Morgunblaðið - 16.11.1948, Qupperneq 8
6
MURGUnBLAÐlb
Þriðjudagur 16. nóv. 1948.
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavflc. '■
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla.
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands,
kr. 15.00 utanlands.
I lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók.
Hver undirbýr styrjöld?
NOKKIJR BRJEF hafa farið á milli einræðisstjórnarinnar
í Moskvu og Titos, út af óhlýðni hins júgóslavneska mar-
ckálks við Josef nafna sinn í Kreml.
Á emum stað í brjefum þessum minnir Stalin júgóslav-
neska marskálkinn á, að hann megi þakka rússneskum her-
afla það, að hann komst nokkurntíma til valda í landi sínu.
Brjefritarinn nefnir í því sambandi, hvernig á því stóð, að
kommúnistar komust ekki til valda líka í ítalíu og Frakk-
landi. „Því miður“, segir í brjefinu, „gátu herir Sovjetríkj-
anna ekld veitt flokksbræðrunum í Frakklandi og ítalíu
samskonar stuðning".
Einræðisherrann, sem þetta segir í ávítunarbrjefum sín-
um til Titos hefir, sem kunnugt er, látið það boð út ganga,
lil allra fylgismanna sinna og flugumanna víðsvegar um
iönd, að þeir skuli í ræðu og riti berja það blákalt fram, að
Moskvustjórnin sje hinn eini sanni friðarvinur í heiminum.
Eftir þessu á það að vera í þjónustu friðarhugsjónarinnar,
áð Moskvastjórnin hefir lagt undir sig hverja þjóðina af ann-
ári í austanverðri álfunni, hefir sent flugumenn sína lengra
vestur á bóginn, til þess að svíkja enn fleiri þjóðir, eins og
Tjekkóslóvaka, unair hið rússneska ok. Og þáð sje í þjón-
ustu friðarins, að sú hin sama stjórn hefir gert þrálátar til-
raunir til þess að svelta í hel mikinn hluta af íbúum
Berlínarborgar.
En þesskonar áróður er dálítið einkennilegúr, þegar tekið
er tillit til framkomu Moskvustjórnarinnar í alþjóðamálum
og herbúnaðar þjóðanna eins og hann er einmitt nú.
Á því þingi, sem nú stendur yfir, hjá Sameinuðu þjóðun-
um( hafa fulltrúar Rússa notað neitunarvald sitt með meiri
þrákelkni en nokkru sinni fyrr. Þeir neituðu að nokkurt
eftirlit fengi að vera með herbúnaði þjóða. Heimtuðu, að
andstæðingarnir afvopnuðust ennþá meira en þeir hafa gert.
En þegar minnst var á alþjóðaeftirlit með hervæðingu, þá
höfðu þeir ekki annað fram að færa, en neitun við frekari
umræðum.
Þeii neituðu eftirliti með kjarnorkunni. Heimtuðu að allir,
sem ættu kjarnorkuvopn eyðilögðu þau, nema þeir sjálfir
Á sama tíma, sem þeir dylgjuðu með það, að kjarnorku-
vopn væri í þeirra höndum, ekki síður en annara. Og þeir
hafa neitað með hörku að nokkur lausn fengist í Berlínar-
deilunni, þó að vitað sje, að einmitt í sambandi við umsátur
þeirra um Berlín, er mesta sprengiefni alþjóðamála í dag
Þaðan stafar mesta ófriðaihættan.
Þeir einir stórveldanna halda því gersamlega leyndu, hve
margt manna þeir hafi undir vopnum. En giskað er á, að
það sjeu aldrei minna en 5—6 miljónir manna.
Vitað er og alkunnugt, að Frakkar t. d. eru þannig undir
ófrið búnir, að þeir hafa afvopnað her sinn að mestu. Enda
samþyktu þeir í ófriðarlokm síðustu, að láta hervarnir sitja
á hakanum, en einbeina afli sínu að endurreisn atvinnuveg-
anna.
Bretar hafa verið að afvopna her sinn, og draga úr her-
styrk sínum allan tímann, síðan ófriðnum lauk. Þangað til
rjett fyrir skömmu, er Bprlínardeilan var komin í hnút, að
þeir hættu að fækka hermönnum sínum. Þetta er styrjald-
arundirbúningur í Vestur Evrópu, eða hitt þó heldur. Og
svo gala kommúnistar, bæði heimakommúnistarnir og hinir,
sem starfa fyrir Moskvavaldið út um löndin, að allar þjóðir
álfunnar fyrir vestan Járntjald, sjeu í óðaönn að undirbúa
stríð gegn Rússum, og óski einkis frekar, en það brjótist
út sem fyrst(!) Sennilega þá, áð.ur en þjóðir þessar hafa
nokkra heri að heitið geti.
Það er kannski skiljanlegt, að rússnesku blöðin sjeu látin
flytja slíkar fregnir, vegna þess að þau eru gefin út í lok-
uðu landi, þar sem almenningur fær ekki að sjá önnur blöð
en stjórnarblöðin, er flytja þesskonar þvætting dag eftir
dag En allmikið er það óskiljanlegra, að kommúnistar í Vest-
ur Eviópu, þar sem prentfrelsi ríkir, skuli geta fengið sig til
að flytja aðrar eins fjarstæður og þessar. Og heimta svo
jafnframt, að nokkur lifandi maður taki mark á því, sem
þeir eru látnir segja, þvert gegn betri vitund.
\Jiiuerji óLri^ar:
ÚR DAGLEGA LÍFINU
Reykjavík vorra
daga
GAMLIR Reykvíkingar, sem
koma heim eftir margra ára
dvöl erlendis, hafa allir orð á
því hvaS borgin hafi breyst.
Framfarirnar verið stórstígar
og meiri, en nokkurn gat
dreymt um fyrir 30—40 árum.
Við, sém eru hjer fædd og
uppalin höfum ekki tekið eins
eftir breytingunum, sem hafa
orðið smátt og smátt, en þó
býst jeg við, að það komi að
hverjum einasta Reykvíking,
þótt hann hafi alið hjer allan
sinn aldur, að undrast yfir
breytingunum og þeim stakka-
skiftum, sem orðið hafa á bæn
um og bæjarlífinu síðustu árin.
-* •
Þegar allir þektust
MIÐALÐRA Reykvíkingur,
sem kemur inn í veitingahús,
kvikmyridahús, eða á aðrar
samkomur og lítur í kringum
sig, tekur eftir því, að hann
þekkir sárafá andlit. í uppvexti
hans þekti hann svo að segja
hvern mann á mannamótum
með nafni og var málkunnugur
flestum. Á götunum heilsuðust
flestir, því allir þektust. En nú
er hægt að ganga lengi á aðal-
götum bæjarins, án bess, að
maður kannist við eitt einasta
andlit.
•
Hver ratar um
Rcykjavík?
EF Reykvíkingur hefði verið
spurður að því fyrir 15—20 ár-
um hvort hann rataði um bæ-
inn, hefði hann vafalaust talið
slíka spurningu móðgun við
sig.
En í dag eru það tiltölulega
fáir borgarbúar, sem rata um
borgina, eða geta fyrirvara-
laust sagt hvar í bænum þessi
gatan er, eða hin. Silfurteigar
og Gullteigar, Neðstasund og
Efstasund voru þá ekki til, nje
tugir annara gatna, stræta og
sunda. Þá var aðeins eitt skjól,
Kaplaskjólið, en nú eru skjól-
in orðin það mörg, að érfitt er
að muna öll nöfnin, hvað þá
röðina á þeim þarna vestur
frá.
•
Sjálfsagðir hlutir.
REYKVÍKINGAR, sem þetta
lesa, kunna að segja, að alt sjeu
þetta sjálfsagðir hlutir, sem
fleiri viti, en þegi þó.
En það skaðar ekki að ryfja
það upp fyrir sjer, að Reykja-
vík vorra daga hefir tekið mikl
um stakkaskiftum og er orðin
borg með rúmlega 50 þúsund
íbúa.
Rúmlega þriðjungur lands-
manna býr hjer á litlum bletti
Það er sagt, að eftir höfðinu
dansi limirnir. Reykjavík er
,,höfuð“ landsins. Mörgum þyk
ir það vera orðið full stórt höf-
uð á ekki stærri búk. En það
er annað mál.
Strákarnir láta illa
enn
ÞAÐ VAR hjerna um kvöld-
ið, að við fórum tveir gamlir
Reykvíkingar í Trípolibíó. —
Þar var sýnd það, sem ungl-
ingarnir kalla nú „hasarmynd“
og þeir höfðu fjölment. Okkur
fanst nóg um ærsl ungling-
anna og troðning. Og fyrst kom
okkur saman um, að ekki hefði
þetta verið svona slæmt í okk-
ar ungdæmi.
En eftir á að hyggja, þá var
það síst betra í Fjalakettinum,
eða í Nýja Bíó meðan það var
í Hótel íslands. Þá var troðist,
ærslast og eldra fólkið hefir án
efa verið jafn hneykslað á okk
ar framkomu og við vorum
þarna í Trípoli. — Það var sann
arlega ekki altaf farið eftir
ströngustu kurteisisreglum,
þegar verið var að sýna „Liber-
ty“-myndirnar og kaflamynd-
irnar. Það var „hasar“ þeirra
tíma.
Einn óánægður
„EKKERT SKIL jeg í þjer,
að vera að hæla skautasvell-
inu“, sagði kunningi minn við
mig á dögunum í frostkaflan-
um. „í gær fór jeg niður á
Tjörn af því að þú varst búinn
að hæla svellinu, en varð fyrir
vonbrigðum.
Svellið var þakið ryki og eng
inn hafði tekið sjer fyrir hend-
ur, að hreinsa svellið og halda
því við. En það þarf að gera dag
lega í frostum, ef að gagni á
að koma. Jeg sá það í blaði, að
bæjarráð hefði verið falið, .að
sjá um svellið. Sjer er nú hver
endemis yitleysan.
Eins manns verk
,,ÞAÐ er trúlegt“, hjelt mað
urinn áfram, „að bæjarráðs-
menn hafi í nógu að snúast, þótt
þeir sjeu ekki að sópa svellið
á Tjörninni, eða þótt þeim sje
ekki uppálagt, að standa þar
með vatnsslöngu og sprauta á
ísinn.
„Það er ekki nema eins
manns verk, að hugsa um, að
svellið sje gott. Við gerðum
þetta strákarnir sjálfir í gamla
daga, enda var þá tilgangslaust,
að leita til bæjarráðs, eða ríkis
stjórnar með slíka smámuni“.
•
Rjett athugað
ÞESSI NÁUNGI, sem þannig
talaði, veit vafalaust vel, að
það var ekki ætlun bæjarstjórn
ar, að bæjarráðsmenn gæfu sig
í það sjálfir, að sópa skautasvell
á Reykjavíkurtjörn. En hitt
mun vera rjett, að þeim var
falið, að sjá um þetta.
Og hitt er alveg rjett athug-
að, að það er ekki nema eins
hanns verk, að sjá um að skauta
svellið sje í lagi þegar frost
ganga.
Vafalaust mun bæjarráð gera
þá ráðstöfun, ef það er ekki
þegar búið að því.
I MEÐAL ANNARA ORÐA . . .
„Afvopnunartillögur" Rússa
STJORNMALANEFND alls-
herjarþ. í París byrjaði í síð-
astliðinni viku að ræða að nýju
tillögu þá, sem Rússar hafa bor
ið fram á þinginu um afvopnun
stórveldanna. Ætlast Rússar til
þess, að herstyrkur þeirra
verði minkaður um einn þriðja,
án tillits til þess, hversu mikill
hann er í 'dag. Leppríkin rúss-
nesku hafa, eins og vænta mátti,
stutt tillögu þessa af alefli, en
aðrar meðlimaþjóðir S. Þ. eru
henni varla fylgjandi, eða að
minsta kosti má búast við því,
að margar þeirra sitji hjá þeg-
ar lokaatkvæðagreiðslan um
hana fer fram.
• •
ÁRÓÐUR
Raunin er sú, að tillagan er
fyrst og fremst fram komin í
áróðurs og blekkingarskyni. —
Rússar hafa í dag mun stærri
her en nokkur önnur þjóð, að
Kínverjum þó ef til vill undan
skyldum. Herafli Rússa er öfl-
ugri en allra Vesturveldanna
samanlagðra. Þeir hafa um
fjórar miljónir manna undir
vopnum, auk geysiöflugs vopn-
aðs lögregluliðs. Við þetta bæt
ist svo það, að leppríki þeirra
munu tif samans hafa um
tveggja miljón manna her, sem
auðvitað lýtur algerum yfir-
ráðum kommúnista og þar með
Moskvumanna.
• •
STÆRSTI HERINN
Nú ætlast Rússar til þess, að
her allra stórveldanna verði
minkaður um einn þriðja. Her-
afli Rússlands yrði þá væntan
lega á pappírnum um 1.330.000
manns, eða jafnvel stærri en
breski herinn er í dag. Rúss-
neski' herinn yrði eftir sem áð-
ur stærri en her Vesturveld-
anna, auk þess sem valdhafarn
ir í Moskvu mundu ráða yfir
2.000.000 manna her í leppríkj
unum austan járntjaldsins og
lögregluher, sem áreiðanlega
skiptir miljónum. '
• •
FJÖLGUN
HERMANNA
Fulltrúar Vesturveldanna í
stjórnmálanefnd vöktu athygli
á þessu, er nefndin ræddi rúss
nesku afvopnunartillöguna í
síðastliðinni yiku. Og þeir komu
með margar athyglisverðar upp
lýsingar máli sínu til sönnun
ar. McNeil (Bretland) sýndi
þannig fram á það, að rúss-
neskí. herinn hefir verið stækk
i aður síðan um síðastliðin ára
I mót. Tölurnar, sem McNeil gaf
um herafla Rússa, eru á þessa
leið:
1945 .......... 7.000.000 menn
1945 .......... 5.000.000 menn
1947 ......... 3.960.000 menn
1948 ......... 4.000.000 menn
Rússar hafa þannig aukið her
sinn, á sama tíma sem Vestur-
veldin hafa lagt megin áherslu
á að brottskrá menn úr her-
þjónustu.
Tillaga Rússa um að minka
herafla stórveldanna um einn
þriðja verður varla samþykkt
á allsherjaþinginu. Hún er of
barnaleg til þess að villa mönn
um sýn. Rússland er einræðis-
ríki og einræðisríki hafa ætíð
og munu ætíð leggja meginá-
herslu á að hafa stærri og öfl-
ugri heri en öflugustu lýðræðis
þjóðirnar. Tillaga Moskvu-
manna um afvopnun er aðeins
einn liður í áróðursstarfsemi
þeirri, sem þeir hafa rekið á
allsherjarþinginu í París. Og
hún mun hljóta sömu örlög og
aðrar áróðurstillögur þeirra á
þinginu: fylgi leppríkjanna og
andstöðu lýðræðisþjóðanna.
Ontario — J. J. Donnelly, sem vaf
forseti efri deildar kanadiska þings-
ins og þingmaður um 35 ára skeið,
ljset 20. október.