Morgunblaðið - 21.05.1948, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.05.1948, Blaðsíða 8
8 MORGVTSBLAÐIÐ Föstudagur 21. maí 1948. Útg.: H.f. Árvakur, ReykjavQc. Framkv.stj.: Sigfús Jónssoa. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgS Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson, Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði, ijinanlanáí, kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið. 75 aura með Lesfeéte, Hversvegna vígbúast Norðurlönd ? ÞAÐ MUN almennt viðurkennt að Norðurlandaþjóðirnar, Norðmenn, Danir og Svíar, sjeu meðal friðsömustu þjóða heimsins. Engum kemur til hugar að þessar fámennu menn- ingarþjóðir, sem byggja útjaðra Norð-Vestur-Evrópu hyggi á árásarstyrjöld á hendur nágrönnum sínum á meginlandinu eða nokkrum öðrum þjóðum. En engu að síður vígbúast þessar litlu þjóðir af kappi. Svíar hafa haldið áfram að styrkja hervarnir sínar og herbúnað allan allt frá því að styrjöldinni lauk. Og nú hafa Norðmenn og Danir farið þess á leit við Bandaríltin að þau sjái þeim fyrir vopnum. Hvernig stendur á þessu? Getur verið að þessar friðelskandi smáþjóðir sjeu að víg- þúast upp á grín? Til þess eru engar líkur. Norðurlandaþjóð- irnar óttast um öryggi sitt. Þær óttast að fyrr en varir skelli alda ofbeldis og yfir- gangs á ströndum hinna lýðfrjálsu Norðurlanda. Þær hafa sjeð þessa öldu rísa í austri og horft á hana sópa burtu hinu trjálsa lýðstjórnarfyrirkomulagi, sem Tjekkar, Pólverjar o. fl. þjóðir börðust fyrir í síðustu styrjöld. Norðurlandaþjóð- irnar vilja ekki bíða aðgerðarlausar þess að iýðræði þeirra verði myrt og lönd þeirra gerð að leppríkjum undir stjóm alþjóðasamtaka kommúnista. Það er af þessum ástæðum, sem smáþjóðirnar á Norður- löndum biðja um vopn. Endurminningin um ofbeldisverk nasista stendur ijóslifandi í hugum norrænna manna. Norð- menn og Danir fengu tækifæri til þess að kynnast því á- standi, sem afnám lýðræðis og mannhelgi, skapaði í löndum þeirra. Það hefur skilið eftir svíðandi sár í þjóðlífi þeirra. Þess vegna vilja þessar litlu þjóðir gera allt, sem unnt er til þess að treysta öryggi sitt. Þær vilja ekki fijóta sofandi að feigðarósi. Ef til vill sýnir ekkert betur en þessi vígbúnaður Norður- landaþjóðanna hversu ægilegt öryggisleysi rikir nú í alþjóða- málum. Taugastríðið er í algleymingi. Orsök þess er nákvæmlega sama og árin 1938 og 1939, óttinn við sókn ofbeldisins á hendur smáþjóðunum. En nú er það arftaki nasismans, kommúnisminn, sem ógnin stendur af. En það verður ekki ófróðlegt að sjá, hvaða skýringar ís- lenskir kommúnistar gefa á þessum vígbúnaði Norðurlanda- þjóðanna. Raunar er það nokkurn veginn vitað hverjar þær verða. Norðmenn og Danir eru leppar auðvaldsins í Banda- ríkjunum. Þeir eru að safna að sjer vopnum lil þess að angra hina friðelskandi lýðræðisvini í Kreml, verkalýðsfrelsarann Gottwald í Prag, blessað sakleysið hann Tito í Belgrad og slíka friðarhöfðingja, sem eiga þá ósk heitasta að útrýma valdi óttans yfir alþýðu heimsins!! Þetta hafa verið algengustu skýringar kommúnista um allcm heim á því þegar einhver smáþjóð hefur reynt að klóra í bakkann gegn yfirgangi hinna kommúnistisku heimsveldis- sinna í Moskvu. En hverjir trúa því að Norðurlandaþjóðirnar sjeu að víg- búast til þess að gerast leppríki Bandaríkjanna eða stökk- pallur árásar á Sovjetríkin? Þeir Islendingar eru a.m.k. ekki margir. En kommúnistar eru samt sem áður ekkert feimnir við að halda þessari skýringu fram. Þeim hefur verið fyrir- skipað að berja höfðinu við stein forheimskunnar og þess vegna gera þeir það enda þótt það geri þá að aumlegum grínfígúrum í augum þjóðar sinnar. Islenska þjóðin hefur hinsvegar fullan skilning á aðstöðu frændþjóða sinna á Norðurlöndum, sem um þessar mundir eru uggandi um framtíðaröryggi sitt. Islendingar vona að þessar friðsömu þjóðir fái notið í friði þess lýðræðis og fje- iagslegs öryggis, sem þær hafa skapað sjer. Það er ósk allra frjálslyndra manna á Islandi að sá skuggi öryggisleysis og ágángs, sem nú hvílir ekki aðeins yfir Norðurlandaþjóðun- um heldur og öllum þjóðum heims, megi eyðast fyrir vax- andi skilningi á gildi persónufrelsis og mannrjettinda í þeim löhdum, sem hræsvelgúr ofbeidis og einræðis hefur í bili gleypt. m ar ihripar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Eru lioparpening- arnir óþarfir? ÞAÐ ER margt, sem Reyk- víkingar velta fyrir sjer þessa dagana, og ekki er hvað síst mikið skrafað um vísitöluna og verðbólguna og hvað það nú er kallað. Einn hugsuður- inn hefur í þessu sarnbarvdi komist að þeirri niðurstöðu, að það sje eiginlega hreinasta vit leysa að vera að halda upp á koparpeningana okkar. Hann skrifar eftirfarandi um þetta: • Króna minni en 10 aurar. — ,,Á MEÐAN verðlagningu er hagað þannig ,að staðið getur á einingum aura, þá má segja að þorf 'sje á koparpeningum. En slíkúm smámunaskap ber að sjálfsögðu að hætta — það sjá menn strax við nánari at- hugun og samanburð á kaup- mætti nútíma peninga við þá peninga, sem í gildi voru um og fvrir fyrra stríð. Við þenn- an samanburð sjest, að núgild andi kröna er orðin minni að verðgildí en 10 aurar voru þá og 10-eyringurinn þá um leið minni en gamlj einseyringur- inn var. Enginn kvartaði um það í fátæktinni og peninga- leysinu um og fyrir aldamótin, að ekki var hægt að skifta eins eyring í minni mynt, og ekki heyrðist þá heldur að Bretar kærðu sig almennt um að skifta hálfum penny eða Ameríku- menn einu centi, sem þó voru 3—4 sinnum stærri myntir en eins-eyringur. • Hvorki ríkari nje fátækari. HVAÐA ÁSTÆÐA er þá til þess fyrir okkur eins og nú er komið að vera yfirleitt að reikná með minni peningum en 10 aurum? Slíkt er einung is til óhagræðis og gerir eng- an, ríkari nje fátækari, eins og öllum má vera skiljanlegt. — Getur það verið að verð- lagseftirlitið sje ennþá að mæða sig og aðra á því að reikna í aurapeningum? Og hvað á það að þýða að láta sléttu kop- armyntar sitja fyrir sláttu á krónum og tvíkrónum, sem til finnanlegur skortur hefur ver ið á lengi? Hafi verið ástæða til bess áður fyr að slá tví- krón-iir, eins og reyndar var gert, væri nú engu síður ástæða til að slá 5, 10 og 20 króna myntir. Að minsta kosti væri fengur í að fá sem fyrst 5 kr. peninga. — En koparinn og allan aurareikning fyrir neð- an 10, ber að leggja niður í búðum, bönkum — og allstað- Garðavinnan byrjuð. GARÐAVINNA er byrjuð fyrir alvöru hjer í Reykjavík, og á hverju kvöldi má sjá fólk ið fara til vinnu í garðskik- unum sínum við flugvöllinn og annarsstaðar. Helst eru það kartöflurnar, sem það ræktar, og kartöfluuppskera höfuðborg arinnar er víst orðini hreint ekkj svo óveruleg. En enda þótt þetta skipti miklu máli, er þó hitt meira um vert, að fólkið, sem fer út í garðana á sumarkvöldunum, hefur sýni lega mikla árvægju af starfi sínu — jafnmikla ánægju og meiri en hinir, sem rölta í kvikmyndahúsin eða á Borg- ina. Starf þessa fólks er til fyrirmyndar. • Sumarfríin að byrja. SUMARFRÍIN fara að byrja hvað úr hverju, og spurningin, sem nú er oftast lögð fyrir mann, er: Hvert ætlarðu í sum arfrí? — Það furðulega er, að þrátt fyrir utanferðatakmörk- unina, svara margir því til, að þeir vilji „helst fara út ■— sama hvert út, bara eitthvað út í buskann". Sannleikurinn er sem sagt sá, að þeir, sem farið hafa í sumarfrí til út- landa, hafa komist að þeirri niðurstöðu, að það er hreint ekkert dýrara en að taka þessa 14 frídaga hjerna heima ■— og það þótt gjaldeyririnn sje að einhverju leyti keyptur á svört um markaði. Og þótt margt megi sjá hjerna og víða sje hægt að stytta sjer stundir, finnst mörgum það mun meiri tilbreyting að eyða fríinu sínu þar sem annarlegar tungur eru talaðar og einkennilegir siðir koma mannj á óvart. m Lengri sumarfrí. EN í ÞESSU sambandi, mætti varpa þeirri spurningu fram, hvort sumarfríin sjeu ekki of stutt hjer á landi. Tvær vikur eru ákaflega lítill tími af árinu, og það er ekki nokk- ur vafi á því, að með góðum vilja mætti gefa hverjum einasta starfandi Islendingi þrjár til fjórar vikur í frí á ári. Það mætti til dæmis auð- veldlega vinna eina viku af sjer; og ólætin í kringum vinn una eru orðin það mikil, að það veitir varla af heilum mán uði til að jafna sig eftir 11 mápaða taugastríð. Einhvers- staðar las jeg það líka, að í Astralíu hafi verið ákveðið, að hver einasti maður fái þriggja vikna sumarfrí og ekki minna. Auglýsingatækni. Bandaríkjamenn taka upp á mörgu, svo fáum mun koma það á óvart, þótt Bandaríkja- maður taki upn á nýrri aðferð til að krækja sjer í íbúð. — „Time“ frá 17. maí skýrir frá þessu í sambandi við húsnæð- isvandræðin í Bandaríkj- unum. Fyrverandi herflugmað ur í Kansas City missti íbúð sína og stóð húsnæðislaus á götunni með fjölskyldu sína. En hann var ekki af baki dott- inn. Hann ljet prenta 15.000 húsnæðisauglýsingar, leigði sjer flugvjel og fleygði aug- lýsingunum úr loftinu yfir borg ina. Og hann hafði þriggja herbergja íbúð upp úr krafs- inu. — MEÐAL ANNARA ORÐA MIKIL tímaritaöld ríkir nú á Islandi. Hefi jeg fyrir satt, að við íslendingar gefum út fleiri tímarit en nokkur önnur þjóð (að tiltölu við fólksfjölda, auð vitað). Á þessum síðustu og verstu tímum hafa ótrúlega margir menn fundið sig knúða til þess^ að fara að gefa út tímarit. Þau hafa sprottið upp eins og -gorkúlur. Innflutnings bann á erlendum tímaritum hefir sjálfsagt ráðið einhverju þar um. — Tímarit þessi eru misjöfn. að gæðum, eins og gengur." Sum eru ágæt, önnur í meðállagi, en furðu mörg hreint fýrir neðan allar hell- ur þegar þess er gætt, að hjer ríkir svo mikill pappírsskort- ur, að þarfar og góðar bækur fást ekki prentaðar. Tímarit eru gefin út um bók mentir, íþróttir, vísindaleg efni, trúmál, tónlist, jazz og pólitík. Þá er líka til tímarit, sem heitir Stjörnur og út- gáfufjelágið heitir fallegu nafni, Stjörnuskin. Það er ekki vísindarit um stjarnfræðileg efni. Það fjallar nær eingöngu um erlenda kvikmyndaleik- ara. —• Leikaradella LEIKARADELLA Það er alkunna, að á viss- um aldri fá stúlkubörn (og kannske piltar líka) það sem kallað er á revkvísku leikara- della .Stúlkurnar sækjast þá eftir að safna glansmyndum af kvikmyndaleikurum og sum um hverjum tekst að sanka að sier ótrúlega miklum fróð- leik um lifnaðarhæitti fram- and; kvikmyndaleikara — þ. e. a. s. eins og sagt er frá þeim í framandi leikarablöðum. I augum þeirra eru leikarar ekki verfjulegar mannlegar, dauð- legar verur. Þeir eru sjálfir fullkomleikinn, íklæddur höldi og þjóði Þeir búa í fínum höll um. eta aldrei annað en kræs ingar, klæðast fegurri fötum en orinsar og prinsessur í æf- intýrunum forðum og eru alt- af brosandi og hamingjusamir á svip. Þessari mynd bregða a. m. k. leikarablöðin upp af þeim. Það er ekki von að rómantísk- um stúlkubörnum komi aug- lýsingaskrum til hugar í sam- bandi við glansmyndir af fall egu fólki. — Það er sjálfsagt eðlilegt að skrumblöð prýdd leikaramynd um sjeu gefin út í stórum lönd- um eirts og Bretlandi eða Bandaríkjunum. En manni kem ur það óneitanlega spánskt fyr ir sjónir að slíkar bókmentir skuli dafna hjer á íslandi. • • ATHUGASEMDIR STIRNIS í Stjörnur skrifar Stirnir „Okkar á milli sagt“ og birtir þar m. a. brjef frá lesendum. Gefa þau góða hugmynd um aldi'ur þeirra og þroska. Ein kvaðst fá hjartslátt af því einu að hugsa um Clark Gable og andvarpar: „O, guð, er hann ekki óviðjafnanlegur, þegar han lyftir hægri augabrún- inni?“ Annari er fastlega ráð- lagt að skrifa Bing Crosby á ensku „og myndi það sjálfsagt gleðja Bing“, segir Stirnir. Þá segir hann, að Leslie Howard sje ekki lengur í tölu lifenda, „og því ekki væntanlegur í nýrri mynd!“(!) Einnig: „Kvik myndaleikarar eru svo ham- ingjusamir, að þeir halda í enn ríkara mæli en aðrir dauðlegir Frh. á bls. 13

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.