Morgunblaðið - 29.04.1948, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.04.1948, Blaðsíða 10
10 Fininitudagiir 29. apríl 1948. MORGVNBLAÐIÐ KENJA KONA Qu, &. jC. VM iamó 67, dagur „Já,' jeg vil að þú sjert á- nægð“, sagði hann. Hún sat upp við dogg í rúm- rúminu. Nú tók hún hönd hans og brá henni um hálsinn á sjer og kysti hann. Kossinn var Ijettur og ástríðulaus. Það var enginn þróttur í henni og hún hneig út af aftur og tár komu í augu hennar. ,,Æ, elskan mín, jeg get ekk- ert veitt þjer“, sagði hún. „Held urðu að mjer fari ekki að batna?“ Hann hjelt henni ljett í faðmi sjer og hvíslaði að henni ástarorðum .... in. Seinna rifjaðist það upp fyr- ir honum, að hún mundi hafa óttasf það að hitta Ephraim, en' henni hefði fyrst farið að batna, þegar hún vissi að hann var dauður. Batamerkin sáust fyr á því hvað hún hrestist sál- arlega, heldur en hvað Mkams- þreki.ð jókst. Og eftir fáa daga fór hún að hafa áhuga fyrir fallegum fötum. Hún hafði mist öll föt sín ineð Mary Ann, nema það sem hún stóð uppi í, en þau föt eyðilögðust í hrakn- ingunum. Og fötin, sem hún hafði fengið í Nantucket voru ekki nema til bráðabirgða. „Jeg vil koma heim til Ban- gor eins og skrautleg brúður“, sagði hún. Og svo bætti hún við: „Var það rangt af mjer, John, að giftast þjer svo skömmu eftir að Isaiah dó?“ „Þú átt aldrei að spyrja mig um það hvort þú hafir breytt vangt eða rjett“, sagði hann. ,.Það er alveg sama hvað þú gerir. í mínum augum breytir þú altaf rjett“. ,,En sú hamingja að við skyldum hittast, John“, sagði hún. „Jeg hafði mikið álit á þjer áður en jeg kyntist þjer, vegna þess hvað þú reyndist Ephraim vel. Mig langaði til að spyrja hann margs um þig og mig lafigaði til þess að biðja hann að bjóða þjer til Bangor, svo að jeg gæti kynst þjer. Var það heimskuiegt af mjer? Jeg held að jeg hafi þá þegar elsk- að big, John, þótt mjer þætti vænt um Isaiah. Hann var mjer altaf góður, biessunin“. Honum fanst hún vera eins og barn eg hún þyrfti hand- leiðsu sinnar við engu miður en umhyggju í voikindunum. Hún bar alt undir hann við- víkjandi katfpum sínum og hún vildi að hann segði að alt væri fallegt, sem hún keypti. Hún sór og sárt við lagði að hún vildi ekki eiga neitt, sem hon- um bætti ekki fallegt. Einu sinni.keypti hún sjer hatt. Hún setti hann á höfuðið og horfði á John .brosandi og með tindr- and.i augum. „Er hann ekki fallegur?“ sagði hún. :íEkki finst mjor það“, sagði hapi hreinskilnislega. „Hann er ekki jafn fallegur og hinn hatturinn“. „Æ, segðu ekki þetta. Hvers vegna ségirðu það?“ „Mjer finst hann heldur ...“. Hann vissi ekk; hvað hann átti að segja. „Jeg er viss um að hann er •ekki nógu fallegur handa þjer“. „Finst þjer þá liturinn ekki fallegur?“ sagði hún. „Jú, liturinn er ágætur, en það er lagið á honum . . „Sjerðu þá ekki hvað hann er fallega sveigður hjerna og sjerðu þennan hrygg hjerna á kollinum? Finst þjer það ekki fallegt?" ’ „Nei, mjer líkar hatturinn ekki, svo að jeg segi þjer satt“, sagði hann. „Æ, John, líttu nú á. Komdu hjerna út að glugganum svo að þú sjáir hann vel. Sjáðu hvern- ig skugginn af honum fellur á andlitið á mjer svo að jeg sýn- ist feit og sælleg, Sjáðu það, John. Sjerðu það ekki?“ Og svo sneri hún sjer fram og aftur og taldi upp alia kosti á hattinum og vildi óvæg að hann væri sjer sammála. Hún kvað niður allar athugasemdir hans og fjekk hann til að taka þær aftur hverja á fætur ann- ari, bangað til hann gat alls ekkj borið á móti því að sjer þætti hatturinn fallegur. Þá kystí hún hann glöð og sigri hrósandi og sagði: „Ó, hvað mjer þykir vænt um að þjer þykir hann falleg- ur. Er hann ekki dásamlegur? Jeg vissi svo sem að þjer mundi þykja hann fallegur“. Honum -þótti gaman að þessu og honum var ánægja að hverju sem hún gerði og sagði. Hún tók nú líka að hressast dag frá degi, og hún varð fegurri með hverjum deginum sem leið. Þau fóru til Boston seint í febrúar. Ferðalagið þreytti hana nokkuð, en hún var furðú fljót að ná sjer. Black hershöfð ingi hafði mikið dálæti á henni og frú Blaek hjelt ágæta veislu þeim til heiðurs. í þessari veislu voru allir helstu menn borgarinnar. Þeir töluðu mest um deiluna við Frakka. Þeir ræddu um það hvort Frakkar mundu verða við kröfum for- setans um að láta laus amerísk skip, sem Napóleon hafði her- tekið, eða hvort Bandaríkin ætti að fara í stríð við. Frakka. Og það leiddi svo auðvitað af sjer umræður um það hver á- hrif stríð mundi hafa á öll við- skifti, sjerstaklega timbur- verslunina. -Og út frá því var rætt um almennar horfur og Black hershöíðingi spáði því að gróðabrallinu í Bangor væri lokið. „Þeir eru að reyna að stofna nýja banka þar núna“, sagði hann. „Og bankarnir eiga að gefa út seðla svo að þetta brjál- semis gróðabrall geti haldið á fram. Jeg fór til Augusta til þess að vita hvað þeir gegðu þar. Það borgaði sig að fara þangað aðeins til þess að hlusta á Washburn fulltrúa. Hann hjelt þar þrumandi ræðu um það að fresta bæri stofnun nýs hlutafjelags. Hann sagði að ef öll þau fjelög, sem nú eru á uppsiglingu væri stofnuð, þá mundu bankarnir fá leyfi til þess að gefa út alt að einni mil- jón og þrjú hundruð og fimtíu þúsund dollurum í seðlum. Það er hreinasta glapræði. En hann sagði líka að hver maður í Bangor þættist hafa rjett til þess að stofna banka, ef hann gæti lagt fram fimtíu þúsundir dollara. Það er gert fáð fyrir því í lögunum að menn verði að leggja það fje fram sem tryggingu. En svo bætti Wash- burn við: Ef þetta verður leyft, þá verða sömu fimtíu þúsund dollararnir notaðir til þess að stofna hvern bankann á fætur öðrum. Þeir fá þessa upphæð að láni hver hjá öðrum og af- leiðingin verður sú, að á mánu- dag verður stofnaður City Bank, á þriðjudaginn Franklins Bnak, á miðvikudaginn Lafa- yette Bank, á fimtudaginn Al- menni bankinn, á föstudaginn Penobscot banki og á laugar- daginn Stillwater Canál Bank. Ef þeir kæra sig svo ekki um að stofna nýjan banka næsta mánudag, þá verða peningarnir sendir hinum raunverulegu eig anda þeirra“. Allir skellihlógu að þessum öfgum og Blank hjelt áfram að segja frá, en John hætti að hlusta. Hann var að horfa á Jenny og var hugfanginn af hénni. Þarna var alt svö við- hafnarmikið, sem unt var, hvít dúkuð borðin þakin af silfur- borðbúnaði, kínversku postu- líni, skrautlegum blómum og logandi kertum í dýrindiskrist- alstjökum. Og umhverfis borð- ið úrval borgaranna í Boston, karlmenn í kjólfötum og konur flegnar niður á bringu, svo að skein á drifhvíta hálsa og herð ar. En honum fanst Jenny bera af öllu þessu eins og gull af eiri. Hún var rjóð í kinnum og augu hennar tindruðu með skærum ljóma. Og nú var hún ekki lengur beinaber. Háls og brjóst var ávalt og sljett. Hon- um fanst sem hún hefði kastað ham alt í einu og væri nú eins og kóngsdóttir laus úr álögum. Hún hafði breyst svona um leið og hún steig 'inn fyrir dyrnar hjá Blackshjónunum. Fram að þessu hafði honum fundist hún vera veik og lasburða og hann hafði verið hræddur við að snerta hana af ótta við að fiún mundi brotna á höndunum á sjer, Nú tók' hann fyrst eftir því að hún var í góðum holdum og hraustleg, smávaxin en vöxturinn forkunnar fagur. Það sá ekki á henni núna að hún hefði nokkru sinni verið veik Hann horfði hugstola á hana og hann dreymdi vökudrauma um sælu og yndi, sem hann hafði ekki þorað að veita sjer á meðan hún var veik. Hann horfði lengi á hana. Og svo leit hún til hans og hún sá þegar hvað honum bjó í hug og bjosti þá yndislega og í því brosi var fóleið um það, sem hann þráði. Um kvöldið, þegar þau voru orðin ein, faðmaði hún hann að sjer og kysti hann innilega og ástríðulega, alt öðru vísi held- ur en hún hafði kyst hann áður. Og hún hvíslaði á milli koss- anna: „Elsku góði og þolinmóði John minn. Nú er jeg orðin frísk. Þú hefir biðið svo lengi . . . Nú elska jeg þig fyrst ...“. IV. í marsmánuði fóru þau til Freeport að heimsækja móður hans. Frú Evered tók tengda- dótturinni hálf þurlega í fyrstu, en bað fór fljótt af. Og tímun- um saman voru þær tvær ein- 'ar, begar John fór að heilsa upp á gamla kunningja í borginni, eða tafði lengi hjá bræðrum sínum. Stundum sátu þau öll Sendisvein röskan og ábyggilegan A7antar mig frá byrjun maí. : j. jj. nuL I Austurstræti 17. Sdðvörur Nýkomnar sáðhafrar og grasfræ. yyijólhu,r^j,eíacf Ueujijauíl ur Síúlkur Nokkrar duglegar og reglusamar stúlkur geta fengið E atvinnu strax. : ~jy.exueÁóm. JJrón Skúlagötu 28. Pncknrd blll clipper módel 1942 sem ávalt hefur verið í einkaeign og = er vel með farinn, verður til sýnis og sölu í dag við : Leifsstyttuna frá kl- 5 til 7 e. h. 5; Sumarbústaður til sðlu Af sjerstökum ástæðum er sumarbústaður í Laugarási, Biskupstungum, til sölu. Bústaðurinn, sem er á undur fögrum stað, er 2 herbergi og eldhús með innlögðu heitu og köldu vatni og umsamin hitarjettindi- Semj,a ber við Jón Ólafsson, lögfr. Lækjarlorg 1, sem gefur nánari upplýsingar. Síldardekk Skilrúmsborð l1/^” þykk með tilheyrandi þilfarsstyttum * máluð og sem ný til sölu. Nægilegt fyrip 1100—1200 : mála síldarskip. Tilboð merkt: „Síldardekk“ sendist Mbl. : •uu. Vörubirgðir vefaðarvöruverslunar til sölu nú þegar af sjerstökum ; ástæðum. Þeir sem vildu gera hagkvæm kaup, sendi * inn tilboð til Morguilbl. merkt: „Vefnaðarvara" fyrir : 8. næsta mán. * S: y

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.