Morgunblaðið - 09.12.1948, Síða 12

Morgunblaðið - 09.12.1948, Síða 12
12 M O RG U !S B L AÐ I& Fimmtudagur 9. des. 1948. 5000 tegunda plöntusafn NÁTTÚRU GRIPAS AFNINU hefir borist mikil og merkileg gjöf, sennilega sú mesta, sem það nokkurn tíma hefir fengið, frá því það var stofnað, fyrir rúmlega 60 árum. Er það grasa- safn, sem inniheldur um 5000 norrænna plöntutegunda. Það eru nánar tilgréint 2277 æðri plöntur, 1693 skófir og 861 teg- und af mosum. Er þetta nokk- urn veginn fullkomið safn allra tegunda er vaxa á Norðurlönd.- um, prýðilega vel frá plöntun- um gengið, svo þær hafa hald- ið eðlilegum litum, eins og þær hefðu verið teknar í sumar, þótt sumar hverjar þeirra sjeu á annað hundrað ára gamlar. Það er prófessor Carl Skotts- berg, forstöðumaður grasasafns ins í Gautaborg, sem gefið hef- ir Náttúrugripasafni okkar þessa miklu og merku gjöf. Prófessor Skottsberg er meðal fremstu grasafræðinga í Sví- þjóð. Hann er 68 ára að aldri. Var um skeið dósent í grasa- færði við háskólann í Uppsöl- um, og umsjónarmaður með grasasafninu þar En fluttist árið 1919 til Gautaborgar, og tók þar við forstöðu grasasafns- ins og yfirumsjón, me'ð hinum mikla og merkilega grasagarði, sem er þar í borg. Frægur grasafræðingur Próf. Skottsberg hefir farið í marga rannsóknarleiðangra til fjarlægra landa, til Falklands- eyja, Eldlandsins og Patagóníu, og til ýmissa Kyrrahafseyjanna. Einkum hefir hann rannsakað gróður á Hawai. Þá hefir hann farið um Evrópu. til Norður- Ameríku. Japan, Java, Norður- Afríku og Indlandseyja, og hef- ii' ritað margar bækur um rann sóknir sínar, á útbreiðslu ýmissa tegunda og þroska þeirra. Ekki er blaðinu kunnugt að próf. Skottsberg hafi haft nokk ur sjerstök kynni af íslandi eða íslendingum. Guðni Guðjóns- son, grasafræðingur, skýrði blaðamönnum frá þessu í gær, en Guðni hefir, sem kunnugt er fyrir nokkru verið ráðinn að Náttúrupripasafninu sem for- stöðumaður fyrir grasafræði- deild þess. Hafði „eitthvað dálítið“ Guðni kvaðst hafa heimsótt próf. Skottsberg í Gautaborg haustið 1945. Sagt honum, þá frá því, að Náttúrugripasafnið hjer ætti helst til lítið af plönt- um frá Skandinavíu og spurði prófessorinn að því, hvort ekki gæti komið til mála, að hægt væri að fá hingað eitthvað af sænskum plöntum í skiftum fyrir íslenskar. Próf. Skottsberg tók strax mjög liðlega í það mál. og -sagði að hann myndi ,,haía eitthvað dálítið í fórum sínum“. sem hann gæti sjeð af og sent hingað. Kallaði hann því næst á að- stoðarmann sínn og bað hann að vera vitni að því, að hann hafði gefið Guðna magister lof- orð um, að senda hingað eitt- hvað af plöntum til Náttúru- gripasafnsins. Guðni sagði, að sjer hefði ekki dottið í hug, að um neina stórgjöf yrði að ræða. Hann Frá prófessor í Gautalx Mesta gjöf, sem NáttúrugripasafnlÖ hefir fengíð gæti átt von á að fá kannske eitt til tvö hundruð tegundir, fyrir íslenskar plöntur, er hann sendi til Gautaborgar. En þeg- ai það kom á dsginn, að próf. Skottsberg ætlaði að vera svo stórtækur, spurði Guðni hann 1 að því, hvað hann ætti að senda honum í staðinn. En Skotts- berg prófessor sagði, að það skifti ekki máli, hve mikið það yrði, eða hvenær það kæmi. Þegar þetta safn er borið sam an við sænskar flóru-handbæk- ur, þá kemur það í Ijós, að þarna er að heita má allar sænskar tegundir, og að auki flestar þasr norrænar plöntur, sem ekki vaxa í Svíþjóð. Það sem fyrir var I grasadeild Náttúrugripa- safnsins voru fyrir söfn þriggja íslenskra grasafræðinga, Helga Jónssonar, Olafs Davíðssonar og Stefáns Stefánssonar. Eru þar fyrst og fremst íslenskar plöntur, er fundnar voru með- an þeir voru á lífi og allmikið af erlendum plöntum víðsveg- ar að úr heiminum, er þeir höfðu fengið í skiftum fyrir ís- lenskar. En fyrir alla þá, sem leggja stund á grasafræði hjer, er það ákafiega mikils virði að geta haft hjer aðgang að sem flest- um erlendum plöntum til sam- anburðar við þær íslensku, þeg- ar nafngreina á t. d. nýjar teg- undir eða bera saman gróður- ríki landsins við gróðurríki annarra landa. Með þessu mikla grasasafni má segja, að grasadeild Náttúrugripasafns- ins hafi aukist það mikið, af erlendum tegundum, að safn- ið sje allt annað en það áður var. En þeim mun meira og verð- mætara, sem grasasafnið verð- ur, þeim mun tilfinnanlegra er það, að safnið sje í húsnæðis- hraki. Grasafræðideild Náttúru gripasafnsins hefir nú herbergi til umráða í kjallara háskólans, en verður bráðum flutt í bráða- birgðahúsnæði í nýja Þjóðminja safninu. Liggur undir skemmdum Tilfinnanlegast er nú, að geyinsluskápar fyrir plöntusafn ið eru af svo skornum skammti, að þeir rúma ekki nærri allt safnið. Eru þetta gamlir trje- skápar, sem til eru, alltof óþjettir svo að plönturnar ryk- falla og þeim er hætt við skemmdum. Þarf að vinda bráð an bug að því. að fá handa safn inu þjetta og góða geymslu- skápa, svo öruggt sje, að það varðveitist fyrir þá, sem stunda grasafræði hjer í framtíðinni. Hlutverk safnslns Þetta útskýrði Guðni Guð- jónsson fyrir blaðamönnum í gær og komst m. a. að orði á þessa leið: Grasadeild Náttúrugripasafns ins hefur það hlutverk að viða að sjer íslenskum plöntum frá sem flestum landshlutum, sem grasafræðingar hafi svo aðgang að við rannsóknir sínar. Á slík- um rannsóknum byggist m. a. allar hagriýtar rannsóknir að nokkuru leyti, auk þess sem þær eru nauðsynlegur liður í alþjóðarannsóknum. Annað hlutverk grasadeild- arinnar er að aðstoða grasa- fræðinga og aðra, sem fást við plöntur, hvort það er við garð- yrkju, sar.dgræðslu, skógrækt eða kornrækt, og hjálpa þeim við ákvörðun grasa, bæði inn- lendra og útlendra. Til þess þarf líka bækur. En það sem til er á Náttúrugripasafninu er geymt í kössum, því að bóka- h.illur vantar. Hvorki bækur nje plöntur er hægt að nota, meðan engar liillur eru til und- ir það, og því getur safnið ekki leyst þetta hlutverk sitt eins og stendur. (Framh. af bls. 9) Oss vantar altaf menn eins og Einar Guðmundsson. Það eru fyrst og fremst hann og hans líkar í bygð og borg, sem hafa gert lítilli þjóð við nyrstu höf kleift að lifa menningarlífi gegn um aldirnar og byggja upp sjálf- stætt þjóðfjelag. Hann lifir í minningu minni, sem kjarkmik- ið karlmenni, sem hræsnislaus og djarfmæltur drengskaparmaður, og tryggari vinur vina sinna, en flestir aðrir, sem jeg hefi þekt. Jeg þakka þjer vinur, fyrir þær góðu minningar, sem þú hefur eft irlátið mjer. Jeg þakka þjer fyr- ir vináttu, drengskap og órofa- trygð við foreldra mína. Þau hafa altaf talið þig í fámennum hópi sinna bestu og einlægustu vina. Jeg kveð þig með djupri virð- ingu og mikilli þökk. Ragnar Jönsson. •fiiiiiMtiiiiiMiHnuiiMiiiiiimiiiiiiMiiiiniiiiirtiiimMtiit Símanúmer mitt er Baldur Kirstjánsson, Freyjugötu 1. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin 11111111111111 iii iii iiim iii im KMtp-liaiRlM’X iuaEUiuinutu Húseigsndur \ Hefi bíl handa þeim, sern 1 getur útvegað 2—3 her- 1 bergja íbúð, með sann- \ gjörnu verði, — Tilboð : sendist Mbl. fyrir 14. d.es. I merkt: „Húsnæðislaus— \ 42“. HiwgMMniiiinniiiiinicmiinmiimiimiiiMiMMninnn’' Einar Ásiiiunclsson hœstarjeltarlögmaður Sk rifsíofa; Tjarnargötu 10 — Sími 5107. :iiiii(iiiiiiiiiiiMiiiiiiiiit:iiaiiiiiiiiiiiiiiifMiMniiMinr_> I Til s©Ira I sófi, þrísettur, póleruð ! hnotugrind, ennfremur 2 | stálstólar, ottoman og § cocktail-borð, póleruð \ hnota. Allt lítið notað. Húsgagnavinmistofa Helga Sigurðssonar, Njálsgötu 22. iimmmiirt'i <Niii«iiiMiiuiMiiaiHniuiuniHMniiWMrawRmw*i<i Clievrelet vatnskassa element, til sölu. SINDRI, Hverfisgötu 42. Áuglýsendur afhuyið 1 Þeir, sem vilja koma i stórum auglýsingum í 1 sunnudagsblað- \ i ð eru vinsamlega 1 beðnir að skila hand- i ritum í auglýsingaskrif i stofuna í síðasta lagi á i morgun. i Morgunblaðið. I I II U 11 5 berbérgi og éldhús í smiðum, til sölu. Nánari upplýs- ingar gefur' Málflutningsskri f stofa EINARS B. GUÐMLNDSSONAR og GUÐLAUGS ÞORLÁKSSONAR Austurstrarii 7. — Símar 2002 og 3202. 1600 mála síldarskip með öllum útbúnaði, til sölu nú • þegar. Listhafendur sendi tilboð til Mbl. merkt: „Hval- ; fjarðarsíld — 47“ fyrir 12. þ.m. : Bókhafd — Endurskoðun Tökum að okkur bókhald og endurskoðun fyrir firmu og einstakiinga. Sjerfræðileg þekking fyrir hendi. Til- boð sendist afgr. Mbl. fyrir föstudagskvöld merkt: „Ör- yggi — 43“. Röskur og áreiðanlegur ílstjóri getur fen^ið framtíðaratvinnu við að aka sendiferðabíl. Umsóknir merktar: „Framtíðaratvinnu — 29“ leggist inn á afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir laugardag.skvöld. • fjölbreytt úrval af innrömmuðum nýjum ljósmýndum ; ■ eftir Ölaf Magnússon kgl. ljósmyndara'. ; /£ 'a(jL. .amtnacjeróui Hafnarstræti 17.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.