Alþýðublaðið - 17.06.1920, Side 3
ALÞYÐUBLAÐIÐ
3
Spakmæli.
Þegar vitringurinn heyrir talað
um Alþýðublaðið, tekur hann sér
alvarlega íyrir hendur að lesa það
að staðaldri.
Þegar miðlungsmaðurinn heyrir
frá því sagt, les hann það um
stundarsakir, en tekur síðan að
lesa Morgunblaðið.
Þegar heimskinginn heyrir um
það talað, hlær hann, og þá væri
það ekki Alþýðublað, ef hann
hlægi ekki. „Lao Tse“.
Slysið á Rán. Eins og getið
var um í blaðinu i gær, slasaðist
maður á togaranum Rán. Hann
heitir Tryggvi Valdimarsson, til
heimilis á Skólavörðustíg 29 hér
í bæ; kvæntur barnámaður og
liggur kona hans á sjúkrahúsi.
Manninum líður vel, eftir at-
vikurn.
Áðeins tveir. Sagt er að aðeins
tveir menn hafi sótt um skrifstofu-
stjórastöðuna hjá Knud Zimsen
borgarstjóra. Þess má geta, að
staðan er með bezt launuðu stöð-
unum á landinu. Ekki er nú eftir-
sóknin mikil í það að komast
undir handleiðslu þess „gæfa"
mannsl
Ætlið þér að láta leggja raf-
magnsleiðslnr í húsið yðar?
Sé svo, þá er yður best að tala
við okkur, sem allra fyrst.
Helst í dag.
H.f. Rafmfél. H i t i & L j ó s
Vonarstræti 8. — Sími 830.
Verzlunin „Hlíf“ á Hverfisgötu
56 selur: Sólskinssápu, Red Seal-
sápu, Sápuduft (ágætar tegundir),
Sápuspæni, Taubláma, Þvottaduft
(Vi to Willemoes-kraft og Richs-
kraft), Soda á 0,25 pr. >/a kg.,
Ofnsvertu, Fægilög í smádunkum
á 0,50, Handsápur, Handáburð
(Arnesan glycerin), Götukústar,
Gólfskrubbur, Pottaskrubbur, Hand-
bursta, Olíu á saumavélar (í glös-
um), Teiknibólur (á 0,20 pr. 3
dús.), Þvottaklemmur o. m. fl.
Gerið svo vel og lítið inn í
búðina eða hringið í síma 50S.
í. S. í. I S. í.
17. JÚNI
Afmælisdagur
Jóns Sigurðssonar
forseta
verður haldinn hátíðlegur á þann hátt,
er hér greinir:
Kl. 3 lagt af stað með Iúðrablæstri frá Austurvelli að leiði Jóns
Sigurðssonar. Ræða: Herra alþm. Bjarni Jónsson frá Vogi. — Þaðan
haldið út á íþróttavöll.
KI. 4 héfst leikmót það, er íþróttafélag Reykjavíkur heldur að
tilhlutun íþróttasambands Í9lands.
Mótið sett. Ræða: Herra framkvæmdarstjóri A. V. Tulinius,
formaður í. S. í.
Að því loknu hefjast íþróttir í þeirri röð, er hér greinir:
1. 100 metra hlaup.
2. Stangarstökk.
3. Kúluvarp.
4. Kricglukast.
Ræða: Herra alþm. Sig. Eggerz, fyrv. ráðherra.
5. Langstökk.
6. Spjótkast (betri hendi).
7. 1500 metra hlaup.
Hlé!
KI. 8,30 hefst dans, eftir hornablæstri, til kl. 12. Á vellinum
verða til afnota: rólur, hringekja o. fl. Fyrsta flokks veitingar, eins
og vant er.
AV. Mót þetta heldur áfram dagana 18. og 20. júní, og verða
að því loknu valdir þeir menn, er landið sendir á olyropisku leikana
í Antverpen í sumar. Öilum ágóða af mótinu verður varið til þess,
Aðgöngumiðar kosta: kr. 1,50 fyrir fullorðna og
50 aura fyrir börn.
Allir út á völl!
Framkvæmdarstjórnin.