Morgunblaðið - 28.08.1948, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 28.08.1948, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 28. ágúst 1948.] ............... — Tarjanne, sendiherra Finna, ánægður með Islandsferð P. K. TARJANNE, sendihcTra Finna á Islandi hefir dvalið Ivjer á landi undanfarna daga, en hjelt heimleiðis til Oslo, þar sem hann er búsettur, með flugvjel í gærmorgun. Morgunblaðið átti stutt samtal við sendiherrann skömmu áður en hann fór af iandi burt og spurði hann m.a. hvort korna hans til landsins að þessu sinni hefði gengið að óskum. ,,Jeg vil gjarna nota þetta taekifæri, sagði sendiherrann, til að lýsa gleði minni yfir, að ;jeg fjekk tækifæri til að koma aftur til íslands, en um leið vefð jeg að viðurkenna, að það liryggir mig, að dvöl mín skuli nú senn á enda. En þótt jeg hafi ekki tíma til að koma hingað oft nje dvelja hjer lengi, þá er það svo, að mig er þegar farið að hlakka til að koma hingað aftur i næsta skifti. Fór til Norðurlandsins. „Þessi koma mín hefir verið mjer einstaklega skemmtileg. Að þessu sinni komst jeg norður í land og hefi kynnst fegurð íslands, sem jeg hefi sjeð úr flugvjel og bíl. Síldveiðiflotan sa jeg í höfn í Siglufirði og fyr :ir utan ströndina og síldarsölt- un á bryggjunum. Jeg hefi skoð að iðnaðarver og raforkustöðvar og jeg hefi kynnst mörgum nýj- um kunningjum og tryggt göm ul vináttubönd. Hjeðan á jeg góðar minningar og jeg mun gæta þeirra vel í hjarta mínu.“ Vaxandi vinátta Finna og íslendinga. Mjer til gleði og ánægju hefi jeg orðið þess vísari, að sam- bandið milli Finnlands og ís- lands hefir aukist að mun frá mánuði til mánaðar og frá degi 'tií dags. Á ýmsan hátt verður .sambandið innilegra og nánara. Á sviði menningarmála eykst samvinnan til gagns fyrir báða aðila. Vonandi að viðskiptin eigi ■einnig eftir að dafna báðum til hags. Margir hafa síðustu árin fengið tækifæri til að kynnast þvi með heimsóknum, að full- yrðingar um aukna vináttu milli þjöðanna eru ekki slagorð ein, eða þýðingarlausar fullyrðing- ar. Það hefi jeg sjálfur sjeð með eigin augum og þessvegna er það mjer mikil ánægja og heið ur að vera fulltrúi lands m.'ns hjá ykkur. Kveðjur. Jeg vil biðja blað yðar að færa íslandi og íslensku þjóð- inni hjartanlegustu kveðjur frá Fínnlandi og Finnum með ósk ■«m um gæfu og gengi. „Og má jeg að lokum geta þess“, segir Tarjanne sendi- herra, að í dag hefi jeg haft þann heiður að afhenda hr. Bjarna Benediktssyni utanríkis ráðherra stórkrossinn af hinni Hvítu Rós Finnlands, sem Finn landsforseti hefir sæmt hann fyrir þá vináttu, sem utanríkis- ráðherrann hefir sýnt landi voru og fyrir þann mikla þátt, sem hann hefir átt í bróðurlegri samvinnu milli Finnlands og ís- lands. Og áður en sendiherrann kveð ur, segir hann innilega: „Við sjáumst bráðlega aftur. Tarjanne, sendiherra. Rússar sðgðu nei Vín í gærkvöldi. VEGNA harðrar andstöðu Rússa fjekkst ekki samþykkt í fjór- veldaráðinu hjer í Vín í dag fyr- ir því, að ráðstafanir yrðu gerð- ar til þess að koma í veg fyrir, að austurrískum borgurum væri rænt, að þeim væri haldið í leynifangelsum og þeir væru sendir til annarra landa í þrælk unarvinnu. — Breski yfirhers- höfðinginn, Alexander Galloway mælti eindregið með því, að sam þykkt yrði í f jórveldaráðinu að gera þessar ráðstafanir. Hann sagði að það myndi efla trú austurrískra borgara á rjettar- fari hernaðaryfkvaldanna og draga úr óttanum og kvíðanum, sem ríkti meðal þeirra. — Rúss- ar harðneituðu að gefa sam- þykki sitt, og þess vegna varð að vísa málinu frá. — Reuter. Eftirlibmenn með senditæki Haifa í gær. EFTIRLITSMENN Samein- uðu þjóðanna í Palestínu hafa tekið í notkun lítil senditæki og komið hefur verið á.fót full- komnu loftskeytasamb. milli helstu varðstöðvanna í landinu. Miðstöð þessa kerfis er í Haifa, en þar hefur stórri útvarps- stöð verið komið fyrir á Kar- melfjalli. — Reuter. Chile vill ekki úrskurð S. Þ. London í gær. BANDARfKIN hafa snúið sjer til Chilestjórnar með fyrir- spurn um hvort hún vildi fall- ast á að láta Sameinuðu þjóð- irnar úrskurða hverjir skuli fara með umboðsstjórn á Suð- urheimsskautinu. Chile-búar hafa svarað þessu neitandi. —■ Reuter. Bresku skáiarnir senda Reykvíking- um þakkir BORGARSTJÓRANUM í Reykjavík hefur borist svo- hljóðandi brjef frá ensku skát- unum, sem dvöldu hjer á skáta- mótinu á dögunum: ,.Kæri herra, Við vildum mega bera fram við yður, sem borgarstjóra, hjartanlegustu þakkir okkar til íbúa Reykjavíkur fyrir alla þá frábæru gestrisni, er við urð- um aðnjótandi hjá þeim meðan við dvöldum á Islandi. Mörg okkar bjuggu hjá ís- lenskum fjölskyldum, þar sem við kynntumst vel heimilislífi ykkar, og við snerum heim hlaðnir allskonar gjöfum. Á götunum var .fólk einnig alltaf boðið og búið til þess að aðstoða okkur á allan hátt, jafn vel gekk það svo langt, að borga fyrir okkur leigubíla, til þess að tryggt væri, að við kæmumst til þeirra staða, sem við ætl- uðum okkur. Við viljum einnig færa yður þakkir okkar fyrir ferðina að Álafossi, Reykjalundi og að hvalveiðastöðinni í Hvalfirði, er þjer buðuð okkur. Hún var bæði mjög skemmtileg og lær- dómsrík. Mættum við biðja yður að birta þetta brjef í íslensku blöð unum og í útvarpinu, þar sem við viljum gjarnan, -að allir borgarar Reykjavíkur fái að vita, hversu þakklátir við erum ykkur öllum. Við eigum nú, er við erum aftur komin heim til Bretlands, ánægjulegar endurminningar um hið yndislega land ykkar og um fólkið, sem byggir það, og þær endurminningar munu lifa í hjörtum okkar um mörg ókomin ár“. Brjefið er undirritað af for- ingjum drengja- og stúlkna- flokkanna, er sóttu Landsmót skáta. (Frjettatilkynning frá skrif- stofu borgarstjórans í Rvík. Júgósiavar mótmæla enn Belgrad í gærkvöldi. UTANRlKISRÁÐHERRA Júgó slavíu, Stanoye Simitch, afhenti í da'g ræðismanni Ungverja í Beigrad mótmælaorðsendingu, þar sem mótmælt var and-júgó- slavneskum áróðri í ungversk- um blöðum og útvarpi. Ræðis- maður Rúmeníu fjekk fyrir nokkru svipaða mótmælaorð- sendingu frá Júgóslövum. — Reuter. Sameining Araba- herjanna London í gær. FORSÆTISRÁÐHERRA Iran er nú kominn til Cairo til við- ræðna við Nokrashi Pasha, egypska forsætisráðherrann. Munu ráðherrarnir meðal ann- ars þegar hafa rætt möguleika á því, að hersveitir Arabaríkj- anna verði settar undir eina stjórn. Eins og skýrt var frá í gær, hafa herir íran og Transjordan nú verið sameinaðir. — Reuter. Meistaramót íslands í írjálsum íþróttum hefst í dag MEISTARAMÓT ÍSLANDS í frjálsum íþróttum hefst á íþrólta- vellinum hjer i Reykjavík í dag kl. 4 e. h. Þátttakendur í mótintf eru skráðir rúmlega 60 frá tíu íþróttafjelögum, Reykjavíkurfje- lögunum Ármanni, ÍR og KR, og eftirtöldum utanbæjarf jelögum 2 FH í Hafnarfirði, Hjeraðssambandi Suður-Þingeyinga. íþrótta- bandalagi Vestmannaeyja, Frjálsíþróttafjelagi Siglufjaroar, Umf, Selfoss, Umf. Kjalarness og Skallagrími í Borgarnesi. Vr.llarstjórn * hindrar frestun mótsins Til mála hafði komið að fresta mótinu þar til n.k. mið- vikudag og fimmtudag, en þá verða flestir íþróttamannanna, sem nú eru á Norðurlöndum, komnir heim. ÍR hafði farið fram á þessa frestun. Frjáls- íþróttasamband íslands og í- þróttaráð Reykjavíkur höfðu samþykkt hana og einnig móts- stjórnin. Þá hafði KRR einnig samþykkt fyrir sitt leyti að láta knattspyrnukappleik, sem heyja á á fimmtudaginn, fara fram annan dag. ‘ En þegar til kast- anna kom neitaði vallarstjórnin að breyta nokkuð til um keppn- isdaga á vellinum, svo að íbrótta mennirnir, sem koma heim á þriðjudaginn, missa af mótinu. Keppnin í dag í dag verður keppt í 200 m hlaupi, kúluvarpi, hástökki, 800 m hlaupi, spjótkasti, þrístökki, 5000 m. hlaupi og 400 m. grinda- hlaupi. í 200 m. hlaupi eru 4 keppend ur, allir úr KR. Baráttan um meistaratitilinn stendur þar á milli Ásmundar Bjarnasonar og Trausta Eyjólfssonar. Sex keppendur eru í kúluvarpi. Vilhjálmur Vilmundarson, KR, hefur mesta sigurmöguleika, en hættulegasti keppinautur hans er fjelagi hans Friðrik Guð- mundsson. í hástökki eru keppendur 5. Sigurður Friðfinnsson, FH og Kolbeinn Kristinsson, Selfossi, eru líklegastir til sigurs. 1800 m. er er erfitt að spá um úrslitin. Sennilega verður þó að alkeppnin á milli Pjeturs Einars sonar, ÍR, Þórðar Þorgeirsson- ar KR og Ármenninganna Harð ar Hafliðasonar og Stefáns Gunnarssonar. Keppendur í spjótkasti eru 5. Jóel Sigurðsson, ÍR, hefur þar mesta sigurmöguleika. Keppend- ur eru 5. Ef Stefán Sörensson, ÍR, geng ur heill til leiks í þrístökkinu er hann öruggur með sigur. Þá eru þar og meðal keppenda drengja methafinn Guðmundur Árnason frá Siglufirði, Óli Páll Kristjáns- son, KR og Þorkell Jóhannesson, FH. Keppendur eru alls 7. Aðeins tveir eru skráðir í 5000 m. hlaupið, ÍR-ingarnir Sigur- gisli Sigurðsson og Örn Eiðsson. Er sorglegt hve lítil ræktar- semi er lögð við þá grein. í 400 m. grindahlaupi er Reyn ir Sigurðsson, ÍR, líklegastur til sigurs. Á sunnudag Mótið heldur áfram á sunnu- dag kl. 2 e. h. Verður þá keppii í 100 m. hlaupi, stangarstökki^ kringlukasti, 400 m. hlaupi, lang stökki, sleggjukasti, 1500 rn« hlaupi og 110 m. grindahlaupi, — Á mánudag verður keppt 1 4x100 m. boðhlaupi og 4x400 m, boðhlaupi, en á þriðjuöag 1 fimmtarþraut. DRENGJA- MEISTARAMÓTIÐ Einnig hefst Drengjameistaraí mót íslands á mánudagskvöldi3 kl. 7 e. h. og heldur það áfrarnj á þriðjudag á sama tima. Þátt- taka í því er mjög mikil. Kepp- endur eru 86 frá 14 íþróttafje* lögum. Undankeppni í 100 m, hlaupi, kúluvarpi, kringlukasti! og langstökki fer fram á sunnu- dag að meistaramótinu loknu, — Þ4 Viija ekki yfirráð | ilala Tripoli í gærkvöldí, TVEIR stærstu. stjórnmálaf’okld arnir ’i Tripolitaníu afhentu I dag sendiherra Bandaríkjanna 3 Tripoli mótmæli gegn. ummæl- um Dewey, forsetaefnis repu- blikana, en hann sagði nýleg^ að ítalir skyldu hafa á hendl umboðsstjórn yfir þeim nýlend- um, er áður hefðu tilheyrt þeim, — Reuter, Dómsuppkvaðningu fresfað Nurnberg í gær, OPINBERLEGA var tilkynnC hjer í Nurnberg í dag, að dóm- ur yfir tólf fyrverandi þýskura hershöfðingjum og einum fiota- foringja yrði ekki kveðinn uppí þar til í lok þessa mánaðar. Áð- ur hafði verið gert ráð fyrir aði dómurinn yrði kveðinn upp 1 dag. — Reuter. Heldur að það verði sríð Bulawayo í S.-Rodesíu í gær, FORSÆTISRÁÐHERRA Suðud Rodesíu sagði í dag í ræðu, a<* vel gæti verið, að stríð myndl brjótast út í Evrópu innan mán- aðar. Var þetta í viðræðum | þinginu um væntanlegar kosn- ingar, sem andstæðingar stjórn- arinnar hafa knúið fram. — ReutaC,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.