Morgunblaðið - 14.12.1948, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.12.1948, Blaðsíða 8
Þriðjudagur 14- des. 1948. 8 tauRGllPIBLAÐlB Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri' ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands, kr. 15.00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók. Fólksfjölgun og húsnæði SKÝRSLA sú, sem dr. Björn Björnsson, hagfræðingur Pieykjavíkurbæjar, hefur samið um húsnæðismál og bygg- ingarstarfsemi í bænum s. 1. 20 ár er hin merkilegasta. í henni kemur í ljós að á þessu tímabili hefur fjöldi ibúða í Reykjavík tvöfaldast. Árið 1928 voru hjer'5228 íbúðir. En síðan hefur þeim fjölgað um 5680, auk íbúða í kjöllurum, sem teknar voru í notkun á árunum 1980—1938. En jafnhliða þessari aukningu íbúðarhúsnæðisins hefur íbúum bæjarins einnig fjölgað um rúmlega helming. Þeir eru 25217 árið 1928 en hefur í árslok 1947 fjölgað um 27,750. Örastar hafa byggingarframkvæmdirnar orðið árin 1945—1947. Þá eru samtals byggðar 1643 nýjar íbúðir. En þrátt fyrir þessar stórfeldu byggingarframkvæmdir ríkir þó mikill skortur á íbúðarhúsnæði í Reykjavík 2114 manns búa í bröggum og allmargir í ljelegum kjallaraíbúð- um og þakherbergjum. Orsök þessa húsnæðisskorts liggur í augum uppi. Eðli- leg fjölgun fólksins í bænum á ári er nú um 1000 manns. En á árunum 1945—1947 fluttu hinsvegar um 5000 manns til bæjarins. Það er þannig hinn mikli straumur aðkomufólks til bæjarins, sem fyrst og fremst veldur húsnæðisskortin- um og því að þúsundir manna búa nú í lítt íbúðarhæfum herskálum og kjöllurum. Af þessu er það auðsætt að fólksfjölgunin í Reykjavík er ekki aðeins mikið vandamál fyrir þau byggðalög, sem straumurinn liggur frá heldur einnig fyrir höfuðborgina, sem tekur við fólksfjölguninni. Að því hlýtur að sjálfsögðu að vera stefnt að útrýma hinu ljelega húsnæði í bænum, bröggum og lítt nothæfum 1 j'allaraíbúðum. Um það eru allir sammála, enda hafa for- ráðamenn bæjarins haft forystu um miklar byggingarfram- kvæmdir. En það er nauðsynlegt að gera sjer það ljóst að það er ekki hægt að byggja yfir alla þjóðina í Reykjavík og það á ekki heldur að gera það. Það er þessvegna ekki nóg að haldið sje uppi stórfram- kvæmdum í byggingarmálum höfuðborgarinnar en ekkert gert til þess að stuðla að umbótum í húsnæðismálum ann- arsstaðar. Ef þannig væri farið að hlyti fólksstraumurinn til bæjarins að halda áfram og aukast að miklum mun. Milli húsnæðisvandamálsins í Reykjavík og á öðrum stöðum er þessvegna náið samband. Fólkið leitar íil þeirra staða, sem gera því kleift, annaðhvort með opinberri að- stoð eða á annan hátt að njóta lífsþæginda og þá ekki hvað síst góðs húsnæðis. Það er þessvegna óumflýjanlegt að leggja á það meiri áherslu en hingað til hefur verið gert að stuðla að íbúðarhúsabyggingum á lífvænlegum stöð- nm út um land. Með lögum, sem fyrverandi ríkisstjórn beitti sjer fyrir að samþykt var vorið 1946, um opinbera aðstoð við íbúð- arhúsabyggingar í kaupstöðum og kauptúnum, var stefnt í þessa átt. En ríkissjóð brast fjármagn til þess að fram- kvæma þessu myndarlegu löggjöf og Alþingi frestaði henni rúmlega ári síðar. Þá hafði aðeins eitt bæjarfjelag utan Reykjavíkur, ísafjarðarkaupstaður, hagnýtt sjer stuðning hehnar og hafið framkvæmdir til útrýmingar heilsuspill- andi húsnæði. Húsnæðisskorturinn og hið ljelega og heilsuspillandi hús- næði, sem þúsundir landsmenn búa ennþá í, er mikið vahdamál. Byggingarframkvæmdirnar hafa verið örar og þó fyrst og fremst í Reykjavík. Þrátt fyrir það er ennþá stórfellt verkefni fyrir höndum í þeim málum og þar er við ýmsa örðugleika að etja. Er hinn gífurlega hái bygg- ingarkostnaður þeirra veigamestur. Það er ekki hægt að útrýma hinu Ijelega og heilsuspill- í'.ndi húsæði á skömmum tíma meðan hann er svo risavax- inn. Það verður að finna leiðir til þess að byggja ódýrara. Margar þjóðir vinna nú að því að byggja borgir sínar upp eftir eyðileggingu styrjaldarinnar. Færustu sjerfræðingar vinna að því verki. Við íslendingar verðum að fylgjast með í því, hvernig sú endurbygging fer frarn og hagnýta okk- ur þá reynslu, sem þar hlýtur að vera fáanleg til þess að býggja okkur hús með viðráðanlegum kostnaði. *ar: \Jdzverji áhripa ÚR DAGLEGA LÍFINU Björgunarsveitir geta fengið talstöðvar LESENDUR þessara dálka kannast við nuddið um, að björgunarstöðvar Slysavarna- fjelags íslands þurfi að hafa talstöðvar. Eftir þeim upplýs- ingum, sem jeg hafði um þetta mál hefur staðið á Landssím- anum, eða forystumönnum hans. En nú skrifar skrifstofu- stjóri Landssímans brjef, þar sem hann segir það á misskiln- ingi byggt. Það hafi skort formlega beiðni frá SVFÍ. Það er ijóst, að einhvers- staðar er kengur í þessu máli frá byrjun. En nú er áhyggjum öllum ljett af mönnum með eftiríarandi brjefi frá Einari Pálssyni, skrifstofustjóra, því ekki verður annað sjeð á skrif- um hans, en að allt sje í lagi og að björgunarstöðvarnar geti fengið tæki þegar þær vilja. Rangar getsakir HITT eru rangar getsakir hjá skrifstofustjóranum, að nudd- ið hjer i dálkunum hafi verið gert í þeim tilgangi að ófrægja einn, eða annan. Það kom að- eins eitt sjónarmið til greina og það var að reyna að hafa áhrif á,-að þetta nauðsynlega framfaramál næði fram að ganga. En mönnum er svo gjarnt á, að kalla aðfinnslur og gagn- rýni árás, eða ófrægingu. Skal ekki farið lengra út í þá sálma, heldur snúið að brjefi Einars Pálssonar, skrifstofustjóra, og það birt í heild, því þótt það sje full langt fyrir ekki meira rúm en þessir dálkar hafa yfir að ráða, þá er hjer um svo merkilegt mál að ræða, sem margir hafa áhuga fyrir, að rjett þykir að gera því góð skil, svo almenningur geti fylgst með hvað hefur gerst og hvers menn eiga að vænta. Brjef skrifstofustjórans er á þessa leið: • Málið reifað „í DÁLKUM Víkverja í gær (10.. des.), er minnst á tal- stöðvar fyrir björgunarsveitir Slysavarnafjelagsins, og er þar farið allharkalegum orðum V||||||||||||||||||||||||||||||||l|||||||||||||||l||||||||||||||||||t(||||||||||||||||||MI( um Landssímann og yfirmenn hans í- því sambandi, og þykir mjer því rjett að gera athuga- semd við þetta atriði, fyrst og fremst til þess að Víkverja verði málið kunnugt, svo og þeim mönnum, sem eiga ör- yggi sitt undir athöfnum Slysa varnarfjelagsins beint eða ó- beint. „í dálk Víkverja þann 17. 12. 1947 er skýrt frá því, að Slysavarnafjelagið hafi hvað eftir annað farið fram á að fá talstöðvar, en það hafi strand- að á Landssímanum, og nú geti Landssíminn ekki lengur þrjóskast. 1 dálki Víkverja í gær er staðhæft að enn standi á Landssímanum, en ekki Slysavarnafjelaginu, nje for- stöðumönnum björgunarsveit- anna, að björgunarsveitirnar fái talstöðvar og vegna þrjósku yfirvalda símamálanna hafi verið sambandslaust við um- heiminn. Landssímanum ekkert erindi borist „FRAMANGREINDAR tilvitn- anir eru gerðar til þess að sýna, að hjer virðist vera um skipulagða ófrægingu einhvers á hendur Landssímanum að ræða, frekar en að verið sje að ýta undir að þessu vandamáli verði hrundið í framkvæmd, því sannleikurinn er sá, að enn sem komið er, hefur Lands- símanum ekkert erindi þessu varðandi borist frá Slysavarna fjelaginu. „Jafnframt skal upplýst. að strax og jeg hafði lesið dálk Víkverja þann 17. 12. 1947 spurðist jeg fyrir um þetta mál hjer í stofnuninni, en enginn kvaðst hafa sjeð erindi um það frá Slysavarnafjelaginu. •— Hringdi jeg því til hr. Henry Hálfdánarsonar, skrifstofustj. | Slysavarnafjelagsins, og tjáði honúm, að mjer væru þessar óskir Slysavarnafjelagsins ó- kunnugar og bað hann um upp- lýsingar um þetta mál. Skrif- stofustjórinn tjáði mjer strax, að erindi um þessar talstöðvar hefði ekki enn verið sent Lands símanum. Bað jeg bví skrif- stofustjórann að undirbúa mál ið frá Slysavarnafjelagsins hálfu, og væri póst- og síma- málastjórnin reiðubúin að. veita alla hugsanlega aðstoð hvenær sem til hennar yrði leitað_ í þessum efnum. Enn- fremur var skrifstofustjórinn beðinn að leiðrjetta ummæli Víkverja, en einhvernveginn hefur sú leiðrjetting ^farið fram hjá mjer, ef hún hefur verið birt. „Jeg tel nauðsynlegt að. Slysavarnafjelagið geri sjer. ljóst hvaða kröfur það telur sig þurfa að gera íil umræddra talstöðva, og leiti svo álits sjer fræðinga um lausn og raun- hæfar framkvæmdir, en eins’ og áður er á minnst, stendur fjelaginu til boða, eins og á- vallt áður, öll sú aðstoð, sem ■ póst- og símamálastjórnin. getur í tje látið. „Walkie Talkie“ tæki fáanleg „MJER þykir rjett að geta þess hjer, að í símtali, sem jeg átti við hr. Henry Hálfdánar- son fyrir nokkru, tjáði jeg honum, að Landssíminn ætti von á nokkrum „Walkie Talkie“ tækjum, og stæðu þau til boða ef Slysavarnafjelagið hefði áhuga fyrir að reyna þau, þar sem hinar venjulegu bátatalstöðvar teljast óhæfar til þessara nota, vegna fyrir- ferðar og þunga. Stuðningur Landssímans ,.JEG er sammála Víkverja, þegar hann í lok hugleiðinga sinna í gær se?ir, „að forráða- mönníum Sb(savarnafjelagsins sje óhætt að fylgja þessum kröfum sínum fast eftir, því þeir hafi stuðning alls þorra landsmanna á bak við sig“ — og vissulega Landssímans líka“. Hjer lýkur briefi skrifstofu- stjóra Landssímans. Mjer er kunnu«t um skoð- anir marpra forystumanna Slysavarnafielaasins í þessu máli og tel víst að ekki komi til að standa á SVFÍ að biðja um tækin. Er nú vel að lausn sjest framundan í þessu máli. MEÐAL ANNARA ORÐA Verður óameríska nefndin afnutnin! Eftir WILLIAM HARDCASTLE frjettaritara Reuters. WASHINGTON — Utlit er nú fyrir því, að hin svokall- aða óameríska nefnd Banda- ríkjaþings verði ,,svelt“ í hel, þegar þingið, sem demo- kratar nú hafa meirihluta í, kemur saman eftir áramótin. Meirihluti leiðtoga demokrata ! er andvígur aðferðunum, sem j nefndin hefur notað að undan- förnu. Og margir líta svo á, að enda þótt það kunni að vera mikilsvert, að fylgjast með starf semi kommúnista í Bandaríkj- i unum, sje það annarra verk- efni en óamerísku nefndarinn- ! ar. i * * I LÍTIL FJÁRVEITING ÞAR sem það er fulltrúadeild- in í heild, sem ræður því, hversu mikið fje óameríska nefndin fær til umráða, er nú talið líklegt, að leiðtogar demo- krata muni sjá svo um, að nefnd inni verði úthlutað aðeins lítilli fjárupphæð að þessu sinni. Þeir eru þeirrar skoðunar, að skort- ur á handbæru fje muni neyða nefndarmenn til að breyta um stefnu. Við þetta bætist svo það, að ýmsar breytingar verða á nefnd inni á næstunni. Þar sem demo- kratar nú hafa meirihluta á þingi, mun formaður nefndar- innar, Parnell Thomas (republ- ikani) verða að víkja fyrir John S. Wood (demokrati). Auk þessa fjellu tveir aðrir af nefnd armönnum republikana í hin- um nýafstöðu kosningum, og sá þriðji tekur nú sæti í öld- ungadeildinni. • • DEMOKRATAR ÁTTU UPPTÖKIN SUMIR virðast þó óttast það, að fulltrúar demokrata í óam- erísku nefndinni, sem flestir eru frá Suðurríkjunum og taldir afturhaldssamir, geri tilraun til að halda í sömu stefnu og rjeði meðan republikanar stjórnuðu nefndinni. Þá má heldur ekki gleyma því, að það voru demokratar, sem upphaf- lega stofnuðu óamerísku nefnd- ina, og að fyrsti formaður henn ar, Marvin Dies, varð fyrir jafn mikilli gagnrýni og Parnell Thomas hefir orðið fyrir und- anfarna mánuði. En þó er von- að, að foringjum demokrata, en þeir eru einkum frá Norður- ríkjunum, takist að halda nefnd inni í skefjum. « « VFRDUR HÚN AFNUMIN NOKKRIR möguleikar eru jafn vel taldir á því, að samþykkt verði að afnema óamerísku nefndina. Fullvíst er, að þetta verður reynt þegar þingið kem- Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.