Morgunblaðið - 28.08.1948, Síða 1
E5. árgangur
202. tbl. — Laugardagur 28. ágúst 1948.
Prentsmiðja MorgunblaðsínS
Jerúsalem brennur
j i
Arabar og Gyðingar berjast enn heiftarlega. Hjer er nivnd, sjeð
yfir gamla borgarhluíann í Jerúsalein og sjást mildir eldar í hverf-
inu, sem komu upp eftir stórskotahríð á borgina.
iftundi fundurinn í
Moskvu — en ekki
sú síðusfi
Moskva í gærkvöldi.
Einkaskeyti til Mbl. frá Don Dallas,
’ frjettaritara Reuters.
SENDIMENN Vesturveldanna hjer sátu enn einn fund með
Molotov' utanríkisráðherra Rússlands, 1 kvöld. Stóð fundurinn
yfir í tvær klst. og 55 mín. Þegar sendimennirnir hjeldu aftur til
breska sendiráðsins, að fundinum loknum, sagði Frank Roberts,
fulltrúi Breta, að engin tilkynning myndi gefin út um fundinn
í kvöld, en margir hjer búast við því að hún verði gefin út á
morgun. — Á þessum Kreml-fundi í kvöld var Andrei Vishinsky
viðstaddur, í fyrsta sinn síðan viðræðúrnar í Moskvu hófust 31.
júlí s.l. — Hjer er það ætlan manna, að þetta sje ekki síðasti
íundurinn með Molotov, en sendimenn Vesturveldanna hafa nú
alls setið á sex fundum með honum og tveimur, með Stalin og
» Molotov.
Bjártsýni í AVashington ♦
1 frjettum frá Washington seg
ir, að stjórnmálamenn þar sjeu
bjartsýnni en nokkru sinni áð-
ur, síðan Moskvu-viðræðurnar
hófust um árangur fundarins,
sem haldinn var í kvöld. Þeir
segðu þó, að almenningur skyldi
ekki gera sjép neinar tálvonir.
Umræðurnar snerust aðallega
um þrennt: gjaldmiðilinn í Ber-
lín og stjórn hans, afnám flutn-
ingabanns Rússa á Berlín og
möguleikanum á fjórveldavið-
ræðum um Þýskaland. Ekki var
búist við, að reynt yrði að ná
samkomulagi nema um fyísta
atriðið á fundinum í kvöld.
Ncgrakonungur hcimsækir
London.
London —- Einn voldugasti negra-
konungur í Nigeríu, nýlendu Breta
í Afríku, kom nýlega í heimsókn til
Lcndon. Hann notaði tækifærið til
að fara nokkra hringi með neðan-
jarðarbrautinni.
Hershöfðingjar fyrlr
sfríðsglæparjetti
London í gærkvöldi.
F.TÓRIR háttsettir þýskir hers-
höfðingjar frá því i styrjöld-
inni verða á næstunni dregnir
fyrir stríðsglæparjett. Hershöfð
ingjarnir eru þessir: Brauchit-
sch, Rundstedt, Manstein og
Strauss. Líklega verður rjettur-
inn haldinn í Hamborg og
verðúr fyrirkomulag hans eins
og við alla fyrri stíðsglæpadóm-
stóla á hernámssvæði Breta. —
Hinir ákærðu fá að velja sjer
hvern sem þeir vilja fyrir verj-
anda, en ef þeir neita að gera
það verður þeim skipaður verj-
andi. Einnig fá þeir nægan
tíma til að undirbúa málsvörn
sína. — Reuter.
Verður borgurstjórn Berlínur uð
hrekjusi uf hernúmssvæði Rússu?
vann
Kaupmannahöfn í gær.
Einkaskeyti til Mbl.
BÁLDUR MÖLLER sigraði
Finnann Niemelá í niundu um-
ferðinni á skákmótinu í öre-
bró. Var skák BaTdurs mjög
vel leikin og vakti mikla at-
hygli.
Svíinn Karlin er nú efstur
með 6'/2 vinning, en Baldur og
Niemelá koma næstir með 6
vinninga hvor. — Páll.
Franco ræðir við
Don Juan
San Sebastian í gærkvöldi.
SÍÐASLIÐINN miðvikudag
höfðu þeir Franco og Don Ju-
an, er kröfur hefur gert til
konungsdóms á Spáni, fund
með sjer um borð í skemmti-
snekkju Franco. Enda þótt það
sje álit stjórnmálamanna á
Spáni, að fundur þessi hafi
verið mjög mikilvægur, þá
segja þeir, að ekki komi til
greina, að Franco afsali sjer
vóldum. Þeir segja, að Franco
hafi aldrei verið eins ,,fastur
í sessi“ og nú og fundurinn
hafi verið haldinn samkvæmt
beiðni Don Juan.
Það er álit margra, að á
fundi þessum hafi Fránco sam
þykkt, að Don Juan Carlos, sem
er elsta barn Don Juan og 10
ára að aldri, skyldi útnefndur
krónprins, en Franco yrði rík-
isstjóri þar til drengurinn
væri nógu gamall til þess að
taka við konungdómi, þ.e. 30
Reuter.
Kommúnistar gera
enn aðsúg að ráð-
húsi borgarinnar
Rússar láta óeirðirnar afskiftalausar
Berlín í gærkvöldi.
Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter.
KOMMÚNISTAR gerðu enn aðsúg að ráðhúsi Berlínarborgar í
dag, í annað sinn á 24 klst. og komu í veg fyrir að borgarstjórnin
gæti haldið fund sinn, en sá fundur var kallaður saman vegna
þess að ekki tókst að ljúka fundi borgarstjórnarinnar í gær sök-
um ofsókna Berlínarkommúnista. — Forseti borgarstjórnaririnar,
Otto Suhr, sendi í dag Kotikov, hernámsstjóra Rússa í Berlín
brjef, þar sem hann krafðist þess að ráðhús borgarinnar yrði
verndað fyrir ofsóknum kommúnista, en ráðhúsið er á hernáms-
svæði Rússa. — í brjefinu sagði, að ef Kotikov svaraði ekki, þá
myndi borgarstjórnin neydd til þess að flýja af hernámssvæði
Rússa. — Talsmaður Rússa i Berlín sagði í kvöld, að þessari
kröfu borgarstjórans myndi hafnað — og bætti því við, að brjef
hans hefði verið mjög ,,ósvífið“.
^Óeirðirnar hefjast.
Óeirðirnar í Berlín í dag hóf-
ust eftir að fundur borgar-
stjórnarinnar hafði verið sett-
ur. Um 2000 kommúnistar söfn-
uðust saman fyrir framan ráð-
húsið, með háreysti mikil og
veifuðu rauðum fánum.
i.
Ræðuhöld.
3—400 manns tókst að þrengja
sjer 'inn ,í sjájfan fundarsai
borgarstjórnarinnar. Þar hófu
ara.
Slöðugir bardagar
í Jerúsalem
I.ondon í gærkvöldi.
EFTIRLITSMENN Samein-
uðu þjóðanna í Palestínu til-
kynntu í dag, að vopnahljeið
hafi verið þverbrotið í Jerú-
salem. Þeíir hlafi fyrirskipað
Gyðingum að hörfa með her-
sveitir sínar frá vissum svæð-
um á Norður (írak)«vígstöðvun
um. Þá sagði einnig í skýrslu
eftirlitsmannanna að hersveit-
ir frá Irak og Transjordaníu
væru að treysta aðstöðu sína
umhverfis Jerúsalem, en s.l.
mánudag var ákveðið að sam-
eina hersveitir þessara tveggja
ríkja. — Sagði ennfrémur, að
óslitin skothríð hefði verið í
Jerúsalem alla s.l. nótt og
meira en 40 Gyðingar hefðu
látist eða særst í bardögum.
Rætt um lillögur
Reynauds
París í gær.
FRANSKA stjórnin hjelt í dag
áfram að ræða tillögur Rey-
nauds, fjánmálaráðherra, í
efnahagsmálum þjóðarinnar.
Virðast tillögurnar sæta mik-
illi gagnrýni, einkum frá sós-
íalistum og Reynaud má
hafa sig allan við til að verja svo forsprakkar kommúnista
þær. Er víst, að liann hefur
neyðst til að fella sumt niður
úr frumvarpinu og breyta
öðru og nokkrar likur eru á að
til stjórnarkreppu geti dregið á
nýjan leik. — Reuter.
Sagði af sjer
New York í gærkvöldi.
UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ
ba.ndaríska tilkynnti í kvöld, að
Ivan Nagy, aðalritari ungversku
ræðismannsskrifstofunnar hjer,
hefði gert ráðuneytinu aðvart
um að hann hefði látið af störf-
um við ræðismannsskrifstofuna
16 ágúst s.l. — Búist er við, að
hann muni sækja um leyfi til
þess að dvelja áfram í Banda-
ríkjunum sem pólitískur flótta-
maður. — Þá var og tilkynnt í
dag, að Romus Lula, verslunar-
ráðunautur' rúmensku ræðis-
mannskrifstofunnar, væri farinn
til Buenos Aires. — Talsmaður
skrifstofunnar sagði, að Lula
hefði verið rekinn vegna hyskni.
— Reuter.
ræðuhöld og skoruðu á fólkið
að láta nú til skarar skríða og
steypa borgarstjórninni af
stóli. Eftir nokkra stund urðu
menn þreyttir á hávaðanum
og hópurinn tvístraðist.
Óvíst um næsta fund.
Forseti borgarstjórnarinnar
ljet svo ummælt, að óvíst væri
hvenær næsti fundur yrði hald
inn. En það er ljóst, sagði hann,
að þýska lögreglan gerði ekki
minnstu tilraun til þess að
koma í veg fyrir óeirðir þessar
og þær áttu sjer stað með vit-
und og vilja Rússa, sem hæg-
lega hefði getað hindrað þær.
— Þá sagði forsetinn einnig,
að þeir, sem þátt hefðu tekið í
óeirðum þessum, hefði ekki all
ir gert það að frjálsum vilja
— heldur samkvæmt fyrirskip-
un frá Rússum.
Vindlasending til Bretlands.
London — Á næstunni er von á
allt að því 5000 smálestum af vindl-
um frá Jamaica til Bretlands.