Morgunblaðið - 14.02.1948, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.02.1948, Blaðsíða 10
10 MORGUHBLAÐIÐ Laugardagur 14. ebrúar 1948 ÓSKABRUNNURINN 8. dagur Þá greip Tim fram í. „Látið mig um það, skipherra“, sagði hann. „Ef einhver œtlar að renna, þá skal jeg .gefa honum ærlegt spark. Ef jeg stned á bak við þá munu þeir verða svo óðir að þeir brytja Bretana nið ur í spað. Jeg skal gera þá hræddari við mig heldur en þeir eru við óvinina“. Morris brosti dauflega. „Þetta er hraustlega mælt“, sagði hann. „En hafið þjer nokkurn tíma verið úti í kúlnahríð?“ Tim hló hátt. „Jeg get hremt kúlurnar á lofti með kjaftin- um“, sagði hann. „Og jeg get hrækt þeim út úr mjer aftur með meira afli heldur en byssa“. Skipherrann kinkaði kolli: „Ef þjer berjist jafn hraust- lega og þjer talið hraustlega, þá er allt í lagi“, sagði hann þurlega. Svo leit hann á Blake hershöfðingja, sem var í glæsi- legum einkenniisbúningi og með mörg glóandi heiðurs- merki. „Jeg ætla að benda yður á það, hershöfðingi“, sagði hann, „að einkennisbúninfar ykkar eru gott skotmark fyrir óvin- ina. Það væri betra fyrir yður að taka af yður mesta prjálið áður en orusta hefst“. Hershöfðinginn þyktist við og mælti: „Jeg ætla að láta yð ur vita það, sklnherra, að jeg hefi aldrei gengið dulbúinn í orustu“. Skipherrann hneigði sig og sagði: ,,.Teg bið afsökunar“. Eni Tftm þrumaði: „Hvað gengur að yður, skipherra? Hvað haldið bier að mennirn- ir mundu se.gja ef þeir sæju að hershöfðinsinn væri hrædd ur við að skotið yrði á sig?“ „Þetta er satt“, sasði skip- herrann en svo bætti hann við kímnislega: „En þjer eruð svo góður skotspónn sjálfur, stóri vinur, að óvinunum mun ekki verða skotaskuld úr bví að hæfa yður“. Þá snieri hann sjer aftur að hershöfðingjanum.. „■Við skulum nú athuga horf urnar betur. Jeg ætla að fela Lewis liðsforingja vfirstjórn fallbvssanna á hæðinni og Wadsworth liðsforingja niður við höfnina“. „Þeir Grant ofursti og Cham berlain majór hafa foryst'u fyr ír mínum mönnum“, sagði hers höfðinginn. „Brown liðsforingi hefir forystu fyrir stórskota- liðinu. Þier munuð komast að því að vier munum berjast eins og Iión“. „Mjer bykir vænt um að heyra það“, sagði Morris. „Jeg hugsa að beir ráðist ekki á okkur í nótt, en til vonar og vara ætia jeg að senda njósna- báta niður ána, og það væri gott ef bjer senduð njósnara niður með ánni, ef vera skyldi að beir kæmi landveg. Og nú er best að úthluta byssum til þeirra manna yðar, sem vopn- lausir eru“. T--- S V. Tim Hager var ölvaður af gleði og nokkrum sopum af rommi. Hann gekk í flokk Chamberlains majórs. Hann var þvergi banginn og hann mátti til að láta majórinn vita af því. „Við skulum standa eins og klettur, og við skulum höggva þá niður eins og hráviði. En hjer verður hörð hríð, svo það værá best að forða kvenfólki og börnum áður en rimman hefst“. „Það hefir þegar verið gert“, sagði majórinn. „Konur og börn hafa verið flutt til Mr. Lane, sem á heima mílu hjeð- an upp með Sowadabscock ánni. Þar er þeim óhætt“. „Það var fallega gert“, sagði Tim. „Jeg á ástúðlega konu og barn í Bangor, og þær eiga von á mjer heim. En jeg sest að hjer til þess að berjast fyrir þær. En ef jeg væri hræddur um að þeim væri hætta búin, þá mundi jeg ekki hafa skap til að berjast og sama hygg jeg sje að segja um alla aðra. Hvar segið þjer að konurnar og börn in sjeu? Hjá Josh Lane?“ „Já, mílu vegar upp með ánni“. „Það er gott“, sagði Tim, og í því kom sjóliði með vopn handa honum, byssu, púður og högl, stál og tinnu. Tim hló. „Ekki þyrfti jeg á þessu að halda ef jeg gæti náð í þá með höndunum“, sagði þann. Samt sem áður hlóð hann byssuna. „Og nú er best, majór, að jeg tali yfir hausa- mótunum á piltunum, svo að þeir verði ekki að gjalti. Ef jeg get gert þá æsta, þá stend- ur e,kkert fyrir þeim“. Og allt kvöldið gekk hann á milli mannanna og klappaði sumum svo hastarlega á öxl- ina að þeir supu hveljur. Lias Browning frá Brewer fór hálf klaufalega með byssu sína og viðurkenndi blátt áfram að hann hefði aldreli haft byssu fyr milli handa og að hann hefði ekki hugmynd um hvern ig ætti að hlaða hana. Tim hló að asnaskap hans. „Líttu á hvernig jeg fer að“, sagði hann hróðugur. „Farðu að eins og jeg“. Og svo hlóð hann byssu sína til þess að sýna Lias hvernig hann ætti að fara að. Svo fór hann það- an. Nú var byrjað að rigna og kalt í veðri. Hann kom að þar sem nokkrir menn höfðu leitað sjer skjóls í hlöðu. Hann skamm aði þá fyrir gunguskapinn, en samt fór hann inn í hlöðuna til þeirra. Það var orðið dimt. Hjá Pitihern Brook kom kýr röltandi. Vörðurinn þar varð hræddur þegar hann heyrði fótatak hennar og hleypti óðar af byssu sinni. Þeim hlöðubú- um hnykti við skothvellinn og allir þögnuðu. En Tim hlóð byssu sína aftur til vonar og vara og lamdi hlaðstokknum af öllu afli til þess að viðhalda hugrekki sínu. Rjett á eftir fann hann það að hann var skraufþur í kverk unum, svo að hann lagði á stað til þess að ná sjer í ein- hverja hressingu. Hann komst inn í-kjallara í auðu húsi og þar fann hann kút með slatta af rommi. Það var svo lítið á kútnum að hon um fannst það ekki til skift- anna, svo að hann settist einn að kútnum. Eftir klukkutíma var kúturinn tómur. Tim sat þó kyr í kjallaranum um stund og yar að hugsa um það að hjer væri hann sæmilega örugg ur, ef áhlaup yrði gert. En þá hugsaði hann sem svo að ekki yrði mikið úr raggeitunum úti í hlöðunni ef hann væri ekki við til að stappa stálinu í þær. En áður en hann færi úr kjall- aranum hlóð hann byssu sína vandlega til þess að vera við öllu búinn. Svp lagði hann á stað út í myrkrið og söng hástöfum. Ein hver kallaði utan úr myrkrinu: „Hættu þessum bölvuðum há- vaða. Þú vísar óvinunum beint á okkur“. Tim steinþagnaði og vonaði að enginn vissi að það hefði verið hann, sem var með þennan hávaða. Hann komst þangað sem menn Chamber- lains voru. Þar rakst hann á seytján ára ungling, sem sat í hnipfi undir trje, grátandi og skjálfandi af hræðslu. Tim þreif í hnakkadrembið á hon- um. „Hvað á þetta að *þýða?“ grenjaði hann. „Þú sitpf hjer og skælir eins og stelpa. Jeg skal gefa þjer ástæðu fíl þess að skæla“. Hann setti piltinn á knje sjer og rassskeltr hann rækilega. Pilturinn braust um og hljóðaði hástöfum og Cham berlain majór kom þar að til þess að vita hvað gengi á. Þá slepti Tim piltinum en hgnn grenjaði snöktandi og bálreið- ur: „Bölvað nautið þitt, ef þú leggur hendur á mig aftur þá skal jeg sprengja þig í íoft upp“. „Þetta líkar mjer betur að heyra“, sagði Tim og sneri sjer svo að majórnum. „Sjáið þ|er« til majór, jeg var að reýíla að gera hann reiðan. Ef mað- ur getur gert þá reiða, þá muftu þeir berjast eins og villimenn“. Chamberlain majór svaraði þurlega: „Hugsið um sjálfan yð ur Hager, og mennirnir munu hugsa um sig“. Hann gekk á burt, en Tim hlóð byssu sína til þess að vera viðbúinn og svo sagði hann við menn, sem höfðu þyrpst utan um þá. „Þetta eru þakkirnat, sem maður fær fvrir að hjálpa til. Jog held, piltar, að májórinn hafi fengið sjer of mikið neð- an í því. En við getum tekið á móti Bretum þótt hann sje ekkj við“. Þeir svöruðu engu og Tim hjelt áfram. Hann var nokkuð reikull í gangi, enda var opðið dimt. Hann gekk upp á hóljnm Hvar sem afdrep var, höfðu menn hónast saman til að löita sjer skjóls fyrir regninu. HáPn sá þá ekki en bann heyrði eitt hvert muldur í þeim, og það gerði hann hálf smeikan. Svo rak hann fótinn í moldarhnágu og datt og misti byssuna. HaiÉ^ stóð á fætur og náði í hana aftur, og hjelt svo aftur á stáo og komst þangað sem fallbyss- urnar voru. Þar voru nokkrir liðsforingjar og sjóliðar. Tim lagði. hönd á stóru fallbyssuna frá ,,Adams“ en hún var svo köld að hann kippti að sjer hendinni með skelfingu. Þögn in lagðist líka þungt á hann. Hann vildi hafa hátt og hann byrjaði að syngja og vonaði að einhver tæki undir. En um leið kallaði einhver liðsforingi: „Þegi þú, þarna hjá fallbyss- unni“. Tim þagnaði því og Eftir Ida Moore. 17. Gulfótur settist niður og skrifaði drottningunni. „Það er engin ástæða til þess fyrir þig að vera svona súr á svipinn. Þú ert frjáls. Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af neinu. „Já, það er rjett! ?eg er frjáls! Jeg get farið og fundið lyklana, og þá verður þú líka frjáls." En um leið og hann sieppti orðinu sá hann, að sjórinn var nærri því kominn upp að hellismunninum. Fangarnir litu hvor á annan. Þeir sögðu ek-kert. Þess þurfti ekki með. Þeir vissu hvor um sig hvað hinn hugsaði. Bergmál, sem hafði tekið af sjer hlekkina, smeygði þeim á sig aftur, læsti þeim og setti lykilinn í umslagið frá drottn- ingunni. „Hvað ertu nú að gera?“ spurði Gulfótur, og reyndi að hylja tárin. ✓ „Jeg ætla að skrifa drottningunni og segja henni, að jeg kæri mig ekkert um frelsi mitt fyrr en þú sjer frjáls líka.“ „Þá verðum við báðir fangar hjer ævilangt," sagði Gul- fótur. „Jeg vil það heldur," sagði Bergmál. Hann settist niður til þess að skrifa drottningunni. Þegar hann var búinn, fleygði hann brjefinu í áttina til geitanna. „Farið þið með þetta til drottningarinnar þegar þið hafið lokið við að borða skeljarnar," sagði hann. — í raun og veru er jeg óá- nægður með allt hjá Jósefínu, en hún hefir bara aldrei kom- ist að því í þau fimmtíu ár, sem við höfum búið saman. ★ Kennarinn:, — Jæja, Pjet- ur, hvað er meint með orðun- um „auga fyrir auga og tönn fyrir tönn?“ Pjetur: — Jeg veit það nú ekki vel, en ætli það standi ekki eitthvað í sambandi við hnefaleika. ★ — Finnst þjer ódýrara að búa matinn til sjálf, en kaupa hann tilbúinn. — Já, mikið ódýrara, mað- urinn minn snertir varla við honum. ★ — Álitið þjer tóbakið og áfengið mestu óvini mannkyns ins? — Jú, en maður á að elska óvini. sína, stendur í Biblíunni. ★ — Jæja,-svo þú ert giftur, þá er sjálfsagt fyrir þig að líftryggja þig strax. ■— Nei, ekkert liggur á, hún er ekki svo hættuleg. k — Eruð þjer ánægður með nýju. rottugildruna, sem þjer keyptuð hjá mjer í gær. — Já, hún er ágæt. Jeg fann tvær rottur steindauðar við hana í morgun. Þær drápust af hlátri, þegar þær sáu hana. ★ — Það besta, sem maður á, er hrein samviska. ■— Og það næstbesta, er góð- ur lögfræðingur. k — Hversvegna komuð þjer semt á skrifstofuna í morgun? — Jeg datt niður stigann heima hjá mjer .... — Það hefði þó átt að flýta fyrir yður. , k Tollþjónn: — Þjer sögðust ekkj hafa neitt tollskylt með- ferðis. Hjer er þó full kista af bókum. — Já, en jeg hjelt að hugs- anir væru tollfrjálsar. BEST AÐ AUGLtSA I MORGUNBLAÐim 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.