Morgunblaðið - 19.12.1948, Page 7
Sunnudagur 19. des. 1948.
MORGUISBLAÐIÐ
7
Dýrtíðarmáíim
ALÞINGI hefur s. 1. viku fjall-
að um frumvarp ríkisstjórnar-
jnnar um dýrtíðarráðstafanir
vegna atvinnuveganna. I því
er fylgt stefnu undanfarinna
ára í þessum málum, haldið á-
fram niðurgreiðslum á verð-
lagi innanlands og ábyrgðum á
verði útflutningsafurða.
Það er staðreynd, sem ekki
verður komist hjá að benda á,
að mikill hluti þjóðarinnar hef
ur ekki áttað sig á, hvernig
raunverulega er ástatt í efna-
hagsmálum landsmanna. Þess-
yegna neyðast þing og stjórn til
þess að halda stöðugt lengra út
á braut, sem er að verða ófær.
Rjettara væri þó að segja að
hún væri orðin ófær. Ekkert
ber greinilegra vott um það en
þessar nýjustu dýrtíðarráðstaf-
anir. Hinar nýju álögur á þjóð-
ina, sem að vísu eru fyrst og
fremst miðaðar við það að skatt
Ieggja eyðsluna og draga þannig
úr verðþenslunni, hljóta að
opna augu manna fyrir því,
hvernig komið er. Hagur útvegs
ins og þær ráðstafanir, sem til-
lögur ríkisstjórnarinnar eiga að
fela í sjer til aðstoðar honum,
gefa einnig glögga hugmynd um
það, hversu báglega horfir fyrir
þessum aðal bjargræðisvegi
þjóðarinnar.
Fegrun óþörf
og skaðleg
ÞAÐ er í senn óþarft og skað-
legt að vera að fegra þetta á-
stand fyrir sjer. Þjóðin verður
að sjá og skilja raunveruleik-
ann eins og hann er. Þa€ er
þýðingarlaust að halda áfram
að fela hann. En það er raun-
verulega verið að gera með því
að halda áfram hinum gífurlega
fjáraustrj úr ríkissjóði með nið
urgreiðslum og ábyrgðarskuld-
bindingum. Verðbólgan hlýtur
að halda áfram að vaxa ef eng-
in önnur úrræði finnast.
Sannleikurinn er sá að eng-
in stjórn og ekkert þing getur
léyst þessi vandamál meðan
þjóðin heldur að hún þurfi að-
eins að gera kröfur tii hins op-
inbera um lækkun dýrtíðarinn-
ar en litlar eða engar til sjálfr-
ar sín en það er því miður af-
staða allt of mikils hluta henn-
ar. Kjarni málsins er sá að út-
flutningsframleiðsla okkar verð
ur að vera samkeppnisfær á
heimsmarkaðinum. Tilkostnað-
ur framleiðslunnar verður þess
vegna að lækka. Annars hlýtur
hún að stöðvast. Ef til vill er
það óumflýjanlegt að hún geri
það til þess að þjóðin skilji,
hvað raunverulega er í húfi. En
slík stöðvun hlyti að hafa mik-
Ið tjón í för með sjer og mikla
röskun í efnahagslífi lands-
manna. Þessvegna verður þing
og þjóð að átta sig á raunveru-
leikanum áður en til slíkra ó-
tíðinda dregur.
Prófessorínn og
,,sálmaská!diðu
FYRIR nokkru síðan flutti rekt
or Háskólans, prófessor Alex-
ander Jóhannesson, erindi á út-
breiðslufundi Stórstúkunnar. —
Var það flutt í einu af Guðs-
núsum bæjarins, Fr?'kirkjuhni
og var útvarpað.
Rektor var nýkominn frá
Bretlandseyjum og ræddi með-
al annars um umgengni menta-
manna þar í landi við áfenga
drykki. Lýsti hann því, hversu
venjur þeirra bæru af hinum
siðlitlu og óhófskenndu veislu-
siðum íslendinga, en hann hafði
setið allmörg hóf háskólamanna
í þessari ferð sinni. Áfenga
drykki kvað hann hafa verið
hafða um hönd í veislum þess-
um, aðallega ljett vín á mál-
tíðum. En engu óminni hefði sú
neysla valdið. Á engum manni
hefði sjest áhrif víndrykkju.
Rektor kvatti tslendinga
mjög til þess að gefa gaurn að
fordæmi hinna bresku háskóla-
manna. Hinum hóflitlu og svaka
fengnu íslensku veislusiðum
yrði að útrýma. Bæri 'slenskum
menntamönnum ekki hvað síst
að hafa forystu um þá siðabót.
Erindi háskólarektors vakti
verulega athygli. í því var að
vísu hvergi minnst á nauðsyn
fleiri kjallarafangclsa fvrir
drykkjusjúka menn, en hins-
vegar rætt um mikið vanda-
mál og þjóðarlöst af hófsemi og
víðsýni lífsreynds mennta-
manns.
En þótt venjulegu fólki fynd
ist málflutningur prófessorsins
öfgalaus og boðskapur hans eiga
nokkuð erindi til íslendinga var
þó einn er undi honum illa. —
Það var „sálmaskáldið“, sem
frægt er orðið af skiifum sín-
um í Tímann. Því líkaði erindið
úr Fríkirkjunni stórilla og á-
taldi prófessorinn fyrir háska-
samlega stefnu hans.
Blindur leiðir
blindann
ÞESSI mótmæli gegn hvatn-
ingarorðum háskólarektors til
íslendinga um siðabót í veislu-
siðum, eru engan veginn þess
verð að ástæða sje +il þess að
orðlengja um þau. En þau sýna
svo glórulaust ofstæki og for-
myrkvan hugarfarsins að á-
stæða er til þess að vekja á
þeim athygli.
En viðleitni ,,sálmaskáldsins“
til þess að vinna málstað bind-
indisins gagn er ekki ólík því
er blindur leiðir blindan. Af
þeirri viðleitni er lítil von um
árangur. Barátta gegn hófsam-
legum málflutningi reyndra
manna fyrir siðsamlegri um-
gengnisháttum er ekki líkleg
til þess að greiða úr bví vanda-
máli, sem hjer ræðir um. Hún
hlýtur þvert á móti að leggja
fleiri og fleiri steina í götu
heilbrigðrar skynsemi.
Þetta verður þjóðin að skilja.
Það er frumskilyrði þess að bún
geti lært af fordæmi hinna
bresku háskólamanna, sem
rektor háskólans gerði að um-
talsefni. En hún þarf að læra
af háttum þeirra. Hún verður
að útrýma hinupa spilltu og hóf
láusu veislusiðum sínum. Leið-
in að því takmarki liggur um
stefnu rektors, en víðsfjarri
blindingjahætti Tímagreinar
„sálmaskáldsins.“
Óskalisti
borgarstjóra
GUNNAR Thoroddsen borgar-
stjóri lagði á bæjarstjórnarfundi
þann 2. þ. m. fram yfirlit vfir
þær framkvæmdir í bænum,
sem hann hafði sótt um fjár-
festingar- og gjaldeyrisleyfi
fj’rir til fjárhagsráðs á næsta
ári. Voru þar fjölmargar nauð-
synjaframkvæmdir, sem nauð-
synlegt er að unnar verði hið
fyrsta. Lýsti borgarstjóri því
jafnframt yfir að ef bæjarfull-
trúar óskuðu að bæta við ein-
hverjum framkvæmdum á þenn
an lista, þá væri æskilegt að
þeir kæmu með tillögur um þær
á fundinum. Ennþá væri tími
til þess að koma þeim á fram-
færi við Fjárhagsráð.
Sjálfstæðismenn stóðu að
sjálfsögðu að tillögum borgar-
stjóra um framkvæmdaáform
in og kom því engin rödd úr
þeirra hópi um viðbótarfram-
kvæmdir. En frá bæjarfulltrú-
um minnihlutaflokkanna komu
heldur engar viðbótartillögur.
Þeir sögðu ekki einu sinni eitt
orð um tillögur borgarstjóra,
heldur guldu þeim jáyrði sitt
með algerri þögn og samþvkki.
Betri viðurkenningu gátu þeir
ekki gefið á því að þær væru
vel undirbúnar og hefðu við
fyllstu rök að styðjast.
Undarlegur
tirðilsháttur
EN NOKKRU síðar gerðist bað
að Alþýðublaðið ræðst með fúk
yrðum að borgarstjóra fyrir
framkvæmdaáætlun hans. Þá er
áætlunin allt í einu orðin að
auðvirðilegu kosningaplaggi,
sem ekkert mark er takandi á.
Hann á jáfnvel að sýna hug-
sjónafátækt og hverskonar dáð
leysi.
Til þess að sýna, hversu fá-
ránlega bjálfaleg þessi afstaða
Alþýðublaðsins er, er ekki hægt
að komast hjá áð benda á,
hvernig það tók öðrum óska-
lista eða framkvæmdaáætlun,
sem borin var fram af öðrum
aðilja nokkru fyrr en fram-
kvæmdaáætlun borgarstjóra. —
Það var áætlun ríkisstjórnai inn
ar um framkvæmdir á grund-
velli Marshallaðstoðarinnar. Þá
ætlaði Alþýðublaðið að rifna af
yfirlæti. — Viðskiptamálaráð-
herra hafði gert grein fyrir
henni á Alþingi og við borð lá
að blaðið teldi þessa áætlun al-
gerlega sína og þær fram-
kvæmdir, sem þar voru ráð-
gerðar skilgetin afrek sín.
Því fer auðvitað fjarri að á-
stæða sje til annars en fagna
framkvæmdaáætlun rikisstjórn
arinnar. En hitt er iafn fjar-
stætt að ráðast að borgarstjóra
með fáryrðum fyrir áætlun
hans um nauðsynlegar fram-
kvæmdir í Reykjavík.
Þessi tirðilsháttur Alþýðu-
blaðsins verður því undarlegri
sem það er vitað að þegap borg-
arstjóri lagði fram yfirlit sitt
um hinar nauðsynlegu fram-
kvæmdir, þá hreyfði enginn
fulltrúi flokks þess í bæjar-
stjórn einu orði þar til gagn-
rýni, hvað þá heldur andmæla.
Sannleikúrinn er sá að Al-
þýðublaðið er sárgramt yfir
forsjálni borgarstjóra og Sjálf-
stæðismeirihlutans í bæjar-
stjórn Reykjavíkur og undir-
búningi hans undir áframhald
andi framkvæmdir í bænum.,
Þesvegna stekkur það upp á
nef sjer yfir áætlun hans um
leið og það tekur framkvæmda-
áætlun ríkisstjórnarinnar fegins
hendi. En ósköp sýnir þetta lág
reistan hugsunarhátt.
Miðpúnktur
þjóðlífsins
í SÍÐUSTU viku gerðist sá at-
burður að miðpúnktur þjóðlífs-
ins brá á leik og færði sig burt
úr höfuðborginni suður í Krísu-
vík. Hinn nýi Krísuvíkurveg-
ur var opnaður. En ekki hafði
Vegamálastjóri fyr tengt sam-
an vegarenda þessa umtalaða
vegar en að æðri máttarvöld
kyngdu niður snjó við Kleifar-
vatn og austan Hlíðarvatns.
Varð vegurinn að því er Vega-
málastjóri hefur sagt mjer ill-
fær eða ófær einn dag.
Síðan að þetta gerðist hafa
Alþýðublaðið og Tíminn háð
harða orustu fyrir snjóleysi
Krísuvíkurvegar. Jafnframt
hafa þessi blöð gert hríð að
borgarstjórEjnum í Reykjavik
fyrir að hafa ekki viljað lána
650 þús. kr. úr bæjarsjóði til
þess að fullgera þennan snjó-
lausa veg.
Nú væri það út af fyrir sig
æskilegt að Krísuvíkurvegur,
hefði verið snjólaus þessa
umdeildu daga. — Það væri
líka æskilegt að aldrei festi á
honum snjó. En því miður er
staðreyndin sú að á honum hef-
ur fest snjó og að þrjár ýtur
vegagerðarinnar unnu að því að
moka hann. í þessu sambandi
má geta þess að Þingvallaleið-
in var alla s. 1. viku fær og eng-
in snjóýta var send þangað.
En kjarni þessa máls er sá
að nýr vegur austur í sveitirn-
ar hefir verið opnaður og hlýt-
ur því að vera fagnað. Menn
verða einnig að vona að því sje
nokkuð aukið öryggi skapað í
samgöngumálum Sunnlendinga.
Hitt stendur eftir sem áður ó-
haggað sáralítlar líkur eru til
að með þessari vegagerð hafi
samgönguvandamál þessa lands
hluta verið endanlega leyst. Og
víst er það kaldhæðni örlag-
anna að einmitt sá vegurinn,
sem sjerfræðingar í þessum
málum hafa í rúman hálfan
þriðja áratug taíið lang örugg-
astan skuli ennþá vera ólagð-
ur. Er þar um að kenna bein-
um svikum og undanbrögðum
þeirra flokka, sem nú skamma
Gunnar Thoroddsen fyrir að
vilja ekki leggja fje bæjar-
sjóðs Reykjavíkur í þjóðvega-
gerð um Krísuvík. En sú leið,
sem sjerfræðingar hafa talið
öruggasta framtíðarlausn er
leiðin um Þrengslin austur í
Ölfus.
Rödd reynds
bifreiðarstjóra
í GÆR hitti jeg bifreiðarstjóra
sem í tuttugu ár hefur ekið
fólksflutningabifreið milli sveit
anna austan fjalls og Reykja-
víkUr. Þáð var Óláfur Ketils-
son bifreiðastjóri á Laugar-
vatni. Jeg leitaði álits hans á
þessum málum. Honum fórust
m. a. orð á þessa leið: Það er
álit mitt að ef vegur hefði nú
í vikunni verið kominn austur
um Þrengslin niður í Ölfus þá
hefði sá vegur, ef vel hefði ver-
ið frá honum gengið, verið fær
alla undanfarna daga. Sú leið
er tvímælalaust öruggasta veg-
arstæðið. Það er líka stysta léið
in austur og það hefur ekki lít-
ið að segja. Skoðun mín er'að
Krísuvíkurvegurinn muni verða
farin öðru hverju eftir því
hvernig snjóa leggur en það fer
mjög eftir áttum. í vissum átt-
um mun snjóa meira á hann en
Mosfellsheiði og veg sem, lægi
um' Þrengslin. í öðrum áttum
mun hann hinsvegar vera leng-
ur fær. Þess vegna er auðvitat)
nokkuð öryggi í honum sem
þriðju leið milli Reykjavíkur
og hjeraðanna austanfjalls. En
það er að mínu áliti mikið ólán
að vegurinn um Þrengslin
skyldi ekki vera látinn ganga
fyrir honum. Það er skoðun
margra fleiri bifreiðastjóra, sem
lengi hafa ekið milli þessara
byggðalaga-
Þetta er skoðun hins reynda
bifreiðastjóra. Jeg skal ekki
fullyrða um rjettmæti hennar.
En hún er vel þess verð a'ð
hennar sje getið í sambandi við
þessar umræður um snjó eða
ekki snjó á Krísuvíkurvegi. En
leyfist að spyrja: •
Hvað voru þrjár vegýtur áí>
gera á Krísuvíkurvegi eftir að
tók að fenna ef þar var enginn
snjór sjáanlegur?
Að lokunv þetta um vega-
mál: Leiðin milli Selfoss og
Reykjavíkur um Krísuvík er
rúmlega 100 km., um Þingvöll
92 km. og um Hellisheiði 60
km. Við venjuleg skilyrði eru
þannig þrjár leiðir akfærar
milli Reykjavíkur og mjólkur-
forðabúrs hennar. Miklar líkur
benda til að einhver þeirra
verði oftast fær.
Hvergi meira
öryggi
EN í sambandi við umræðurnar
um öryggi þessara byggðalaga
í samgöngumálum hlýtur þess
að verða minnst að þau byggða
lög munu vera fá á Islandi, sem
valið geta á milli þriggja þjóð-
vega milli sveitar og kaupstað-
ar, enda býr verulegur hluti
þjóðarinnar á þessu svæði. Hitt
mun sanni nær að hvergi sje
slíku öryggi fyrir að fara. Fjöldi
bæja og kauptúna er hinsveg-
ar oft á vetri og stundum allt
árið svo til sambandslaus á
landi við mjólkursvæði sín
bændum og íbúum sjávarsíð-
unnar til hins óskaplegasta tjóns
og óhagræðis. Það er verkefni
framtíðarinnar skapa lands-
mönnum aukið öryggi í sam-
göngumálum. Góðar og örugg-
ar samgöngur eru sameiginlegt
hagsmunamál fólksins í sveit-
um við sjó. Það finna menn
aldrei betur en þegar vetrar-
ríkið hefur lokað þeim vegum,
sem þegar eru til, hvort sem
þeir liggja um miðpunkt þjóð-
lifsins, Krísuvík, eða um hina
gleymdu Þingvallaleið, þangað
sem engar snjóýtur komu í síð-
ustu viku.