Morgunblaðið - 07.09.1948, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.09.1948, Blaðsíða 2
2 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 7. sept. 1948. ' Bændasamtökin telja 5% hækk- un landbúnaöarvara of litlá Samþyktir aðalfundar Stjettarsambands bænda Á AÐALFUNDI Stjettarsam- bands bænda, sem haldinn var í Reykjaskóla í Hrútafirði dagana 2.—3. sept. voru samþykktar alímargar ályktanir um ýms hagsmunamál bændastjettarinn- ar. Skulu hjer raktar nokkrar hinar helstu: Verðlagsmál Svo sem kunnugt er, eru verð- lagsmálin eitt helsta viðfangs- efni þessara bændasamtaka, enda skipar stjórn þeirra meiri- hluta Framleiðsluráðs, og til- nefnir fulltrúa framleiðenda í verðiagsnefnd landbúnaðaraf- urða. í þessu máli samþykkti fundurinn eftirfarandi tillögu: Aðalfundur Stjettarsambands bænda, er haldinn var á Akur- eyri 3. og 4. sept. 1947 lýsti því yfir að hann væri óánægður með Verðlagsgrundvöll þann, sem úr- skurðaður var af yfirnefnd, fyr- ir verðlagsárið frá 1. sept. til 31. ágúst 1948, vegna þess að útgjalda upphæðin fyrir meðal- búið væri ákveðin of lág, en af- urðamagnið ofmikiðð. Fulltrúar neytenda sögðu upp þessum verðlagsgrundvelli frá 1947 á s.l. vetri. Sömu fulltrúar óskuðu einnig eftir að rannsókn íæri fram á reksturskostnaði meðalbús, svo og búa, sem væru stærri og minni en meðalbú. Sú rannsókn leiddi í ljós að ýmsir útgjaldaliðir meðalbús hafa hækkað verulega, eða a. m. k. um 10% heildarlega. Á þessari rannsókn byggðu íulltrúar framleiðenda tillögur sínar um verðlagsgrundvöll fyr- ir verðlagstímabilið 1. sept. 1948 til 31. ágúst 1949. Um þær til- lögur náðist ekki samkomulag við fulltrúa neytenda. Málið fór því til yfirdóms og felur sá dóms úrskurður í sjer 5% hækkun á verði landbúnaðarvara til bænda. Þessa málsmeðferð telur fund- urinn óviðunandi, þar sem bænd ur fá of lágt verð fyrir afurðir s'xnar, eftir þeim upplýsingum, sem fyrir liggja og lægra verð en felst í grundvellinum frá fyrra ári, ef hann hefði gilt á- fram. Fundurinn skorar því á fulltrúa framleiðenda í verðlags nefndinni og stjórn Stjettarsam bandsins, að safna sem allra bestum gögnum um reksturs- kostnað og afurðasölumagn meðalbúsins, þar á meðal um vanhöld, áhæítu og atvinnurek- endagjöld, svo og vaxtabirgðir, viðhald fasteigna o. fl., og krefst þess að síðan sje verðákvörðun landbúnaðarins við þetta miðuð. tVimannatryggingar Fundurinn íaldi rjettmætt, að .alíxr þeir sem slysatryggðir eru, greiði sjálfir tilskilið lágmarks- gjald, en það sem þar er fram yfir greiði atvinnurekendur. — Ennfremur að sjúkrasamlögin starf; áfram á vegum sveita- fjelaganna, að styrkir vegna barnsfæðinga verði hinir sömu til allra mæðra og að skylda til greiðslu persónugjalaa nái að- eins til 18—65 ára aldurs, en ekki 16—67 eins og nú er. Birting á verðlagi Fundurinn fól stjórninni að iáca birta I Frey áætlað verð til bænda hverju sinni fyrir fram- leiðslu þeirra. Sala garðávaxta Fundurinn skoraði á stjórnina að athuga hvort ekki væri hægt að bæta skipulag á geymslu og sölu garðávaxta. Áburðarverksmiðja Fundurinn skoraði á Alþingi og ríkisstjórn að vinna að því að reist yrði hið bráðasta áburð arverksmiðja á hentugum stað, sem framleiði minnst 7500 tonn af (hreinu) köfnunarefni á ári. Fjárfesíing og innflutningur Fundurinn beindi þeirri áskor un til fjárhagsráðs og innflutn- ingsyfirvalda að samræma bet- ur en nú er gert fjárfestingar- leyfi og vöruskömmtun við raun verulega innflutningsgetu þjóð- arinnaar á hverjum tíma og koma vörudreifingu til lands- manna í rjettlátara horf. Bændadagur Fundurinn taldi æskilegt, að haldinn sje árlega hátíðlegur sjerstakur bændadagur fyrir land allt, og fól stjórninni að leita álits bænda og búnaðarf je- laga um þetta og undirbúa mál- ið fyrir næsta aðalfund. Yfirdómur í verðlagsmálum Fundurinn telur óeðlilegt, að Leikararnir þrír frá Akureyri: leikstjóri, Hólmgeir Pálmason. HJER í Reykjavík er nú staddur leikflokkur frá Akur- eyri, sem í eru þessir leikarar: Jón Norðfjörð, sem er leikstjóri, Sigríður Schiöth og Hólmgeir Pálmason. Ætla þau að halda skemmtun á - fimmtudaginn kemur í Iðnó. Á skemmtiskrá eru þessi at- riði: Kafli úr 4. þætti sjónleiks- ins Ljenharður fógeti, eftir Ein- ar H. Kvaran. Kafli úr 2. og 3. þætti söngleiksins Æfintýri á gönguför eftir C. Hostrup. Upp- lestur, Jón Norðfjörð og gaman leikur í einum þætti, Frúin sef- ur, eftir Frits Holst. Kynnir verður Ævar R. Kvaran. þess sje krafist að bændur sætti sig við yfirdóm um verðlagn- ingu landbúnaðarvara meðan ekki eru sett samskonar ákvæði um hagsmunamál hliðstæðra stjetta. Þátttaka í alþjóðasambandi Fundurinn samþykkti, að heimila stjórninni að senda á næsta ári fulltrúa á alþjóðaráð- stefnu stjettarsamtaka bænda og að gera Stjettarsambandið að meðlimi í þeim alþjóðasamtök- u.m að athuguðu máli, ef hún telur ástæðu til þess. Álagning á fóðurbæti Fundurinn beindi þeim til- mælum til stjórnarinnar, að hún að athuguðu máli, hlutaðist til um það við Viðskiptanefnd, að hömlur sjeu settar á álagningu á fóðurbætisvöru eftir þvi sem þurfa þykir. Fjárhagsáætlun Að lokum var samþykkt f jár- hagsáætlun sambandsins fyrir árið 1949. Tekjur þess voru á- ætlaðar 140 þús. og er það hluti sambandsins af Búnaðarmála- sjóði fyrir % hluta yfirstand- andi árs. Helstu gjaldaliðir voru til stjórnar og erindreka, kostn- aður við aðalfund og þátttaka í útgáfu Freys vegna málefna Stjettarsambandsins. Sigríður Schiöth, Jón Norðfjörð, Síðar ætlar leikflokkurinn að heimsækja aðra kaupstaði á Suður- og Vesturlandi. I FYRRINÖTT var framið inn- brot í verslun Pjeturs Pjeturs- sonar í Hafnarstræti 7. -— Ekki tókst þjófinum að stela rxeinu verulegu, um 30 krónum í pen- ingum og frímerkjum að verð- mæti 50 kr. Þjófurinn hefur gerevðilagt peningakassa versl- unarinnar og þá hefur hann gert tilraun til að sprengja upp eidtraustan peningaskáp, en varð frá að hverfa. Leikflokkur frá Akureyri heimsækir Rvík. í KVÖLD verður fluttur fyririestur og sýnd kvikmvnd unj vinnuöryggi í sænskum vinnustöðvum, en fj'rirlestur j.essi er f’uttur á vegum sænska sendiráÐsins bjcr og Slysavarnafjelags íslands. Fyrirlesturinn flytur Svíinn Gunnar Hultman, og hefst hann kl. 9 í fyrstu kennslustofu Há- skólans. Fyrirlesturinn er fyrii almenning, en fyrst og fremst á har.n erindi til atvinnurek- enda, iðnaðarmanna og verka- manna. Gunnar Hultman er formaður nefndar, sem vinnuveitendur og verkamenn í Svíþjóð hafa stofn- að til og fjallar um öryggismál á vinnustöðvum og verndun heilsu starfsfólks i iðnaði Sví- þjóðar. Nefnd þessi: er skipuð fjórum fulltrúum atvinnurek- enda og jafnmörgum frá verka- mönnum. Gunnar Hultman Á leið til Ameríku. í gær ræddi Gunnar Hultman við blaðamenn í skrifstofu sænska sendiráðsins, en hann er á leið til Bandaríkjanna, þar sem hann mun flytja fyrirlestra um slysavarnir á vinnustöðvum í Svíþjóð og einnig mun nann í sambandi við fyrirlestra sína þar sýna kvikmynd. í Svíþjóð. Gunnar Haltman gerði nokkra grein fyrir störfum nefndar þeirrar, sem hann er formaður fyrir. Hún var sett ú laggi-rnar fyrir nokkrum árum. Ein starfs grein hennar nær eingöngu til iðnaðarstöðva í Svíþjóð. Öryggis málum í öllum greinum iðnaðar- ins þar í landi virðist vera mjög vel stjórnað. Sama er að segja um fræðslu í þessum málum til handa verkstjórum og verka- mönnum. Fræðslan er bæði bókleg og verkleg, en auk þess eru haldnir fyrirlestrar og kvik- myndir sýndar. Slysum fækkar. Árangurinn af starfi nefndar- innar virðist vera mjög mikill. Sem dæmi r.efndi Hultman, að slys 'i sumum iðnaðarstöðvum hefðu þegar minjikað um helm- ing. Allt þetta er ao sjálfsögðu að þakka rnjög góðu samstarfi verkamanna og atvinr.urekenda. Sænska ríkið hefur yfirleitt lát- ið sig litlu skipta jnessi mál. þar til nú fyrir fáum árurn síðan, að það veitti nokkra f járhæð til útgáfu á handbók fyrir iðnaðar- menn, sem f jallar um slysavarn- ir og heilsuvernd á vinnustöðv- um. Og s.l. ár veitti sænska ríkið nefndinni 200 þús. krónur til fræðslu um öryggi á vinxrustöðv- um. Gunnar Hultman skýrði enn- fremur frá því, að skipan þcss- ara fræðslumála væri mjög sæmileg hjá hinum Norður- landaþjóðunum og sömu reglur eru viðhafðar við fræðslu verkamanna í iðnaðarstöðvun- um. S.V.F.Í. fær afnot af myndum. Að lokum skýrði Gunnar Hultman frá því, að I afhenda sænska kvikmynd þá er h: kvöld, en sendiráðh varnafjelag ísland;: samvinnu, um sýnin; Jón Oddgeiv J ■ trúi, þakkaði ræðu i fullvissaoi hann uir myndi beita sjer í„ myndin veroi sýncl í um hjer í Reykjavi' bygðir landsir.s, !. ; sendiráðið. ann myndi ændiráðinu :.nn sýnir í > og Slysa- mun hafa :ar á henni, isson, full- iultmans og að S.V.F.Í. ’iir því, að verksmiðj- : og út um ■amráði vií^ Hjer á íslandi. Þessu næst vjc J >ri Oddgeir nokkrum orðum ... öryggismál- um iðnaðarfc og iðnaðar- verkamanna ? . c-v. ,1‘agði hann að þrátt fyrir mö.g og vel sótt; námskeið í ilysí:’. örnum fyrig iðnaðarmenn, i • -. i það samt svo, að öryggisxxxc. 'n og þróun iðnaðarins, heíði ekki haxdist í hendur síðustu 10 árin. Þar af leiðandi eru slys orðin nokkuö tíð h.jer í iðnaðinum. Jón Odd- geir kvað það von sína, að innaii langs tíma myndi betri skipuií komast á þessi mál. Neíndin, sem ski;;uð var fyr- ir tveim árum siðan, til að gercf tiilögur um öryggLmál verka- íólks í landinu airncnnt, mun skila áliti þegar r. esía þing kernur saman. Þá hafa iðnrek- entíur ákveðiö að beiía sjer fyr- ir útgáfu handbókar iyrir verka fólk í ionaðinum, en i egar hvort tveggja kemur til framkvæmcla mun það hafa stórkostlega bætt öryggisskilyrði íyrir verka menn og iðnaða.’menn hjer á! lar.di. a jrs mi «j Belgrad I gærkvöldi. ÞAÐ var opinberlega tilkynnl hjer í kvþld, að Vlado Dapcevic ofursti, hefði vprið handtekinn en ætlað var, að honum hefð: tekist að flýja til Rúmeníu, þeg- ar Jovanovic hershöfðingi vai skotinn til bana af landamæra- vörðum 12. ágúst s.l. Dapceivit var handtekinn 2. september vií landamæri- Ungverjalands o| Júgóslavíu. — Reutex. ,d

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.