Morgunblaðið - 07.09.1948, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.09.1948, Blaðsíða 8
 MOKGVISBLAÐIÐ Þriðjudagur 7. sept. 1948.' Útg.r H.f. Árvakur, ReykjavOc Framfcv «t|.í Sisríú* Jónsson, Rltstjúrl' Valtýr Stefánsson (ábyr*®»'m>. FrjettarttstjArl: ívar Guðmund*»M6. Au*lý«tn*ar; Áral Garðar Ejlstia****. Eitstjóra, euglýaingar og afgreiðslje- Auaturatr«ti 8. — Sími 1600 Aakriftargjald kr. 10,00 á mánuði, innaaianáa, 1 lauaasclu 80 aura eintakið. 75 aura lieabók. kr, 13,00 utazúanda. Sjálfstæðismenn höfðu forystuna SAMÞYKKT bæjarstjórnar Reykjavíkur s.l. fimmtudag á stofnsamningi sameignarfjelags bæjarins og hlutafjelags- ins Kveldúlfs um nýja og fullkomna síldaiverksmiðju í ör- firisey, hefur gefið Þjóðviljanum tiíefni til mjög heimsku- legrar og ástæðulausrar árásar á bæjarstjórn Reykjavíkur tyrir framtaksleysi í atvinnumálum bæjarins. Áður en lengra er haldið er rjett að athuga lítillega, hvaða áfskipti meirihluti bæjarstjórnarinnar hefur haft af eflingu atvinnulífs bæjarbúa og þá fyrst og fremst útvegsins. 1 því sambandi ber fyrst og fremst að minnast þess, að svo að segja jafnskjótt og fyrrverandi ríkisstjórn ákvað að semja um smíði 30 nýrra togara samþykkti bæjarstjórnin fyrir forgöngu Sjálfstæðismanna, að óska þess að Reykja- vík fengi 20 hinna nýju skipa. Jafnframt ákvað bæjarstjórn að ábyrgjast kaup þessara 20 skipa þannig að ef ekki fengj'- ust kaupendur að þeim öllum þá skyldi bærinn gera út þau þeirra, sem ekki yrðu seld útgerðarfyrirtækjum í bænum. Niðurstaða þessa máls varð svo sú, að 16 hinna nýju togara verða keyptir til Reykjavíkur og gerðir út hjeðan. Það, sem þýðingarmest er í þessu máli og sýnir best hverjir hafa gert mest til eflingar atvinnulífi Reykvíkinga, er það, að það er Sjálfstæðisflokkurinn á Alþingi, sem for- ystu hefur um kaup hinna 30 nýsköpunartogara til lands- ins. Þeirri staðreynd verður ekki mótmælt með rökum. Það er einnig Sjálfstæðisflokkurinn í bæjarstjórn Reykjavikur, sem forystu hefur um það að tryggja Reykjavík eins mörg af hinum nýju skipum og hægt var og sanngjarnt gat talist gagnvart öðrum útgerðarstöðum. En þá er að minnast á þátt kommúnista í síldarverk- smiðjumálimi. Svo er að sjá af forystugrein kommúnista- blaðsins s.l. föstudag að það vilji eigna flokki sínum forystu í undirbúningi þessa mikla hagsmunamáls Reykvíkinga. En hverjar eru framkvæmdir kommúnista í því máli? Þær eru engar, alls engar. Þeir hafa hinsvegar á síðustu stundu reynt að fleyga það mál og tefja með því að bera fram tillögu um að bærinn eigi verksmiðjuna einn og reki hana. En eins og Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri, benti á í ræðu sinni á bæjarstjórnarfundi hefur Reykjavíkurbær í nægilega mörg hom að líta og nóg með fjármagn sitt að gera. Það var því mjög hagstætt fyrir bæinn að hafa sam- vinnu við hlutafjelagið Kveldúlf, sem árum saman hafði eytt miklu fje og fyrirhöfn í tilraunir með hina nýju vinnslu- áðferð, um byggingu hinnar nýju verksmiðju. Hefur fje- lagið þannig haft alla forystu um undirbúning þessarar framkvæmdar, sem verður ein hin merkasta nýung í fiski- iðnaði landsmanna. Þrátt fyrir það töldu kommúnistar það skynsamlegt að komið yrði í veg fyrir að þetta fyrirtæki ynni með Reykjavíkurbæ að því að koma verksmiðjunni UPP. Allur almenningur í bænum hlýtur hinsvegar að vera á iallt annari skoðun. Með samvinnu bæjarins og Kveldúlfs um byggingu síldarverksmiðjunnar vinnst a.m.k. tvennt: Bærinn þarf aðeins að leggja fram þrjá fimmtu hluta kostn- aðar við mannvirkið og sparar sjer þannig milljónir króna, sem hann hefur nóg annað með að gera. í öðru lagi tryggir hann sjer samvinnu þeirra aðilja, sem besta þekkingu hafa á þessum málum, verkfræðinga og framkvæmdarstjóra fjelagsins. Um þessi atriði varðar kommúnista ekki neitt. Þá varðar ekkert um sjerfræði, þekkingu þeirra manna, sem hafa undirbúið málið frá upphafi. Þeir hafa heldur engan áhuga fyrir að spara Reykjavíkurbæ fje. Þeirra hlutverk er fyrst og fremst að flytja vitlausar yfirborðstillögur og þusa um þær í blaði, sem enginn tekur mark á. Sjálfstæðismenn hafa hinsvegar áhuga fyrir áframhald- fendi eflingu atvinnulífsins í Reykjavík ög auknu atvinnu- öryggi fyrir almenning. Þess vegna hafa þeir lagt traustan grúndvöll að stofnun hinnar nýju verksmiðju og sameinað framtak hins opinbera og einstaklingsfyrirtækis um bygg- Ingu hennar og rekstur. UR DAGLEGA LIFINU Útlendingar í Reykja- vík. ÞAÐ HAFA komið margir erlendir menn til landsins í sumar og flestir koma þeir til Reykjavíkur fyrst, þótt ferð- inin sje haldið áfram eitthvað út á landsbygðina. Nú er jeg ekki einn þeirra manna, sem hefi andvökur af því, að ekki sje gert nóg fyrir útlendinga, eða alt þurfi að líta vel út í bænum vegna erlendra ferða- manna fyrst og fremst. En mjer er heldur ekki sama, hvaða álit gestir fá á Reykja- vík, hvort heldur þeir eru er- lc-ndir eða innlendir. Og hvað útlendingana snert ir vil jeg áð þeim lítist sem best á sig hjer, ekki síst til þess að þeir beri okkur þann- ig söguna, að fleiri útlendinga langi til að koma hingað í ferða lög. Til livers útlendinga? EN TIL HVERS eigum við að vera að hæna útlendinga að landinu? Höfum við ekki fengið nóg af þeim? — Það er eftir því hvernig á það er litið og mætti eins spyrja til hvers við værum að selja fisk inn okkar til útlanda í stað þess að borða hann sjálf. Ferðamenn, sem hingað koma eyða hjer erlendum gjaldeyri og það er erlendur gjaldeyrir, sem okkur vantar stöðugt. • Skilja eftir gjaldeyri. ÞAÐ ER staðreynd, að allar okkar miljónir, sem við áttum í erlendum gjaldeyri eftir styrj öldina, voru ekki fyrir útflutn- insgvöru okkar. Hagnaðinn af henni átum við jafnharðan upp og sum árin vel það. Það sem sparaðist kom frá hermönnunum, sem voru í landinu og framkvæmdum, sem herstjórnirnar ljetu fram- kvæma. Það er af þessum ástæðum, sem allar þjóðir sækjast eftir að fá erlenda ferðamenn inn í lönd sín. Þeir skilja eftir sig gjaldeyri. Hvað líst þeim best á? ÞESSAR hugleiðingar um erlenda ferðamenn komu mjer í huga er vinur minn einn, sem tekur á móti og leiðbeinir fjölda erlendra manna, sem hingað koma spurði mig að því, hvað jeg hjeldi að erlend- ir menn sem hingað koma, væru hrifnastir af. Ekki gat jeg svarað því og ekki getið mjer þess til. ,,Það er nokkuð misjafn smekkur, vitanlega,“ sagði vin ur minn,' en langflestir eru hrifnastir af Sundhöllinni. •— Annað eins hafa fæstir þeirra sjeð, nema í kvikmyndum. — Þetta á við Breta og Banda- ríkjamenn. Norðurlandabúar eru vanari sundhöllum fyrir almenning. Hverjum skyldi hafa dottið í hug, að Sundhöllin yi'ði þetta fræg. —■ Aldrei var því um Álftanes spáð — stendur þar. • Lýsið þeim, sem ljós- ið þrá------“ ÞAÐ KVARTA margir yfir því, hve borgin sje illa lýst í sumum hverfum og það er á- stæða til að kvarta. Hjer seg- ir sjómaður frá reynslu sinni. „Jeg er á einum af nýsköp- unartogurunum og hefi ekki komið til Reykjavíkurhafnar um langan tíma. Mjer brá í fyrrinótt, þegar jeg var að'fara til skips kl. 24. Skipið, sem jeg er á, lá við Faxagarð fremst, en við þessa bryggju eru flestir togarar afgreidd- ir. — Svarta myrkur var á allri bryggjunni og engin ljóstýra neinsstaðar við skip þau sen lágu þarna. Mig furðaði á þessu og fór því að athuga lýsingar á fleiri bryggjum, — sama myrkrið. — Eins og loftvarna- myrkur. ÞETTA ÁSTAND er líkast því, sem var í Englandi á stríðs álrunum, sem orsakaði mörg dauðaslys þar. Ef ekki verður bætt úr þessu fljótlega, má búast við að af hljótist slys, verður þá eins og vant er rokið til og bætt úr þessu Ijósaleysi, þegar það er orðið of seint.“ * Víða dimt. ÞAÐ ER alveg rjett hjá sjó- manninum, það nær ekki nokk urri átt, að hafa þetta myrk- ur við höfnina, einkum vegna slysahættunnar. En það er víðar pottur (eða pera) brotin í þessu efni. I Melaíbúðarhverfunum hef- ir verið myrkur það sem af er í sumar og ekki nóg með það, sama ástandið var í vor þarna vestur frá þegar birta tók af nóttu. Það var verið að nudda um þetta myrkur hjer í dálkunum á dögunum. Það hlýtur að vera hægt að bæta úr þessu. ★ Hjálpar þjófunum. MYRKRIÐ gerir ekkert ann að en að hjálpa þjófunum og gera mönnum erfiðara fyrir. Hinir tíðu þjófnaðir í görðum og úr farartækjum manna stafa oft af því, að þjófarnir hafa hið ákjósanlegasta tækifæri til að stela. Það sjest ekki til þeirra, Og bifreiðaeigendum þykir hart að láta skemma hjá sjer núna, eins og illa gengur að fá varahluti. Nei, ljós í allar götur og það meira að segja glaðaljós. •— iiuiiuiiuiiiiiiininniimin MEÐAL ANNARA ORÐA llnna skal Rúulandl melr en fnðuriandl þínu SKÖMMU áður en Kommún- istaflokkur Júgóslavíu og Titó var rekinn úr Kominform, skrifaði Titó bi’jef til fjelaga Stalins og Molotovs, utanrík- isráðherra Rússa. í brjefi þessu stóð meðai annars: „Jafnvel þótt við elsk- um Rússland, þá getum við ekki unnað föðurlandi okkar minna“. Þá segir síðar, þegar minnst er á rússneska hernaðarsjer- fræðinga, sem höfðu aðstoðað Júgóslava, en verið sendir heim: „Laun þau eru við urð- um að greiða rússnesku sjer- fræðingunum, voru þrisvar sinnum hærri en laun þau, er við greiðum ráðherrum. Þetta var ein' af ástæðunum fyrir því,. að við fórum þess á leit, að þeim yrði fækkað“. •- • NJÓSNIR RÚSSA Seinna í sama brjefi er rætt um rússneska lpyniþ'jónustu og niósnir í Júgóslavíu og seg- ir þar: „Við lítum svo á, að það sje ekki rjett af rússnesku leyniþjónustunni að ráða okk- ar borgara, í okkar landi, í þjónustu sína. Við höfum sann anir fyrir því, að nokkrir menn úr rússnesku leynilögreglunni hafa með því að ráða til sín flokksmenn, kastað rýrð á leið toga okkar og gert þá tor- tryggilega. Þessar aðgerðir rússnesku leynilögreglunnar halda áfram í dag. Við höfum ekki leyft, að þær breiðist út“. • • IIVER VAR ÁSTÆÐAN? Svo mörg voru þau orð, og Titó var rekinn úr Kominform. Samkvæmt fyrirskipun frá Rússum var honum útskúfað frá samvinnu við nágranna- þjóðirnar. Hann, sem áður hafði þótt svo dyggur komm- únisti, var allt í einu nefnd- ur auðvaldssinni og svikari. Hver var ástæðan? Hún var í stuttu máli, að hann hafði ekki staðist síð- asta stig kommúnistaprófsins. Fyrri stigin hafði hann stað- ist með prýði og sóma. Fyrst og fremst, að Komm- únistaflokkurinn var allsráð- andi í Júgóslavíu. Aðrir flokk ar voru bannaðir og ef ein- hverrar. óánægju skyldi gæta meðal þjóðarinnar var hægt að slá varnagla við því með vofu óttans, leynlögreglu rík- isins og illræmdum fangabúð- um henn;ar. Þá hafðli stjórn Títós framkvæmt hinn teóret- iska kommúnisma eftir því, sem hún taldi hæfilegt fyrir landið. • • FJELL VIÐ PRÓFIÐ En. síðasta stig prófsins stóðst Tító ekki. Hann vildi ekki fall- ast á það, að Júgóslavar ættu að elska Rússland meira en föðurland sitt. Hann vildi ekki fallast á að rússneskir sjer- fræðingar í landinu ættu að fá þrisvar sinnum hærri laun en ráðherrar. Og hann vildi ekki fallast á, að Rússar fengju að reka njósnastarfsemi ó- hindrað í Júgóslavíu. Þar með var Tító fallinn við prófið. Hann var ekki eins og hreintrúaðir kommúnistar eiga að vera, því að hann kunni ekki að elska Rússland meira en föðurland sitt. • • HLÝÐNI VIÐ RÚSSA Þetta sýnir okkur ótvírætt, að eitt þýðingarmesta atriðið til þess að geta kallast komm- únisti er fulkomin hlýðni við Rússa. Kommúnisti hvar sem er í heipinum verður að fall- ast á að Rússar sjeu „Uber- menschen“, en aðrar þjóðir skuli vera þrælar og þjónustu menn Rússa. Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.