Morgunblaðið - 09.12.1948, Síða 2
2
MORGLNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 9. das. 1948.
Fkrfckiirinn og
einræSisherrann
HVERtiIG getur flokkur manna
semllióf byltingu með það eink-
uiu fyrit' augum að bæta úr því
’mikla misrjetti, sem alþýðan
hafð) löngum búið við í Rúss-
Jnndú snúið svo við blaðinu.
að balcLa nú uppi hinni skefja-
ílausustu harðstjórn og kúgun,
sem sögur fara af,
Þannig, spyrja margir. — Er
'þessi uurning eðlileg. Enda
igetur énginn gert sjer grein
, fynr stjórn kommúnistaflokks-
ina þa i landi. nema hann hafi
fongií) leyst úr þessari spurn-
ingu í aðalatriðum.
Skýringin er sú, að þeim
moimcun. sem brutust til valda
i í Rússíamdi á heimsstyrjaldarár
i umuu fym, var ,,útrýmt“. Þeir
jsemíþar höfðu forustuna, sem
; vom áberandi £ baráttunni og
mynánðu þau samtök. er
| steypí L>. keisaradæminu, eru nú
dauSI, IN'ema einn, Josep Stal-
: in. Hann hefur tekið völdin í
'< sínar L.endur, og hagað stjórn
lamfcir.: eftir sínum geðþótta.
i Skapað nýjan flokk, í sinni
myná eftir sínu höfði.
i S;V, sgíTi lifði af
Til þess að skýra það þjóð- !
fjeleg, Cyrirbrigði ítarlega. þarf
lengra mál, en kemst í biaða-
greiíi. En hjer skal drepið á
ncíklu. meginatriði þeirrar
i sögú. eða sögukafla, úr lífi kom
múnístaflokksins í Rússlandi.
Er h'jej I aðalatriðum stuðst við
frásögu /Uexanders Barmine. —
Hann er einn af þeim fáu nú-
lifawdi monnum, sem kunnug-
ur insta hring hinna rúss-
. nesku kommúnista, á árunum
frá Jiieimsstyrjöldinni fyrri. og
fraiv til blóðbaðsins mikla í
Rúseiandi á árunum 1936—33.
Þá var Barmine sentíifulltrúi
Moskvastjórnarinnar í Aþenu,
en ‘hdfði áður haft ýmsar mik-
ilshattar stöður í stjórnarþjón-
ustumn.
Hp.nn var kallaður heim, þeg
ar ^ftökurnar voru komnar í
alglj’yming, en fór þá hvergi.
Var ger’ö hver tilraunin af ann-
ari ili.l þess að ráða hann af
dbgiui Voru það sendisveinar
Moaltva-manna, sem höfðú tek
ið að sjer það hlutverk. Ástæð-
an. r;ú, að hann vissi of mikið
um blööveldi Stalins, tii þess að
Stafinistum þætti ráðlegt að
hann fengi að lifa.
B^traúne s'lapp til Vestur-
heirjis árið 1940. og hefir ver-
ið }i;u siðan. Frásögn hans af
því, i'.em iiann hefir heyrt og
sjeó, og fyril' hsnn hefir borið,
bæöi í Rússlandi og utan landa J
mæra þcfs, er með köflum lif- j
andi )i .í af núverandi stjóm
Rúsli.m og starfsaðferðum
þ •))::. a', þar eru notaðar.
kemst m. a. að orði á
þet;V) 3:
Kq; iiiiúniáminn i
sk r? revnsiunnar
«/
— Þegat árangurinn af fimfn
Kjarabætur og mann.rjettLn.di
ekki á dagskrá
ára áætlununum fór að miklu
leyti út um þúfur, fóru foringj -
ar byltingarinnar, þeir, sem
raunsæir voru, að sjá og skilja,
að sósíalismanum yrði ekki
hrint í framkvæmd, eins og
þeir höfðu ætlast til, með ein-
ræðisaðferðum. Þeir tóku þá að
hugleiða hvort ekki myndi ráð-
legast. úr þvi sem komið var,
að halla sjer að lýðræðisfyrir-
komulaginu. í líkri mynd, eins
og það tíðkast í Vesturlöndum.
Stalin hafói lært það mikið
af Lenin. að honum var það
Ijóst. að þjóðnýting iðnaðar og
iandbúnaðar á því aðeins rjett
á sjer, sósíalisminn gæti því
aðeins sigrað, að framleiðslan,
afköstin í Sovjet-Rússlandi
yrðu meiri. en í auðvaldslönd-
unum. Að rússneskur verkalýð
ur bæri rneira úr býtum en
verkamenn í öðrum löndum,
þar sem einstaklingsfram-
takið og eignarjettur einstak-
linganna fær notið sín.
Reynslan af fimm ára áætl-
ununum. sem yfirleitt varð
neikvæð, þrátt fyrir mikið
brauk og bram, ieiddi Stalin
það fvrir sjónir. að ekki er hægt
að ná sömu afköstum með þjóð
mýtingu eins og í auðvaldsríkj-
unum. þar sem gróðavon ýtir
undir menn tii framtaks.
Tvær leiðir
Þetta vrarð til þess, að hann
hafði um tvær leiðir að velja.
Annað hvort að draga úr ein-
ræðinu, harðstjórninni og láta
Sovjetríkin sveigjast í lýðræð-
isátt eftir vesti'ænni fyrirmynd,
eliegar hann hyrfi frá öllum
hugsjónum sósíalismans, um
frelsi og jafnrjetti, og færi inn
á sömu brautir og Fasistarnir
og Nasistarnir höfðu gert.
Á tímabili mun hann hafa
verið á báðum áttum, jafnvel
látið sjer til hugar koma, að
snúa inn á braut lýðræðis og
frelsis að fyrirmynd Vestur-
landa. En hann fjell síðan frá
því og hafði snúið baki við öll-
um þeim draumum og fyrirætl-
unum, er Kirov vár myrtur 1.
desember 1934. Það urou þátta-
skifti í ævi Stalins, í sögu kom
múnistaílokksins, og í lifi hinn-
ar undii'okuðu rússnesku þjóð-
ar.
Milli þátta
Endalok Kirovs starfsfjelaga
Stalins urðu í fám orðum sem
hjer segir:
Haustið 1933 var uppskera
með skárra móti í Rússlandi. —
Kviknuðu þá vonir meðal stjórn
arherra landsins um það, að
þolanlegur árangur gæti náðst
af verklegum framkvæmdum í
iandinú Litvinof var þá utan-
ríkísráðherrann. Hann lagði sig
í líma, að befa sætíai’orð á milli
Moskvastjórnarinnar og Vestur
velda Evrópu. Frjálslyndir
menn í Rússlandi fóru að gera
sjer vonir um, að nú kynni að
fara í hönd timar friðar og
sætta. Stalin virtist fylgja
þeirri „línu“ um skeið. Gamlir
flokksfjelagar, sem fyrir ein-
hver afvik frá stjórnarlínunni
höfðu verið reknir úr komm-
únistaflokknum, voru nú tekn-
ir í sátt. Meðal þeirra Sinovi-
jev og Kamenef. Þeir fengu
jafnvel að tala á flokkssam-
komum.
Sáttfúsasti maðurinn meðal
foringja kommúnista í Rúss-
landi var Sergej Kirov. Hann
var framkvæmdastjóri flokks-
ins í Leningradhjeraði og átti
sæti í æðsta ráðinu. Hann var
eindi'egnastur lýðræðissinni
meðal flokkssttjórnarinnar.
Of hættulegur
keppinautur
í febrúar 1934 var allsherjar
flokksþing kommúnista í
Moskva. Þar talaði Kirov. Þar
kom greinilega í ljós sú skoð-
un hans að slaka ætti á einræðis
fjötrunum. Hann fjekk svo
mlklar og góðar undirtektir, að
áhöld voru um það, hvort Stal-
in hefði fengið þær meiri í það
sinn. Ákveðið var að Kii’ov
skyldi flytjast til Moskvu, til
þess að geta tekið meiri þátt í
stjórnarathöfnum, en hann gat
gert, meðan hann var búsettur
í Leningrad.
Eftir þing þetta kom það
brátt í ljós, að Stalin var ekki
um þenna samverkamann sinn
gefið. Kirov var sjaldan boð-
aður til funda í Kreml, sjaldnar
én eðlilegt þótti. — Hann sat
flokksfund þar í nóvember. Þar
fekk hann ennþa hlýrri við-
tökur frá hendi flokksmann-
anna, en á febrúarþinginu.
Er hann var nýkominn til
baka til starfs síns í Leningrad,
var hann skotinn til bana. Hann
kom út úr skrifstofu sinni. Á
ganginum fyrir utan stóð
ungkommúnisti, Nikolajev að
nafni og skaut Kirov með
skammbyssu til bana. Fregnin
um morð hans kom eins oð reið
arslag yfir samverkamenn hans
er höfðu vonast eftir að frjáls-
lyndar skoðanir og áhrif þessa
manns, myndu geta breytt J.ífi
rússnesku þjóðarinnar til hins
betra. Sáttfúsasti og frjálslynd-
asti áhrifamaður flolcksins var
nú úr sögunni.
Ekki stóð á skýringum frá
leynilögreglunni, sem þá var
nefnd GPU. Nikolajev átti að
hafa verið í þjónustu erlends
fasistarikis og fengið fje hjá
ei’lendum ræðismanni í Lenin-
grad fyrir morðið, Menn kann-
ast við slíkar skýrslugerðir. —
Sem hefnd fyrir morðið á Kir-
ov, voru 104 „uppreisnarmenn“
teknir af lífi. Þeir höfðu verið
komnir í fangelsi löngu áður en
Kirov fekk sína byssukúlu, og
gátu því á engan hátt verið við
þann vei'knað riðnir. Aftökur
þessar voru gerðar sem fyrir-
boði annars meira.
Hin grimmilega
útrýming
Morðið á Kirov var gripið
til þess að æsa upp til stór-
kostlegri manndrápa, en áður
höfðu þekkst í mannkynssög-
unni. Aðstoðarmenn Stalins
brýndu það fyrir öllum, að sá
atburður sýndi hversu flokkn-
um stafaði mikil hætta af svik-
urum og óbótamönnum. Menn
voru píndir til sagna, píndir til
að gera þær fáránlegustu játn-
ingar eins og enn eru í fersku
minni. Alt til þess að geta gert
aftökurnar sem stórfeldastar,
sem víðtækastar, sem skjótast-
ar. Allir sem höfðu starfað í
þjónustu flokksins, gátu búist
við bráðum dauða sínum. —
Því enginn vissi hvað var sak-
næmt og hvað ekki.
Ofsinn í aðförunum var svo
mikill, að menn áttu erfitt með
að átta sig á hinu rjetta sam-
hengi, og hvað það var, sem
á bak við lá.
Eggið kenndi
hænunni
En það var þetta:
Stalin hafði komist að raun
um, að ef Kirov fengi að halda
áfram með sína frjálslyndu
„línu“ innan flokksins, myndi
hann geta náð taumhaldi á
flokknum. Valdatími Stalins
sjálfs myndi brátt vera á enda.
Hann hafði „hreinsun“ eða út-
rýmingar Hitlers sem fyrir-
mynd sína, er Hitler ýmist drap
eða ljet drepa þá flokksmenn,
-sem reyndust honum óþjálir
eða grunsamlegir. Stalin hafði
í eitt skifti fyrir öll horfið frá
hinni frjálslyndu línu Kii’ovs,
og tekið upp harðstjórnina í
sinni fullkomnustu mynd.
Um leið var hann horfinn frá
öllum tilraunum, fyrirætlunum
eða óskum um það, að bæta
kjör hinna vinnandi stjetta í
Iandinu. Hann sneri sjer að því
af öllum mætti sínum, að
byggja upp þjóðfjelag þar scm
trjettlaus fjöldinn er píndur og
kvalinn til þrælkunar og þjón-
ar hinni fámennu yfirstjett-
ar, er hcldur vörð um einræði
hans.
Einn eftir
Þetta var orsökin og ástæð-
an fyrir hinum miklu aftökum
í Rússlandi er stóðu, sem hæst
á árunum 1936—'38, er Stalin
útrýmdi m. a, samstarfsmönn-
um sínum. Hjer var ekki um
það að ræða, að komast fyrir
rætur neinnar andstöðuhreyf-
ingar gegn kommúnistum. Þetta
var ekki annað en skipulögð
útrýming á öllum þeim mönn-
um, sem til greina gátu kom-
ið, að vildu og gætu með nokki'u
móti sett sig til varnar gegn
því, að þjóð þeirra yrði gerð
að þræla þjóð einræðisherra.
Þeir kommúnistar, sem hófu
byltinguna í Rússlandi og unnu
fyrir einhverjum meira og
minna þokukendum hugsjónum
um frelsi, jafnrjetti og bræðra-
lag innan lands og utan, eru
nú úr sögunni. Stalin ljet talca
þá af lífi. Sú stjórnskipun, sem
þeir börðust fyrir, er þar ekki
Hún var bábilja, sem hvergi
átti heima, þó hún í orði kveðnu
ætti að færa mannkyni frelsi
og frið. En að því takmarki er
ekki stefnt þar sem Stalin ræð-
ur ríkjum.
A þá leið segist Alexandei’
Barmine m. a. frá. Hann er
málunum kunnugur af eigin
sjón og raun. Orð hans hafa!
ekki verið vjefengd, af mönn-
um sem mark er á takandi, svö
jeg viti.
V. St.
Stern-leiðtog-i fyrir rjetti
ACRE — Nathan Friedman-Yell
in, leiðtogi Stern-óaldarflokksin3
hefir vrið handtekinn og mun
yfirheyrður innan skamms. Er
hann ákærður fyrir ofbeldisverk,
23 hafa farist
MHIHIIIMIISIIIIIIIIIIMIIIIKIIIIIIMIMIIiniimilHIIIIMIIIIIt
| 3
I Tiivaldar j
Igfafabækui]
frá Prentsmiðju
Austurlands h.f.
| Besta skáldsaga Hiltons |
: — ógleymanleg þeim, er 1
| sáu myndina Random §
1 Harvest. —■ Verð kr, I
f 36.00 heft, kr. 48.00 í 1
bandi.
f Stórfengleg skáldsaga höf |
I uðskáldsins W. Somerset |
f Maughams. Þjer hafið =
f ekki lesið betri bók. — II
í Verð kr. 65.00 heft, kr. |
85.00 í rexín og kr.
100.00 í skinni.
tfiiiiiiiHiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiMiiMiiiiinifnfi