Morgunblaðið - 09.12.1948, Side 8

Morgunblaðið - 09.12.1948, Side 8
Fimmtudagur 9. ules, 1948. [ Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavik. [ Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. [ Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) [ Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. » Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: í Austurstræti 8. — Sími 1600. 1 Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands, [ kr. 15.00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók. : Landsíminn og öryggi \ símanotenda [ TJM ÞAÐ er sennilega ekki ágreiningur að síminn sje það i tæki nútímans, sem hvað verst sje að vera án. Afnot hans ► eru hin þýðingarmestu, bæði fyrir daglegt líf fólksins og > starfsemi flestra fyrirtækja. Á því veltur þessvegna mikið að þetta tæki, sje vel rekið ; og reynt að skapa símanotendum eins mikið öryggi og unnt ’ er við afnot þess. ; * ; Landsími íslands er tiltölulega ung stofnun, aðeins rúm- lega fjögra áratuga gamall. Á þessum tíma hefur sími verið lagður um allt landið til flestra byggða þess. En þrátt fyrir það eru þó afnot íslendinga af síma mjög ófullkomin. Tæki hans eru víða mjög ljeleg og öryggi símanotenda getur varla minna verið. í heilum byggðalögum er yfirleitt ekki ; hægt að fá símasamband nema innan sveitarinnar. Liggur , við borð að ýms byggðalög geti talist símalaus enda þótt simi eigi að heita þar á hverjum bæ. Þannig er ástandið á ýmsum aðallínum Landsímans. ; Þrátt fyrir þetta er Landsíminn ein dýrasta stofnun lands- ins. Þjónusta sú, sem hann selur landsmönnum er rándýr og það kostar á mörgum stöðum ótrúlegt erfiði og fyrir- ; höfn að fá hana af hendi leysta, enda bótt starfsmenn r símans sjeu allir af vilja gerðir til þess að hraða afgreiðsl- um. ★ .. --- Við þetta varanlega ástand, sem ríkir alla daga ársins, bætist svo það að heilar vikur líða svo að með öllu er símasambandslaust við fjölmenna kaupstaði og heila lands- hluta. Það er óþarfi að vera að lýsa ástandinu í símamálunum nánar. Þjóðin þekkir það. Símanotendur í sveitum og kaup- , stöðum vita, hvað símtölin kosta og hvernig gengur að ná í þau. En það er annað, sem almenningur veit minna um. Það er það, hvernig þetta ríkisfyrirtæki ber sig. Það er nefni- lega þannig að allmörg undanfarin ár, hartnær heilan ára- tug, hefur ekki verið gefin út opinber skýrsla um rekstur hans. Það er furðulegt háttalag af ríkisstofnun að gefa ekki út opinbera skýrslu um rekstur sinn og afkomu. Verður engan veginn við það unað að við svo búið verði látið standa. Sá ráðherra, sem þessi mál heyra undir á' skilyrðislaust að krefjast þess að opinberar skýrslur verði lagðar fram um rekstur Landsímans. Það er ekki nóg að þingnefndum sje gefinn kostur á að fylgjast með í þessum rekstri og að niðurstaða hans sjáist á ríkisreikningum. Almenningur á kröfu á því að fylgjast með því, hvernig slíkar ríkisstofnanir eru reknar. ★ Annars er það eitt af verstu einkennum ríkisrekstrar. hversu gjörsamlega slíkar stofnanir telja sig hafnar upp yfir borgarana, gagnrýni þeirra og íhlutun um starfsemi þeirra. Fólkið á möglunarlaust að taka hverju, sem að því er rjett. Það er álitin æðsta skylda þess. Gagnrýni er oftast tekið illa og hún talin til persónulegrar áreitni við stjórnendur hinna umfangsmiklu ríkisfyrirtækja. Það er alveg rjett, sem bent er á í grein, sem birtist hjer í blaðinu í gær að til þess ber brýna nauðsyn að bætt verði úr því ófremdarástandi, sem ríkir í símamálum okkar. Til þess þarf að gera það dæmi upp, hvað þurfi að gera til þess að skapa þó ekki sje nema sæmilega viðunandi öryggi í þessum málum. Þegar það uppgjör hefur farið fram verður að gera áætlun um það, hvernig skuli unnið að umbótunum. . Síðan verður að framkvæma þá áætlun eftir því, sem efni og aðstæður. leyfa. Ef þetta verður ekki gert er lítil von til þess að úr rætist í símamálum okkar íslendinga í bráðinni. En það ■'ærður að rætast úr þeim. W a R GIJ tt L A Ð I » UR DAGLEGA LIFINU Síldin komin „ÞAR KOM AÐ hún vildi mig“, sagði biðillinn forðum og það sama getum við sagt nú er síld in er kornin. Að vísu er sýnd veiði en ekki gefin ennþá, en sjómenn, sem vanir eru síldar- göngum telja ekki nokkurn vafa á, að talsverð síld hafi gengið í Hvalfjörðinn og sund in við Reykjavík og sje nú ekki eftir nema að bíða hagstæðs veðurs og að síldin haldi sig nógu grunt til að hægt verði að moka henni upp. Biðin hefir orðið nokkuð löng og þótt ennþá lengri, en hún raunverulega varð, vegna þess, hve mikið veltur á að síldin veiðist í vetur. • „Best að bragða á gullinu“ MORGUNINN, sem það frjett- ist að síldin væri komin og að nokkrir bátar hefðu fengið góð- an afla, fjekst ný síld í fyrsta sinni á vetrinum hjá fisksölun- um. Fólkið skoðaði síldina í krók og kring. Þannig leit hún þá út Silfurleit og feit. Það hírnaði heldur en ekki yfir mörgum við að sjá síldina og þótt íslenskar húsmæður sjeu yfirleitt klauf ar að matreiða síld og það ekki síst nýja’ síld, keyptu þær marg ar sílda í soðið þennan morgun með þeím orðum, ,,að maður má til með að bragða á gull- inu“. Óskandi, að mönnunum verði nú að von sinni, að „gullið“ sje komið og ekki sje annað eftir en að moka því upp. • Mistök í VÍÐLESNU bresku tímariti og víðkynnu, varð leiklistar- gagnrýnandanum það á, á dög- unum, að hann hældi leikkonu nokkurri þessi líka ósköp fyrir leik hennar í leikriti einu, þar sem hún átti að hafa leikið konu sem gekk með ólæknandi sjúkdóm, af þvílíkri snild, að sjaldan hefði annað eins sjest. En í næsta blaði byrjaði sami gagnrýnandinn leikdóm sinn á afsökunarorðum. Honum hafði orðið það á, að hlaða lofi á leikkonu, sem als ekki hafði leikið þetta hlutverk. Þetta hefði heldur en ekki þótt saga til næsta bæjar hjer á landi. • Huggun — ekki afsökun ÞAÐ KEMUR svo oft fyrir, að íslenskir blaðamenn eru kallaðir bögubósar — og eiga stundum það orð skilið —, að mjer var það nokkur huggun er jeg las um mistök breska gagnrýnandans, þótt engin væri það afsökun fyrir mistök, sem mjer verða á og kollegum mín um. En svo stendur á, að í minsta kosti tveimur íslenskum blöð- um hefi jeg sjeð leiðrjettingar við greinar um merkan mann, sem átti afmæli fyrir skömmu og meira að segja hefði verið ástæða til að gera leiðrjettingu við leiðrjettingu í öðru tilfell- inu. Prentvillupúkinn er okkur erfiður í blaðamannastjettinni og það er eins og hann magnist í jólaönnunum, enda er það staðreynd, að hann þrífst best þegar arinríkið er mest. Flugvöllur, sem ætl- ar að verða okkur dýr FJELAG íslenskra atvinnuflug manna hefir sent blöðunum mótmæli vegna hugmynda þeirra, sem komið hafa fram um, að bygður verður útsýnis turn á Eskihlíðinni. Segjast flugmennirnir aldrei hafa heyrt aðra eins vitleysu og þessa hug- mynd. Vafalaust vita þeir, hvað þeir eru að segja, frá sínum bæjardyrum sjeð. En þessi blessaður flugvöll- ir okkar fer að verða okkur dýr, ef það verður að hafa all- ar byggingar í bænum í sam- ræmi við hann. Fer þá að sann ast, að flugvöllur þessi hefði aldrei átt að vera bygður svo nálægt, eða rje.ttara sagt inni í bænum, eins og hann er. • Útsýnisturninn aðeins eití atriði SJE ÞAÐ RJETT, að ekki er hægt, að byggja útsýnisturn á Eskihlíð, sem bæjarbúar vilja gjarna fá, vegna öryggis flug- vjela, sem lenda og hefja sig til flugs á Reykjavíkurflug- velli, fer að vera vandi að byggja hjer í Reykjavík, því útsýnisturninn er aðeins eitt atriði. Húseigendur voru flæmdir burt með hús sín úr Skerja- firðinum. Það er heimtað að loftskeytastengurnar á Melun um hverfi. Næst verður þess krafist, að menn reisi ekki flagg ^tengur við hús sín og að rifn- ir verði vindhanar af húsum, eða þrumuleiðarar. Þær verða æði lágkúrulegar, byggingarnar í Reykjavík í framtíðinni, ef haldið verður áfram, að krefj ast þess, að sneitt sje ofan af þeim vegna flugvallarins. Erlendir flugmenn vilja helst ekki nota Reykjavíkurflug- völlinn vegna Eskihlíðarinnar. Ætli það verði ekki heimtað næst, að henni verði jafnað við jörðu. Það má segja með flug- mannafjelaginu, að menn hafa aldrei heyrt aðra eins vitleysu. • Öryggi fyrst HITT ER SVO alveg rjett hjá flugmannafjelaginu, að það verður.fyrst og fremst að hugsa um öryggi flugmanna, farþega þeirra og borgarbúa sjálfra. En það er atriði, sem for- ystumenn flugvallarins hjer inni í miðri höfuðborginni hefðu átt að nefna fyr. Ein aðal röksemdin fyrir því að flugvöllurinn ætti ekki að vera inni í miðri höfuðborg inni, var einmitt öryggi borg- aranna, sem margir töldu að væri í hættu vegna flugvall- arins. En þá voru það margir flugfróðir menn, sem hristu höfuðin og þóttust aldrei „hafa heyrt aðra eins vitleysu.“ • imiiiiiinii iiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmTiiiiiiiiiiiniiiiiiiiimiiiiimmiiiimiiiiimiiiiiimirvfrfiiiiiiMmiiflíMMmBii'mimiiiiiiiiiniiiiiiiínMnB*** | MEÐAL ANNARA ORÐA . . . í, .......... iii'iiiiiin ..................... i-----------—........................... Blýfundurinn í Grætilandi Eftir Charles Croot, , frettaritara Reuters. KAUPMANNAHÖFN: — Vel getur nú svo farið, að Græn- land verði áður en langt um líður land mikilla fram- kvæmda, sem þá að mestu leyti mundu byggjast á blý- fundi þeim, sem þar var til- kyntur síðastliðið sumar. Dr. Lauge Koch, einn af þektustu vísindamönnum Dana, sem fann blýnámurnar, áætlar, að úr þeim megi vinna að minsta kosti 1,000,000 tonn af blýi. • • 1800 milj. krónur DANSKA stjórnin sá þegar í stað, hversu mikla þýðingu þessi fundur gæti haft í för með sjer. Samkvæmt núver- andi verðlagi, ætti blýmagnið að vera að minsta kosti 1800 miljón króna virði, auk þess sem vinsla námanna ætti að spára Dönum allmikið , af er- lendum gjaldeyri, en þeir flytja nú inn um 7.000 torin af blýi á ári hverju. En það, sem þó er langsamlega mikilsverð- ast, _er sú staðreynd, að áætl- að er, að þær blýbirgðir, sem nú er vitað að til eru, geti enst heiminum aðeins í um 20 ár. Ef þetta reynist rjett og áætlun dr. Koch um magnið í græn- lensku námunum stenst, getur svo farið, að Danmörk verði stærsti blýútflytjandi veraldar innar. Um ein miljón danskra króna hafa nú verið lagðar fram til þess að kosta leiðangur til Grænlands næsta ár, en leið- angurinn á fyrst og fremst að rannsaka blýnámurnar nánar en gert hefir verið. Flugvjelar verða notaðar til þess að flýta rannsóknunum. • • KONG OSCARS FJÖRÐUR BLÝIÐ FANST í námunda við Kong Oscars fjörð, en hann er aðeins íslaus sex vikur sum- arsins. Leiðangur dr. Koch fanri námurnar örskömmu áð- ur en hann varð að fara úr firðinum, svo lítill tími gafst til umfangsmikilla rannsókna. Dr. Koch leggur því áherslu á, að þarna kunni að vera um mun stærri námur að ræða en nú er vitað með vissu. • • 80 PRÓSENT BLÝ SÝNISHORN, sem hann hafði á brott með sjer, hafa verið nákvæmlega rannsökuð, og í Ijós _komið, að þau innihalda 80 prósent af blýi, nokkuð af brennisteini og nokkuð af silfri. Um það eru skiptar skoðanir, hvort það muni svara kostnaði að vinna silfrið, en öllum kem- ur saman um, að blýið sje sjer- lega gott. Ekki er búist við því, að blý- vinslan hefjist við Kong Oscars fjörð fyr en í fyrsta lagi sumar ið ’50. Vinsluskilyrði eru þarna að mörgu leyti erfið, og sjer- staklega verður það ýmsum erfiðleikum bundið að flytja blýið burt af staðnum. En ef alt gengur að óskum, ætti blý- vinsla að vera byrjuð í stórum stíl þarna 1951 eða 1952. V erslimarsamningur ROMABORG — Italía og Grikk- land undirrituðu nýlega 15 milj. sterlingspunda verslunarsamm íng.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.