Morgunblaðið - 14.02.1948, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.02.1948, Blaðsíða 7
Laugardagur 14. ebrúar 1948 MORGUNBLAÐIÐ Reykjavíkur-blöðin eru satn- mála um, að það hafi verið skríll, sem rjeð lögum og lofum á götum borgarinnar á gaml- árskvöld. Upp úr nýárinu birta þau svo frásagnir um slagsmál og uppvöðslu fyllirafta á dans- leikjum og samkomum — fötin voru rifin í tætlur ut- an af fjölda manns. — Hvaða frjettir fær maður næst að heiman? Er að verða til í Reykjavík verri lýður, en í nokkurri annari borg í Evrópu? Hvergi í álfunni fer gaml- árskvöld fram með svipuðu móti og í höfuðstað vors unga lýðt^ldis. Skrílæði á götum úti er orðið óþekkt fyrirbrigði í borgum Evrópu — nema Reykjavík. Einn af brjefriturum blað- annna virðist taka upp þykkj- una fyrir skrílinn, og segir að skrílslæti á gamlárskvöld sjeu ,,ekki ný bóla“, það'sitji ekki á „miðaldra" fólki að hneykslast. Er helst á honum að heyra, að áramótakvöldið hafi lengi ver- íð með sama brag og hið síð- asta. „Fólk ætti sannarlega að minnast sinnar eigin æsku, áð- ur en það dæmir hína núver- andi“. Þetta er því allt gott og blessað, að því manni skilst. Mjer er ljúft. að minnast gamlárskvölda minnar eigin æsku í Reykjavík. Jeg var úti öll þau kvöld fram á nótt, öll mín skólaár, mjer þótti svo gaman að mannmergðinni, og glaðværðinni á götunum. Þetta eina kvöld á árinu var eins og Reykjavík væri orði.n stórborg. Enginn maður átti sjer neins ills von þetta kvöld. Aldrei heyrðist getið um að farartæki hefði verið velt, eða rúður gilda skálanna brotnar, eða að ráðist hefði verið á fólk og kveikt í fötum þess, til þess að fagna nýárinu. Þegar jeg fór frá Reykjavík 1935, hafði jeg aldrei heyrt get- ið um neitt gamlárskvöld svip- að þessu síðasta. Og þó var á þeim árum farið að bóla á ill- kynjuðum götuskríl. A kvöldin sá maður íullorðna menn, á fjöi förnustu götum miðbæjarins, með títuprjón í hendi, til þess að stinga í kvenfólk, sem gekk fram hjá þeim, og svo flyss- uðu þeir eins og fábjánar, að þessari ,,fyndni“ sinni. — Jeg hef víða íarið, og hvergi sjeð slíka framkomU við konur á götu, nema í Reykjavík. Á sumum blaðaskrifum er svo að heyra, sem hjer sje úr vöndu að ráða — lögreglan geti ekki beitt sjer. Það sje ekki hægt að lumbra á æskulýð, sem sje að „skemmta sjer“ á gaml- árskvöld. Og það jafnvel ekki þó að hann fagni nýárinu með því að kveikja í bílum, húsum og fólki og brjóta rúðurnar í bænum? Eiga þá bæjarhúar og yfir- völd blátt áfram að gefast upp fyrir hinni verst siðuðu æsku borgarinnar, og láta hana fram- vegis einráða um, hvernig gaml árskvold fer fram? Eigum við að hætta á það, að kynslóðir framtímans verði að minnast gamlárskvölda æsku sinnar sem cstjórnlegs skrílsæðis ó göturhi: Reykjavíkur? Eiga bæj- arbúar; að sætta sig yið rneiðsl, brunasár, skemdir á fötum, húsum og bílum, svo tugum þúsunda-uemi — aðeins vegna þess, að ekki megi meina sjóð- Eftsr Kristján Albertson vitlausum skríl að „skemrnta J nema með sterkara og sterkara sjer ærlega“ einu sinni á ári? | almenningsáliti, r.ema að þjóð- Einu sinni á á.ri? Því skyldi j in vakni til fulls upp úr hinu það, sem er meinlaus æsku- ! alkunna íslenska langþoli, ári endiiega I þannig að hin æfaforna nor- ensiii mm f M. gleði einu sinni á verða að teljast £ ýms önnur tækifæri — þegar svo vel liggur á götulýðnum? Og þegar það er orðin æru- veiðug þjóðleg hefð, að velta knæmt við ræna hegðunarmenning, sem er rík í öllu göðu íslensku bændafólki, fái sett sinn svip á okkar öld, bæði í bæ og sveit, með hennar nýju lifsháttum, bílum. kveikja í náunganum • Þeim hætlu.m sem fylgja of og brjóta sierlega stórar og fall- egar rúður á gamlárskvöld — hvernig ætti bá æska framtím- ans yfirleitt að láta sjer detta í h.ug að slíkt væri ..skrílshátt- ur“ — og ekki aðeins eðlileg og sjálfsögð áiamótagleði, sem sagt: „engin ný bóla“? Það er fyrir löngu kominn tími til b.°ss að almenningsálit og yfirvöld taki bá stefnú,.með einbeitni og hörku, að ekki skuli þolast að í höfuðstað vors unga framgjarna lýðveldis fái að þrífast og dafna hin bjána- legasta og ótugtarlegast inn- rætta skrílska sem þekkist í álf- unni. Þa^ hefur ekki verið slíkt met sem vakað hefur fyrir Is- lenaingum á síðustu mannsöldr um. Hin mikla framför sem orðið hefur á landi voru í öllu sem manrdegt líf má prýða, líka í kurteisi og hverskonar fágun í framkomu og hegðun, hefur styrkt þá sannfæring, að Is- lendingar geti verið og eigí að vera í hópi best siðuðu þjóða. Meðan skólar eflast og menn- ingarstofnunum fjölgar. Listir og bókmer.tir víkka veldi sitt, svo að furðulegt er með jafn- fámennri þjóð, meðan sveitir og bæir breyta um ásýnd. rækt un eykst, og margfaldast, þjóð- in byggir sjer betri hús en nokk uru sinni fýrr, garðarnir verða yndislegri með ári hverju, trjá- eróður meiri og hærri, meðan öllu á Islsndi fleytir fram til fegurðar og þroska, af meira krafti en nokkru sinni fyrr — bá skulura við ekkki bola að jafnframt öllum framförunum fái að leika lausum hala í Reykjavík skrílmenska, sem °neín önnur siðuð þjóð lætur bjóða sjer. Hvað á þá að gera? Fyrst og fremst verður að skapast nógu sterkt almennings álit, ekki aðeins meinlitil og hálfvolg fvrirlitning, heldur á- berandi, ásækin og krassandi fyrirlitning og fordæming á allri nýsköpun síðari tíma í ruddaskap og rónahætti. Hvar sem róni veður uopi. hvort heldur er á götu eða í dans- sal, verður hann strax að finna bað úr öllum óttum, að mefin hafa sárustu skömm á hcnum. Það er ofmargt á Islandi af mönnum, sem halda t.aktleýsi sitt ekki annað en meinlausa stríðnj. ókurteisina, hreinskilni og ruddaskapinn karlmennsku. Á sama hátt heldur ró.ninn að rónaháttur sinn, sie fyndni, eða æskúíjör, bráðskemmtiiegur 'galsi eða kjarkur, sem mannsr. bra^ð sje að. Haifn Stendur í þeirri hugmynd að naenn hafi ganian af sjer og dáist að sjer. Allt þetta verður ekki læknað skyndilegum lífsvenjubreyting- um og of skyndilegu peningá- fólði. En sterkara almenningsálit er ekki einiilítt. Hvað geta yf- irvöldin gert til þess að hefta framgang rónaháttarins? Það. verðpr að setja upp á Lækjartorpí í Revkjavík stórt járnbúr, eins og þau. sem villi- dýr eru höfð í, í dýragörðum erlendis — og á gamlárskvöld- um á lögieglan að henda öll- um óargadýrum götunnar inn í þetta búr, og þar eiga þau að vera til sýnis á nýársdag. — Allan nýársdag. Það á ekki að sekta þennan lýð < hann borgar engar sektir), þ\í síður berja hann, en allra síst á að fela hann fyrir sjónum manna uppi í Steininum — það á að hafa hann til sýnis, eins og t. d. apakettir eru sýndir í dýra- görðum. Og búrið ætti auðvitað að; standa á Lækjartorgi allan ársins hrmg, og hver lögreglu- maður alltaf að ganga með lyk- il að því. Þangað ætti að láta alla, sem stinga með títuprjón- um á götunni Alla sem brjóta rúður að gamni sínu, til dæmis í Þjóðleikbúsinu og Sundhöll- , inni, svo að nefndar sjeu tvær • byggjngar, sem rónum hefur þótt sjerstaklega gaman að brjóta rúður í. Alla, sem læðast inn í garða og rífa þar upp blóm og trje. Alla slagsmálahunda á nóttinnl af götum og samkom- um. Menn. sem eyðiíeggja allt sem hönd á festir i sæluhúsum Ferðafjelagsins. Menn sem skemta sjer við það á nætur- þeli að rifa merkispjöld af vör- um, sem liggja á hafnarbakk- anum, og á að skipa út í strand ferðaskipið dagir.n eft.ir. Alla sem sýna konum olbetdi, Allir ættu þeir að vera til sýnis einn dag í búrinu í fyrsta skifti, næst tvo daga, þrjá daga við þriðja brot o. s. frv. Og við brottför úr barnaskólum ætti að afhenda öllum börnum sund- urliðaða skrá yfir þau brot, sem þau yrðu að varast. ef bau ættu ekki að lenda í óargadýnabúr- inu. Finnst einh.verjum búrið of miskunnarlaus begning? Það mundi mjög bráðlega standa autt allan ársins hring. Rónum landsins mundi i standa meiri beygur af því en nokkru öðru. — Þó að sumir þeirra kunni að vera miklir fyrir sjer, þá er kjarki þeirra takmörk sett. Það þarf ægileg- an kjark til þess að hætta sjer að nauðsvnjalausu út i verknað, sem getur haft þær afleiðingar, að maóuf verði sýndur opin- berlega í villidýrabúri. Burið, mvndi standa þarna á torginu autt, en sem ógurleg járnköld áminning um, að í þessu þjóðfjelagi skal engin skrílska þolast Alla daga mætti Framh. á bls. 8 ÍSLENSKU skíðamennirnir ganga inn á leikvanginn í St. Mcritz. Jónas Ásgeirsson ber spjaid með nafni Ísíands, en fánami her Her- mann Stefánsscn. Síðan koma hinir þáttíakeiíðurnir. Tveir íslensku Olym- píukeppandanna komnir heim ss Kefdu-kvikmyndtna TVEIR íslensku skíðamannanna, sem þátt tóku í Vetrar-Olympíu- ieikunum í St. Moritz, þeir Jónas Ásgeirsson frá Siglufirði og Guðmundur Guðmundsson frá Akureyri komu hingað til Reykja- víkur loftleiðis um liádegi í gær ásamt Áma Stefánssyni, en hinir eru ennþá ytra. Einar Pálsson varð eftir í Zúrich, en Hermann Stefánsson í Kaupmannahöfn. Þórir Jónssom og Magnús Brynj- ólfsson fóru til Chamonix í Frakklandi og munu dvelja ,þar eitt- hvað á skíðaskóla. Þeir fjelagar Ijetu hið besta«>- yíir förinni, er blaðamenn áttu tal við þá í gær, þrátt fyrir ýmsa i erfiðleika, sem að steðjuðu. Eins og áður hefur verið skýrt frá, hafði loftlagsbreytingin mjög vond áhrif á þá. Urðu þeir í fyrstu bæði máttlausir og mistu mestan áhuga á því að æfa. Mataræðið angraði þeim einnig. Svíar t. d. komu með mat að heiman og höfðu sína eigin rnatreiðslumenn. Brunbrautin varð mörgum að falli Brunbrautin, sem kept var í, varð mörgum góðum skíðamann inum að falli. Hún var öli öld- ótt og snarbrött og voru slys þar tíð. Fótbrotnuðu þar margir góðir skíðamenn og'hlutu ýms önnur meiðsl. íslendingarnir kusu heldur að fara varlegar en eiga það á hættu að koma heim með brotna limi. I keppninni voru þeir þó mjög óheppnir með að vera ræstir með þeim síðustu og brautin þá miklu verri en fyrst. teir, sem álitið var að heföu sigurmöguleika, voru ræst ir fyrst. — Svigbrautin var einn ig mjög vond, þar sem hún var einn gierungur. Jónas stökk G4—65 m. á æíingu Á æfingu var Jónas Ásgeirs- son búinn að stökkva 64—65 m., en í keppninni sjálfri stölck hann 57 og 59,5 m. og stóð bæði sin stökk. Fór keppnin frara í stórhríð og háði það keppendum mjög. Jónas var 37. í röðinni af 49 keppendum. Voru t. d Kan- adamennirnir þrír, sem tóku þátt í stökkinu, allir á eftir hon- um. Jónas kvað það mjög hafa háð sjer að hann hefði ekki get- að æft hjer heima nema í svb litlum stökkbrautum og kvað það fyrsta skilyrði til þess að við gætum orðið fyllilega sam kepþnisfærir við bestu stökk- menn annarra þjóða að við fengjum slíkar brautir hjer. SkíðuBi sítóí® frá Einari ísleridingarnir fóru ekki alveg varhluía af þeim þjófnuðum sem áttu sjer síaS í St. Moritz. Skíð- um Einars Pálssonar var t. d. stolið, en honum var þó bætíur skaðinn. Fjekk h.ann önnur í staðinn, síst verri en þau, er hanrs átti. Viföu ekki sjá Heklu-mvndina. Árni Stefánsson fór með þeim skíðamönnunum utan með Heklumynd sína og Steiriþórs Sigurðssonar, en Svisslendingar vildu ekki sjá har.a. 1 St. Moritz íjekk hann ekki einu sinni sýn- ingarvjel, sem iiægt væri að sýna hana með og í Zúrich var heldur enginn áhugi meðal manna um að fá að sjá hana. Aftur á móti tók Árni allmikið af skíðaroyndum í ferðinni. Góð framralstaða Það verður ekki annað sagt en að íslendingarnir hafi staðið sig vel á þessum fyrstu Vetrar- OlympíuJeikum, sem þeir taka þátt í. Þeir komu hvorki heim með gull eða silfur, og þess var heldur aUs ekki að vænta. En þeir hafa fært okkur heim sann- inn um, að íslenskir skíðamenn geta átt xnikla framtíð fyrir sjer, ef þeim verður aðeins sjeð fyrir viðunandi æfingarskilyrð- um hjer heima. — Þ. Eisí-nsttin látinn. MOSKVA: — Xlinrv íi-ægi rúss- néski kvikmýiidastjóri M. Eisen- stein ei nýlega látiiiá. 7C[ íA-xú H ÖM arif-j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.