Morgunblaðið - 27.02.1948, Side 7

Morgunblaðið - 27.02.1948, Side 7
Föstudagur 27. febrúar Í948. MORGUNBLAÐIÐ 7 Daglega Matarskömtun síðan 1939. Tauno og Ilona reyna að sjá um að börnin fái nægju sína að borða.-En það er erfitt. Matvæla- skömtun hefir verið í Finnlandi síðan 1939, áður en nokkurt af börnum Tauno var fætt og bau hafa því haft takmarkaðan matar skamt alla sína æfi. En þau fá mest alt smjörið, sem kemur á heimilið og alla mjólkina. Tauno getur keypt 3 pund af kaffi, handa allri fjölskyldunni, fjórum sinnum á ári, og 18 pund af brauði á mánuði. Vinur hans, sem býr í þorpi skamt frá Hels- ingfors, sendir honum smjör til þess að bæta upp smjörskamtinn, sem' er 1 pund á mann á mán- uði. Kjöt er ekki skamtað. En það er svo dýrt, að Tainio fjöl- skyldan etur það aðeins einu sinni í viku, á sunnudögum og þá því aðeins að það sje þess konar kjöt, sem hægt er að nota í kjötkássu á mánudögum og súpu á þriðjudögum. Kartöflur og síld. Aðalmatur fjölskyldunnar er því kartöfiur og slæm síld úr Eystrasalti, en hvorttveggja er ó- skamtað. Börnin eru mjög sólgin í bjúgu, en pundið af þeim kostar kr. 9,75. Tauno bíður því, þang- að til alt smjör er til þurðar gengið á heimilinu. Þá kemur hann börnunum á óvart með því að gefa þeim bjúgu ofan á brauð- ið. — Finnum hefir verið lofað, að þeir fái nú bráðlega tveggja únsu skamt af ósviknu tei, en ennþá drekka þeir beiska blöndu gerða úr þurkuðum berjum, i staðinn fyrir te. Ilona og Tauno borðuðu oft á veitingahúsum fyrir stríð, en nú er það orðið altof dýrt. -— >au borðuðu síðast á veitingahúsi í fyrrasumar, ,þegar vinir þeirra buðu þeim með sjer, og það kem- ur ennþá vatn i munninn á Taun o, þegar hann hugsar um allar kræsingarnar, sem þar voru á boðstólum. En hann svítnar líka í hvert sinn sem honum dettur í hug, hvað veislan kostaði mikið. Pund af smjöri 65 krónur. Það er hægt að fá nóg af smjöri, sykri, hveiti og kaffi á svörtum markaði. En verðið er svo gífurlegt, að Tauno hefur ekki efni á að kaupa neitt af því. Pund af smjöri á svarta mark- aðinum kostar um 65 krónur. Á frjálsum markaði kostar það 6 krónur. Auk þess hefir Tauno megna andúð á öllum viðskift- um á svörtum markaði. — Hið eina, sem hann hefir brotið af sjer, er að taka við smjörinu, sem vinur hans í þorpin sendir. En það virðist einhvern veginn ekki vera eins slæmt og viðpkift- in á svarta markaðinum. Þó að iangt sje síðan Tainio fjölskyldan hefir keypt hý föt, or hún sæmilega sett i þeím efnum. Börnin ganga eingöngu í fötum, sem saumuð eru upp úr gömlum fötum. En þau kæra sig kollótt um það og fötin eru hlý. Frakki Taunos er 8 ára og orðinn all- snjáður. En hann segir bara: „Ef mjer fer að líða ilia vegna bess, hve ermarnar eru slitnar að fram an, getur Ilona tekið vasalokin og sett þau framan á ermarnar, án þess að nokkur hafi hugmynd um“. Tauno kevpti sier síðast skó árið 1941. Hann á nú fímm pör af skóm.Lögúm samkvæmt má hann ekki fá sjer fleiri pör af skóm, þareð hann á ennþá tvenna, sem hægt er að gera við. Ilona kevpti sjer skó árið 1943. Það voru sænskir skór, gerðir úr ljelegu leðri og þeir slitnuðu fljótlega. Þess vegna varo hún að fara upp á háaloft og leita þangað til hún lífið í Finnlandi Skuggi kommúnismans yfir orðum og athöfnum Síðari grein fann garríla skógarma, sem hún hafði fengið sjer árið 1938. Hún ljet gera við þá, og beir verða að endast í a. m. k. eitt ár enn. I fyrravetur var selt í Hels- ingfors sitthvað, sem bandaríski herinn hafði skilið eftir í Evrópu. Þar náði Tauno í nokkrar dósir af niðursoðnu kjöti og tvær sjúkrahús ábreiður. Ilona saum- aði huxur handa börnunum úr annári, og síðbuxur handa sjálfri sjer úr hinr.i. Sofið í baðkerum. Taurío er svo heppinn að eiga s.jálfur íbúðina, þar sem hann býr, en hún er í stórrf samvinnu- fjelagshúsi. Hann þarf því ekki að hugsa um húsaleigu vanda- málið. En það er ýmislegt ann- að, sem kemur til greina. Sam- kvæmt lögunum verður einn leigjandi að vera í hverju her- bergi íbúðarinnar Húsnæðisekl- an er gífurieg. Það kemur ferða- mönnum á finskum gistihúsum oft á óvart, þegar þeic komast að því, að baðherbergi þeirra hafai verið leigð bláókunnugu fólki til að sofa í. Ef eldhúsið og stúlknaherberg- ið er talið með, þá hefir Tainio fjölskyldan yfir sex herbergja íbúð að ráða. En þau eru aðeins fimm. Þau hafa því talið heppi- legra að hafa vinnukonu, en eiga á hættu að þeim yrðí sendur leig jandi, sem þau vissu engin deili á. Tauno þykist því nokkurnveg- inn öruggur, en stjórnin getur samt sem áður sent honum leigj- anda fyrirvaralaust. Foreldrar Ilona bjuggu t. d. í tveggja herbergjg íbúð, með stóru eldhúsi. Einn góðan veður- dag sendi stjórnin þangað ung hjón, él skyldu búa í öðru her- berginu. Von bráðar eignuðust þau barn. Fimm manns búa þar nú, sem áður höfðu búið tveir. Þessi húsaleigulög eru talin hafa át.t drjúgan þátt í því, hve hjóna- skilnaðir færast nú í vöxt í Finn- landi. Eldsnevti og rafmagn er enn eitt áhyggjuefni Taunos. Elds- nej'ti það, sem hann keypti ásamt hinum eigendunum að húsinu í haust, er senn á þrotum, og eng- in von til þess að hægt sje að fá meira í vetur. Það litla, sem kemur af kolum til Finnlands frá Póllándi og Ameríku, fer beint til verksmiðjanna. Tauno hefir ekki rakað sig úr heitu vátn siðan árið 1939, nje heldu1' hofu’- hann getað fengið sjer heitt bað heima hjá sjér síðan þá. Ilona og hann fara einú sinni í viku á almennings ..sauna“ og :"á sier þar gufubað. Börnin eru böð uð úr fötu, en í henni er vatnið hitað á litlu, dýrmætu' eldavjel- inni 1 eldhúsinu, sem Tauno var svo heppinn að geta keypt. Kommúnistisk stjórn. Tauno , vill helst hugsa sem ahra minst um stiórn Finnlands. Þar virðist ríkja hið mesta öng- bveiti á öllum sviðum. Á 5'fir- borðinu reynir st’órnin að láta líta svo út, Sem Finnland haldi enn sjálfstæði sínu. Rjettarfarið í landinu býr enn vfir styrkleika og sjálfstæði. Störf þingsins fara fram samkvæmt lýðræðisvenj- um. Það er ekkert sem gefur í skyn, að kosningar sjeu ófrjáls- ar. Blöðin eru einnig frjáls. Þau geta gagnrýnt stjórnina eða finsku kommúnistana eftir vild. Það er samt ekki talið siðsamlegt nje kurteislegt að kasta hnútum að Moskvastjórninni nje rússnesk- um kommúnistum Það kemur oft fyrir, að and-rússneskar frjettir eru birtar í blöðunum. En þá er þess altaf getið um leið, að frjett irnar sjeu erlendis frá. Sjerhverjum Finna leyfist og að láta í ljós óánægju sína yfir núverandi ástandi í landinu, án þess að eiga á hættu að vera handtekinn. En hann gætir samt ætíð ýtrustu varkárni. Það hefur enginn sagt honum, að hann verði að vera varkár. En hann hugsar sem svo, að allur sje var- inn góður. Bersýnilegt er, að þetta frjálsræði ríkir í landinu aðeins vegna þegjandi samþykk- is Rússa, og þeir hafa vald til þess að láta höggið ríða af, ef svo virðist sem lýðræðið sje að reynast þeim of óþægur Ijár í þúfu. Kvislingar í ábyrgðarstöðum. Rússar hafa viðhaft sín gamal- kunnu kænskubrögð í stjórnmál- unum í Finnlandi. Þeir hafa sjeð kommúnista minnihlutanum fyr- ir nægju fje og áróðurstækjum. Nokkrir finskir kvislingar, sem flýðu frá Finnlandi til Rússlands þegar Finnar bönnuðu komm- únistaflokkinn nokkru eftir 1920, eru nú komnir aftur í sínar fyrri stöður, og þeir hafa ekki beint verið aðgerðalausir. Armas Áikia, hinn finnski „Lord Haw Ha\v“, sem flutti fyr irlestra í útvarpið frá Leningrad meðan á styriöldinni stóð, er nú kominn til Finnlands. Stjórnar hann verkföllum fyrir kommún- ista. Það sannaðist á Hellá Wu- olijoki oftar en einu sinni, að hún hefði skotið skjólshúsi yfir rússneska njósnara í styrjöldinni. Hún er nú yfirmaður finska út- varpsins. Nýlega var finnskur þingmaður spurður að því, af hverju finsku kvislingarnir væri ekki allir teknir og skotnir. „Það er ekki tímabært enn", svaraði hann. „F.n bíðið þið bara við“. Skiljanlega hafa kommúnistar skipað sjer í öll helstu emb^ettin innan stjórnarinnar. Forsætisráð- herrann , Mauuo Pekkala, er í sameingarflokki sósialista, sem er raunar eitt og hið sama og kom- múnistaflokkurinn, þareð þessir tveir flokkar hafa myndað sam- steypuflokk, er nefnist „Samein- ino- lýð'-æðissinnaðra manna'. — Dómsmálaráðherra. innanrikis- ráðherra, mentamálaráðherra og matvælaráðherra, eru allir kom- múnistar eða fylgjandi kommún- istum. Yrjo Leino inuanrikisráðherra og þar af leiðandi yfirmaður ;-ik- islögreglunnar, er sjer í lagi ill- ræmdur kommúnisti. Kona hans Hertta Kuusinen er formaður í Sameiningunni og þess vegna helsti fo’’sprakki kommúnista í Finnlandi. Sem yfirmaður Valpo hefir Leino nær ótakmarkað vald til þess að láta handtaka menn og varpa í fangelsi. Fram að þessu Framh. á bls. 8 i» Onnur grein Deyfðardraugurinn ídag skrá Ríkisútvarpsins eftir AGNAR HOGASON Illjómlist. Einhver vinsælasti þáttur dag- skrárinnar er eflaust hljómlistin, bæði klassisk og ljett. Skiptast hlustendur þar í marga hópa og er erfitt að greina á milli, því margir unna ekki síður ljettu músikinni en þeirri klassisku. — Ekki skal hjer lagður dómur á þá hlið hljómlistarinnar sem lýt- ur að klassik. Þó hef jeg heyrt frá dómbær- um mönnum að val klassiskra verka af hljómplötum sje með ágætum og hafi tónlistardeild út- varpsins þar miklu og velbúnu safni úr að velja. Er mjer tjáð að í undirbúningi sje stofnun stórr- ar útvarpshljómsveitar sem starfi ekki annað en að leika fyrir út- varpið, og svo halda konserta bæði í-bænum og út um land. Er slíkt vel, og má búast við miklum árangri af störfum hennar. En svo eru það danslogin og ljetta músikin svonefnda. Vart mun í nokkru landi finnast það skeytingarloysi sem útvarpið eða þeir menn sem sjá eiga um þessa deild tónlistarinnar hafa sýnt. Þau lög sem unga fólkinu er boð- ið upp á að staðaldri erp hvim- * leiðir og endurtuggnir slagarar. frá 1935—1940 og margir eldri. | Þeir sem stjórna þessum mál- um hafa hingað til lítið sýnt í nema óhæfni1 sína til þessa verks. — Ríkir þar algert skilnings-1 leysi í garð unga fólksins um hvað það langar að heyra og er | það best sjeð þegar danslagaþátt- urinn er leikinn á laugardögum. Jeg var nýlega austur i Mennta- skólaseli með nokkrum nemend- um skólans 17—19 ára. Þetta var á laugardegi. Nemendur höfðu undirbúið prógram sjálfir en síð-1 ar um kvöldið skildi dansa og var treyst á útvarpið, þar sem ! engar dansplötur voru fyrir ’ hendi. En þegar til kom voru lög þau sem leikin voru með þeim fádæmum Ijeleg að ekkert varð úr dansinum. Var aðalkvörtun nemenda að lögin væru gömul, illa valin og leiðinleg. Jeg tók mig nú til og hlustaði og var þetta öldungis í'jett. Þarna ægði öllu saman, gömlum þýskum völs um, sem fáir nema atvinnudans- arar kunna, jazzlögum, sem ætl- uð eru til þess að hlusta á, en ekki dansa eftir og þess á milli einstaka sigildur vals og Fox Trot. Ef maður, sem þekkir til músikþaríar æskufólksins, hefði stjórnað þessu þá hefði hann skil ið að örfáir slagarar nema þeir allra bestu (svona einn úr 500) ,,lifa“ lengur en 3 mánuði. Þetta eiga viðeigandi aðilar að skilja og haga seglum eftir því. Leikrit. Ein mesta skemtun þeirra, sem að staðaldri hlusta á útvarpið eru leiþritin. En núverandi ástandi í þeim málum er mjög ábótavant og má mörgu um kenna. — Það sem flestir finna að þessum þætti skemtiatriða, er þunginn sem hvílir yfir því, sem fram er flutt. Leikritin hingað til hafa verið þung þ. e. a. s. verið alvarlegs eðlis um óhamingjusama menn og konur, morð, brjálæði og önn- ur álíka viðfangsefni, :-em best eiga heima á leiksviði. Hinsveg- ar hefur algerlega vantað ljetta kýmni og gleðileiki. Úr þeim ara grúa, sem fyrirfinst af skemmti- legum, ljettum leikritum er eins og leikstjórar útvarpsins hafi ekki ratað á eitt einasta. Þeim virðist falla betur að glíma við verk, sem hvorki eru þeirra hæfL frá leikaralegu eða tæknilegu sjónarmiði og er skemst að minn ast MacBeth, eftir Shakespeare. Það væri gaman að skygnast í gröf hans og sjá hvort ekki væri neinu um rótað eftir íslensku túlkunina á einu af þektustu af verkum hans. Þó. skulu hvorki leikendur ríje leikstjóri sakáðir fyrir það, sem hlaut að koma fram. Utvarpið á enn ekki tæki til þess að fara með stór og erfið leikrit. Þetta er staðreynd og er þá betur heima setið en af stað farið. Má miklu fremur reyna, og eflaust með betri árangri, leika smærri vérk með "ærri leik endum og þá fyrst og fremst sam talsleikrit. I haust las Hersteinn Pálsson, ritstjóri, upp söguna af Topper i útvarpið og var það framhaldssaga þess. Var allur frágangur á henni hinn besti, enda sagan afburða góð og ljett kýmni. Er til ríóg af slíkum sög- um í erlendum bókmentum, og eru þær vel fallnar til þess að skapa skemtileg samtol úr gefn- um viðburðum. Ætti útvarpsráð að gangast fyrir að slíkt yrði tekið upp hið bráðasta. Gamanvísum, þáttum úr nætur lífi Reykjavíkur er alt of sjald- an útvarpað og ætti stálþráður- inn þar að kom,a að góðum not- um. Geta forráðamenn útvarps- ins komist að samningum við þá sem fást við að yrkja gamanvís- ur og láta síðan leikarana flytja þá. \ Fyrirlestrar. Fátt er betra fyrir menningar- stofnun slíka sem Ríkisútvarpið er, en að hafa nóg af góðum fyr- irlestrum um þau efni sem teljast verða til almennrar þekkingar en almenningur hefur ekki greiðan aðgang að. Má segja að útvarpið hafi þar unnið gott starf. Þó er sá galli á gjöf Njarðar, að þótt menn þeir, sem flutt hafa verk þessi, hafi samið þau með ágæt- um, þá hafa þeir ekki alltaf ver- ið eins færirí um að flytja þau. Allir hafa mismunandi málróm, ’og fellur hann misjafnlega vel x hljóðnema. Hefur borið mikið á því, að fyrirlesarar hafi ekki gert sjer ljóst, hve mikið ógagn þeif ann- ars gera ágætum verkum með flutningi þeirra sjálfir. Þeir, sem tala í útvarþ, eiga að láta prófa rödd sína svo hægt sje fyrir magn araverði að stilla hljóðnemann þannig, að rödd flytjanda láti sem best í eyrum hlustenda. — Þeim, sem ekki hafa rödd til þess að flytja verk sín, ber að fá aðra til þess, svo sem þuli eða menn, sem kunnir eru fyrir ágæta flutn ingshæfileika. Munu þá allir hafa gott af, bæði hlustendur, flytjandi og höfundur. !$apús Brynjólfsson kennlr á skíSanám- i oi m NÆSTKOMANDI mánudag hefst skíðanámskeið á Kolviðar- hóli og stendur yfir í eina viku, eða til laugardagsins 6. mars. Kennari á námskeiðinu verð- ur einn af íslensku þátttakend- unum í Vetrar-Olympíuíeikun- um í St. Moritz, Magnús Brynj- ólfsson frá Akureyri. Var Magn- ús væntanlegur til landsins seint í gærkvöldi, en hann hefur dval- ið um tíma á skíðaskóla í Cha- monix í Frakklandi. Eins og kunnugt er, er Magn- ús einn af albestu skíðamönnum landsins. Þeir, sem vilja sækja nám- skeið þetta ti ynni'það í verísl- unina Pfaff, Skólavörðustíg Ut fyrir kl, 4 á laugardag.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.