Morgunblaðið - 14.02.1948, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.02.1948, Blaðsíða 12
VEÐURÚTLITiTB.: Faxaflói: Þyknar upp með vaxantdt suð- austan átt, hvassviðri og snjó- koma þcgar líður á daginn, EIGUM VIÐ að þola skríl á á íslandi? beitir grein eftii: Krisján Albertsson á bls. 7. HELLISHEIÐI varð alveg ófær bifreiðum í gær og var ekki gerð tilraun tii að moka snjó af veg- inum, eða gera hann bíifærann og verður ekki á meðar, von er á áframhaldandi snjókomu. Hinsvegar hafa bifreiðar kom ist Mosfellsheiðarr'eg um Þing- velli og sambandi þanntg haldið við austursveitirnar. Fara aliir mjólkurflutningar um Mosfells- heiöi nú. Mjólkin verður áfram skömt- uð í dag hjer í bænum. Fyrir austan fjail hafa vegir ekki tepst að ráðí og aðalþjóð- vegir annarsstaöar á iandinu furðu vei færir, en snjókoma hefur verið langmest hjer Suð- vestan og vestan lands undan- farna daga. a sigtir CjSsm. mbl: ÓC. k. magnússqn. ÞETTA er hið veglega hús Rúgbrauðsgerðarinnar við Skúlagötu. Hjcr er það sem hrökkbrauðsfram- leiðslan er hafin og síðar meir verður þar rúgbrauðsgerð. Þegar byrjunarframkvæmdir voru liafnar, unnu bakarameistarar í sjálfboðaliðsvinnu við byggingu hússins. í turni þess er kornmyllan. Akureyri, föstudag. KEHNARAR Menntaskólans á Akureyri hjeidu fráfarandi skólameistarahjónum, Sigurði Guömundssyni og Halldóru Ól- afsdóttur kveðjusamsæti að Hótel KEA þriðjudagínn 10. jþ. m. Skóiameistari Þórarinn Björns son, stjórnaði samsætinu, en ræður fluttu kennararnir Brynj óifur Sveinsson. Vernhárður Þorsteinsson og Örn Snorrason. Sigurður Guðmundsson þakk- aði með snjallri ræðu boð og vináttu. Aður höfðu kennarar skólans fært þeim hjónum ijósakrónu fagurlega gerða, útskorna af Agústi Sigmundssy'ni, trjeskurð armeistara, Reykjavík. tæiismaour íúmé í Aþena Á RÍKISRÁÐSFUNDT í gær skipaði forseti ísiands Mario G. Pipinelis ræðismann fyrir ís- land í Aþenu. FRÍ skipar nefnd tii að sjá um keppnina við Norðmenn •> SeiiBÍlega ekki keppi við Dani EITT af aðalverkefnum hins nýstofnaða Frjálsíþróttasambands íslands næsta sumar verður að sjá um fyrstu landakeppni frjáls- íbróttamanna, sem verður við Norðrnenn hjer í Reykjavík dagana 26. og 27. júní. Hefur FRÍ falið íþróttafjelögunum þremur Ár- manni, KR og ÍR að sjá um keppnina, og sjerstök framkvæmrla- refnd skipuð til þess, en í henni eiga sæti Jer.s Guðbjörnsson, Ingólfur Steinsson, Brynjólfur Ingólfsson, Guðrnundur Sigur- jónsson og Jóhann Bernhard. Keppt verður í eftirtöldum greinum: — 100 m., 200 m., 400 m., 800 m., 1500 m., og 5000 m. hlaupum, 110 m. grinda- hlaupi, 4x100 m. boðhlaupj, 1000 m. boðhlaupi, hástökki, langstökki, stangarstökki, kúlu varpi, krmglukasti og spjót- kasti. Hvor þjóð sendir tvo menn til keppni \ hverja grein. Einnig hafa komið til greina að landskeppni yrði í frjálsum íþróttum við Dani næsta sumar að Olympíuleikunum afloknum, en sennilega getur ekki af henni orðið. Frjálsíbróttasamband íslands var stofnað 16. ágúst 1947 og tók þegar í stað til starfa. Sam- bandið er æðsti aðili um sjer- greinarmólefni í frjálsu.m íþrótt um bæði jnnan iands og út á við. Af verkefnum F.R.Í. má nefna: 1) að semja leikreglur og reglugerðir um landsmót í frjálsum íþróttum. 2) að raða niður og úthluta landsmótum og alþjóðamótum í frjálsíþrótt- um, sem haldin eru á íslandi. 3) að staðíesta íslensk met. 4) að löggilda dómara í frjálsíþrótt um o. m, fl. Stjórn F.R.Í. skipa: Konráð Gíslason, Jóhann Bernhard, Guðmundur Sigurjónsson, allir í Reykjavík, Lárus Halldórs- on, Brúarlandi og Oliver Steinn Hafnarfirði. <*>------------------------- AtomsýniiHjín fluii til Akureyrar ÁKVEÐIÐ hefur verið að atomorkusýningin í Listamanna skálanum verði flutt norður á Akureyri. Sýningin verður opin þessa viku. Aðsókn að henni hefur verið góð, enda er sýningin að dómi fróðustu manna mjög vel úr garði gerð. Skrifaðar hafa verið greinar í Reykjavíkur- blöðin um hana, og eru greinar- höfundar á einu máli um að sú alþýðufræðsla er felst í efni sýn ingarinnar á þessari stórkost- legustu uppgötvun sögunnar sje mjög vel og einíaldlega úr garði gerð. SfaMes! iög Á RÍKISRÁÐSFUNDI í gær voru eftirtalin lög staðfest: Lög um samkomudag Al- þingis 1948. Lög viðvíkjandi nafnbrevt- ingu Vinnuveitendafjelags íz- lands. Lög um heimild handa sam- göngumálaráðherra til að veita stýrimannssljírteini og vjel- stjóraskírteini. EIN§ OG oft hefur verið bent á áður, þá rennur út þ. 28. þ. m. frestur til þess að láta skrá- setja innstæður í bönkum, spari sjóðum og innlánsdeildum sam- vinnufjelaga. Skrásetningarskyldar eru all- ar innstæður í fyrrgreindum 1 stofnunum, sem námu kr. 200.00 eða meiru á framtalsdegi, eða þ. 31. des. s.l. Þetta tekur til hverskonar inn stæðna, hvort sem það eru spari sjóðsbækur, innlánsskírteini, inn lánsbækur, hlaupareikningar, viðskiptalán eða reikningslán o. s. frv. Það skal sjerstaklega tekið fram, að innstæður eru skrá- setningarskyldar, jafnvel þótt þær hljóði á fult nafn og heim- ilisfang innstæðueiganda. Þegar unnið hefur verið úr skýrslum þessum, verður gefin út innköllun varðar.di ótilkyntar innstæður. Komi eigandi þá ekki fram heldur, rennur innstæðan óskert í ríkissjóð. Hinsvegar, ef tilkýnning berst eftir að skráningarfresturinn er liðinn, en fyrir iok innköllunar- frestsins, má gera eiganda að greiða sekt er nemur alt að 25% af innstæðunni. /Eskulýðsfundur í Dómkirkjunni BRÆÐRALAG, kristilegt fjelag stúdenta, heidur aðra æskulýðs- samfcomu sína á pessum vetri i Dómkirkjunni sunnudaginn 15. febr. kl. 2 e. h. Meðal þeirra, sem koma þar fram, verða: sr. Friðrik Hallgrímsson, er les upp Sigurður Skagfield óperusöngv- ari syngur með aöstoð dr. Páls ísólfssonar, prófessor Ásmund- ur GuCmundsson segir ferða- sögubrot frá Gyðingalandi, sr. Magnús Már Lárusson háskóla- kennari flytur ræðu og auk þess leikur dr. Páll Ísólísson einleik á kirkjuorgelið. Handknaffleiksmétið: Víkingur og Ármann unnu HANDKNATTLEIKSMEIST- ARAMÖT Islands (innan húss) hófst í gærkvöldi í íþróttahúsinu að ITálogalandi. Þorgeir Svein- bjarnarson, varaforseti í. S. I. setti mótið. Það kom áhorfendum mjög einkennilega fyrir sjónir hve annað liðið sem stillti sjer upp á leikvanginum meðan mótið var sett, var illa til fara. Þetta liö var meistaraflokkur Hauka í Hafnarfirði. Leikmenn þeirra voru alls átta, en af þeim voru aðeins 3 — þrír — í eins bún ingi, þ. e. hvítum bol og svörtum buxum, en hinir voru t. d. í grænum hol, einn í bláum bux- um með hvítum röndum, annar alhvítur o. s. frv. Hjer er fyrst og fremst um sök Hauka að ræða og í öðru lagi sök mótanefndar, því ó- neitanlega virðist það vera Mt- ilsvirðing á sjálfu íslandsmótinu og það við setningu þess, að kapplið skuli mæta þannig til fara. Vonandi á þetta ekki eftir að sjást oftar. Fyrri leikur mótsins var á milli Hauka og Víkings og lauk honum þannig að Víkingar sigr- uðu með 31 gegn 17. Annar leik urinn var á milli Ármanns og Fram og lauk honum með sigri Ármanns 21 gegn 12. Leiktími var í báðum leikjunum 2x25 mín og er þetta í fyrsta sinn sem sú tilhögun er höfð á ís- landsmótinu. Næstu leikir fara fram r.k. mánudagskvöld kl. 8. SM. Bókmeimiakynning Helgafells á sunnudaginn Á SUNNUDAGINN hefst ný bókmenntakynning Heigafells- útgáfunnar, í Austurbæjarbíó, kl. 1,30. Lárus Pálsson, leikari, ætlar að lesa upp úr kvæða bókinni: „íslands þúsund ár“. — Þá les Halldór Kiljan Laxness, ritöf., kafla úr nýrri nútímasögu, sem hann nefnir „Atomstöðin". Þessi bók kemur út á vegum Helga- fells í næsta mánuði. Overland og Grieg Annan sunnudag verður lesið upp úr erlendum bókum, er bókaforlagið ætlar að gefa út á næstunnf. Verður þessi bóka- kynning helguð þeim Arnold Överland og Nordahl Grieg. — Lárus Pálsson les nokkur snjöll- ustu Icvæði Griegs í þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar, enn- fremur hið kunna kvæði Över- lands, eggjunarorð skáldsins gegn nasismanum: „Þú mátt ekki sofa“ og „Bæn út í bláinn". Hefur Magnús Ásgeirsson þött hið fyrra, en frú Halldóra Björnsson hið síðara. Þá verður lesinn bókarkafli um dvöl Nor- dahls Grieg hjer á Iandi á styrj- aldarárunum, sem birtur er í bókinni: „Fáni Noregs". Enn- fremur verður lesin smásaga, eftir. Överland, úr bók hans: „Fögur er foldin'1. Þessar tvær bækur er hjer hefur verið minnst á eru væntanlegar í út- gáfu Helgafells innan skamms. Davíð Stefánsson hefur þýtt bók Griegs, en Helgi Sæmunds- son bók Överlands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.