Morgunblaðið - 29.07.1948, Page 12

Morgunblaðið - 29.07.1948, Page 12
VEPUBÚTLITIÐ (Faxaflói): SA-kaldi og síðar gola. — #oksisí!d við sjávarsíðuna. 177. tbl. — Fimtudagur 29. júlí 1948. Þrjú hjeraðsmót SjáU- stœðismanna um næstu helgi i Fjöpr m aSra helgi. TJM næstu helgi verða haldin þrjú hjeraðsmót Sjálfstæðismanna, á Austfjörðum, i Vestur-Skaftafellssýslu og í Skagafirði. — Um helgina þar á eftir verða einnig haldin fjögur hjeraðsmót Sjálf- stæðismanna, í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu (að Ölver) í Vest- ur-Húnvatnssýslu, í Austur-Skaftafellssýlu og á Akureyri og í Eyj afjarðar sýslu. Chiefley í Berlín. Hjeraðsmót á Austfjörðum. Hjeraðsmót á Austfjörðum verður haldið í Egilsstaðaskógi sunnudaginn 1. ágúst, en þar hafa Sjálfstæðismenn komið upp mjög myndarlegum sam- komuskála. Er þar mjög.fag- ur og hentugur samkomustað- ur. — A þessu móti mæta þeir Bjarni Benediktsson, utanrík- is- og dómsmálaráðherra, og Jóhann Hafstein, framkvæmd arstjóri Sjálfstæðisflokksins, og munu flytja þar ræður. Þá mun Bragi Hlíðberg, har mónikusnillingur, skemta með einleik á harmóniku. Ennfrem- ur verður söngur og gítarleik- ur kvenna og önnur skemtiat- riði. Að lokum verður dansað. Sjjeð verður um veitingar á staðnum. A Iaugardagskvöldið verður dansleikur haldinn í samkomu- skálanum í Egilsstaðaskógi. Hjeraðsmút í Vestur- Skaftafellssýslu. Hjeraðsmót í Vestur-Skafta- fellssýslu verður haldið í Vík í Mýrdal sunnudaginn 1. ágúst og hefst kl. 4 síðd. Þar munu flytja ræður Ólafur Thors, for- maður Sjálfstæðislfokksins og Jón Kjartansson, sýslumaður. Brynjólfur Jóhannesson, leik ari, mun skemmta með upp- lestri og Nína Sveinsdóttir, leikkona, mun syngja gaman- vísur. Að lokum verður dansað. Hjeraðsmót í Skagafirði. Hjeraðsmót Sjálfstæðis- manna í Skagafirði verður hald ið í Varmahlíð n. k. sunnudag, 1, ágúst. Meðal ræðumanna verða alþingismennirnir Jón Sígurðsson frá Reynistað og Sigurður Bjarnason frá Vigur. Flutt verða ávörp frá ungum Sjálfstæðismönnum, Gunnari Helgasyni, formanni Heimdall- ar, Vilhjálmi Sigurðssyni, for- manni Fjelags ungra Sjálf- stæðismanna á Siglufirði, og Magnúsi Jóiissyni frá Mel, for- manni Varðar, fjelags ungra Sjálfstæðismanna á Akureyri. Ennfremur verða ýmis skemti atriði, m. a. syngur Ólafur Magnússon frá Mosfelli. Að lokum verður dansað. I sambandi við mót þetta mun verða haldinn fundur í Fjórðungssambandi ungra Sjálf ááæðismanna á Norðurjandi. Finnbjörn verð- ur ©I lendinganna r s London í gærkveldi. Frá frjettaritara Mbl. Þorbirni Guðmundssyni á Olympíuleikunum. ÍSLENSKU íþróttamönn- unum, sem búa í Itich- mond Park, líður ágæt- lega, þrátt fyrir þann ofsa hita sem nú gengur yfir England, Æfingar þeirra hafa genglð að óskum og ieg hefi ekki orðið var við neinn glímuskjálfta þótt keppnin nálgist óðum. Finnbjörn hcfur ckki verið vel góður í hnjenu síðustu dagana, en hann er þó ekki það slæmur að hann þurfi að hætta við þátttöku í þeim íþrótta- greinum, sem hann upp- haflega átti að taka þátt í. Hann tók í dag þátt í æf- ingu með fánaberum hinna ýmsu þjóða á Wembley, en sem kunnugt er á Finn björn að bera fánann fyr- ir íslenska flokknum við setningarathöfnina á morg Joseph Chiefley forsætisráðherra Ástralíu hefur verið á ferðalagi ( í Englandi m. a. til að ræða fólksflutninga frá Bretlancti til Ástra- líu. Hann brá sjer til Berlínar á dögunum og sjest hjer á myndinni (til vinstri) ásamt breskum og áströlskum liðsforingjum. Bjarni Bjarnason bæjarfóget! á Siglu- DÓMSMÁI, ARÁÐUNEYTIÐ hefir veitt Bjarna Bjarnasyni fulltrúa borgardómara í Reykja vík, bæjarfógetaembættið á Siglufirði, en embætti þetta er veitt frá 1. ágúst n.k. að telja. Þann 20. þ. m. var umsókn- arfrestur um embættið útrunn- inn. Umsækjendur voru sjö fyr ir utan Bjarna Bjarnason, og eru þeir þessir: Bárður Jakobs- son fulltrúi borgarfógeta, Eirík ur Pálsson bæjarstjóri, Hafnar- firði, Hannes Guðmundsson fulltrúi bæjarfógetans á Siglu- firðí, Kristján Jónsson fulltrúi bæjarfógetans á Isafirði, Sig- urður M. Helgason fulltrúi bæjarfógeta á Akureyri, Unn- steinn Beck fulltrúi borgardóm ara og Þórólfur Ólafsson skrif- stofustjóri ríkisskattanefndar. sjer upp flotkví lyrlr 1600 smálesla | skip , NÝSTOFNAÐ færeyskt hluta- fjelag hefur fyrir skömmu síð- an keypt flotkví af breska flot- anum. Hún verður í lok þessa már.aðar dregin til Færeyja og ^lagt á Kollafirðinum. Flotkvíin getur lyft skipum er vega alt 1 að ca. 1600 tonn, segir í Ber- lingske Aftenavis. í sama blaði stendur 22. þ.m.: Ný ski'paviðgerðastöö í Fœr- eyjum. — A. Hpumöller verk- fræðingur og forstjóri hjá Bur- mester & Wain hefur heimsótt Færeyjar til að rannsaka mögu- leikana á að reisa togaravið- gerðarstöð í hinni stóru fiski- höfn Tveraa á Suderö. í viðtali við færeysk blöð seg- ir forstjórinn, að það sje ein- göngu vegna frumkvæðis fær- eyinga að þessar athuganir sjeu gerðar. B. & W.’s segja að áhugi á málinu sje eingöngu tæknilegs eðlis, „þar sem við skoðum þá tæknilegu aðstoð, er við veitum, sem góðvilja fyrir þau verslunar sambönd, er við sem vjelafram- leiðendur höfum við Færeyjar." Forstjórinn bætir því við, að Færeyjar að hans dómi þarfnist nýtísku stálskipaviðgerðarstöðv- ar, og hinn tæknilega stuðning til þess sje Burmeister & Wain fúst til að veita. flugskýii Korður-Evrópu Á NÆSTUNNI verður tekið í notkun á Bromma-flugvelli við Stokkhólm stærsta flugskýli í Norður-Evrópu. 1 þessu flug- skýli er hægt að húsa í einu 10 flugvjelar af gerðinni DC—6 (endurbætt skymastergerð) eða 4 Boeing risaflugvjelar. Gólf skýlisins er 9,300 fer- metrar. Segja sænsk blöð, að aðeins eitt annað flugskýli í Ev- rópu sje stærra. Flugskýlið er 150 metrar á breidd, 14 metra hátt og 60 metra langt. Skýlið er bygt úr stáli og svo að segja alt rafsoðið á samskeytum. — Sviar hafa í hyggju að byggja fleiri flugskýli af þessari gerð. Meiri mafvælafram- feiðsia í Afríku London í gær. STRACHEY matvælaráðherra Breta sagði frá því I dag, að matvælaskorturinn í heiminum krefðist þess, að Bretar reyndu til hins ýtrasta að auka matvæla framleiðsluna í nýlendum sín- um. Hann sagði að matvæla- ráðuneytið breska áformaði mikla aukningu á ýmsum fæðu- tegundum í Nigeriu og fyrsta sporið í áttina væri að bæta járn brautarkerfið í landinu. — Reuter. ,,San Michele' á arabisku ÞRÁTT fyrir ófriðlegt ástand í hinum nálægari Austurlöndum hefur verið ákveðið að gefa út bók Dr. Axels Munthe, „Bókin um San Michaele“ á arabisku og mun hún koma út I haust. Þessi bók hins sænska læknis hefur þegar verið þýdd á rúm- lega 40 tungumál og hefur jafn- an orðið metsölubók, þar sem hún hefur verið gefin út. Höf- undurinn er nú 91 árs og býr í Konungshöllinni í Stokkhólmi, sem gestur Gustavs Svíakon- ungs. Hann fær stöðugt tilboð í kvikmyndarjett að bókum hans en hann hefur jafnan hafnað öllum slíkum tilboðum. Brelar ætla að al nema skóskömtun London í gær. WILSON verslunarmálaráð- herra Breta skýrði blaðamönn- um frá því í dag, að ákveðið hefði verið að afnema alla skömtun á skófatnaði í Bret- landi frá og með 1. september. Einnig verður Ijett á skömtun á vefnaðarvörum, svo að ekki þarf nema 20 vefnaðarvörumiða fyrir alfatnaði karla í stað 24 áður. Reuter. SAMTAL við Hedtoft for- sætisráðherra Dana. — Bls, 5. Veiðin brást Siglufjörður í gærkveldi. ÞÆR VONIR sem sjómenn höfðu gert sjer um veiði í Hrútafirði og Miðfirði s. 1. nótt brugðust mjög. Síldin var uppi fram til kl. um 2 um nóttina. Flotinn kastaði allur og fjöldi skipa tvisvar til þrisvar sinn- um en allt kom fyrir ekki. —• Stærstu köstin voru um 100 mála köst. Það var ekki rauðáta, sem kom síldinni til að vaða, held- ur glæráta, en hún er nokkuð stærri en rauðáta. Sá hængur er á glerátunni, að hún fer miklu hraðar yfir er hún kem- ur að yfirborðinu og því verða síldartorfurnar svo dreyfðar strax við yfirborðið, að lítið fæst úr köstunum. í fyrrinótt voru nokkur skip í síld á Grímseyj arsundi, fengu bau mest 250 mála köst. Einn- ig fengu tvö skipa á Skaga- firði síld og austur við Langa- nes fjekk eitt skip svo stórt kast að nótin sprakk og náð- ust aðeins um 70 mál. í dag hefur ekkert frjettst til síldar. Veður er þó mjög sæmilegt. Sjómenn vona, að um lágnætti í nótt muni síld- in koma upp. — Guðjón. HerflufniRgar til ■- I Malakkaskaga Singapore í gærkvöldi. TILKYNNT var í Singapore í dag, að herflutningar yrðu bráðlega auknir til Malakka- skaga. Er meðal annars í ráði að flytja hermenn þangað frá Hongkong. Her- og lögregla stjórnar- valdanna á Malakkaskaga hafa tvo undanfarna sólarhringa haldið uppi aðgerðum gegn skæruliðum bæði á landi og úr lofti. Meðal manna þeirra, sem handteknir hafa verið, eru átta sem lögreglan hafði lýst eftir, og þar af einn, sem grunaður er um morð. Skæruliðar kommúnista rjeð ust í dag á lögreglustöð í Jo- horeríki, en urðu að hörfa til baka eftir hálfrar klukku- stundar bardaga. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.