Morgunblaðið - 05.09.1948, Síða 3
Sunnudagur 5 sept. 1948.
MORSVISBLAÐI9
n
Glæsileg húsakynni lána-
stofnunnar elsta atvinnu-
vegar þjóðarinnar
BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS
flutti í gærmorgun í hin nýiu
húsakynni sín við Austurstræti
5. Má óhikað fullyrða að þau
eru hin glæsilegustu og smekk-
legustu, er nokkur opinber stofn-
un hjer á landi starfar í. Ber
aðalafgreiðslusalur bankans
mjög fagran og listrænan svip
án þess þó að óhóflegs íburðar
gæti þar nokkursstaðar.
í tilefni af flutningi bankans
í hin nýju húsakynni hafði
bankastjórn hans boð inni fyrir
ríkisstjórnina, blaðamenn og
fleiri gesti kl. 3 í gær. Var gest
unum sýnd byggingin og Hilm-
ar Stefánsson bankastjóri flutti
stutia ræðu um þróun stofnun-
arinnar og byggingarasögu
hinna nýju húsakynna hennar.
Stofnaður 1939
Hann gat þess ’í upphafi að
Búnaðarbankinn væri stofnað-
ur með lögum frá Alþingi þann
14. júní 1929. En vorið 1930
hefði bankinn í fyrsta sinn opn-
að sjerstaka afgreiðslu í skrif-
stofuhúsi ríkisins í Arnarhvöli.
Árið 1937 hefði bankinn svo
flutt í húsið nr. 9 við Austur-
stræti og hefði hann því verið
þar í tæp 11 ár. En á þeim
tíma hefði starfsemi bankans
aukist mjög. Þess hefði ekki
verið kostur að fá þessi húsa-
kynni leigð áfram og hefði bank
inn því keypt lóðina Austur-
stræti 5 og Hafnarstræti 6 af
Háskóla íslands hinn 21. janúar
1944. Mjög bráðlega eftir það
hefði verið hafist hahda um und
irbúning nýrrar byggingar fyr-
ir bankann á þessari lóð. Þann
25. júlí 1945 hófst svo vinna við
sjálfa bygginguna og hefði smíði
hennar þv'i tekið tæp 3 ár.
Ur ræðu Hilmars Stef-
ánssonar bankastjóra við
opnun hinna nýju húsa-
kynna Búnaðarbankans
Lýsing hússins
Um stærð byggingarinnar og
fyrirkomulag fórust bankastjór-
anum orð á þessa leið:
„Húsið er að stærð 360 fer-
metrar og 8135 teningsmetrar.
— Það er kjallari, f jórar heilar
hæðir, fimmta inndregin og loks
rishæð. Bankinn hefur til sinna
afnota, kjallarann, fyrstu hæð
og aðra hæð að mestu leyti. —
í kjallara eru skjalageymslur,
geymsluhólfadeild með 100v
geymsluhólfum, kaffistofa fyrir
starfsfólk bankans, klefar fyrir
upphitunarvjelar hússins og
snyrtiklefar. Á fyrstu hæð er af ■
greiðslusalur bankans, aðalbók-
hald og snyrtiklefar. — Á ann-
ari hæð er fundarherbergi
bankaráðs, viðtalsherb. banka-
stjóra, herbergi fyrir formann
bankaráðs, lögfræðing og end-
urskoðun. Auk þess biðstofa
fyrir viðskiftamenn. Þá eru og
á þessari hæð Teiknistofa land-
búnaðarins, landnámsstjóri og
skrifstofur nýbýlastjórnar. — í
rishæð hússins er íbúð húsvarð-
ar. Að öðru leyti er húsið alt
leigt. Þar á meðal ýmsum opin-
berum skrifstofum, svo sem
Framleiðsluráði landbúnaðarins,
Stjettasambandi bænda, sand-
græðslustjóra, tollstjóra, aðal-
endurskoðun ríkissjóðs og fl. —
Nýja Búnað;
Flutt er fyrir all löngu síðan í
allt hið leigða af húsinu. Fyrst-
ur flutti húsvörður, seint á s.l.
ári, og síðan leigjendur hver af
öðrum.
Vandaður frágangur —
veggskreyting.
Teikningar af húsinu hefir
hr. húsameistari Gunnlaugur
Halldórsson gert, og hefir hann
haft yfirumsjón og eftirlit með
smíði þess, og loks haft hönd í
bagga með útvegun á mjög
miklu af því, sem til hússins
hefir þurft. — Yfirsmiður er
hr. Jón Bergsteinsson, múrara-
meistari. Utlit, gerð og frágang
ur sjálfs hússins, innan sem ut-
an, er fyrst og fremst verk þess
ara manna. Frá bankans hendi
hefir hr. aðalbókari bankans
Haukur Þorleifsson, fyrst og
fremst verið þessum mönnum
til hjálpar og aðstoðar. — Teikn
ingar af afgreiðsluborði og hús
gögnum, uppi og niðri, hefir hr.
húsameistari Skarphjeðinn Jó-
hannsson gert eða sjeð um að
gerðar væru í Danmörku. Af-
greiðsluborð og húsgögn, sem
öll eru af vönduðustu gerð, eru
smíðuð af mikilli vandvirkni
og hagleik hjá hr. húsgagna-
smíðameistara Friðrik Þor-
steinssyni. — Járnteikningar
hefir gert hr. bæjarverkfrðeð-
ingur Bolli Thoroddsen. Raf-
lagnir hefir teiknaðihr. raf-
veitustjóri Valgarð Thörodd-
sen. Hitalögn hefir teiknað hr.
Gísli Halldórsson, verkfræðing-
ur. Hr. Þorlákur Jónsson, raf-
virkjameistari hefir sjeð um
allar raflagnir og hr. Grímur
Bjarnason, pípulagningameist-
ar um röralagningar og upp-
setningu hreinlætistækja. —
Málningu utanhúss og að inn-
an á kjallara, fyrstu og aðra
hæð hefir hr. málarameistari
Jóhann Sigurðsson gert. En inn-
anhússmálningu á þremur efri
hæðum og rishæð hefir hr.
Kjartan Karlsson, málarameist-
ari, og fjelagar hans gert. —
Frh. á bls. 8.
Kosningabaráttan í
Bandaríkjunum hefst
6. september
Ymsar skýringar á kosningaiyrirkomu-
lagi Bandaríkjanna.
Eftir SCOTT RANKINE,
frjettaritara Reuters.
ÞRIÐJUDAGINN 2. nóvem-
ber 1948 verður flestum verk-
smiðjum, verslunum og veit-
ingahúsum lokað um gjörvöll
Bandaríkin.
Hinsvegar verða ýmsar skóla
byggingar og skrifstofuhús op-
in frá morgni til kvölds í sjer
stökum tilgangi.
Þarna mega um 90 miljónir
Bandaríkjamanna, sem kosn-
ingarjett hafa greiða atkvæði
um:
1. Forseta Bandríkjanna.
2. Varaforseta Bandaríkj-
anna.
3. Ríkisstjórn hinna ýmsu
ríkja.
4. 435 þingmenn til fulltrúa-
deildarin'nar.
5. Þriðja hlutann af 96 full-
trúum til öldungadeildarinnar.
Þótt 90 miljónir manna sjeu
á kjörskrá er varla búist við að
meira en 50 eða 60 milljónir,
neyti kosningarrjettar síns.
Kosningavjel eða kross.
Eftir því, sem lögum hvers
ríkis er háttað greiða kjósend-
ur atkvæði annað hvort með
því að ýta á sjerstaka takka á
kosningavjelunum, sem síðan
telja atkvæðin sjálfkrafa, eða
þá, að gamla aðferðin er við-
höfð, að krossa við lista sinn,
brjóta miðann saman og leggja
hann í atkvæðakassann.
Mesta athygli vekur auðvit-
að forsetakjörið, en kosningin
á öldungadeildarþingmönnun-
um er fullt eins þýðingarmikil,
því að til þess, að stjórn Banda-
ríkjanna sje sterk, þarf forset-
inn að hafa stuðning meirihluta
þingsins.
Forsetinn er ekki kosinn bein
um kosningum, heldur eru kosn
ir svonefndir kjörmenn, viss
fjöldi fyrir hvert ríki og síðan
kjósa þeir forsetann.
Oll framboð kjörmanna er
þegar búið að ákveða. Var það
gert á hinum ýmsu flokksþing-
um í sumar.
Frambjóðendur fyrir vínbann
og náttúrulækningar.
Margir kjörmenn hafa enga
von til að ná kosningu, en þeir
standa þó sem fulltrúar ein-
hverra stefnumála, sem þeim
finnst stóru flokkarnir ekki
gefa nægan gaum. Sem dæmi
má taka Norman Thomas, sem
ár eftir ár hefur boðið sig fram
fyrir aukna þjóðnýtingu án
þess að vera kommúnisti. Einnig
eru til frambjóðendur, sem hafa
það að aðalmarkmiði að berj-
ast fyrir vínbanni og fyrir nátt-
úrulækningum.
Stærstur af smáflokkunum
er nú þriðji flokkurinn, flokk-
ur Henry Wallace, en Wallace
var varaforseti fyrir Roosevelt
frá 1940—1944. Stjórnmálafer-
ill hans er í stuttu máli þessi:
Hann var fyrst republikani,
skipti um skoðup og varð demó-
krati, aftur skipti hann um
skoðun og myndaði sinn eiginn
flokk. Kommúnistaflokkurinn
hefur lýst því yfir, að hann
styðji Wallace.
§
Tveir þeir stóru.
Aðalbaráttan 2. nóvember,
verður samt á milli Thomas E.
Dewey, ríkisstjóra New York
ríkis, forsetaefnis republikana
og Harry S. Truman, núverandi
forseta, forsetaefnis demókrata.
Vegna kjörmannaskipulags-
ins er ekki víst, að sá þeirra
nái kosningu, sem mest at-
kvæðamagn hefur að baki sjer.
Hvert ríki Bandaríkjanna
hefur vissan fjölda kjörmanna
og sá framboðslistinn sem flest
hlýtur atkvæðin hlýtur alla
kjörmenn í því ríki. Þannig
skiptir til dæmis engu máli,
hvort stuðningslisti Dewey, við
skulum segja í Illinois fær 51%’
atkvæða eða 90%. Hann fær
alla kjörmennina, í þessu til-
felli 28.
Þessu kjörmanna skipulagi
var komið á þegar á 18 öld af
semjendum stjórnarskrárinnar.
Var það gert til þess að tryggja
rjett mannfæstu ríkjanna.
Um að gera að vinna
aðalríkin.
En afleiðing þess verður f
raun og veru, að forsetaefnin
beita öllum kröftum sínum til
að sigra í nokkrum aðalríkjum,
svo sem New York með 47 kjör-
mönnum, Pennsylvania með 35,
Illinois með 28 og Kalifornía
og Ohio hvort um sig með 25
kjörmönnum.
Bardaginn í þessum ríkjum
er alltaf harður og oft má varla
á milli sjá, en þó ekki væri
nema eitt atkvæði framyfir
hinn aðilann, gefur það alla
kjörmennina.
Lotan byrjar 6. september.
Formlega byrjar kosninga-
baráttan með verkamannadeg-
inum 6. september.
Forsetaefnin fara um Banda-
ríkin þver og endilöng í einka-
járnbrautarlestum. Heimsækja
hvert ríki og í fylgdarliði þeirra
verða stórir hópar blaðamanna,
útvarpsmanna, manna sem
skrifa pólitískar ræður, kosn-
ingaskipuleggjenda og áróðurs
manna. Allir munu eiga heima
í járnbrautarlestinni, svo vik-
um skiptir, sofa þar, borða,
skrifa og starfa.
Mikil áreynsla.
Litlum ræðupöllum verður
komið fyrir við járribrautarlín-
una og þar flytja forsetaefnin
ræður til bændanna, sem þar
hafa safnast saman. En meiri
athygli munu vekja ræðurnar,
sem fluttar verða í stórum sam-
Frh. á bls. 8.