Morgunblaðið - 05.09.1948, Side 8

Morgunblaðið - 05.09.1948, Side 8
V BRJEF: Hafnarstræti morgunblaðið Hr. riístjóri. ÞAÐ hefur lengi verið á vit- orði allra bæjarbúa, að í Hafn- arstræti eru allan sólarhring- inn nokkrir ólánsmenn — margir kalla þá róna, sumir fyrirlíta þá og telja þá best komna í fangelsi eða betrun- arhúsi, — þetta eru þó aðeins sjúklingar, sem ganga með al- varlegan sjúkdóm — áfengis- löngun, sem sviftir þá allri dóm greihd og manndómi. En enda þótt málið virðist auðskilið og að það sje sjálfsagt að koma sjúkum mönnum undir læknis- Kendi og í sjúkrahús — þá er það nú ekki svo auðleyst. Það éru énnþá alltof margir þeirr- ár skoðunar, að maður, sem drekkur sjer til dóms'og áfell- ingar, sje ekki maður með mönn urn og eigi ekki skilið að neitt tillit sje til hans tekið. „Hann gétur látið vera að drekka“, segja menn. „Þetta er honum sjálfum fyrir verstu og hann á áð hafa vit fyrir sjer“. Þetta er ræfill, sem ekki getur hætt að drekka, þegar hann vill, en það get jeg“, er svo venjulega bætt við. Þessum skoðunum þarf að breyta. Þjóðin þarf að skilja og vita að drykkjumaður, „alko- holisti“, er sjúkur maður, sem þjáist af voðalegum sjúkdómi, áfengislöngun, sem er allri skynsemi, velsæmi og dreng- skap yfirsterkari, og sem hefur gert og gerir enn þann dag í dag, fjölda ágætra manna að ,,rónum“ eins og það er kallað. Það hefir verið reynt að koma upp og starfrækja hæli fyrir drykkjumenn, en svo hafa þess ir áfengissjúklingar einnig ver- ið nefndir. Rekstur þessara hæla hefur því miður endað á eirin veg — hælunum hefur ver ið hætt þrátt fyrir að til þeirra hafi verið varið í stofnkostnað mörgum hundruðum þúsunda og að rekstur þeirra hafi einnig kostað stórfje. Af hvaða ástæðu hælin hafa hætt skal ekki rætt hjer, en við svo búið má ekki standa, og því varð það. að JAfengisvarnarnefnd Reykjavík- ur ákvað að hefjast handa um ’* rékstur hjúkrunarstofnunar fyr ír mennina úr Hafnarstræti og fjðra þá, sem eru haldnir þess- um sjúkdómi, áfengislöngun, í svo ríkum mæli, að þeir ráða þar sjáífir ekkert við. Hefur nefndin skrifað Bæjarstjórn Reykjavíkur og óskað eftir að fá húsnæði í Franska spítalan- um. Bæjarráð synjaði um þetta húsnseði þar sem það verður j notað fyrir kenslu — en að sjálfsögðu þarf þá að útvega annað, fyrir þessa væntanlegu starfsemi til bráðabirgða. Verð- ur að sjálfsögðu aðeins um byrjun að starfsemi að ræða, sem stefnir að því að koma upp og reka á vegum nefndarinnar fullkomin hæli fyrir þessa áfengissjúklinga — og verður sjerfróður læknir, ávallt með í ráðum með alla þessa starf- semi, ef úr verður. En hvers vegna þarf að segja „ef úr verður“? Er ekki sjálf- sagt að hefjast handa í þessum efnum. Er ekki nóg komið af þessum mönnum, sem hjálpa þarf og hjálpa verður? Er ekki nógu lengi búið að tala um þessi mál, án þess að markvisst sje að þeim unnið? Jú, það er áreiðanlega komið nóg af orð- um, ræðum og blaðagreinum, það eina sem dugar eru fram- kvæmdir. Hjer er um eitthvert mesta velferðarmál fjölda manna að ræða, bæði þeirra, sem þetta snertir beint — bæði áfengis- sjúklingana sjálfa og svo ekki síður hina, sem svo oft er gleymt, en það eru börn þeirra, eiginkonur, mæður og feður — fólkið, sem við sárast á að binda — og þeirra vegna — þjóðar- innar vegna — vona jeg að Afengisvarnarnefndin í Reykja vík fái alla hugsanlega aðstoð til framkvæmda í þessu máli. Gísli Sigurbjörnsson. - Gjaldeyrisskorfur Framh. af bls. 5. bjóði ekki fjárhagslegri getu okkar, þótt það kosti meiri eða minni frest ýmiskonar fram- kvæmda, sem okkur leikur hug ur á að ráðast í. Eins og nánar verður vikið að í síðari grein minni, tel jeg að með slíku væri jafnframt stigið stórt spor í átt- ina til þess að leysa þau önnur vandamál er nú valda mestum áhyggjum, verðbólguvandamál ið og fjárhagsvandamál ríkis- sjóðs. Ól. B. Sfærsti logarafarm- urinn, 38© smáiestir TOGARINN Mars frá Reykja- vík seldi afla sinn í Bremer- haven fyrir nokkru og reynd- ist aflinn vera 380 smálestir, rúmlega 6000 kitt, en það er mesti fiskfarmur, sem íslenskur togari hefir aflað í einni ferð og flutt milli landa. Afla þennan fekk skipið á einum 7 dögum fyrir Austur- landi. Afli skipsins í þessari einu ferð er rúmlega hálf milj. króna virði. Gyðingar unnu Ar- aba í knattspyrnu - 5:1 Jerúsalem 1 gær. KNATTSPYRNUKAPPLEIK- UR var háður í borginni Ne- gev í Suður-Palestínu milli Ar- aba og Gyðinga, en áður en leikurinn hófst leituðu leik- menn hvor á öðrum að vopnum. Það var egyptskur lðsfornigi, sem stakk upp á því, að leikur þessi yrði háður, éftir því, sem Gyðingablaðið „Ionion“ skýrir frá. Fyrst, þegar )iann kom yfir í herbúðir Gyðingæ og fór þess á leit, hjeldu Gyðingar að um pretti væri að ræða, en þegar þeir höfðu fullvissað sig um að svo var ekki, samþyktu þeir að leikurinn færi fram daginn eftir. Gyðingar báru sigur úr být- um með 5 mörkum gegn 1. — Að leiknum loknum buðu þeir sem töpuðu hinum til kaffi- drykkju „einhvern daginn“. —Reuter. NÝR FÁNI FYRIR KOSTARÍKA SAN JOSE — Stjórn Kosta- ríka gaf nýlega út tilskipun um breytingu á fána landsins. Verð- ur fáni þess hjeðan í frá eins og fánar hinna Mið-Ameríku ríkj- anna. Þrjár lárjettar rendur, blá, hvít og blá. SJÖ MENN DREPNIR. TRIESTE: Sjö ítalskir flótta- menn frá landsvæðinu, sem Jú- góslavar fengu frá Italíu, voru drepnir er þeir voru að reyna að komast yfir landamærin til ítalíuu. Kauphöllin er miðstöð verðbrjefavið- skiftanna, — Sími 1710, Framh. af bls. 3. Áklæði á húsgögn hefir frú Kar ólína Guðmundsdóttir ofið, en efni í það er frá Ullarverksm. Framtíðin. Veggskreytingu þá, er hjer er á veggnum hefir gert hr. myndhöggvari Sigurjón Ól- afsson. f þágu elsta atvinnuvegar þjóðarinnar. Sumir kunna að segja, að í of mikið hafi verið ráðist. Jeg lít svo á, að Búnaðarbankinn hafi haft ráð á að ráðast í þetta fyrirtæki, og sje, engu síður eft- ir en áður, fjárhagslega sterk stofnun. Jeg á enga ósk betri til handa þeim atvinnuvegi, sem sú stofn- un er kennd við, sem jeg hef um langt skeið unnið fyrir, en þá, að forustumenn þessa atvinnu- vegar, og raunar þjóðarinnar allrar, megi jafnan setja markið hátt með fullri djörfung og trausti á sterkan málstað, en þó svo, að fyrst og fremst sje gætt ‘raunsæis og öryggis. ■ Hilmar Stefánsson lauk máli sínu á þessa leið: Jeg skal hreinskilnislega játa það, að að það er ekki með öllu laust við, að jeg sje ofurlítið upp með mjer af því að hafa átt drjúgan þátt í því, að hjer hef- ur stofnun, sem kennd er við ísl. landbúnað, eignast stórt og fallegt hús, sem á engan hátt ber keim minnimáttar. — Það gleður mig líka að geta hjer í dag sýnt hæstvirtri ríkisstjórn og fulltrúum annara stjetta, ásamt öðrum góðum gestum, sem hingað hafa komið í dag, þetta hús sem er fyrst og fremst reist í þarfir elsta atvinnuvegar landsins, þess atvinnuvegar, sem varðveitt hefur í 1000 ár blóm- lega byggð í þessu landi, menn- ingu og sögu þjóðarinnar, tungu hennar og frelsi. - Kosningsbaráttan Framh. af bls. 3. komuhúsum stórborganna fyr- ir tugi þúsunda fólks. Viðræð- ur við stjórnmálaleiðtoga um- ræður um þjóðmál í útvarp. Ræður haldnar í sjónvarp eða inná hljóðfilmur. Allt kostar þetta gífurlega áreynslu bæði líkamlega og andlega. Nokkrum dögum fyrir úr- slitadaginn lýkur kosninga- baráttunni með útvarpsræðum Trumans og Deweys, þar sem þeir gera grein fyrir stefnu- skráratriðum sínum. liimiiimiiiiMiiiiimsiimniiiiiimmiimiiiMiiiiiMiiuiiiiiimiimiiiitiiiMmiiiiiiiiiiiiimimmiiiiiiiiiiiiiiiiMiimmmnmiiiiiiiimiincíiMmii imiiiiiimiiiiimiuim!iiiiiiiiiiiiiimi»iimimiiiiniii9miiii»iiniiiiiiuiiuimmimiii»iifi Markús £t A■. ák Eftir Ed Dodd Sfifimmm 111111111111111111111 n immmmi iiiiiiiMiiimiiiiiiiimiiiiiiiiiiiimiimMmiMiimiiMiiiiiiimmmmir, — Pabbi, hvað er að? j Cherry hringir til læknisins. — Ó, það er hjartað. Stingur i — Og hraðaðu þjer, því að hann í hjartað. I finnur mikið til, — Jeg kem undir eins, svarar — Og Cherry, kveiktu bál, svo Iæknirinn. að jeg sjái, hvar jeg get lent á flugvjelinni minni. Sunnudagur 5. sept. 1948. lærogfjær Frh. af bls. 7. Ef kosningar færu fram í haust til breska þingsins ættu styrkleikahlutföll flokkanna að verða sem hjer segir: íhaldsflokkurinn, 48% kjós- enda, Verkamannaflokkurinn, 39%, Frjálslyndi flokkurinn 13%. í þingkosningunum sumarið 1945 voru styrkleikahlutföllin hinsvegar þessi: Verkamannaflokkurinn 48%, íhaldsflokkurinn 40%, Frjáls- lyndi flokkurinn 9% og ýmsir smáflokkar 3%. Enda þótt hinar nýju aðferð- ir við skoðanakönnun hafi oft sýnt að þær fara mjög nærri um afstöðu almennings til stjórnmála er ekki Lægt að fullyrða um áreiðanleik þeirra. En um það ber öllum þeim sam an, sem best fylgjast með bresk um stjórnmálum að Verka- mannaflokkurinn hafi tapað verulega af fylgi sínu og að hægri menn hafi unniö mikið á eins og best kom í Ijós í bæj- arstjórnarkosningunum, sem fóru fram í fyrra og sýndu stór felt tap vinstri flokkanna. - Enskt mentaió^k Framh. af bls. 2. jeg athygli, hve nýr groður er fljótur að búa um sig, á því svæði, sem jökullinn hörfar af. Ekki meira en svona tíu metra frá jökulbrúninni, er þegar kominn lægri gróður svi sem mosar og skófir, en 30 metra frá eru æðri jurtir, svo sem steinbrjótar. Sífelhl rigning og þoka. — Höfðuð þið ekki gott veður til rar.nsóknanna? — Nei, er svarið. Þó veðrið hafi verið gott á láglendinu, vai oftast rigning eða þoka kríng- um jökulinn. Sjerstaklega var þokan oft bagaleg, því að þá sá ■ um við ekki til við landmæling- arnar. Það var líka oft rok ei stóð frá jöklinum og þá kalt. — Hvar höfðuð þið bækistöðv ar ykkar til rannsóknanna? — Við tjölduðum fyrir fram an skriðjökulinn og höfðum að- albækistöðvar í svonefndum Hólum, en síðan setíum við upp aukatjöld undir Lnkabúfu í Hvítmögu og við jökuljaðarimf upp af Sólheimum. Þaðan fór- um við austur að Kötlu. Þar sjást engin verksummerki rú, eftir gosið 1918. — Ætlið þið að rannsak;1. fleiri jökla hjer á landi? — Nei, en við ætlum þó ac fara í ferð að Langjökli og sjí skriðjökulinn, sem fellur í Hvít' árvatn hjá Skriðufelli. Voru duglcg við starfið Leiðangursfólkið lætur ekki mikið yfir sjer, en það hef jeg heyrt frá Jóni Eyþórssyni, að verkið, sem þau hafa unnið þarna sje mikið og unnið af þol- inmæði og dugnaöi. Þau eru öll á aldrinum 23 til 27 ára. Karl- mennirnir voru allir í breska landhernum eða flotanum á stríðsárunum, en hófu nám í náttúruvísindum við Durham- háskóla í stríðslok. Við vonum, að þeim líki vel dvölin hjer í jöklalandinu. Þ. Th.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.