Morgunblaðið - 14.02.1948, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.02.1948, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 14. ebrúar 19 LS Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyxgðann.). Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Áru. Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla* Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjalö kr. 10,00 á mánuði innanlanda, kr. 12,00 utanlands. í iausasölu 50 aura eintakið. 75 aura með Lesbók. Ur ólíklegustu átt ÞAÐ MÁ SEGJA að það kemur úr ólíklegustu átt þegar blað heilbrigðismálaráðherrans, Tíminn ræðst á bæjarstjórn Reykjavíkur og borgarstjóra fyrir vanrækslu í sjúkrahús- málum og heilbrigðismálum yfirleitt. Það, sem fyrst kemur til álita í þessu sambandi, er það að samkvæmt landslögum er það fyrst og fremst hlutverk ríkisins að byggja sjúkrahús og standa straum af heilbrigðis- ráðstöfunum. Þegar svo við það bætist að allur almenningur veit að dráttur sá, sem orðið hefur á því að fæðingardeildin. sem verið hefur í byggingu undanfarið, tæki til starfa er íyrst og fremst yfirstjórn heilbrigðismálanna að kenna, en engan veginn Reykjavíkurbæ, sem hefur greitt til hennar hátt á aðra miljón króna, er það næsta furðuleg biræfni af málgagni heilbrigðismálaráðherrans að saka meirihluta bæj- arstjómarinnar fyrir framkvæmdaleysi í þessum málum. En það er samt sem áður rjett að ræða þessi mál nánar fyrst Timinn hefur gert það að umræðuefni. Blaðið segir að á fjárhagsáætlun þessa árs sjeu aðeins ætlaðar 200 þús. kr. til sjúkrahúsa og heilsuverndunarbygginga í Reykiavík. Á fjárhagsáætlun ársins 1948 er lagt til að þessum upp- hæðum verði varið til sjúkrahúsa og heilsuverndarbygginga- Til fæðingardeildar, lokagreiðsla, 200 þús. kr, til viðbygg- inga við Elliheimilið 200 þús. kr., en við það skapast húsrými fyrir 25 ný sjúkrarúm, til byggingar heilsuverndarstöðvai , 300 þús. kr. og til byggingar farsótta- og sóttvarnahúss, 300 þús. kr. Samtals til sjúkrahúsa ein miljón króna. Tímamenn virðast vera slæmir í samlagningu. Þeir fá ekki nema 200 þús. krónur út úr þessum upphæðum. Það er Ije- leg reikningskunnátta. Svo ljeleg að það sýnist öldungis óþarfi að opinbera hana með feitu letri í Tímanum. En Fram- sóknarmenn hafa þann einkennilega hátt á að birta öll frek- legustu ósannindi sín um Reykjavík og Sjálfstæðisflokkinn með feitu letri eins og til þess að leggja áherslu á mikilvægi þeirra. Mun ,,sálmaskáldinu“ hafa verið falinn sá þáttur blaðamensku þeirra og fer sjerlega vel á þvi. En um sjúkrahúsabyggingar í Reylcjavík er ennfremur þetta að segja: Bæjarstjóm Reykjavíkur ákvað í fyrra að leita samstarfs við rikið um sjúkrahúsbyggingar á næstu árum. Átti borgarstjóri og Sigurður Sigurðsson berklayfir- læknir og bæjarfulltrúi tal við landlækni um það. En land- læknirinn, sem nú skrifar mikið um heilbrigðismál, en fram- kvæmir minna, lýsti sig þá mótfallinn frekari sjúkrahús- byggingum í bænum fyrr en komið hefði verið upp í Revkja- vík hjúkrunarkvennaskóla. En þá stofnun ber ríkinu að byggja. Skyldi landlæknir þá ekki hafa gengið berserksgang til þess að koma þeirri stofnun upp? Nei, ó nei, hinn mikli heilbrigðismálarithöfundur hefur látið það mál kyrt liggja. Það hefur ekki ennþá verið stung- in ein skófla fyrir grunni hjúkrunarkvennaskóla. Finst Reykvíkingum nokkur furða þótt þessi forvígismað- ur heilbrigðismálanna þurfi að skrifa langhund um þau í blöð og ætli meira að segja að gefa hundinn út í bókarformi síðar? Það situr sannariega ekki á landlækni eða blaði heilbrigð- ismálaráðherrans að saka bæjarstjórn Reykjavíkur um van- rækslu í heilbrigðismálum höfuðstaðarins. Enn má benda á eitt, sem ekki gerir þátt þessara herra í heilbrigðismálunum glæsilegri. Á síðasta fjárlagaþingi var íekin upp fyrir frumkvæði Gunnars Thoroddsen borgar- stjóra og Jóhanns Hafstein hálfrar miljón króna fjái’veiting til byggingar fávitahælis en mikill skortur er á sjúkrarúmi fyrir slíkt fólk. Hefur verið hafist handa um þessa nauðsynlegu byggingu’ Nei, að því er vitað er er ekki einu sinni byrjað að teikna hana. En hverjir áttu að sjá um framkvæmdirnar, var það kannski bæjarstjórn Reykjavíkur? Því er ekki þannig varið. Heilbrigðismálaráðherra og land- læknir hafa forystuna. Hvílík forysta! Hvílíkúr áhugi íyrir heilbrígðismálunum. Það er ekkrao furða. þótt lahdlæknirinn hafi góðan tíma tíl langhundasmíoa'! ■ . . ■ \Iilverji óbrifíar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Hætta á ferðum. VETURINN er loksins kom- inn til okkar. Það er langt síð- an að við höfum fundið fyrir honum. En það þarf engan að undra, þótt það snjói dálítið um háþorran. Það hefði ekki þótt mikið í gamla daga. Það hlakkar í skíðafólkinu, er hugs ar hjer gott til glóðarinnar um helgina. Og ekkji þarf langt að fara til að finna skíðafæri. En það er ein hætta sam- fara vetrarveðrinu, sem jeg vildi benda á og það er snjór- inn á húsþökunum, einkum við fjölfarnar götur. Þegar fer að blota má bú- ast við skriðum og jafnvel slys um,_ Það er hægt að fyrir- byggja slík slys með því, að moka snjónum af húsþökum við fjölíarnar umferðagötur og þ?ð verður að gerast. • Eini fataböggullinn I GÆR kom maður á skrif- stofu alþjóðabarnahjálparinn- ar, sem nýlega var opnuð í Búnaðarbankahúsinu nýja. — Hann hafði meðferðis barna- fataböggul í söfnunina. Þar var honum sagt, að hann væri fyrsti maðurinn, sem kæmi með fatnað. Sennilega staf- aði það af því, að fólk hjeldi, að ekki þýddi að gefa annað en peninga. En það er hinn mesti misskilningur. Föt eru þegin með þökkum og ekki síð- ur en peningar. Enda mun hug myndin vera, að kaupa fatnað og matvæli fyrir eíinhVern hluta þeirra peninga, sem safnast. Þetta ættu menn að athuga. • Leiður á nuddinu. BORIST HEFIR langt brjef frá ungum manni, sem segist vera orðinn leiður á þessu sí- felda nuddi um „börn á villi- götum“ og „spilta æsku‘,. Full- orðna fólkinu væri nær, að búa betur að unglingunum og fá beim staði, þar sem þeir geta skemt sjer á hollan hátt. Eins og er sjeu þeir allstaðar óvelkomnir. Fullorðna fólkfið hafi knæpurnar til að sitja á, en bað sje ekki glæsilegt fyrir unglinga að koma í veitinga- staði, þar sem þeir geta ekki fengið nema brennivín í heil- um eða hálfum flöskum. Það er nokkuð til í þessu hjá þeim stutta. Leikurinn „Lögreglan og útilegumenn". ÞÓRÐUR JÓN Pálsson skrif ar eftirfarandi brjef um leik- inn „Lögreglan og útilegu- menn“, sem gerður hefir ver- ið að umtalsefni. Eru hjer birt ir kaflar úr brjefi Þórðar, sem fjalla um leikinn, en slept þeim getgátum hans, að þetta hafi verið gert að umtalsefni til ,,að sverta hann“. Það er vitanlega fjarstæða. Þórður segir: • ■- TzsmsœeiT- Tekinn á stálþráð. „LEIKUR þessi var tekinn á stálþráð að viðstöddum tveim skólastjórum og einum fim- leikakennara Miðbæjarbarna- skólans. Annar skólastjórinn átti uppástunguna að nota þenn an leik og samþykti jeg það strax og fannst bæði hinum skólastjóranum og fimleika- kennaranum hann mjög heppi legur og tel jeg þá alla dóm- bærari á þessa hluti, heldur en greinarhöfunda. • Gangur leiksins. „LEIKURINN FER þannig fram: Tvö lið eru í leiknum, anað liðið er kallað lögreglu- menn en hitt útilegumenn. Til að gera leikinn skemtilegri og til að glæða ímyndunarafl barn anna er salnum breytt í borg, þar sem lögreglan býr, en þar sem útilegumenlrnir búa er hraun, fjöll og hellar. Síðan gera úfilegumenirnir árás á borglina en ekki lögregluna, þegar útilegumenirnir skjóta slá beir lófunum í gólfið og þegar kennarinn segir skjót- ið, táknar það ekkert annað, en að þá hefst leikurinn, það er ekki skotið á neinn og eng- inn drepinn, enda allir í leikn- um eins og áður, eftir þessa frægu skothríð. Nú flautar kennarinn og þá flýja útilegu- mennirnir, en lögreglan eltir þá og reynir að slá í þá með lóíanum og segja náður. Hann er þá tekinn til fanga. Lög- reglan vinnur altaf þennan leik, svo að moralskt sjeð, er leikurinn ekkert athugaverður. • Fleiri líkir leikir. „ÞANNIG eru margir leikir t. d. skátaleikirnir, sem kendir eru börnum og fullorðnum. Skyldi ekki vera eitthvað at- hugavert við íslendingasögurn ar. Þar er jú bardagi? Ætti ekki að banna börnum að lesa þær Dg lifa sig inn í efni þeirra. í bókinni Bernskan, sem allir þekkja, þar berjast tveir drengir með sverðum og hafa skildi. Engan hneykslar sú ágæta bók. Skyldum við ekki allir hafa leikið okkur í slíkum smáleikjum á okkar yngri árum og erum við ekki verri menn, en gengur og ger- ist. Sem sagt, það á að banna öll æfintýr, sem bardagi er í, Islendingasögurnar, Bernskuna, skátaleikina, íþróttir t. d. glím una. Þar eigast tveir við og reyna að fella hvorn annan o. fl„ o. fl. • Tilgangur leiksins. Tilgangur leiksins er í stuttu máli þessi: Börnin hafa gam- an að honum, hann örfar í- myndunarafl þeirra, hann vek ur keppnf hjá þeim, líkt og próf í almenninum námsgrein um. Börnin fara sjaldnar ánægð- ari úr kennslustund í leik- fimi, heldur en einmitt eftir svona fjörgandi leik, enda mun þessi leikur vera kendur í öll- um barnaskólum bæjarins, einnig í Miðbæjarskólanum, og víða á Norðurlöndum“. Þetta segir Þórður Jón Páls- son, en hvað sagði kerlingin — Það er elckert gaman að guð- spjöllunum þegar enginn er í þeir bardaginn. IVÍEÐAL ANNARA ORÐA .... -- Eftir G. J. Á. I ---—— — * Íslendínpr kunna ekki að skemmia sjer Skcmtanalífið okkar er fábreytilegt og hugmynda snautt.__________ PMiRiW Á FERÐALAGI úti á landi rekur maðjir sig ósjaldan á það, að þar eru ýmsir, sem halda að Reykvíkingar sjeu al- sælir vegna hins svokallaða skemmtanalífs, sem þessir sömu menn ætla að hjer sje með miklum blóma. Fólk þetta og jþá að sjálfsögðu einkum yngra fólkið heldur sýnilega að Reykjavík sje nokkurskonar París Norður-Atlantshafsins, að klukkan hafi ekki fýr sleg ið sex að kvöldi en Reykvík- ingar skreyti sig sínum feg- urstu fjöðrum og steypi sjer. út í iðandi dans og dillandi músikflaum. • • MISSKILNINGUR Sannleikurinn er hinsvegar sá, að þetta er hinn hrapaleg- asti misskjlningur. Þegar öllu er á botninn hvolft, er skemt- ánalífið í .Reykjavík alveg fá- dæma fjölbreytnislaust, sjer- staklega þegar tekið er tillit til bess að hjer eru saman komnir meir en 50.000 manns sem til þessa að minsta kosti hafa haft nóga peninga milli handa. Raunin er sú, að íslendingar kunna ekki að skemta sjer. — Þeir eru satt að segja vita hug myndasnauðir á þessum vett- vangi mannlífsins, eru cins og nokkurskonar viljalausar vjel ary, sem settar eru af stað og síðan tyfa sinn jafnagang, þar til eitlhvað stöðvar þær. • • TVEIR FLOKKAR . Skemtanir meginþorra þeirra sem á annað borð halda uppi skemtanalífinu svokaliaða, skiptast eiginlega aðeins í tvo flokka: bö’I og bíóferðir. Böll- in skipa cndvégissess, þau eru stórhátíðin, sem kemur um hverja helgi og hjá sumum, jaínvel oft í viku. • • ALLIR EINS ■CV* hvernig eru þessir dans- leikir þá? Þeir eru allir ná- kvæmlega eins, þeir eru síend- urtekið umhverfi, síendurtekin músik, síendurteknir dansar og sífelt sama fólkið og troðn- ingurinn. Dagskrá dansleikjamannsins er eitthvað á þessa leið: Kl. 5: standa í biðröð og kaupa að- gönyumiða; milli kl. 10 og 11: troða sjer inn í samkomuhús- ið; milli kl. 11 og 12: kaupa sjer vínföng og gosdrykki á borðið; frá 12 til kl. 2: dans. Þetta er þá öll skemtunin, og menn geta gert sjer í hug- arlund hversu tilbreytingarmik il hún er, þegar þess er gætt að bað er sami hópurinn sem „skemtir“ sjer og öðrum kvöld eftir kvöld, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð og jafnvel ár pftir ár. • • JARÐARFÖR OG GRÍMUDANSLEIKUR Hvað felst þá í orðinu skemt un og hvað veldur því að við íslendingar erum þeir lepp'— lúðar að skemtanalíf okkar er jj’ramh. á bls. b.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.