Morgunblaðið - 03.07.1948, Page 8

Morgunblaðið - 03.07.1948, Page 8
8 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.). Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði, innanlands, kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið. 75 aura með Lesbók. Atökin um Berlín ÁSTANDIÐ í Berlín virðist nú vera komið á það stig, að erfitt sje að gera sjer í hugarlund, hvernig samvinna geti tekist framvegis milli hernámsveldanna um stjórn borgar- innar. Rússar hafa nú um all-langt skeið hindrað alla að- drætti hernámsliðs Vesturveldanna til borgarinnar 'and- leiðis. Hafa þessar ráðstafanir rússnesku hernámsstjórnar- innar mikið óhagræði í för með sjer, ekki að eins fyrir lið Vesturveldanna í Berlín heldur fyrir þær tvær milljónir manna, sem búa í þeim borgarhlutum, sem þau ráða yfir. Hefur jafnvel verið álitið að þær gætu leitt til hungurs- neyðar. En Vesturveldin hafa gripið til þess ráðs að hefja flutning nauðsynja til Berlinar í stórum stíl loftleiðis. Hafa þau þannig í bili reynt að koma í veg fyrir algert öngþveiti á hernámssvæðum sínum í borginni. Sú spuming hlýtur að vakna, hver sje tilgangur Rússa með þessum ráðstöfunum. Um það þarf enginn að fara í neinar grafgötur. Það virðist vera einbeittur ásetningur þeirra að flæma Breta og Bandaríkjamenn burt úr hinni þýsku höfuðborg og ráða þar síðan einir. Með því að hindra nauðsynlega flutninga til borgarinnar landieiðis hyggjast þeir ná þessu takmarki. Þessari afstöðu Rússa hafa Bretar og Bandaríkjamenn tekið á þann hátt að ekki verður um villst að ásetningur þeirra er að láta þá ekki flæma sig burt úr borginni. Þannig lýsti Bevin, utanríkisráðherra Breta, því yfir í Neðri mál- stofunni í fyrradag að Bretar væru staðráðnir í því að koma í veg fyrir algera lokun flutningaleiðanna til hinnar þýsku höfuðborgar, hvað sem það kostaði. Marshall, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur einnig látið það í ljós í samtölum við blaðamenn, að aðgerðir Rússa í þessum málum geti haft hinar alvarlegustu afleið- ingar. Hann hefur einnig lýst því yfir að Bandaríkjamenn hygðust dveljast áfram í Berlín. Ástandið í Berlin er því þannig í dag, að Rússar hafa raunverulega lýst því yfir að þeir telji sameiginlegri stjórn hernámsveldanna í Berlín lokið og styðst sú yfirlýsing þeirra við þær aðgerðir þeirra að stöðva alla flutninga Vesturveld- anna til borgarinnar á landi. Þessi viðhorf í málum Þýskalands hafa vakið ugg og óróa. Borgarstjórn Berlínar hefur óskað þess að deilur Vestur- veldanna og Rússa yrðu lagðar fyrir Öryggisráð Samein- uðu þjóðanna, þar sem líkur væru til þess að friðnum í heiminum stafaði hætta af þeim. Ennþá hefur ekki verið tekin afstaða til þeirrar beiðni. Átökin um Berlín koma raunverulega í beinu áframhaldi af því, sem verið hefur að gerast undanfarna mánuði í Þýskalandi. Rússar hafa smám saman verið að draga sig út úr samvinnunni um stjóm landsins. Þeir neituðu að taka þátt í ráðstefnu, sem haldin skyldi, í vor um framtíð þess með þeim afleiðingum, að Vesturveldin neyddust til þess að boða til hennar án þátttöku Rússa. Er þannig útlit fyrir að þær þjóðir, sem að þeirri ráðstefnu stóðu munu stuðla að stofnun vesturþýsks ríkis. Hefur í aðalatriðum náðst sam- komulag um það. En með stofnun þess verður Þýskaland klofið í tvö ríki. Er gert ráð fyrír að boðað verði til st jórn- lagaþings fyrir hið nýja þýska ríki á komandi hausti. Um það verður að sjálfsögðu ekki spáð á þessu stigi málsins, hvernig tekst að leysa deilu þá, sem nú er komin upp milli hernámsveldanna í Berlín eða hvort það tekst yfir- leitt. En það er að öllu auðsætt að Sovjetstjórnin vinnur að því af kappi að flæma Bandaríkjamenn og Breta burtu þaðan alveg án tillits til þess, hvaða þýðingu það getur haft fyrir heimsfriðinn. Það er hinsvegar athyglisvert að þegar utanríkisráðherra Breta lýsir því yfir að þeir muni ekki yfirgefa borgina, þá kalla kommúnistablöðin rússnesku og kommúnistablöð um allan heim, einnig hjer á íslandi, það „stríðsæsingar“. 1 Þýðir það það, að Rússar ætli sjer að reka Bandaríkja- menn og Bréta með vopnavaldi úr borginni, ef þeir ekki iáti kúgast við samgöngubann Rússa? öðru vísi verða þau ummæli varla skilin. En hverjir eru það þá, sem ógna heimsfriðnum? MORGUNBLAÐIÐ wmwssss;;-n Laugardagur 3. júlí 1948- ÚR DAGLEGA LÍFINU Illa sjeðir unglingar. REGLUSAMIR unglingar eru illa sjeðir gestir í veitingahús- um bæjarins. Mest ber á þessu á dansleikjum í samkomuhús- unum, þegar vínveitingar eru. — Þá kemur það varla fyrir, að unglingar, sem ekki drekka á- fengi, en sitja yfir gosdrykkj- um á milli dansa, fái góða af- greiðslu, ef nokkra og það er næstum því ómögulegt fyrir ungt fólk, sem er orðið þekt að 3ví, að kaupa ekki vín, að fá borð hjá þjónunum. Þetta sagði ung vinkona mín, sem jeg veit að fer ekki með neitt fleipur. Það er ekki laust við .eð þjónarnir fussi við þessu reglusama fólki. Það er sama þótt, um dansleiki íþróttafje- laga. eða annara æskulýðsfje- laga sje að ræða. Þeir, sem ekki kaupa áfengi fá verri af- greiðslu en hinir, sem þemba í sig áfenginu. , Liótt er að heyra, en satt mun það vera, að þannig er ástandinu rjett lýst. Allir viíja græða. ÞEGAR MÁLIÐ er athugað er það í rauninni ekkert óeðli- legt, að unglingar, sem lítið versla í veitingastofum, fái verri afgreiðslu en aðrir, þótt það sje skammarlegt og ætti ekki að eiga sjer stað. Þjónarnir fá hlutafallslega hærri laun eftir því, sem þeir selja meira. 15% af verði veit- inganna. Veitingahúsið græðir á því að selja sem mest og þess vegna skapast það ástand, að reglusamir unglingar verða út- undan í hylli þjónustufólks og notalegu viðmóti. Allir vilja græða. • Vitlausa fyrirkomu- lagið. OG ENN BER AÐ SAMA brunni. Það er vitleysan, sem ríkir í veitingamálum okk- ar, sem veldur. Veitingahúsin verða að leigja sali sína fyrir skröll og helst þeim fjelögum, sem hafa fengið undanþágu til að veita vín. Veitingahúsin stæðust ekki fjárhagslega, ef þau fengju ekki við og við þessar undanþágur til sprútt- sölu. Og hversu lengi á ,að við- halda þessu kjánalega og skað- lega fyrirkomulagi með áfeng- issölu í veitingahúsum. Því mega ekki öll veitingahús, bæði hjer í Reykjavík og annars staðar á landinu veita vín, ef þau uppfylla ákveðin skilyrði, sem gera verður til veitinga- húsa, sem vínveitingaleyfi hafa. Vitleysan verður verri og verri með ári hverju ef ekkert er að gert í þessum efnum. Og eitt er víst, að hjer í bænum — og raunar hjer á landi — er ekki von til að rekið verði sæmilegt veitingahús á meðan núverandi vitleysa ríkir. • Skrautlegur hljómskáli. HVERNIG ÆTLI STANDI á því, að engum hefir dottið í hug, að mála Hljómskálann fyr en nú í sumar? — Þetta er orð- ið alt annað hús, en það var. Til mestu prýði fyrir umhverf- ið fvrir að það hefir verið mál- að með smekklegum litum. Hljómskálinn fellur nú miklu betur við umhverfið en á með- an\hann var grár og ljótur. Og svona er það víðar. Það er oft ekki margbrotið, eða ó- vinnandi verk, að gera hús snotrari og lífga þannig upp á borgina. Og þökk þeim, sem Ijetu klína á Hljómskálann. Það var sannarlega tími til kominn. — Ætli það mætti ekki fara með pensil yfir fleiri byggingar. Bjóðið ekki þjófum Iieim. VÍÐA UM BORGINA standa íbúðir auðar, eins og venja er á þessum tíma ársins, þegar margir dvelja í sumarbústöð- um, eða eru í skemtiferðalög- um. En nokkuð mun það misjafnt hvernig fólk gengur frá ibúð- um sínum áður .en það yfir- gefur þær. Flestir eru svo for- sjálir, að þeir loka öllu vel og læsa. Aðrir gleyma að loka gluggum og útidyrahurðum. Þeir bjóða vandræðunum heim og iafnvel innbrotsþjófum. Til allrar hamingju er ekki mikið af innbrotsþjófum í þess ari borg. Það sagði mjer rannsóknar- lögregluþjónn fyi4r nokkrum árum, að það væri hrein und- antekning, að hjer væru svo bí- ræfnir innbrotsþjófar, að þeir légðu í að gera húsbrot í einka- húsUm til að stela. En hinsveg- ar væru mikil brögð að því, að stolið væri úr anddyrum og farið væri inn í híbýli manna, sem hefðu skilið eftir opið hjá sjer og farið í burtu. ,,Þetta fólk býður þjófunum heim“, sagði rannsóknarlög- reglumaðurinn. Þið, sem farið úr íbúðum ykkar og skiljið þær ef ir mannlausar. Bjóðið ekki þjófunum heim! Hin rómaða kurteisl. ÞAÐ VAR HAFT EFTIR manni í viðtali hjer í blaðinu á dögunum, að sjer fyndist fólk hjer alment kurteisara en áður var og kurteisara en á Norður- löndum. Ekki skal efast um að maðyrinn segi satt. En ham- ingian góða hvernig var það „áður fyr“ og aumt hlýtur það að vera á Norðurlöndum. Varla getur það talist til kurteisi, sem margir tíðka hjer í bæ, að fara með söng og há- reisti um íbúðarhverfi bæjar- ins að næturlagi. Fjárans kur- teisi er það, að senda bráð- ókunnugum mönnum tóninn á götunni, eða hlamma sjer utaní fólk á förnum vegi, án þess að biðjast afsökunar. Reka hvor öðrum löðrung fyrir engar sakir og fleira þessháttar, sem ekki er óalgengt á almannafæri á þessu landi. Það er rjett, að þeir, sem lært hafa mannasiði og notfæra sjer þá menntun koma fram eins og siðað fólk. En það er því miður of mik- ið af hinu. MEÐAL ANNARA ORDA » • • Landbúnaðarfratnletðsla FraEcka Frá frjettaritara Reuters í París. PIERRE Pflimlin, landbún- aðarmáiaráðherra Frakklands, tilkynnti nýlega, að búast mætti * *við því, að Frakkar gætu byrjað að flytja út land- búnaðarafurðir í ársbyrjun ’52. Ýmsum kann að þykja þetta mikil bjartsýni og þá ekki síst þar sem einn fjórði hluti af nú- vérandi innflutningi Frakka eru matvæli, en þó er enginn vafi á því, að Frakkland getur fraiuleitt meir en nóg af mat- vælurn til eigin þarfa og ef- láust auk þess talsvert til út- flutjiings. Paul Gravier, einn af efnahagsráðunautum frönsku stjórnarinnar, hefir þannig ný- verið haldið því fram, að fram- leiða megi matvæli handa 90.000.000 manns á því landi, sem er ræktað í Frakklandi. • • 30% MINNI. Endæ þótt franska landbún- aðarframleiðslan sje 30 pró- sent minni en fyrir stríð, fer út- litið óðum batnandi. Einn af talsmönnum landbúnaðarráðu- neytisins skýrir þannig frá því, að útlitið í ár sje gott. „Veðrið hefir verið ágætt, seg- ir hann, „og ræktað land er talsvert 'meira en síðastliðið ár“. Veðrið 1947 reyndist sjerlega slæmt fyrir franskan landbún- að. Veturinn var frostharður og sumarið óvenju þurka- samt. í ár hafa orðið nokkrar skemdir á ávaxtatrjám í Rhon- dalnum, en lítið annað tjón. • • 20 MILJÓN EKRUR. í apríllok höfðu Frakkar sáð korni í um 20 miljón ekrur, eða um 12 prósent fleiri ekrur en á sama tíma síðastliðið ár. Hveiti var sáð í 30 prósent fleiri ekrur en 1947. Svkurrófuuppskeran varð fyr ir miklum skemdum í Norður- Frakklandi veturinn 1946—47, en bað er meginástæðan fyrir hinum örsmáa sykurskamti. I ár er hinsvegar búist við, að uppskeran verði ágæt. Þá bú- ast Frakkar og við góðri kart- öfluuppskeru og vínberjafram- leiðslan verður að öllum líkind um að þessu sinni jafnmikil og hún var fyrir stríð. En enda þótt uppskeruhorf- ur sieu yfirleitt ágætar í ár, eiga franskir bændur þó enn eftir að yfirvinna marga erfið- leika. Kornuppskeran er þann- ig ennþá 16 prósent minni en fyrir stríð. • • FÓLKSEKLA. En franskir , bændur eiga fleiri ferfiðleika við að stríða. Landbúnaðarverkamenn eru um bað bil 350.000 færri en 1936, og skortúrinn á vinnu- afli eykst, da'g/frá .degi. Æins og allsstaðarj; annarstaðar ílykk ist fólkið til borganna og vill helst hvergi annarstaðar vinna,’ en auk þess hafa Frakkar misst af miklu vinnuafli þar sem erií þysku sttíðsfangarnir, sem.tMú ' eru óðuni að hverfa hejm, Eina lausnin á þessu vand- ræðaástandi, segir franska stjórnin, er að auka vjelakost Framh. á bls. 10.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.