Morgunblaðið - 05.09.1948, Síða 2

Morgunblaðið - 05.09.1948, Síða 2
2 MORGUN BLAÐIÐ Enskt raexmtaíólk víbxiiix oi rannsóknum á Sólheimajökli í NÆR tvo mánuði hefur sex manna flokkur mentafólks frá Englandi verið við rannsóknir á Sóiheimajökli. Upphaf þessa máls er að síðustu tvo áratugi hafa þeir Jón Eyþórsson og Steinþór heitinn Sigurðsson haft með höndum athuganir á Mýrdalsjökli. Hafði Steinþór lokíð að gera uppdrátt af há- jöklinum, en tvö meginverk- •efni voru eftir, það er að rann- saka skriðjöklana miklu, sem út frá Mýrdalsjökli ganga, Sólheimajökul til suðvesturs og Kötlujökul til austurs. Snemma í vor skrifaði menta- íólk þetta til Jóns Eyþórssonar og sagði frá því, að'það langaði að fara til Islands til náttúru- rannsókna og vildi vita, hvort það gæti ekki orðið að ein- hverju' liði íslenskum náttúru- vísindum. Varð það úr, að þau skyldu kortleggja og rannsaka á annan hátt Sólheimajökul. Komu þau til landsins snemma í júlímánuði og voru sex talsins: Tvær stúlkur, Joan Sutton, sem einkum gerði at- huganir á krystallamyndun í ísnum, Mary Mc Donald veður- íræðingur, og fjórir karlmenn, Ronald Jarvis grasafræðingur, Hal Lister jarðfræðingur, Ian Paterson, sem kynnir sjer hreyf ingar jökla og Roy Walker, sem athugaði leirmagn jökul- vatnsins. Öll unnu þau svo í sameiningu undir stjórn Jóns Eyþórssonar að því að kort- lcggja jökulinn. Þegar jeg hitti þau fyrir skömmu barst talið fljótt að jöltlarannsóknunum. Jöklar á norðurhveli jarðar að minka. — Á síðustu áratugum hafa allir jöklar á norðurhveli jarð- 'ar verið að minka og rannsókn- ir á því fyrirbrigði eru mjög þýðmgarmiklar meðal annars til skilningsauka á ísöldinni miklp. — Hver haldið þið að sje ástæj’ían til að jöklar færast samah? — Það er auðvitað hlýrri veðrátta. Hjer á íslandi veldur mestu, að golfstraumurinn er sterkari, svo hafvindar koma hlýrri inn yfir landið. Samanburður á uppdráttum. — Síðasti uppdráttur af Sól- heimajökli var gerður 1907 af danska herforingjaráðinu. Hann er nú orðinn úreltur, svo mikifð héfir jökullinn breýst. Uppdrátturinn og mælingarnar 1907,liafa samt mikla þýðingu. Meðjsðmanburði við uppdrátt- :inn, fem við vinnum að nú, má glögglega sjá hversu jökullinn hefit; minkað. Og breytingin er mikil, bæði hafa jökultungurn- ar dregist saman og jökullinn í heild þyr.nst og lækkað. Þá eru ákaflega mikilsverðar mæli- stikur, sem Jón Eyþórsson kom.fytir 1930. Með rannsókn- um á merkjum þessum nú, kem ur í Ijás, að jökultungan þar hefir styttst um heilan kíló- roete;- á 18 árum. — Þann tíma sern við vorum fyrir austan í LJÓSM. MBL: ÓL- K. MARNUBSON Jöklarannsóknarflokkurinn. Standandi talið frá vinstri: Ronald Jarvis, Ian Paterson, Hal Lister. Sitjandi: Joan Stutton, Mary McDonald og Roy Walker. Jökullinn hefur dregist mikið saman á síðustu áratugum 1 mældum við styttingu tungunn I ar í ágústmánuði og nam hún rúmlega hálfum meter. Þá er vert að minnast á lónið, sem sýnt er á korti herforingjaráðs- ins fyrir vestan skriðjökulinn. Þetta lón er ekki lengur til, held ur hefur vatnið sprengt sjer göng jundir jökultunguna ;og spýtist þar útundan brúninni með miklu afli- Þar skammt frá í Hvítmögu, höfðum við tjald- búðir um tíma og stöðugt heyrð ust brestir innan úr göngunum, líkt og fallbyssuskot. Mun það vera þegar klakastykki brotna í göngunum úr veggjum og lofti og kastast síðan fram með dun- um og dynkjum. ' Mikið grugg í vatninu. — Þarna fyrir framan er áin gruggug og Roy Walker gerði nokkrar mælingar á leirinni- haldi vatnsins. Oftast var það 15 mgr. en oft upp í 20 mgr. í einum líter. Leirinn er mjög fínn og hefur þarna alveg sam- lagast vatninu. Framar á sand- inum, þar sem fljótið er straum minna sest hann tif botns og myndar smátt og smátt eýrar og eyjar, sem breyta framrás fljótsins. — Settuð þið ekki upp merki á jöklinum, sem kom að gagni fyrir rannsóknir í framtíðinni? Hal Lister, jarðfræðingur- inn, verður fyrir svörum: Jú, við settum upp merki, bæði neðst og efst í jöklinum. Auk þess fengum við æfingu í að rannsaka árleg viðbótarlög, með því að grafa holur í jökul- breiðuna. Þá má sjá eins og árshringi í ísnum. Hekluaskan hefur fokið burt. — Fannst þá ekki lag af Hekluösku í ísnum. — Nei, það fundum við ekki í ísbreiðunni. Virtist svo sem ösku fundum við niðri í djúpum sprungum, þar sem vindurinn hefur ekki náð til hennar. Eðli- legt er, að askan hafi fokið burt, það fund.um við best, því að oft hvesti hranalega þarna uppi. Það má sjá mörg verks- ummerki vindanna á jöklinum. Hann hefur barið fönnina sam- an í gára og rofið í hana marg- vislegar kynjamyndaðar rákir. Sprungurnar illar yfirferðar. — Er jökullinn þá ekki illur yfirferðar? — Það er misjafnt. Sums staðar, einkum á hájöklinum er sljett og greiðfært. Verri er skriðjökullinn sjálfur og brún- irnar. Þar eru það jökulsprung- urnar, sem eru illar yfirferðar, þar sem jökulbreiðan brotnar í sundur á fjallsbrúninni. — Og það er vert að minnast á það, að í einni slíkri sprungu, nokkuð innarlega á jöklinum lagði heita gufu upp. Það bend- ir til þess, að þar undir sjeu hverir. Hverasvæði undir jöklinum. — Haldið þið þá, að hvera- svæði sje undir jöklinum? — Það er vafalaust og til þess bendir ólyktin af Fúlalæk. Þá er athugunarvert, að vatniö sem lcemur undan jöklinum er ef til vi!l ekki allt komið frá bráðn- um ís, heldur getur nolckur hluti þess, að vísu ekki nema lítið, eins vel verið komið upp úr jörð- inni. Slíkur jarðhiti hlýtur og að valda meiri jökulbráðnun en veðráttan gefur tilefni til. Gróðurinn vinnur á. — Er landið næst jöklinum ekki gróðurlaust? — Nú verður fyrir' svörum grasafræðingurinn Ronald Jar- vis. — Ekki svo mjög lítill gróð- ur, segir hann. Einkurn veitti askan hr.fi fokið burt. En Heklu ! Frh. á bls. 8. Sunnudagur 5. sept. 1948. ' ©rseti Isknds opnar sýningnna / NORRÆNA listsýningin var opnuð kl. 2 e. h. í gær í Listamanna- skálanum að viðstöddu miklu fjölmenni. — Formaður Bandalags! íslenslcra listamanna, Jón Þorleifsson, tók fyrstur til máls. Ræða hans var svohljóðandi: Herra forseti! Fulltrúar Norðurlanda og aðrir gestir! í nafni Fjelags islenskra myndistarmanna leyfi jeg mjer að bjóða ykkur öll velkomin, til að vera viðstödd þegar forseti íslands, herra Sveinn Björns- son, opnar þessa sýningu Nor- ræna listbandalagsins — sem ísland er einnig aðilji að, ásamt hinum 4 Norðurlöndum. En þar sem húsrúm er lítið ákváðum við að íslenskir lista- menn yrðu ekki með á þessari sýningu, svo við gætum sjeð því meira frá hinum fjórum löndunum. Málverkin verða til sýnis til 19. september og svo opnar önnur sýning 23. s. m. af höggmyndum og svartlist og henni lýkur 10. október. Norrænu fulltrúunum, sem hjer eru mættir þeim Erik Struckmann, Henning Peter- sen, frá Danmörku, William Lönnberg frá Finnlandi, Axel Revold frá Noregi og Lasse Johnson frá Svíþjóð þakka jeg hjartanlega fyrir þeirra mikla starf jvið að safna myndunum í heimalöndunum og koma þeim fyrir í sýningarhúsinu og vona jeg að þessi ágæta sýn- ing verði öllum til ánægju. Og það líði ekki alltof langur tími, þar til við getum aftur tekið á móti listsýningu frá bræðra- þjóðunum. Loks þakka jeg forseta ís- lands, herra Sveini Björnssyni, fyrir þann mikla heiður sem Norræna listbandalaginu er sýndur með því að hann opnar þessa fyrstu sýningu þess hjer á landi. Þá tók til máls forseti íslands hr. Sveinn Björnsson og mælti á þessa leið: — Reykvikingum og öðrum íslendingum gefst sjaldan tæki- færi til að sjá myndlist annara þjóða. Það er mjer því sjer- stakt ánægjuefni, að opna þá sýningu, sem hjer er að hefjast. Jeg þykist vita, að sýning þessi er vel undirbúin og hjer gefist almenningi því kostur á, að sjá nokkrar góðar myndir frá frændþjóðum okkar Hjer fáum við sjerstakt tækifæri til að gera samanburð á list þeirra og okkar. Síðan beindi hann nokkrum orðum til hinna erlendu full- trúa og þakkaði þeim undir- búningsstarf þeirra. Ennfremur sagði hann: Sýning þess, sem hjer verður haldin er vottur um lífsþrótt þann, sem er í samvinnu Norðurlandaþjóð- anna. Liðin eru þrjú ár síðan styrjöldinni lauk, og sú sam- vinna gat hafist að nýju. En þetta er þriðja sameiginlega listsýningin, sem norrænu þjóð irnar halda. Þetta er mjer og sjerstakt ánægjuefni. Því það er mín persónulega skoðun, að nor- ræn samvinna eigi mikið hlut- verk að vinna og við íslend- ingar eigum eftir fremsta megni að taka þátt í henni. Að svo mæltu lýsti hann sýning- una opnaða. Er forsetinn hafið lokið máli sínu mælti Erik Struckmann nokkur orð. Hann þakkaði fyrir höndl samstarfsmanna sinna þær á- gætu viðtökur, sem þeir hefðu fengið síðan þeir komu hingað, og hinn góða stuðning, sem þeir hefðu notið, við undirbún- ing sýningarinnar. Frá þeirra sjónarmiði, sagði hann, er það helsti ágallinn á sýningu þessari, að íslenskir listamenn skyldu ekki hafa get: að tekio þátt í henni. En hann vonaðist eftir, að þátttaka ís- lenskra listamanna gæti orðið sem mest á næstu sýningu Nor- ræna listabandalagsins, sem ráðgerð er í maí næstk. í Kaup- mannahöfn. Ninninprguðs!i|ónusSa að Nöðruvölbm SlÐASTLIÐINN sunnudag var haldin fjölsó 1: iiátíðarguðs þjónusta í Möðruvallakirltju S Hörgárdal og minnst aldaraf- mælis fyrsta organista kirkj- unnar, Ólafs l'ryggva Jónsson ar bónda i DagverSartungu, eix ’nann ljek fy ’st á orgelið í kirkj unni haustið '876. Synir Clafs, Ólafur bóndi i Dagverðartungu og Jón Ólafs- son bifreiðacftirlitsmaður I Reykjavík, færðu kirkjunm að gjöf 6 þús. krónur við þetta tækifæri til minningar um foÖ ur sinn og sonarson hans, Gísls Ólafsson, sem einnig var orgaig isti í kirkjunni. Hdnn Ijest fjil ir tveimur áru:n. Skal fje þetta lagt í sjóð etf verði notaður til eflingar kirkjn söng og beri nafnið „Minningad sjóður Möðruvallaklausturs- kirkju“. — H. Vald. Ofbeldisfiokkar slífa sfmalínur RITSÍMASAMBANDTD mill? Kuala Lumpúr og norðurhjer- aða Malakkaskaga hefur rofn- að. Er talið, að ofbeldisflokkar1, kommúnista á skaganum haff slitið ritsímalínurnar. Nú eru þeir kærðir fyrlr föðurlandssvik. PRAG — Tjekkneska stjórnini hefur lýst því yfir, að VladimaP Krajina og Prokop Dritina munjj verða dregnir fyrir rjett fyrip föourlandssvik. Krajina var íi styrjaldarárunum yfirmaður ancl stöðuhreyfingarinnar gegn nasisii um, en Dritina er fyrverandj dómsmálaráðlierra og góðvinuxj Benes, fyrverandi forseta. j

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.