Morgunblaðið - 28.12.1948, Síða 7
Þriðjudagur 28. des. 1948.
M O R G V X B L A Ð I Ð
7
í
Margrjeíar Þórðardólfur
Fædd 7. apríl 1874. .
Dáin 15. des. 1948, !
í DAG verður jarðsett hjer í
bænum frú Margrjet Þórðardótt- '
ii, Stórholti 19. Hún andaðist. að
heimili sínu 15. þ. m. j
Frá Margrjet var fædd í Hafn-
arfirði 7. apríl 1874 Árið '907
giftist hún eftirlifandi manni sín
um, Sigurbirni Sigurðssyni af-
greiðslumanni hjá Tóbakseinka- j
sölu ríkisins. Þau hjónin eignuð-'
ust átta börn, sem enn eru á lífi,
öll uppkomin og hin mannvænleg
ustu, auk þess fóstruðu þau tvo
drengi.
Mjer er þessi látna merkis-
kona minnisstæð af mörgum á-!
stæðum, en minnisstæðust er hún'
mjer í hlutverki sínu sem móðir
margra barna og húsmóðir á
mannmörgu heimili í áratugi. Á
þeim vettvangi rækti hún hlut-
verk sitt, við hlið tryggs og góðs
eiginmanns, með þeirri sæmd,
* sem þeim konum einum hlotnast,
er öllu fórna á altari þess starfs,
sem tegnt er framtíðinni í upp-
eldi barnanna.
Fyrst man jeg eftir Margrjeti
sál. á heimili hennar, umkringda
fjölda barna. Hún bjó þá í ná-
býli við fátækt og umkomuleys)
annara mæðra og bama og þótl
hún væri sjálf fátæk með óvenju
lega stóran barnahóp, er varð að
sætta sig við lág laun heimilis-
föðurins, sem vann hörðum hönd
um til þess að draga björg í bú,
þá kom það oftar fyrir en vænta
mátti eftir ástæðum, að hið ör-
lynda brjóst hennar færði móð-
urhöndunum þá skyldu að rjetta
vannærðum leiksystkinum barn-
anna sinna bita og sopa jafnt
þeim sjálfum.
Að þessu göfuglyndi húsfreyj-
unnar sálugu, stóð eiginmaður
hennar og aldrei þurfti hún að
fara í felur með góðverk sín hans
vegna, enda var hjónaband
þeirra bæði langt og farsælt.
Nú þegar vjer, sem þekktum
frú Margrjeti, drúpum höfðum
við leiði hennar, kveðjum vjer
móður, sem hafði sigrað, ásamt
eftirliiandi manni sínum, þá
miklu erfiðleika, er jafnan verða
á vegi fátækra foreldra fjölda
barna. Hinn fjölmenni og mann-
vænlegi hópur barna og tengda-
barna, sem í dag kveður ógleym-
anlega móður í hinsta sinni,
hjerna megin fortjalds lífs og
líkamsdauða er tákn tímanlegra
launa sigurvegarans, móðurinnar,
er með glæsilegum hætti bar uppi
helgasta og þýðingarmesta hlut-
verk hverrar konu.
Eigi er fjarri að ætia, að raun-
verulega iífsgæfu einstaklingsíns
megi nokkuð marka af því, hve
margir sakna hans, er hann hverf
ur alfarinn frá oss. Baldur hinn
góða vildu allir gráta úr Helju.
Jeg hygg að auk hins óvenju-
lega fjölmenna ástvinahóps, sjeu
eftirlifandi vinir og kunningjar
Margrjetar sálugu ærið margir,
sem í dag kysu, að hún væri enn
á meðal þeirra, lífsglöð eins og
hún var, fyrirmannleg og góð-
gjörn. Og ekki hvað síst myndu
ástvinirnir mörgú kjósa, að móð-
irin sta^ði enn við arin heir.iilis
síns og stýrði með fórnfúsum
höndum sínum, f jölskyldufagnaði
jólanna og áramótanna.
En enginn má sköpum renna.
Dauðinn bregst ekki hlutverki
sínu. En er hann ekki einmitt
þjónn lífsins sjálfs?
Er hann ekki leiðsöguandinn á
hinni miklu skiftistöð, þar sem
skilur um Stund á milli þeirra,
sem lifa og deyja?
Um þessar mundir fögnum vjer
jólunum, fögnum boðskap þeirra
um væntanlegan sigur lifsins yf-
ir dauðanum.
Að skoðun trúaðra manna og
raunar allra, vanst sá sigur fyrir
fórnarkraft þann, sem stýrði öll-
um athöfnum krists á iörðu hjer.
Hvað er þá líklegra en það, að
fórnarlund sannrar móður sje sá
kraftur, er öruggast innvinnur
sjer sæluvist annars og æðra lífs?
Jeg vil ljúka þessum fátækiegu
kveðjuorðum í tilefni af fráfalli
frú Margrjetar Þórðardóttur með
því að bera fram þakkir mínar
hjer fyrir góðar minningar um
hana og heimili hennar, sem bæði
jeg sjálfur, móðir mín og syst-
kini eiga margt gott upp að
unna.
Margrjet Þórðardóttir.
Jeg samhryggist eiginmanni
Margrjetar sál., börnum og ást-
vinum öllum á þessari stundu og
ekki síst systur hennar Jórunni
handavinnukennara við Kver.na-
skóiánn, sem nú saknar langrar
og góðrar samfylgdar i blíðu og
stríðu.
Loks tei jeg það vist, að sá
skuggi er ber fyrir augu ástvina
Margrjetar sálugu í dag, breytist
í bjartasta sólskin, er þeir setjast
við arin hinna mörgu og góðu
minninga, sem hin látna eigin-
kona og móðir skilur þeim eftir.
„Ei er því að óttast
sinn elskhuga Kristum
sjálfur er borgaði
og sálfur skal dæma.
Sjá hve blíðlegá
hinn blessaði rjettir
íaðminn helgasta
mót frómri .sálu."
Árni Ágústsson.
Fimfugsðfmæli
í BÓKINNI Austurland bls. 206
eru talin upp nöfn á börnum
Isleifs á Geirúlfsstöðum. Er sagt
frá því að Kristín dóttir hans,
hafi.verið gift Finnboga Áma-
syni frá A.rnheiðarstöðum. —
Þetta er eklti rjett. Hún var gift
Jóni Finnbogasyni Árnasonar.
En ættfræðingar segja sitt á
hvað um uppruna Árna. Einn
ségir hann ættaðan úr Há-
skrúðsfirði, annar frá Arnheið-
arstöðum.
Svo get jeg frætt Benedikt
Gíslason frá Hofteigi á því að
Jón Finnbogason varð hrepp-
stjóri á eftir Hallgrími á Stóra-
Sandfelli og á eftir Jóni tók
við hreppsstjórn Arnfinnur
sonur hans.
Með þökk fyrir birtinguna.
Sonarsonur Kristínar og Jóns
Finnbogasonar
Jón Bjarnason.
I DAG er 50 ára frú Anna Frið-
riksdóttir kona Sveinbjörns G.
Jónssonar húsgagnameistara,
Miklubraut 36. Frú Onnu mun í
dag berast margar árnaðaróskir j
á þessum tímamótum. Anna er
ein af þeim íslensku konum, sem I
ávalt er boðin og búin að rjetta
hjálparhönd, hvenær sem með
þarf, og hver sem í hlut á.
Einnig er hún mesta hagleiks ,
kona og hefir í mörg ár rekið
saumastofu, hafa þar farið sam-
an mikil afköst og vandvirkni.
Gestrisni á heimili frú Önnu'
er mikil. Þar er tekið á móti
öllum með vinarhug, sama hvort
í hlut eiga skyldir eða vanda- j
lausir, enda munu þeir ekki marg
ir dagar ársins, sem ekki dvelur f
á heimilinu aðkomufólk, og sumt
langdvölum.
Það segir sig því sjálft, að frú
Anna er vinmörg kona. Með
starfi sínu og fórnfýsi hefir hún
aflað sjer trausts og órjúfanlegr-
ar vináttu, því veit jeg að allir
þeir er frú Anna hefir haft ein-
hver kynni af munu taka undir
þá ósk, að framtíðin megi verða
björt og hlý, og að starfskraft-
ar megi endast svo hún geti unn-
ið að hugðarefnum sínum.
S. Þ.
La Beach hteypur
!B. á fO.t sek.
SAMKVÆMT frjettum, sem
borist hafa hingað, hefir Pan-
ama-spretthlauparinn Lloyd
LaBeach sett nýtt heimsmet í
100 m. hlaupi. Rann hann skeið
ið á 10,1 sek., sem er 1/10 sek.
betri tími en fyrra met Banda-
ríkjamannanna Jesse Owens og
H. Davis. Vann LaBeaeh þetta
afrek á móti í Bandaríkjunum.
LaBeach er því orðinn heims
methafi bæði í 100 og 200 m.
hiaupi. Á Olympíuleikunum s.l.
sumar vrar hann þriðji í báðum
þessum greinum.
Loffbrúin 6 mánaða
Wiesbaden í gærkv.
BANDARÍSKAR og breskar
, flugvjelar fluttu 6430,4 smá-
j lestir af vústum til Berlinar s.í.
j sólarhring, og hefir aðeins einu
sinni áður verið flutt jafnmikið
til borgarinnaí- á jafnskömm-
um tíma. I gær voru nákvæm,-
■ lega sex mánuðir síðan loftbrú-
in hófst. Hafa breskar og banda
, rískar flugvjelar þá alls flutt
1700172 smálestir af vistum til
j borgarinnar í 96640 ferðum. Á
þessum tíma hafa 17 bandarísk-
ir flugmenn iátið lífið og sjö
. breskir. — Reuter.
BRUSSEL: — Um það bil 20 þús.
Belgar, er starfa í frönskum verk-
smiðjum og gerðu verkfall fyrir hálf-
ura mánuði síðan, hjeldu nftur til
vinnu sirrnar í dag. .
JÓLAFAGNAÐUR aðkom-
inna sjómanna, sem sjómaima-
stofan í Tryggvagötu 4 sá um,
var haldinn á jóladaginn kl. 6
til 11 síðd. í Ingólfscafé. Um
60 íslendingar og nálega 30 er-
lendir sjómenn þáðu boð.ið. —
Voru þar Danir, Finnar og Norð
menn, einn Færeyingar, einn
frá Möltu, einn eða tveir frá
Eyjaálfunni og einn svartur,
Móses hjet hann, og átti heima
í Afríku, — ekki veit jeg land-
ið. Elsti gesturinn var 46 ára,
en sá yngsti 12 ára.
Gestirnir fengu jóladagverð
og að skilnaði kaffiveitingar,
allt prýðilega úti lát'ð hjá veit
ingastofunni.
Kjartán O. Bjarnason sýndi
góðar myndir frá Mývatni og
aðrar ágætar frá fuglalífi og
fuglaveiðum í Vestmannaeyj-
um. Ræður fluttu sjera Friðrik
Friðriksson dr. theol. og sra
Sigurbjörn Á. Gíslason og af
gesta hálfu Færeyingur og
Finni.
Gestirnir fengu allir jóla-
pakka með sjer og daginn eftir
allir þeir, sem voru um borð
í finnska, danska og norska
skipinu sem hjer eru stödd.
„Sjómannamissiónin“ dansk-a?
hafði sent oss inn 80 iólapakka,
rúmir 30 þeirra voru farnir tH
skipi, er hjeðan fór til Spánar*
rjett íyrir jólin. Rauði kroso ís-
lands sendi Sjómannastofunni
1000 kr. upp í kostnaðinn vi'íl
jólapakkana, sem Sjómanna-
stofan sjálf bjó út, voru ýmist
vetlingar eða sokkar látnir í þá
böggla. 2 bögglar komu frá
bæjarmönnum.
Þorvarður Björnsson hafn-
sögumaður stjórnaði fyrri hlut»
samsætisins, en undirritaður
síðari hlutanum ásamt með for-
stöðumanni Sjómannastofunn-
ar Axel Magnússyni.
Þegar jeg kom þangað uni
[ 8 leytið og *-it yfir rnannvngn-
lega sjómannahópinn, er var a<3
ijúka jólamatnum, óskaði jeg
þess að unnt hefði verið a<3
senda með sjónvarpi greiniléga
mynd . af salnum til heimiiu
þeirra fjær og nær. Jeg ér
nokkurn veginn viss um að síl
mynd hefði vakið gleði og þakk
læti bæði innan lands og utan
til allra þeirra, sem hjer áttu
hlut að máli.
Sigurbjörn .4. Gíslason.
Minnnng
Jórunnar Jónsdóftwr
I DAG verður borinn til moldar,
í kirkjugarði Stokkseyrar líkami
hinnar miklu merkiskonu Jór-
unnar Jónsdóttur. Hún var fædd
hinn 28. sept. 1864 að Hólakoti í
Hrunamannahreppi, dóttir hjón-
anna Guðrúnar Bjarnadóttur og
Jóns Jónssonar.
Hjer verður ekki sögð ítarleg
æfisaga, því að til þess þyrfti
heila bók. En það mætti verða
góð bók og fögur — og gagnleg
hverjum þeim, sem ýtir úr vör,
„með fermi af skínandi vonum“,
en á hamingju sína að sækja út
fyrir skerjagarð allra mannlegra
erfiðleika og sorga.
Ung giftist Jórunn Bernharði
bónda Jónssyni á Keldnakoti við
Stokkseyri, ágætum manni. Þar
stýrði hún heimili hátt á þriðja
tug ára, með þeim tíguleik og
hjartans höfðingsbrag, sem mjer
finnst hafi einkennt marga frænd
ur hennar og samtíðarmenn úr
Hrunamannahreppi. — Þar fæddi
hún og ól upp sinn fríða og vel
gefna barnahóp, 3 dætur og 2
sonu, hjúkraði gamalmennum og
hýsti gesti og gangandi. Var hún,
og þau hjón bæði, allra manna
gestrisnust og veitulust — miðað
við efnahag. — Þar kynntist jeg
móður hennar, merkilegri gæða-
og gáfukonu, föðursystur hinna
góðfrægu Galtafellssystkina, en
föður sinn hafði Jórunn misst í
bernsku.
Jórunn og Bernhard voru ná-
grannar og miklir vinir foreldra
minna frá því jeg fyrst man eft-
ir. — Var það jafnan mikil hátíð
fyrir okkur börnin að heim-
sækja þetta fólk eða fá þaðan
gesti. Og það var ekki vegna ytri
allsnægta, hve oft maður fór af
fundi Jórunnar auðugri og betri
en maður kom.
Þau hjónin brugðu búi vorið
1917 og fluttu þá að Garðbæ á
StokkseyrL Þar andaðist Bern-
hard árið 1927. Eftir það flutti
Jónmn með börnum sínum hing-
að til bæjarins og dvaldi hjer
síðan.
.Sjúkdómar og harmar sneiddu
ekki hjá garði hennar. Mánuð-
um — misserum — jafnvel ár-
um saman stundum, lá hún rúm-
föst — oft stórum þjáð. —
Þessi hjartaheita, fórnfúsa móðir
varð árum og áratugum saman-
að horfa upp á þjáningar barna'
sinna, án þess að bóta væri auð-
ið.
En einmitt í sorginni komu
eðliskostir hennar best í ljós. Ró~
semi hennar, trúarþrek og heil-
indi hugans. Enginn vandalaus
hefur kennt mjer betur en hún,
hvernig ytra tjóni má snúa í innri
sigur.
Hún átti líka mörg og hjartfólg
in gleðiefni. Persónuleiki henn-
ar var þannig, að flestir, ef ekki
allir, sem kynntust bfenni, hlutu
að virða hana og elska. Astríki
barnanna og umhyggja fyrir
henni var framúrskarandi, ekki
síst yngra sonarins, Kristins, sem
aldrei skildi við hana og hún
átti heimili hjá til hinstu stund-
ar, og hans ágætu konu, Salóme
Jóhannsdóttur frá Bálkastöðum
í Miðfirði.
Önnur börn Jórunnar eru þau
Ingimundur, búsettur í Vest-
mannaeyjum, Jóhanna húsfreyja
á Eyrarbakka, Bjarnheiður sjúk-
lingur og Jarþrúður húsfreyja á
Hver'fisgötu 42 hjer í bæ.
Yfir minningu þessarar fágætu
konu mun verða mikil fegurð 4
hjörtum barna hennar og afkom-
enda allra — og okkur hinna,
sem nutum þeirrar gæfu að eign-
ast hana að vini — nú, þegar hún
er horfin sjónum okkar inn til
binnar himnesku jólagleði.
jarþrúffmr Einarsdóttir,
Samtúni 30.