Morgunblaðið - 01.05.1948, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 01.05.1948, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur l/maí 1948 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgSarm.), Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson, Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla; Austurstræti-8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði, innanlanda, kr. 12,00 utanlands. f lausasölu 50 aura eintakið. 75 aura með Lesbðk. 1. maí 1 NÁLEGA sex áratugi hefur 1. maí verið hátíðlegur haid- inn viðsvegar um lönd, sem sjerstakur hátíðisdagur verka- fólksins. Var hátíðisdagur þessi valinn á alþjóðafundi sósíal- demokrata sem haldínn var í Paris árið 1889. Sumir hafa álitið, að uppruna þessarar hátíðar mætti rekja til hinna fornu maí-hátíða fyrr á öldum. En þetta er á misskiiningi bygt. Það er fyrst árið 1889, sem ákveðið er að stofna til þessa vorfagnaðar verkalýðsfjelagsskaparins. Hjer á landi er 1. maí-hátíðin 25—30 ára gömul. Hún f jekk misjafnan byr fyrst í stað. En er frá leið, urðu menn sammála um, að það væri eðlilegt og sjálfsagt, að hin fag- legu samtök verkalýðsins hjer á landi, sem annarsstaðar hjeldu sína árlegu vorhátið. Að þessu sinni hafa kommúnistar í stjórn Alþýðusam- bands Islands gert sitt til, að spilla friði og einingu um þessi hátíðahöld hjer í Reykjavík. Eins og áður hefur verið vikið hjer að, hófu þeir undir- búning sinn að hátíðahöldunum að þessu sinni með því að senda út dreifibrjef til verkalýðsfjelaganna út um iand, þar sem gefin eru hin ströngustu fyrirmæli til fjelagsstjórnanna um, að ræna hátiðinni frá hinum faglegu samtökum verka- lýðsins, og gera hana að einhliða áróðri fyrir hinu kommún- istiska einræði, sem teygir nú klær sínar lengra og iengra vestur eftir álfunni. Kommúnistarnir í stjórn Alþýðusambandsins áttuðu sig þó um síðir á því, að þarna höfðu þeir gengið allmikið lengra en góðu hófi gegndi. Ivíeð glapræði sínu höfðu þeir auglýst hvað innifyrir bjó. Að reyna sem sagt, að gera dag verka- lýðs allra flokka, að áróðursdegi fyrir einræðið. Hið furðulega frumhlaup kommúnistanna í þessu máli varð til þess, að verkafólk, sem er á öndverðum meið við er- indreka hinnar austrænu kúgunar, m. a. verkamenn, sem fylgja Sjálfstæðisflokknum að rnálum og eru í málfunda- íjelaginu Óðni, ákváðu, að efna til hátiöar á þessum degi verkalýðsins. En kommúnistar, sem efndu. til sundrungar um daginn / með tilburðum sínum til að helga hann kommúnistiskum áróðri, hafa gert hinar klaufalegustu tilraunir til að sverta þá menn, innan verkalýðsstjectarínnar, sem sína í verki að þeir eru andvígir yfirgangi kommúnista í fjelagsskap verká- lýðsins. Hin kommúnistiska stjóm Alþýðusambanasins hefur gert sig fullkomlega hlægílega, með því að kasta hnútum til Útvarpsráðs, út af þvl að meirihluti Útvarpsráðsins vildi að sjálfsögðu ekki fallast á óviðkvæmilega framkomu komm- únista í Alþýðusambandsstjóminni. Ef kommúnistar hefðu lengið yfirráðin yfir útvarpsdagskránni þenna dag, þá hefði það verið það sama og Útvarpsráð hefði gengið í samábyrgð með kommúnistum í Alþýðusambandsstjóminni að hneyksli því, sem þeir þar höfðu framið. Álappaskapur kommúnista í Alþýðusambandsstjóminni verður þó fyrst fullkominn þegar þeir halda áfram að óskap- ast gegn Útvarpsráði eftir að formaður Alþýðusambandsins, Hermann Guomundsson fellst á hina sjálfsögðu tillögu Út- varpsráðs um dágskrána. Og Þjóðviljinn segir að rödd verka lýðsins „fái ekki að heyrast i útvarpinu" þó forseti Alþýðu- sambandsins eigi að tala þar. Samtök verkalýðsfjelaganna með nágrannaþjóðum okkar hafa gert þannig upp reikningana við kommúnista að verka- lýðsfjelögin hafa þar ekkert samneyti við hinn austræna 3ýð á þessum degi. Hjer á landi hafa kommúnistar enn, sem kunnugt er, stjórn Alþýðusambandsins í sínum höndum. En iylgi þeirra og tiltrú meðal almennings í'er minkandi með degi hverjum. Það værí furðuleyt fyrirbrigði, ef Islendingar, sú Noro- urlandaþjóðin, sem á undan öilum hinum hóf merki frelsis- hugsjcna, og fjekk þjóðfrelsi í'yrir eigin atgerfi í vöggugjöf, yrði langt ‘á eftir frændþjóðum sínum í því, að snúa algerlega baki við kommúnis'ura, valdabrölti þeirra, erlendri þjónkun, og einræðisást. Að svo mæ’: i óskar Morgunblaðið öllum frjálshuga ís- lenskum verkalýó tii namingju með 1. rnaí hátíð sína. ÚR DAGLEGA LÍFINU Horft á „bomsusIag“. SKÖMMU ÁÐUR en versl- anir opnuðu í gærmorgun mátti sjá langa halarófu af konum fyrir utan eina skóverslun bæj arins. Þetta mun vera allalgeng sjón fyrir utan slíkar verslanir í þessum bæ og kunningi minn, sem var þarna með mjer, sagði mjer, að þetta væri kallaður „bomsuslagur1. „Qg hvenær verður byrjað að slást?“ varð mjer að orði. „O, það veit jeg nú ekki“, svaraði maðurinn. / Síðan stóðum við þarna góða stund í sólskininu og horfðum á „bomsuslaginn“ og sann- færðumst um, að það væri ekk ert slegist í slíku ,,geimi“. * Vorhugur. ÞAÐ FR KOMINN vorhugur í bæjarbúa. Það má sjá á und- irtekunum undir þær hvatning ar, sem hjer hafa verið hafðar í frammi um fegrun bæjarins. Fjölda mörg brjef hafa borist um . skrautgarða og hirðingu þeirra og nokkuð rætt um verð iaun fyrír bestu garðana, sem stungið hefur verið upp á í þessum dálkum. Hjer fer á eftir eitt brjef um þessi mál, tekið úr brjeíahrúg- unni. Fjelagsstofnun. ..Víkverji. ÞÚ HEFIR stundum minst á, í dálkum þínum, að nauð- synlegt væri að Reykvíkingar hertu róðurinn í því að fegra bæinn sinn, jeg segi stundum, því mjer finst altof lítið vera gert að því að minna fólk á þetta, og enn meiri sofanda- háttur á þeim er ráða stjórn bæ j arf j elagsins. Hvernig væri nú ef þú, í broddi fylkingar ýmissa ann- ara áhugasamra bæjarbúa geng ist fyrir stofnun fjelagsskapar, er eingöngu hefði það sem markmið að vinna að fegrun bæjarins (útrýming sóðaskap- ar fellur þar undir). Þjer mun ábyggilega vera kunnugt um að'slík fjelög eru til um víða veröid og hafa gert mikið gagn. • Verðlaun. „MJER HEFIR oft dottið í hug hvort ekki mun,di koma líf í mannskapinn t. d. ef í boði væru þrenn verðlaun fyr- ir hirðing lóða í kringum íbúð- arhús. Þátttakendur þyrftu þá að tilkynna þátttöku sina, t. d. 'fyrir 15. maí, því dómnefnd þyrfti að geta fylgst með görð- unum timabilið júní—sept. Árangur keppninnar mætti svo kunngera á afmælisdegi höfuðborgarinnar, og myndi þá líklega ekki standa á bæjar- stjórn að láta íylg.ia einhvern lítinn hlut, kragamerki úr gulli eða nælu, sem þakklætisvott fyrir vel unnið starf.“ • Hlutverk Reykvík- ingafjelagsins. ÞAÐ ER eiginlega algjör ó- þarfi að stofna sjerstakt fjelag í þessu augnamiði. Það vill svo vel til, að hjer í bænum er góð- ur fjelagsskapur, sem þetta mál ætti að heyra undir og það er Reykvíldngafjelagið, Það stendur engum nær, nema ef vera skyldi bæjarstjórninni. Og það er ekki rjettmætt, að segja, að bæjarstjórn sýnj sofanda- hátt um fegrun bæjarins. Bæjarstjórnin hefir marga ágæta garðyrkjumenn í þjón- ustu sinni og þeir vinna verk sín vel, eins og almennings- garðarnir sýna best* á sumrin. Fn það er Reykvíkingafje- lagið: sem ætti að efna til verð- | launasamkepní meðal einstakl- inga um fallegustu. skrautgarð ana og þrifalegustu umgengn- ina og það er einmitt vel til í'allið. að útbýta verðlaunum á afrnæli Reykjavíkur í ágúst, því bá orðið svo áliðið sumars, að hægt er að dæma Um máiið. Og nú ætti ekki að hafa um þetta fleiri orð heldur hefja framkvæmdir. Stofnauki nr. 14. HVAÐ ÆTLI það sje á mörg um heimilum, sem menn leita sig þreytta þessa . dagana að stofnauka nr. 14. Þessi pappírs- ræma, sem ekkert er, giidir hvorki meira nje minna en 1 kg. af dönsku herragarðssmjöri og _bað er ekki svo lítið eins og ástendur í viðbitsmálunum. En hvar er stofnauki nr. 14? Mikið væri nú gott úr því að búið er að gefa út skörntunar- bók. að ekki sje verið að kvotla með þessar stofnaukaræmur, sem ílt er að hemja og halda saman en hafa alla skömtun- armiðana í einni bók. MEÐAL ANNARA ORÐA . i vinnudeilar of FLÓTTAMANNAVANDAMÁL- IÐ heldur áfram að stinga upp kollinum, en nú virðast loks nokkrar líkur íyrir því, að ein- hver hluti þessa hrjáða fólks fái fastan samastað. Fregnir frá Bandaríkjunum í fyrradag hermdu, að sú nefnd íulltrúa- deildar Bandaríkjaþings, sem að undanförnu hefur rætt vanda- mál flóítamanna, hafi fallist á frumvarp, sem miðar að því að hleypa 200,000 föðurlandslaus- um mönnum til Bandaríkjanna á næstu tveimur árum. Þetta er um 22 prósent af þeim 837.000 flóttamönnum, sem í janúar síð- astliðnum dvöldu í Ítalíu, Aust- urríki og á hernámssvæðum Breta, Frakka og Bandaríkja- manna í Þýskalandi. Æílast er til þess, að þeir sitji fyrir um dvalarbeimild í Bandaríkjunum, sem eiga skyldmenni þar í landi. Bandaríkjunum í haust eru enn mikið á dagskrá. Prófkosningar republikana í Pennsylvania ' komu ýmsum á óvart, enda var ' talið mjög ólíklegt, að Stassen j mundi standa sig eins vel og ; raun varð á. Útkoman varð hins I vegar sú, að Stassen f jekk um 5,000 fleiri atkvæði en Dewey, ; e'n samtais íengu þeir 140.00Á ! atkvæði — cða jafnmörg og Dewey fjekk einn fyrir fjórurn ' árum síðan. í prófkosrúngum demokrata í sama fylki var Tru- man forseti einn „í framboði“. Forsetinn f jekk 242,000 atkvæði, 1 en 5000 rituðu nafn Eiseníiov- ers á kjörfiéðilinn og 5.600 studdu Wailace. m « KLCFMINGSF7.C T X Uk. ENDA þótt fylgi Wallace hafi t þannig ekki reynst raikið í Penn sylvania, óttast þó ýmsir demo- kratar, að klofningsstarfsemi hans innan flokksins komi þeim í koll við forsetakosningarnar. Vitað er, að kommúnistar eru um þessar mundir ötulir stuðn- ingsmenn varaforsetans fyrver- andi, en Philip Murray, forseti C. I. O. verkalýðssambandsms, hjelt því fram í ræðu fyrir fáum dögum síðan, að flokkur Wall- ace hefði verið stofnaður á fundi kommúnista í New York í októ- , ber 1947. Murray staðhæfði það | ennfremur, að eitt af markmið- ' unuxn með* flokksstofnuninni hafi verið að ná tökum á verka- lýðsfjelcgunurn. — Nú eigi að : rt'j’na að beita aðferðum tjekk- ! neskra kommúnista í Bandaríkj- ! unum, en í Tjekkóslóvakíu hafi kommúnistaílokkurinn notað samtök verkamanna til að leggja landíð undir sig. KAXJPHÆKKUNAR- KEÖFUR ÖNNUR athyglisverð frjett, sen borist hefur frá Bandaríkjunum ber það .með sjer, að menn ótt ast auknar vinnudeilur þar landi næsíu mánuðina. Samn ingar um tveggja miljóna mann; ganga úr gildi í lok júnímánað ar, en meðal þeirra eru bifreiða smiðir, símafólk og starfsmcm í gúmmí- og rafmagnsiðnaðin- um. Búist er við því, að stjettai f jelög sumra þessara manna far; fram á alt að 30 centa kaup- hækkun á klukkustund. • « STASSEN SIGRAIi. ENN 'j FORSETAKOSNINGARNAR í I 5,609 kusu Eisenhoícer. ANNAR leikur Reykjavíkur- mótsins íór fram í gærkvöldi i milli KR og ValS. Bar Valur igur úr býtum. Leikurinn endaði þannig, 1:0 Val í vil, en hefði alveg eins etað orðið 4:1 KR rnegin. VARAFORSETI KÍNA XfANKING — Li Tsung-Jen hers- höfðingi, hefur verið kjörinn vara forseti Kína. Hann er talinn all-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.