefndina. Arabar hafa ekki dregið neina dul á, er og haft eftir Cooke, að þeir hafa hvorki í hyggju að hafa samvinnu við eða aðstoða nefndina, heldur ætli þeir sjer þvert á móti að vinna gegn henni og beita öll- um brögðum til að koma í veg fyrir fyrirætlanir hennar. Telja Bretar sig ekki hafa neina á- stæðu til að ætla, að arabisku leiðtogarnir standi ekki við hót- anir sínar. Alþjóðaher 1 skýrslu Palestínunefndar er tekið fram, að hún hafi ranrt- sakað ýtarlega ýmis vandamál í sambandi við öryggi íbúa Pal- estínu, sjerstaklega með hlið- sjón af því, að ekki verði kom- ist hjá því að koma á fót al- þjóðaher til að auðvelda fram- kvæmd ákvörðunar Sameinuðu þjóðanna. Versnandi horfur Um viðtöl nefndarmanna við Sir Alexander Cadogan, aðal- talsmann Breta í sambandi við Palestínuvandamálið, segir með- al annars í skýrslunni, að hann hafi 14. janúar s.l. lýst því yfir, að Arabar hefðu sýnt það, að þeir ætluðu að beita öllum ráð- um til að koma í veg fyrir skipt ingu Palestínu. Ástandið hefur stöðugt farið versnandi í land- inu síðan í byrjun desember, sagði Cadogan ennfremur. Breski herinn Cadogan skýrði nefndarmönn um einnig frá því, að Bretar mundu hafa flutt allan her sinn frá Palestínu fyrir 1. ágúst næst komandi. .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.