Morgunblaðið - 21.07.1948, Page 10

Morgunblaðið - 21.07.1948, Page 10
10 í-rjírrsi ' yrsí¥v MORGVHVLAÐIB Miðvilcadagur 21. júlí 1948. KENJA KONA (Lptlr i^en- Ulmea í\ÁJi((iamð 133. dagur verðum komnir til borgarinn- ar eftir hálfan annan klukku- tíma. Komdu honum unrh læknishendi og láttu mig vita þegar þú kemur aftur“. Hann leit á Dan. „Er það tilfellið, að hann sje bróðir þinn?“ spurði hann. „Já, herra liðsforingi“, sagði Mat. „Við erum báðir frá Bangor í Maine. En jeg er í 14. herdeildinni frá Georgía. Jeg fluttist til Suðurríkjanna fyrir stríðið, en hann á enn heima í Bangor“. „Já, bræður. Það er það, sem gerir þetta stríð svo erfitt, að við erum allir meira og minna bræður. Sjáðu um, að það fari vel um hann“. Svo hjelt hgnn áfram. „Þetta er góður maður“, sagði Dan. Mat horfði á eftir Íiðsforineí anum. „Það eru fáir menn, sem eru ekki góðir“, sagði hanji „Getur þú gengið, ef jeg styð þig, eðá á jeg á halda á þjer?“ Dan brosti. „Þú ert svo sem nógu stór til að halda á mjer. En kannske get jeg gengið“. Það var langt til borgarinn- ar, baðan sem Dan hafði setið við veginn. Þeir fóru hægt yfir. Þegar þeir komu yfir háls- inn,. sáu þeir að Norðanmenn hröktu Sunnanmenn í áttina til Gettisburg. Og á næstu hæð voru fallbyssur, sem skutu á flóttamennina. Þeir bræður urðu hvað eftir annað að hvíla sig. Það fór að blæða úr fæt- inum á Dan að nýju. Mat stöðv aði blóðrásina. Hann spurði um Will og Dan svaraði: „Hann er hjer einhvers stað- ar. Hann er aðstoðarlæknir hjá sjötta Wisconsin fylkinu. Hann hafði altaf langað til að verða læknír. Manstu ekki eftir því? Jeg var í öðru herfylki frá Maine, en þegar herþjónustu- tíma mínum þar var lokið, þá gekk jeg í sötta herfylkið, til þess að geta verið sem næst honum“. Og svo spurði- hann um Tom. „Tom er kapteinn í mínu her fylki“, sagði Mat. „En hann fjekk kúlu í fótinn hjá Frede- ricksburg. Þeir drógu silkivasa- klút í gegnum kúlugatið og hann er enn í sjúkrahúsi, en hann nær sjer áreiðanlega“. Svo spurði hann: „Hvernig líður pabba?“ „Honum líður vel. Jeg hefi ekki komið heim síðan stríð- ið hófst, en hann skrifar mjer altaf. Hann er altaf eins“. Mat kinkaði kolli. Þeir sátu á moldarbarði rjett við veg- inn. „Þannig minnist jeg hans líka“, sagði Mat. „Hann var altaf eins. Mig langar til að sjá hann aftur“. Svo mælti hann í lægri nótum: „Jeg gat þó ékki haldist við heima“. „Við áttum von á því að þú mfindir koma heim áður en stríðið hófst“. „Já, við Tom vorum að tala um bað“, sagði Mat. „En fjöl- skylda og mágafólk Toms átti heima syðra. Það fólk er miög gott við okkur og okkur þótti vænt um það“. Svo spurði hann: „Er mamma eins og hún var?“ „Hún er veik“, svaraði Dan. „En jeg býst ekki við því, að hún breytist neitt“, bætti hann við í einlægni. Mat mælti lágt: „Pabbí er mikill maður. Það vitum við allir. Og það er eingöngu hon- um að þakka að við bræðurn- ir höldum saman — hvar sem við erum niður komnir“. Dan kinkaði kolli. Hann sagði: „Það voru einhverjir fangar frá Georgía sem sögðu mjer að þú værir giftur, Mat“. Mat brosti. „Já, og jeg fjekk heimfaraleyfi í vetur til að sjá nýfæddan son minn“. „Heldurðu að hann verði jafn stór og þú?“ „Miklu stærri“, sagði Mat drýgindalega. „Hann byrjar að vaxa þar sem jeg hætti“. Það var nú farið að draga úr orustugnýnum umhverfis þá. Leikurinn hafði borist lengra og nú var barist hinum megin við borgina. En á leið- inni sáu þeir alls staðar viður- stygð hernaðarins, þar sem Sunnanmenn höfðu veitt við- nám. Þar voru dauðir menn og særðir af báðum herjum, um- turnan, brotin hergögn. Einu sinni mættu þeir hundrað manna hóp. Það voru fangar af Sunnanmönnum, undir umsjá hermanna að norðan. Þeir viku út af veginum, svo að þeir Dan og Mat gætu haldið áfram. Svo komu þeir inn í borgina og Mat sagði: „Jeg ætla að reyna að finna einhvern stað, þar sem jeg get skilið þig eftir og svo ætla jeg að reyna að senda lækni til þín í kvöld“. Hann skimaði um hvert hús sem beir fóru fram hjá. í sama mund kom kona nokkur út á húströppur og horfði á þá Þeir staðnæmdust og Mat spurði: „Getið þjer lofað þessum manni að vera, frú mín góð?“ Hún mælti í hvössum róm: „Jú, jeg hefi hjer gestarúm, en enginn ræningi fær að koma inn fyrir mínar húsdyr“. Mat tók ofan. „Þetta er bróð ir minn“, sagði hann, „Evered kapteinn úr sjötta herfylki Wiscpnsin". Svo studdi hann Dan upp tröppurnar. „Sjötta herfylki Wisconsin?" endurtók konan. „Hjer var Harris kapteinn og tveir liðs- foringjar úr því herfylki fyrir skemstu, en þeir fóru áður en Sunnanmenn komu. En Evans undirforingi er hjer enn“. Svo sneri hún sjer að Dan. „Já, gerið svo vel að koma inn“. Dan stóð á öðrum fæti og hún gekk undir hönd hans. Mat sagði: „Jeg sendi læknir til þín, Dan. Segðu pabba að við Töm elskum hann. Vertu sæll“. Dan reyndi að tala klökkva- laust: ..Vertu sæll, Mat. Og farðu varlega“. Svo hoppaði hann á öðrum fæti inn í húsið og studdi sig við konuna sem ætlaði að skjóta skjólshúsi yfir hann. VII. Hún hjet frá Hollenger og dóttir hennar hjet Júlía. Hún kom á móti þeim til að hjálpa honum. Þær komu honum í rúm í herberginu, þar sem Ev- ans undifforingi lá. „Jeg fjekk skot í fótinn", sagði Evans þegar, því að hann þekkti Dan. „Það var rjett þar sem járnbrautirnar mætast. Jeg sá þig falla litla síðar“. Svo lækkaði hann róminn. „Þegar þeir gáfust upp, þá gat jeg staulast með því móti að styðiast við tvær byssur. Og Dawes yfirforingi fjekk mjer fánann þeirra og bað mig að geyma. Jeg vafði honum utan um mig og komst með hann hingað. Júlía spretti upp ver- inu á dýnunnj í rúminu og faldi hann þar og nú ligg jeg á honum, svo að honum er ó hætt þangað til við höfum sigrað“. Dan var of máttfarinn til þess að hann hefði neinn á- huga fyrir fánanum. Hann þráði mest að fá að sofa. Hann var í hálfgerðu móki þegar læknirinn kom sem Mat hafði náð í. Læknirinn hjelt að ekki þyrfti að taka af honum fót- inn. „Annars er ekki hægt að full yrða neitt um það fyr en eftir tvo eða þrjá daga“, sagði hann. „En bjer fáið áreiðanlega staur fót. Jeg kem aftur seinna“. En Dan sá hann aldrei fram- ar. Daginn eftir var hálfgert óráð á honum og hann heyrði stöðugt eins og í leiðslu, fall- byssudrunurnar og smellina í rifflunum frá bardaganum þar fyrir sunnan. Frú Hollanger kom með alda bakstra til að leggja við höfuð hans og fót. Hún sagði honum að grimmi- leg orusta hefði geisað milli aldingarðs Mr. Sherfy og hæð- ar nokkurrar sem kölluð var Kollóttahæð. Dan mundi eftir því að þeir höfðu farið fram hjá bessum aldingarði daginn áður. Hann mintist þess einnig hvexnig landslag var þar um- hverfis, grjót og kjarr. Þar höfðu þeir barist. Og hann sá í anda hvar Sunnanmenn spruttu þar upp úr ótal. fylgsn- um, gapandi svo að skein í tennurnar eins og á villidýrum og augu þeirra skutu eldi. Þá um nóttina fannst honum hann taka þátt í mörgum orustum. Hann æpti heróp og þóttist brjótast áfram, svo að þær frú Hollanger og Júlía áttu fullt í fangi með að halda honum kyrrum í rúminu. Að morgni hins þriðja dags hafði hann aftur fengið ráð og rænu, þangað til djöfulgangur fallbyssnanna byrjaði aftur og var svo ákafur að húsið skalf og nötraði. Þá sló honum niður aftur og kvaldist svo af þorsta, að þær mæðgurnar urðu sífelt að gefa honum að drekka. Stundum vissi hann þó glöggt hvað var að gerast. Og svo skeði þetta, að Júlía kom inn og það ljómaði af henni einhver birta, eins og af engli. Og hún sagði móður sinni frá því, að Sunnanmenn hefði beðið herfi legan ósigur. Þá æpti hann af hrifningu og sigurvímu. Þá um nóttina heyrði hann stöðugt fótatak úti á götunni. Þær mæðgur stóðu altaf við gluggann og horfðu út. Og hann heyrði að Evans sagði að nú væri Sunnanmenn á undan- haldi, og yrðu nú að snauta sama veg og þeir hefðu komið. „Og við erum á hælunum á þeim“, sagði Evans. „Þeir verða ekki margir, sem kom- ast heim til sín aftur“. Svörf og hvít Austurlenskt ævintýrl. 11. Nokkur stund leið, þá fór að heyrast undarlegur hvinur utan frá hafinu og eitthvað, sem líktist stórum svörtum skýjaflóka nálgaðist eyjuna hratt og það sást, að þetta var ógurleg mergð af gráum páfagaukum, sem hinir fuglarnir virtust hafa kallað til hjálpar. Eftir gráu páfagaukunum kom mikil mergð fjöllitra fugla. Það var eins og allir páfa- gaukar heimsins hefðu sett sjer mót á þessari eyju. Og undarlegt var, að þvert á móti venju páfagauka voru allir fuglamir þögulir og heyrðist ekkert hljóð frá þeim nema jyturinn af vængjaslögunum, þegar þeir færðust nær og ljetu sig síðan svífa niður yfir eyjuna. Þeir settust niður og mynduðu raðir umhverfis Fíms. Nokkrir settust á jörðina, aðrir á runnana, aðrir hátt upp í greinar trjánna, nokkrir á lágar klettasillur og enn aðrir á klettabrúnina, en allt var þetta ógurleg og furðuleg samkunda af fiðurfje. Þegar kyrrð ist um sá prinsinn, að í miðjum hópnum á gullinni stöne, sem tveir risapáfagaukar hjeldu uppi, hafði stór svartur gaukur með gylltan hring um hálsinn tyllt sjer, — það var líkast því, sem hjer ættu að fara fram rjettarhöld. Svarti páfagaukurinn, hugsaði prinsinn hlýtur annaðhvort að vera konungur eða dómari. # Nú komu tveir gulir fuglar til prinsins og skræktu eitt- hvað, sem hann skildi auðvitað ekki, en fann þó, að þeir voru að skipa honum að ganga fram fyrir konunginn, og hann hugsaði sem svo, að það væri best fyrir hann að hlýða og sjá, hvað úr þessu yrði. Þegar hann nálgaðist konunginn, sá hann, að þar lágu dauðu fuglarnir tveir og þá skildi hann, að það átti að dæma hann sjálfan í þessum fuglarjetti. — Svarti páfagaukurinn leit ströngum augum á hann og hjelt langa ræðu, sem í eyrum prinsins ljet sem skrækir og óhljóð. Hann hneigði sig samt virðulega að ræðunni lokinni og sagði: Því miður yðar hátign hef jeg ekki getað skilið, hvað þjer sögðuð. Konungurinn gaf litlum grænum páfagauk merki og hanrt flaug frá, en kom aftur innan skamms með hvítt blóm, sem konungurinn lyktaði svo lengi af, að hann hnerraði. En um leið og hann hnerraði f jell fjaðurbúningurinn af honum og fyrir framan prinsinn stóð gamall virðulegur maður, með sítt skegg og gyllta rönd um ennið. Og hann hafði um hálsinn sveran gullhring. Hann: — Finnst þjer virki- lega leiðinlegt hjer, jeg sem skemti mjer svo prýðilega. Hún: — Þú, já, hvað er að marka það, þú sem ert með mjer. ★ — Síðast, þegar jeg hitti bróð ur þinn, var hann að reyna að komast að á stjórnarskrifstofu. Hvað gerir hann núna? — Ekkert, hann komst þar að. ★ Því var veitt athygli að göm- ul kona hneigði altaf höfuðið í lotningu í hvert sinn, sem nafn satans var nefnt. Eitt sinn hitti presturinn hana að máli og spurði hana, hvernig á þessu stæði. — Ja, kurteisi kostar ekkert, sagði gamla konan, ja, og svo veit maður nú ekki .... ★ | Villi: — Jeg hefi svo hræði- lega tannpínu. Tommi: — Ef það væri mín tönn, sem tannpína væri í, myndi jeg láta draga hana úr eins og skot. Villi: — Já, ef það væri þín tönn, myndi jeg gera það líka. ★ Sjúklingurinn: — Dragið þjer tennur alltaf úr kvalalaust? Læknirinn: — Ekki alltaf, í gær var einn nærri því búinn að bíta af mjer einn fingurinn. ★ — Þjer skrökvið svo frek- lega, sagði dómarinn, að jeg ráðlegg yður að gera lögfræð- ingur. ★ Tveir kunningjar, sem ekki höfðu sjest lengi, hittust á förn- um vegi. Annar þeirra var með hönd í fatla. — Sæll og blessaður, vinur, sagði sá, sem ekki hafði hönd í fatla, hvað gengur eiginlega að þjer? — Jeg lenti í bílslysi, svaraði hinn. — Hvenær skeði það? — Það skeði fyrir sex vikum. — Sex vikum, og þú ert enn með hendina í fatla. — Já, læknirinn segir, að vísu að jeg megi taka hana úr fatl- anum, en lögfræðingurinn minn bannar mjer það stranglega.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.