Morgunblaðið - 27.02.1948, Page 12
VEÐURUTLITIÐ: Faxaflói:
Stinningskaldi sunnan. Rigning
með köflum.
DAGLEGA LIFIÐ I FINN-
LANDI. — Sjá grein á bls. 7.
51. tbl. — Föstudagur 27. l'erbúar 1948.
Frá hmdí norræna Tónskáldaráðsins
Á myndinni frá vinstri til hægri: Ranta (Finnland) Riisager (Danmörk), Beck (Noregur), Egge (Nor-
egur), Wirén (Svíþjóð), Liljefors (Svíþjóð), Jón L iís.
1R -ingar hafa sett 43
Islandsmet á 2 árum
áxel Konráðsson kosinn form. fjeiagsins
AÐALFUNDUR íþróttafjelags Reykjavíkur var haldinn s.l. mið-
vikudagskvöld. Formaður f jelagsins gaf skýrslu um störf þess s.l.
ár og gat þeirra íþróttaafreka, sem fjelagsmenn unnu á árinu,
en þau eru meiri en nokkru sinni áður. Er í því sambandi nóg að
minnast utanfarar" frjálsíþróttamanna Í.R., sem ekki einungis
kastaði ljóma á nafn fjelagsins, heldur ekki síður nafn Isíands.
Fjelagsmenn settu alls 20 ís-^
íslenskur fulHrúi á
lónskáldaþingi
landsmet s.l. ár, 19 í frjálsum
íþróttum og eitt í sundi. Árið
1946 settu ÍR-ingar 23 íslands-
met og hafa því sett yfir 40 met
á tveimur árum, sem er eins-
dæmi um eitt íþróttafjelag. Þá
hefur fjelagið ráðið sjerstakan
framkvæmdastjóra, þar sem
starfsemin er orðin svo víðtæk,
að það reyndist nauðsynlegt.
Formaður fjelagsins, Sigur-
páll Jónsson, baðst eindregið
undan endurkosningu, en í hans
stað var kosinn Axel Konráðs-
son. Aðrir í stjórn voru kosnir:
Eyja Þórðardóttir, Gísli Krist-
jánsson, Friðjón Ástráðsson.
Ingólfur Steinsson, Jón Björns-
son, Örn Eiðsson, Sigurður
Magnússon og Þorbjörn Guð-
mundsson, en til vara Magnús
Baldvinsson og Sigurður Sigurðs
son.
Stjórn húsbyggingarsjóðs var
öll endurkosin, en hana skipa:
Þorsteinn Sch. Thorsteinsson,
Gunnar Einarsson, Magnús Þor-
gilsson, Haraldur Jóhannesson
og Ingólfur B. Guðmundsson.
í rekstrarnefnd Kolviðarhóls
voru kosnír: Sigurður Sigurðs-
son, Ragnar Þorsteinsson, Grím
ur Sveinsson, Gretar Árnason
og Hjalti Sigurbjörnsson.
Endurskoðendur voru kosnir
Gunnar Einarsson og' Ben. G.
Waage.
Suður-Kóreu
Lake Success í gær.
LITLA allsherjarþingið sam-
þykti í dag þá ályktun Banda-
ríkjanna, að láta fara fram kosn
ingar í Suður-Kóreu, með 31 at-
kvæði gegn tveimur, en 11 sátu
hjá. Gegn ályktuninni greiddu
atkvæði fulltrúar Ástralíu og
Kanada. Meðal þeirra, sem sátu
hjá, voru fulltrúar Venezuela,
Svíþjóðar, Noregs og Egypta-
lands. Bandáríkin báru fram
tillögu snemma í þessari viku,
þess efnis, að almennar þing-
kosningar yrðu haldnar í Kór-
eu þegar í stað, þrátt fyrir and-
stöðu Rússa. — Reuter.
NORRÆNA TÖNSKÁLDARÁÐiÐ
hjelt. fund í Osló 21.—22. þ.m. og
ræddi nýja höfundalöggjöf fyir
Norðuriönd og undirbúning tónlista-
viku, sem ráðið gengst fyrir í Osló
á hausti komanda. Island er nú í
fyrsta sinni aðili í ráðinu, þar sem
menn töidu að þátttaka Islands í
J3ernarsambandinu va’ri skilyrði íyr
ir uþptöku i ráðið. Jón Leifs sat fund
inn fyrir hönd TónskáldafjeJags ís-
lahds og var samþykkt einróma að á
va’ntanlegu tónlistarmóti skyldi
lielga íslenskri tónlist jafnmikinn
tíma og sama aðbúnað og tónlist
hinna landanna. Tónskáldafjelögin
kjósa sjálf verkin, sein flytja skal, en
á næsta fundi ráðsins í byrjun maí
næstkomandi verður heildardagskrá-
iil endanlega samþykkt. Filharmoni
hljómsveitin í Osló flytur þrjá tón-
leika, en auk þess verða lialdnir
hljómleikar stofutónlistar og kirkiu-
tónlistar. — Ráðið gerði ýmsar áiykt
anir, er snerta rjettindamél tónskálda
— Hugmynd TónskáldafjeJagsins um
útvarpsstöð fyrir UNESCO á íslandi
vakti athygli, og voru'menn sammála
um, að TJNESCO ætti mikla framtið
fyrir sj§r.
Danski fulltrúinn skýrði frá starf-
semi „Det Danske Selskab11, það hefir
hálfa miljón króna af rikisfje árlega
til umráða, til að kynna danska
mermingu erlendis. Sænski fulltrú-
inn skýrði frá hliðstæðri stofnun
Svíþjóð, sem starfar á sama hátt og
hefir eina milljón sænskra króna ár-
lega til umráða. Af þvi fje kemur
hálf milljón úr ríkissjóði, en útflytj
endur leggja fram hálfa milljón á
móti, af því að þeir telja útbreiðslu
sænskrar menningar erlendis fela
sjer áhrifamikla auglýsingú fyrir
sölu sænskra afurða. Norsku fulltrú
arnir töldu heppilegast, að gagnkvæm
menningarkynni milli þjóða yrði
skipulögð i ríkum mæli hjá UNESCO
i^amaLjáfp SLameinu fa j)jóL
'anna:
TóSf skemmtanir verða
hjer í bænum á fjár-
söfnunardaginn
29. febrúar
Dagsins vefSnr minnsf um land ali!
Á SUNNUDAGINN kemur, 29. febrúar, fer fram í öllum með-
limalöndum Sameinuðu þjóðanna fjársöfnun til Barnahjálpar
stofnunarinnar. Hjer á landi fara fram skemtanir, sem allur á-
góði af rennur óskiptur til þessa mannúðarstarfs. Hjer í Rvík
>erða tólf skemtanir, sem milli 5000 og 6000 manns getur sótt.
B'örnin 'í/'~
og Tónlistarskólanemendur
Börnin í barnskólum bæjarins
annast flestar skemmtanirnar,
og aðstoða nemendur úr Tón-
listarskólanum við hverja þeirra
Fræðslufundur
IIEIMDALLUR heldur
fræðslufund í Sjálfstæðis-
húsinu í kvöld kl. 8,30.
Gunnar Helgason, crind
reki, flytur fyrirlestur um
Kommúnismann.
Keimdellingar, fjölmenn
ið og mætið stundvíslega.
12 skemtanir '
1 þeim samkomuhúsum, sem
tvær skemtanir fara fram, verð
ur sú fyrri-kl. 1.30, en hin síð-
ari klukkan 3. í þessum sam-
komuhúsum verða tvær skemt-
anir: Gamla Bíó, Tjarnarbíó,
Austurbæjarbíó og í Skátaheim-
ilinu. Þar verður skátaskemtun
kl. 1,30 og um kvöldið aðaldans-
leikur Skátaf jelaganna og renn-
ur allur ágóði af dansleiknum
til Barnahjálparinnar. í Trípólí
j verður ein -skemtun, sömuleiðis
J í Góðtemplarahúsinu. Þá skemt-
un annast barnastúkan Æskan.
j— Þá verður ein kvikmynda-
sýning í Nýja Bíó og þá hefur
Leikfjelagið sýningu á æfintýri.
Skólastjórar skólanna og kenn
arar munu sjá um þær skemt-
anir, er barnaskólabörnin og
Tónlistarskólanemendurnir ann-
ast. í öðrum tilfellum stjórnir
viðkomandi f jelaga og samtaka.
Ffamkvæmdanefnd Barna-
hjálpar S. þ. skýrði blaðamönn-
um frá þessum skemtunum í
sambandi við fjársöfnunardag-
inn á fundi er hún boðaði þá á
í gær.
Aðgöngumiðasalan
og einstök framlög
Aðgöngumiðasalan að skemt-
ununum verður með öðru sniði
en verið hefur, er svo margar
skemtanir fara fram. Miðasal-
an verður í Listamannaskálan-
um og þar verða sem sje seldir
miðar að öllum skemtununum,
og hefst sala þeirra kl. 9 árdeg-
is á sunnudag.
Þar verður og tekið á móti
sjerstökum framlögum barn-
anna, ef þau skyldu vilja gefa
peningagjafir sjálf, umfram
verð miðans, sem er 5 kr. fyrir
börn og fuílorðna. Engin fjár-
sqfnun fer fram í barnaskólum
bæjarins.
Kvæði dagsins*
Freysteinn Gunnarsson skóla-
stjóri hefur ort kvæði í tilefni
dagsins og verður það lesið upp
sem ávarpsorð í upphafi allra
skemtananna.
í Hafnarfirði
í Hafnarfirði verða skemtan-
ir í Bæjarbíó og Hafnafjarðar-
bíó. Nemendur barnaskólans og
Flensborgarskólans annast þess-
ar skemtanir. .
Um skemtanir út um land er
ekki kunnugt um, en fræðslu-
málastjórinn héfur falið kenn-
urUm um land alt að minnast
dagsins á viðeigandi hátt.
barna eru hungruð
Washington.
í ÚTVARPSRÆÐU, sem
Marshall utanríkisráðherra
flutti s. 1. þriðjudagskvöld,
ræddi hann hina miklu nauð-
syn þess, að barnasöfnun Sam-
einuðu þjóðanna tækist sem
best. Talaði ráðherrann í því
sambandi um það, að sú skylda
hvíldi á herðum alls heimsins
að bjárga börnunum, sem orð-
ið hefðu fvrir barðinu á styrj-
öldinni.
Marshall vakti athygli á því,
að í dag væru hundruð miljóna
barna, sem ekki fengju það
mikið áð borða að þau gætu
vaxið á eðlilegan hátt. Miljónir
barna cru svo sjúk, sagði hann,
að framtíð þeirra er orðin heims
vandamál. Þessar staðreyndir
krefjast þess, íið gripið verði í
taumana.
BreSar fara frá Pakisfan
Karachi í gærkvöldí.
SÍÐUSTU bresku hersveitirnar
fóru frá Pakistan í dag. Lögðu
þær upp frá Karachi, þar sem
Jinnali landstjóri var viðstadd-
ur hersýningu þeirra. — Reuter^
• \
X